Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Blaðsíða 12
Helgarblað 21.–24. mars 201412 Fréttir Þ að hefði verið mjög auð- velt að rökstyðja að fara út í þessar breytingar án þess að það hefði þurft að koma fréttastjóranum neitt við,“ segir Hallgrímur Indriðason, frétta- maður á RÚV og formaður Félags fréttamanna hjá Ríkisútvarpinu, að- spurður um stuðning starfsmanna fréttastofunnar við Óðin Jónsson, fréttastjóra RÚV, sem sagt var upp störfum ásamt framkvæmdastjór- um starfssviða RÚV í vikunni. Inntakið í skýringu Hallgríms á þessum orðum er sú að starfsemi fréttastofunnar muni ekki breytast mikið og að þar af leiðandi sé óþarfi að segja Óðni upp. „Rökin hafa ver- ið sú að rekstrarsviðin séu að breyt- ast svo mikið, að þess vegna sé óhjá- kvæmilegt að segja upp samningum við þessa framkvæmdastjóra. Mið- að við skipulagsbreytingarnar eins og þær voru kynntar þá eru breytingarnar á fréttastofunni sára- litlar,“ segir Hallgrímur. Ljóst er út frá orðum Hallgríms að nokkur óánægja er með upp- sögn Óðins meðal einhverra starfs- manna. Hann segir hins vegar að hann hafi ekki ástæðu til að draga þau orð Magnúsar Geirs Þórðar- sonar útvarpsstjóra í efa að þegar breytingar eigi sér stað á starfs- og rekstrarsviðum RÚV þá sé „hrein- legast“ að segja öllum samningum upp, einnig samningi við Óðin. „Ég efast ekkert um að hann meini þetta og að honum finnist þetta. En þetta þýðir ekki að við þurfum endilega að vera sammála því.“ Sækir um aftur Staða Óðins, og hinna fram- kvæmdastjóranna, verður auglýst til umsóknar um helgina. DV hef- ur heimildir fyrir því að hann hafi kynnt einhverjum starfsmönnum fréttastofunnar að hann hyggist sækja um starfið aftur. Á fundi sem Félag fréttamanna, félag starfsmanna fréttastofu RÚV, hélt í gær var staðan rædd og er ljóst að Óðinn nýtur stuðnings margra starfsmanna á fréttastofu. Einhverjir af starfsmönnum fréttastofunn- ar hafa skorað á Óðin að sækja aft- ur um starfið. Slík áskorun ætti að vera Óðni til góðs í umsóknarferl- inu um starfið. „Ef við værum að fara að skora á hann að sækja um þá væri það ekki til þess gert að fæla hann frá því,“ segir Hallgrímur. Spurningin er sú hversu þungt slík áskorun muni vega í ráðningarferl- inu sem Capacent mun sjá um. Hallgrímur sagði fyrir fundinn í gær að hann gæti ekki fullyrt hvort fréttamennirnir myndu skora á Óðin að sækja aftur um. „Ég get ekki talað fyrir hönd starfsmannanna sem ég er að fara að funda með í kvöld þannig að ég get ekki fullyrt um það. En ég hins vegar get sagt að það verður rætt hvort við eigum að gera það.“ Almenn ánægja Hallgrímur segir aðspurður að frétta- menn RÚV séu almennt ánægð- ir með störf Óðins. „Við teljum að faglega hafi hann staðið sig eins og hann á að standa sig. Þá sérstaklega hefur hann staðið þétt við bakið á okkur þegar komið hefur fram ýmis ómálefnaleg og ósanngjörn gagnrýni á störf fréttastofunnar.“ Fleiri starfsmenn RÚV sem DV hefur rætt við taka undir þetta sjónar mið. Óðinn þykir faglegur stjórnandi, „ekki spilltur“ eins og einn segir og verður ekki sagt að fréttastofa RÚV sé hlutdræg í um- fjöllun sinni um málefni líðandi stundar, jafnvel þó að ýmsir hags- munaaðilar í samfélaginu telji að svo sé. Gengið á fund Óðins Hins vegar er Óðinn ekki gallalaus þó hann þyki faglegur. Þannig var fundur hjá Félagi fréttamanna á síð- asta ári þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að fulltrúar félagsins þyrftu að ræða við hann vegna skap- gerðarbresta hans. Óðinn getur verið hvass því hann er með stórt skap sem hann á til að sýna. Sumir starfsmenn þola það en aðrir ekki. Þannig segir einn starfsmaður að sumir hafi kikn- að undan gagnrýni fréttastjórans. Eitt atriði sem flestir viðmæl- endur DV nefna þegar talið berst að vanköntum Óðins er að hann vill ráða og er ekki hrifinn af gagn- rýni eða mótbárum frá starfsmönn- um. Fyrir vikið þá er sagt að hann hafi losað sig við starfsmenn sem staðið hafa uppi í hárinu á honum en haldið hinum fréttamönnunum sem standa ekki um of uppi í hárinu á honum og hans skoðunum. Fyrir vikið þá er sagt að Óðinn vilji hafa já-fólk í kringum sig. Ef þessi kenn- ing er rétt þá má segja að áskorun frá Félagi fréttamanna um að hann sæki um endurspegli líka þá stað- reynd að þeir fréttamenn sem starfa á RÚV séu hliðhollir Óðni. Eitt erfiðasta starfið Óðni til varnar má segja að starf hans sé eitt það erfiðasta, ef ekki það erfiðasta, í íslenskum fjölmiðl- um. RÚV er ríkisfjölmiðill sem þarf að gæta hlutleysis og situr fréttastof- an undir linnulausri gagnrýni þess efnis að hún dragi taum hins eða þessa í samfélaginu. Óðinn er yfir- maður fréttastofunnar og því þarf hann að svara þessari gagnrýni og reyna að stýra fréttastofunni þannig að á engan halli. Slíkur varfærinn dans getur svo auðvitað líka komið niður á efnistökum fréttastofunn- ar þar sem afhjúpun á viðkvæmum málum getur þýtt að upp komi sú gagnrýni að RÚV dragi taum ein- hvers. Umræðan um meinta pólitíska slagsíðu RÚV er því erfið og í reynd slæm þar sem segja má að hún geti dregið tennurnar úr ríkisfréttastof- unni. Hún má ekki vera of aðgangs- hörð af því hún þarf að vera hlut- laus. Óðinn, eða hver svo sem er fréttastjóri RÚV á hverjum tíma, þarf að stíga þennan erfiða dans. Lærdómar sögunnar Hallgrímur Indriðason segir að hann hafi enga ástæðu til að ætla að uppsögn Óðins sé leikrit sem sett hafi verið upp til að losna við hann en bæði frammámenn í Sjálfstæðis- flokknum og Framsóknarflokknum hafa gagnrýnt fréttastofu RÚV harð- lega síðastliðin ár fyrir meinta póli- tíska slagsíðu. „Þó að það sé kannski ekki tilgangurinn hjá Magnúsi Geir að þóknast einhverjum pólitíkusum, sem hann hefur sjálfur aftekið með öllu og ég hef enga ástæðu til að draga í efa, þá kallar það á alls kyns samsæriskenningar hvernig staðið er að þessu og ég er ekki viss um að það sé gott fyrir RÚV.“ Ein frægasta pólitíska manna- ráðning á Íslandi á liðnum árum var þegar Auðunn Georg Ólafsson, lítt þekktur framsóknarmaður, var ráðinn fréttastjóri RÚV árið 2005. Ráðningin vakti hörð viðbrögð hjá starfsmönnum RÚV og stopp- aði Auðunn Georg stutt við vegna þessa. „Ég trúi ekki að menn ætli að fara að feta þessa braut aftur. Ég bara trúi því ekki fyrr en ég tek á því,“ segir Hallgrímur en líkt og áður segir þá er ekkert á þessari stundu sem bendir til að Magnús Geir ætli sér að setja flokkspólitískan gæðing yfir fréttastofu RÚV. Gætu beðið um mastersgráðu Þó ekki sé hægt að fullyrða að upp- sögn Óðins sé til þess gerð að koma honum frá þá er ekki heldur hægt að fullyrða að svo sé ekki. Þó Óðinn sæki aftur um starfið þá er hugsan- legt að gerð verði krafa um að um- sækjendur séu með mastersgráðu. Óðinn er ekki með mastersgráðu, líkt og einn viðmælandi DV bendir á, og fyrir vikið þá er ólíklegt að hann geti verið endurráðinn miðað við þær forsendur sem ráðið verður á. Eins og er þá er hins vegar ekkert sem bendir til þess að eitt- hvað óeðlilegt sé á bak við uppsögn Óðins. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Starfsmenn skora á Óðin að sækja um n Ekki talið nauðsynlegt að reka Óðin n Gætu beðið um mastersgráðu„Við teljum að faglega hafi hann staðið sig eins og hann á að standa sig. Óvíst með forsendur Ekki er hægt að fullyrða að Magnús Geir Þórðarson hafi rek- ið Óðin til að losna við hann af pólitískum ástæðum. Styðja Óðin Starfsmenn fréttastofu RÚV eru almennt séð ánægðir með Óðin Jónsson að sögn Hallgríms Indriðasonar. Sækir um Óðinn Jónsson fréttstjóri ætlar að sækja aftur um starfið hjá RÚV.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.