Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Blaðsíða 46
Helgarblað 21.–24. mars 201446 Menning Vegabréf Sigmundar Heimsborg ofgnóttarinnar er að finna fyrir botni Hóps í vestri þar sem Manhattan kúrir millum Hudsonelfunn- ar miklu og Austurár. Þar er mannlífið þrútið af mekt og velsæld, svo mjög reyndar að auðurinn vellur um götur og torg eins og seigfljótandi síróp. Hvergi er listin verðlögð jafn hátt og í New York. Þar verða menn milljarðamær- ingar með því einu að mála súpudósir – og þá ekki síð- ur að leika taugaveiklaðan væskil með tippið á heilanum, ellegar raula rámir neðan úr þind eitthvert angur af sút og pínu. Og geti menn sungið al- mennilega hátt og kröftugt er hvergi meira að hafa upp úr krafsinu en einmitt þar sem Broadway sneyðir Loncoln- torgið í efri bænum vest- ur, í sjálfum kjarna eplisins; óperu tröppunum í NY. Þarna standa öll teikn til þess að nafli alheimsins sé fundinn. Þarna getur maður ekki annað en rétt úr kútnum með kerrtum svip og gleiðum. Og þarna uppveðrast maður allur í einhverri spókaralegri sjálfumgleði. Ó, Metrópólítan. Nafnið er eiginlega of stórt fyrir aðkomu- mann í ódýrum fötum. En þarna stóð ég nú samt á kaupfélagsskónum framan við frægasta óperuhús heims og bjóst til inngöngu, ein- hverju sinni fyrir aldamót. Mesti söngvari Íslendinga var að fara að depútera á sviðinu framan við 3.800 prúðbúna gesti í rauðu sætunum frægu. Og þvílík tilhlökkun. Við vor- um þarna nokkrir Íslendingar í hóp að deyja úr dásamlegri blöndu af þjóðarstolti, oflæti og snobbi. Víkingarnir voru komnir eftir þúsund ára hvíld – og nú yrðu móttökurnar betri en skrælingjanna forð- um daga. Við settumst fremst á neðstu svalirnar og fundum fyrsta tónana úr Il Trovatore líða innum skynfærin. Ylþýðir tónarnir komu sér fyrir í hverj- um kima sálarinnar. Fagurlega stroknir strengirnir sökktu sér í hug og hjarta. Og fyrstur til að sofna var sessunautur minn, vel þéttur vinnufélagi, sem fyrr um daginn hafði átt erfitt með að halda niðri í sér drykk og mat vegna spennings og ofvæni. Svo sofnuðum við flest sem þarna vorum komin ofan af Íslandi; nema ef vera kynni ég, af því hroturnar úr félaganum við hlið mér ristu djúpt í innstu hlust. Flest okkar sváfu alla sýn- inguna, nema hléið, enda hanastél í boði. Hrotur fé- lagans skyggðu vissulega á skemmtilegustu tónana, en smám saman urðu þær þó eins og Verdi hefði samið þær sjálfur. Við héldum stórsöngvar- anum teiti eftir sýninguna. Félaginn við hliðina á mér hóf þar langa tölu um stórkost- lega frammistöðu tenórsins – og þvílík tíðindi; Íslending- ur búinn að sjá og sigra sjálfa Mekku óperuheimsins. Við hin stóðum álengdar, úthvíld, þögul og álengdar. Hroturnar í Metrópólitan „Tók á andlega og tilfinningalega“ n Steinunn slær í gegn í Leipzig n „Ég held að Ísland þurfi á ESB að halda“ É g hefði aldrei getað skrifað um þetta á Íslandi, af því all- ir hefðu farið að velta því fyrir sér hvort persónurnar ættu sér raunverulegar fyrirmyndir og hverjar þær væru,“ segir Steinunn Sigurðardóttir um skáldsöguna Jójó sem er nýkominn út á þýsku og fjall- ar um tvo menn sem voru misnot- aðir sem börn. „Þar að auki átti þessi saga heima í Berlín. Hún fjallar um tvo heima, tvo menn, líf og dauða, þunglyndi og gleði. Berlín var jú tví- skipt borg í Kalda stríðinu og varð í heild sinni fyrir sálrænu áfalli sem er svipað því sem sögupersónur ganga í gegnum.“ Steinunn er stödd á bókamess- unni í Leipzig, en borgin öll er undirlögð hátíðinni. Mangakrakk- ar klæðast búningum hinna ýmsu teiknimyndapersóna. Talsvert er lagt í búningana, enda fá þeir frítt inn sem klæða sig upp, og hér má sjá Gandálf, Jókerinn og Avatar-geimverur. Einnig eru nokkrar þýskar stelpur klæddar sem staðaltýpur Norðurlandanna og bera púða með fánum þjóðanna. Sú norska heldur líka á íslenskum púða, en litli bróðir hennar, sem leikur Ís- land, er því miður fjarverandi. Loftárásir á bókamiðstöð Leipzig var eitt sinn helsta bók- menntaborg Þýskalands, hér skrifaði Goethe Faust og hér voru um tíma nánast allar bækur landsins prent- aðar. En loftárásir seinni heimsstyrj- aldar fóru illa með iðnaðinn og enn verra var að borgin einangraðist frá mörkuðum Vestur-Þýskalands þegar hún lenti austan megin landamæra eftir stríðið. Frankfurt tók við stöðu hennar, en á meðan bókamessan þar er ekki síst bransahátíð er bóka- messan hér fyrst og fremst ætluð al- menningi. Rúmlega 150.000 manns heimsækja hana ár hvert og erfitt er að ímynda sér annan eins áhuga á bókum annars staðar en einmitt hér, í heimalandi hinnar prentuðu bókar. Soffía Gunnarsdóttir frá íslenska sendiráðinu spjallar við Steinunni á sviðinu og fer allt fram á þýsku. Norður löndin hafa sameinast um skála síðan 2006, en norrænu löndin hafa sameiginlegt sendiráðsrými í Berlín og samstarfið þeirra á milli mikið. „Það kostar talsvert að vera með sýningarskála hér og við vinnum saman að því. Þetta eykur líka þá athygli sem við fáum, áður fyrr þegar við vorum á básnum „lítil lönd, stór- ar bókmenntir“ týndumst við inn- an um aðrar þjóðir en nú eru margir sem þekkja Norræna skálann,“ segir Soffía. Eftirköst Frankfurt Þjóðverjar virðast alveg sérstaklega áhugasamir um íslenskar bókmennt- ir, og fær Steinunn meiri athygli en þeir Norðurlandabúar sem koma á undan og eftir. En telur Soffía að við séum enn að njóta góðs af bókamess- unni í Frankfurt 2011? „Já, við erum búin að stimpla okk- ur inn sem bókaþjóð og sýna að við höfum bolmagn til að vera stór á því sviði. Íslenskum bókum var stillt upp og bóksalarnir voru ánægðir með hvað þær seldust. Þetta var líka í fyrsta sinn sem til dæmis Þórbergur Þórðar- son, Pétur Gunnarsson og Þórarinn Eldjárn voru gefnir út á þýsku.“ Sérstakir gestir á Leipzig í ár eru auk Steinunnar þær Gerður Kristný og Auður Jónsdóttir. Guðrún Helga- dóttir var einnig kynnt, en leikari las upp úr verkum hennar þar sem hún komst ekki sjálf. En hvað er það sem ræður valinu? „Það er nauðsynlegt að höfundur sé að gefa út verk á þýsku. Það er síðan gaman að bók Guðrúnar Evu Mínervudóttir, Allt með kossi vekur, kom út á þýsku meðan á hátíðinni stóð, en við vorum ekki viss um að það myndi nást,“ segir Soffía að lokum. Framarlega í víglínunni sem kvenhöfundur „Þetta er sú bók sem tók mest á mig andlega og tilfinningalega,“ segir Steinunn að upplestri loknum. „En það voru líka léttari kaflar inn á milli og það var gaman að skrifa um Par- ísarbúa sem elskar Berlín og Berlínar- búa sem elskar París. Ég er að hluta til Berlínaraðdáandi. Eitt er nú að horfa á fimm hæða vegg af blómstrandi kastaníutrjám fyrir utan gluggann á íbúðinni í Kreuzberg, sem veitti mér innblástur, og fann sína leið inn í Jójó, en það er alltaf jafn skrítið fyrir Ís- lending að sjá blóm vaxa á trjám.“ Hamburger Abendblatt taldi Jójó undursamlegustu bók vorsins, en hún er ein af fáum bókum íslenskra höfunda þar sem umfjöllunarefnið tengist ekki Íslandi á nokkurn hátt. Finnst þér það krafa á íslenska höf- unda að þeir fjalli sérstaklega um Ís- land? „Einn blaðamaður hér lýsti yfir vonbrigðum þegar hann komst að því að bókin gerðist ekki á Íslandi. En ég vil standa í teygingum og reyni að teygja hlutina eins og ég get. Ég var framarlega í víglínunni sem kvenhöf- undur á Íslandi, með fyrstu bókina árið 1969, ljóðabókina Sífellur, og er alltaf á endimörkum þess sem ég get gert. Jójó hefði ég til dæmis ekki get- að skrifað fyrir tíu árum. Ég er búin að skrifa í 50 ár um íslensk ský og nátt- úru, en söguefnið í þetta sinn heimt- aði Berlín.“ Ætlar að halda sig í Evrópusambandinu Steinunn bjó í átta ár í París og flutti síðan til Berlínar. Svo virðist sem hún ætli að halda sig í Evrópusam- bandinu í bili. „Ég held að Ísland þurfi á ESB að halda. Þegar fólk hér fréttir að ríkis- stjórn Íslands sé búin að leggja nið- ur umhverfisráðuneytið sem sjálf- stætt ráðuneyti og að svokallaður umhverfisráðherra sé andvígur nátt- úruvernd heldur það að maður sé að grínast. Og það er líka ákveðið afrek í landsstjórn að fá friðsamt gamalt fólk niður í bæ til að mótmæla, eins og nú hefur gerst í kringum ESB-þjóðarat- kvæðisgreiðsluna.“ n Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Heldur sig á ESB-svæðinu Steinunn segir fólk halda að hún sé að grínast þegar hún segir frá ástandinu heima á Íslandi og því að umhverfisráðuneytið hafi verið lagt niður. Litríkir gestir Þessi hafmeyja var á meðal 150 þúsund gesta sem sóttu bókamessuna. Frítt inn í búningi Talsvert er lagt í búningana, enda fá þeir frítt inn sem klæða sig upp. Jójó kemur út á þýsku „Bókin fjallar um tvo heima, tvo menn, líf og dauða, þunglyndi og gleði. Berlín var jú tvískipt borg í Kalda stríðinu og varð í heild sinni fyrir sálrænu áfalli sem er svipað því sem sögupersónur ganga í gegnum.“ „Við erum búin að stimpla okkur inn sem bókaþjóð og sýna að við höfum bolmagn til að vera stór á því sviði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.