Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Blaðsíða 45
Helgarblað 21.–24. mars 2014 Menning 45 L iðin eru 400 ár frá fæðingu Hall- gríms Péturssonar, prests og sálmaskálds. Af því tilefni ætlar Megas, í samstarfi við stóran og fjölbreyttan hóp listamanna, að flytja frumsamin lög sín við alla fimmtíu Passíusálma Hallgríms. Sálmarnir verða fluttir í þremur hlutum á þrenn- um tónleikum í Grafarvogskirkju í apríl og hápunkturinn er lokatón- leikarnir á föstudaginn langa. Hluti sálmalaganna hefur verið fluttur áður en þetta er í fyrsta sinn sem þau eru flutt í heild sinni, 41 ári eftir að Megas samdi þau. Flytjendur eru af ýmsum toga svo búast má við alveg glænýrri nálgun á Passíusálmana. Auk Megas- ar taka þátt í flutningnum söngkon- an Magga Stína, hljómsveitirnar Moses Hightower, Píslarbandið og Caput-tónlistarhópurinn og kórarnir Söngfjelagið og Vox Populi ásamt stúlknakór. Hilmar Örn Agnarsson er listrænn stjórnandi tónleikanna. Sálmalögin samdi Megas árið 1973, þau einkenna allt frá ballöðum til kántrítónlistar og ljóst að svona hafa Passíusálmarnir aldrei hljómað fyrr. Magga Stína verður helst Megasi til halds og trausts og bregður sér meðal annars í hlutverk Jesú. n kristjana@dv.is Í þýskum fjölmiðlum orðið „Anschluss“ notað þegar fjall- að er um tilraun Rússa til að innlima Krímskaga. Sama orð var notað þegar Þjóð- verjar innlimuðu Austurríki árið 1938. En líkindunum lýkur ekki þar. Rétt eins og Þjóðverjar fyrir hundrað árum byggðu Rússar á tímum Sovétríkjanna sjálfsmynd sína á gríðarlegum hernaðar- mætti og áhrifum í alþjóðamál- um. Því var fall Sovétríkjanna mörgum áfall, rétt eins og Þjóð- verjar vissu varla hvað þeir áttu af sjálfum sér að gera eftir ósigur sinn í fyrri heimsstyrjöld. Til að bæta gráu ofan á svart búa stórir hópar rússneskumæl- andi fólks, um 30 milljónir, utan núverandi landamæra Rússlands. Margir vilja heldur tilheyra móðurlandinu, eins og reyndin var með þýskumælandi hópa eftir 1918. Alþjóðasamfé- lagið hafði lítið um það að segja þegar Austurríki og Súdetahér- uð Tékkóslóvakíu voru innlimuð í Þýskaland. Staðan á Krím er því flókin. Annars vegar vill almenn- ingur þar tilheyra Rússlandi, en hins vegar tilheyrir svæðið lög- formlega Úkraínu og það getur haft áhrif fyrir svæðið í heild fái Rússar að leggja það undir sig. Pútín má ekki við að tapa skákinni Pútín hefur löngum sýnt sig fær- an í að tefla á ystu nöf og athuga hversu langt hann kemst. Hann réðst inn í Georgíu árið 2008 og tvö héruð lýstu yfir sjálfstæði í kjölfarið án afskipta alþjóðasam- félagsins. Og honum tókst að koma í veg fyrir að Bandaríkja- menn hæfu loftárásir á banda- mann hans, Assad, í Sýrlandi með því að fá hann til að afhenda efna- vopn sín, sem var mikill diplómat- ískur sigur fyrir Rússa. En mun hann vinna þessa skák líka? Evrópusambandið hótar við- skiptaþvingunum sem það má illa við og myndi stofna efnahags- bata í hættu, en Þjóðverjar fá um þriðjung gass síns frá Rússlandi. Vissulega myndi þetta koma Rússlandi illa líka, en Pútín má ekki við því að tapa skákinni sem yrði honum mikill álitshnekk- ir. Nema Úkraínumenn geri eitt- hvað gerræðislegt og ráðist gegn honum eru líkur á að Evrópu- sambandið sætti sig fyrr eða síðar við orðinn hlut, enda lítill áhugi á viðskiptaþvingunum og enn minni á hernaðar aðgerðum. Anya Khait er nýkominn aftur frá Moskvu til Þýskalands, þar sem hún stundar nám ásamt eig- inmanni sínum og hefur nýlega fest kaup á íbúð. „Í Rússlandi myndi manni aldrei detta í hug að kaupa íbúð, en hér í Leipzig er það hægt,“ segir hún. Enginn millivegur En hvernig er stemmingin fyrir austan? „Það eru allir annaðhvort með eða á móti íhlutun á Krím- skaga. Það er enginn millivegur. Mínir vinir eru flestir mennta- menn og listamenn og því frið- arsinnar. 50.000 manna friðar- mótmæli voru haldin, sem voru hart barinn niður af lögreglunni í Moskvu. Flestir sem geta eru að íhuga að flytja til útlanda. En aðr- ir eru mjög þjóðernissinnaðir og sjá Bandaríkin sem óvin sem er að vasast í öllu.“ Og hvað heldur hún að muni gerast næst? „Það er erfitt að segja. Staða Pútíns er sterk í bili, en ég held að ef langvarandi efnahags- þrengingar hljótist af þessu muni Pútín missa vinsældir sínar og kannski verða allsherjarmótmæli og bylting eins og í Úkraínu. En það er erfitt að sjá með hvaða hætti það myndi verða eða hvaða hópar myndu verða ofan á. Ég er að minnsta kosti ekki aftur á leiðinni heim í bili,“ segir Anya. „Ein rússnesk grínsíða sýnir varúðarmerki á sígarettupakka,“ segir eiginmaður hennar, Ilya. „Þar segir: „Ekki nóg með að þér sé stjórnað af Pútín, heldur ætlarðu að eyðileggja heilsu þína líka.“ Það er þó önnur söguleg samlíking við Þýskaland sem hafa ber í huga. Þann 7. október 1989 hélt Austur-Þýskaland upp á 40 ára afmæli sitt með miklu húllumhæ. Ári síðar var landið hætt að vera til. Ef til vill er hinn mikli kostnaður í kringum Ólympíuleikana örvæntingarfull aðgerð einvalds til að kaupa sér vinsældir, á meðan betur hefði mátt eyða peningunum í að bæta hag almennings. Eða kannski voru Ólympíuleikarnir, eins og í Þýskalandi árið 1936, aðeins einn liður í átt að aukinni út- þenslu. Hvor samlíkingin reynist réttari mun tíminn leiða í ljós. n Megas og Passíusálmarnir Magga Stína bregður sér í hlutverk Jesú Refskák Pútíns Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Pistill „Flestir sem geta eru að íhuga að flytja til útlanda. Staða Pútíns „Ein rússnesk grínsíða sýnir varúðarmerki á sígarettupakka,“ segir eiginmaður hennar, Ilya. „Þar segir: „Ekki nóg með að þér sé stjórnað af Pútín, heldur ætlarðu að eyðileggja heilsu þína líka.“ „Heyrið mig öll, þetta eru skemmdarverk!“ n Rafmagnað og hlýtt andrúmsloft á baráttutónleikum n Pólitíkusar ættu að hlusta á Björk í stað þess að grobba sig af henni svo allir aðstandendur á svið og djömmuðu með. Lokalagið var vel valið líka, Beastie Boys-slagarinn Sabotage. „Listen all of y'all it's a sabotage!“ – „Heyrið mig öll, þetta eru skemmdarverk!“. Áburðarverksmiðjupólítíkusar ættu að hlusta á Björk Það er nefnilega ekkert annað en skemmdarverk að ætla að skera sundur hjarta landsins með há- spennulínum og uppbyggðum vegi, það er undirbúningur að skemmdarverkum að afnema löngu tímabær lög um náttúru- vernd. Blaðamaður efast orðið um að tilfinningarök virkjana- sinna séu sönn lengur, afsannaði Kárahnjúkadeilan það ekki. Þessi barátta snýst ekki um atvinnu, hún snýst um hagsmuni. Hagsmuni peningaaflanna sem skilja fram- farir sem kílóvött og áburðarverk- smiðjur eða hagsmuni þeirra sem skilja hin sönnu verðmæti í lítt snortinni náttúru. Blessunarlega getum við þakkað fyrir elju fjölda náttúruverndarsamtaka hérlendis og fólks eins og Bjarkar Guðmunds- dóttur sem er óþreytandi í að benda á mikilvægi náttúrunnar fyrir okkur öll og fyrir framtíðina. Áburðarverk- smiðjupólitíkusarnir ættu kannski að hlusta á hvað hún segir milli þess sem þeir grobba sig af verkum hennar á hátíðisdögum. n Patti Smith Söng Perfect Day til heiðurs gömlum vini. Mynd SiGtryGGur Ari Lykke Li Heillaði salinn. retro Stefson Tók lokalagið á tónleikunum. Mammút Á hreindýra- slóðum – öræfatöfrar Íslands var sýnd undir tónum Mammúts.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.