Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Blaðsíða 14
14 Fréttir
É
g held að Ísland hafi sérstöðu
með því að rukka ekki fyrir að-
gang að náttúruperlum, en
með því að hefja gjaldtöku
núna þá missir landið þessa
sérstöðu. Það þykir mér synd,“ segir
velska ferðakonan Irene Gowns,
þegar blaðamaður ræðir við hana á
meðan beðið er eftir því að Strokkur
gjósi. Gjaldtaka hófst á Geysissvæð-
inu um síðustu helgi, en allir eldri
en 17 ára þurfa að greiða 600 krón-
ur fyrir aðgang að svæðinu. Þegar
blaðamaður kom á svæðið mætti
honum her starfsfólks, sem beið
átekta með peningatöskur, tilbúið
til þess að rukka gesti. Klukkan var
rúmlega þrjú á miðvikudegi, í hrá-
slagalegu veðri og ekki sérstaklega
margir að skoða sig um á svæðinu.
Þrátt fyrir það voru sjö starfsmenn
í hliðinu þegar mest lét, sem virtist
nokkuð yfirdrifið. Einn starfsmað-
urinn bjó til litla snjókarla á hliðinu,
til að stytta sér stundir, en vaktin er
nokkuð löng, eða frá klukkan 9–18.
Skilja þá sem sleppa Geysi
Inni á svæðinu, í kringum Strokk,
er fljúgandi hálka og klaki utan
hellulagðra stíga. Ekkert er gert til
þess að hálkuverja og ferðamönn-
um sem blaðamaður ræðir við þyk-
ir það ekki nógu gott. „Ef landeig-
andinn er ábyrgur fyrir svæðinu
hér, þá ætti hann kannski að sjá til
þess að auðveldara sé að ganga um
svæðið,“ segir Irene. Gjaldið var inn-
ifalið í verðinu sem hún borgaði fyrir
ferðina, hálfan Gullna hringinn og
ferðaskrifstofan sá því um kaup á að-
gangsmiða.
Tveir enskir ferðalangar sem
greiddu við innganginn þykir
gjaldið alls ekki of hátt, en segjast
skilja þá sem sleppa því að skoða
svæðið vegna gjaldsins. „Fyrst mað-
ur er kominn hingað á annað borð,
alla leið frá Englandi, þá er þetta
ekki mikið. Það þarf að borga fyr-
ir aðgang að svo mörgu á Englandi,
svo þetta kemur lítið á óvart. Við
vorum vöruð við gjaldinu áður en
við komum svo við vissum af því.
Okkur langaði til að sjá þetta, svo við
komum hvort sem er og ef það þarf
að borga, þá gerum við það. Það
hefði samt verið mun meira aðlað-
andi, hefði aðgangurinn verið frjáls.
Það kom okkur mjög á óvart hversu
margir voru að innheimta gjaldið.
Maður veltir því fyrir sér hver borgar
laun fyrir allt þetta starfsfólk,“ segir
enska ferðafólkið.
„Þetta er sorgleg þróun”
Þegar blaðamaður röltir út um
hliðið inn á svæðið er þar kona sem
fer fyrir hópi fólks. „Hver vill taka
við þessum peningum? Ert það
þú?“ spyr hún starfsmann sem tek-
ur á móti henni og gefur henni upp
verðskrá fyrir hópa, sem geta feng-
ið magnafslátt. Hún gefur sér tíma
til að ræða við blaðamann, en hún
býr í Frakklandi og hefur verið farar-
stjóri enskra ferðahópa í fjölda ára.
„Ísland er gestrisnasta þjóð í heimi
að mínu mati, en þetta kalla ég ekki
gestrisni. Það hlýtur að vera hægt að
fara aðra leið en þessa. Fólk kemur
til Íslands til að sjá óspjallaða nátt-
úru, þetta er ekki eftirsóknarvert.
Það er ekkert að því að taka gjald
af ferðafólki sem kemur hingað til
lands, en þetta er of mikið „in your
Helgarblað 21.–24. mars 2014
allt þetta starfsfólk?“
n Sex starfsmenn standa vörð um Geysi n „Ekki gestrisni,“ segir fararstjóri
„Með því
að hefja
gjaldtöku þá
missir landið
þessa sérstöðu
Rögnvaldur Már Helgason
rognvaldur@dv.is
600 krónur takk! Gjaldtakan hófst þann 10. mars. Hér greiðir fararstjóri fyrir 11 manna
hóp, þar sem 30 krónur eru veittar í afslátt af hverjum miða.
Snjókallar Svo lítið var að gera að einn starfsmaðurinn bjó til snjókalla. Hann hefur getað
búið til þá nokkra, enda vaktin níu tímar.„Með því að hefja
gjaldtöku þá missir
landið þessa sérstöðu.
„Hver borgar fyrir