Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Blaðsíða 2
Helgarblað 21.–24. mars 20142 Fréttir Fæst í apótekum, heilsubúðum, Krónunni og Celsus, Ægisíðu 121 Algjört orku- og næringarskot „ Með því að taka Lifestream Spirulina og AstaZan eykst krafturinn yr daginn í vinnunni og ængar seinni part dags eru ekkert mál. Vöðvarnir eru jótari að ná sér eftir ængar. Það að taka auka Spirulina sem er lífrænt ölvítamín, fyrir leik er algjört orku- og næringarskot. Spirulina er líka frábær vörn gegn kve og ensum.“ Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir leikskólakennari og landsliðskona í íshokkí. lífræn bætiefni fyrir alla - heilsa til framtíðar TREYSTI Á LIFESTREAM BÆTIEFNIN! Apótek, heilsubúðir, Krónan, Hagkaup, Viðir og Fríhöfnin. Klófesti innbrotsþjóf Daníel Sæmundsson greip hann glóðvolgan inni í bílskúr É g var á leiðinni í ræktina með konunni þegar hún sá einhvern inni í bílskúrnum okkar,“ segir Daníel Sæmundsson, íbúi í Reykjanesbæ, sem handsamaði inn- brotsþjóf á fimmtudag. Daníel var að undirbúa próteindrykk fyrir ræktina þegar hann heyrði konuna sína öskra á einhvern fyrir utan. Hún var þá komin út í bíl og sá innbrotsþjófinn athafna sig í bílskúr þeirra hjóna. „Ég hljóp út um leið og ég heyrði í konunni. Hún öskraði á mann- inn hvað í andskotanum hann væri að gera í bílskúrnum okkar. Honum brá þá og tók á rás,“ segir Daníel sem bjóst ekki við því að taka ræktina snemma þennan morguninn. „Ég hljóp á eftir honum töluverðan spöl þar til ég náði honum. Hann reyndi að komast yfir grindverk en steypt- ist á hausinn. Þá náði ég í hnakka- drambið á honum og sagði við hann að nú skyldi hann koma með mér.“ Daníel segir konuna sína hafa hringt á lögregluna og því hafi ekkert ann- að verið í stöðunni en að rölta með þjófinn heim. „Hann sagði við mig að hann ætl- aði ekkert að brjótast inn. Honum hafi bara verið svo kalt,“ segir Daníel sem trúði því mátulega. Lögreglan var fljót á vettvang, að sögn Daníels. „Þeir handtóku manninn, tóku af honum einhver efni sem hann var með og fóru með hann í burtu.“ n atli@dv.is Aðstoðarmenn Gunnars fengu tæki fyrir milljón n Nýjar tölvur, farsímar og spjaldtölvur keyptar n Allt frá Apple U tanríkisráðuneytið keypti fjarskiptatæki fyrir tæpa milljón króna fyrir tvo að- stoðarmenn Gunnars Braga Sveinssonar. Um var að ræða nýja iPhone 5-farsíma, iPad 4 4G og MacBook Air-fartölvur. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn DV um málið. Aðstoðarmennirnir heita Mar- grét Gísladóttir og Sunna Gunnars Marteinsdóttir. Kaupin á nýju fjar- skiptatækjunum fyrir aðstoðar- menn Gunnars Braga vekja vekja meðal annars athygli í ljósi þess að yfirleitt er sá háttur hafður á hjá hinu opinbera að nýir starfsmenn fái notuð fjarskiptatæki sem til eru á vinnustaðnum. Þegar upplýsingafulltrúi ráðu- neytisins er spurður að því af hverju aðstoðarmennirnir hafi ekki feng- ið notuð tæki sem fyrir voru í ráðu- neytinu segir hún að vegna ör- yggissjónarmiða fái aðstoðarmenn ráðherra alltaf ný fjarskiptatæki. „Að jafnaði eru tölvur og símar nýtt eins og kostur er, m.a. með því að starfs- menn fái notuð tæki. Tækin þarf þó að endurnýja reglulega og við lát- um nýja ráðherra og aðstoðarmenn ávallt fá ný tæki, m.a. vegna öryggis- sjónarmiða.“ Tilgangurinn með kaupunum Þegar utanríkisráðuneytið er spurt af hverju umrædd tæki hafi verið keypt segir ráðuneytið að aðstoðar- mennirnir þurfi þau fyrir vinnu sína: „Þetta eru vinnutæki. Að- stoðarmenn ráðherra eru ævinlega á ferðinni með ráðherra; þeir veita upplýsingar um fundi hans til ráðu- neytis og fjölmiðla, taka myndir á fundum, einkum fyrir samfélags- miðla og fjölmiðla, fylgjast með um- ræðu o.fl.“ Tækin sem keypt voru fyrir að- stoðarmennina eru með þeim dýr- ustu og bestu á markaðnum og er verð þeirra eftir því. Fartölvurnar sem keyptar voru kosta tæpar 200 þúsund krónur stykkið, spjaldtölv- urnar kosta rúmlega 140 þúsund stykkið og farsímarnir tæplega 130 þúsund krónur. Prestsdóttir úr Skagafirði og mágkona Sigmundar Margrét Gísladóttir var ráðin að- stoðarmaður Gunnars Braga í maí í fyrra. Hún er „Skagfirðingur í húð og hár“ eins og segir á vefsíðu skag- firska fréttablaðsins Feykis, dóttir séra Gísla Gunnarssonar og Þuríðar Þorbergsdóttur frá Glaumbæ. Sem kunnugt er þá er Gunnar Bragi Sveinsson einnig Skagfirðingur og er fyrsti maður á lista Framsóknar- flokksins í Norðvesturkjördæmi. Í september í fyrra nýtti Gunnar Bragi sér heimild sína til að ráða sér annan aðstoðarmann og var Sunna Gunnars Marteinsdóttur þá fyr- ir valinu. Sunna er mágkona Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Tvittað frá Balí Í desember í fyrra vakti nokkra athygli meðal kunnugra þegar Mar- grét Gísladóttir setti inn Twitter- færslur frá ráðherrafundi á vegum Alþjóðaviðskiptastofnunar sem hún sat á Balí í Indónesíu. Á fundinum var meðal annars gerður samning- ur um tollamál á milli aðildarríkja stofnunarinnar. Í Twitter-færslunni sagði Margrét: „Hér sit ég að ræða gjaldeyrishöft, verðtryggingu og skuldaleiðréttingu við Belga, Dana, Mauritusbúa og Indónesíumann #FML #ishouldgeta- medal.“ Færsluna setti Margrét inn á sína eigin Twitter-síðu en einnig síðu sem ber yfirskriftina „I should get a medal“ en inn á þá síðustu hafa ýms- ir Twitter-notendur sett færslur sem lýsa einhverju sem þeim þykir leiðin- legt, svo leiðinlegt að þeir segja í gríni að þeir ættu að fá verðlaun fyrir að gera viðkomandi hlut. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Þetta eru vinnutæki Mágkona Sigmundar Davíðs Sunna Gunnars Marteins er mágkona Sig- mundar Davíðs og var ráðin inn sem seinni aðstoðarmaður Gunnars Braga. 200 þúsund króna tölva Margrét Gísladóttir fékk þrjú ný fjarskiptatæki frá ráðuneytinu fyrir meira en 450 þúsund krónur. Fengu ný tæki fyrir milljón Tveir aðstoðar- menn Gunnars Braga Sveins- sonar utanríkis- ráðherra fengu ný fjarskiptatæki fyrir samtals milljón frá ríkinu. Skólastjóri í einn tíma Starfsfólk í Háteigsskóla í Reykja- vík tók upp á þeirri tilbreytni á fimmtudag að skipta um starf í eina klukkustund. Í upphafi skóladagsins voru öll nöfn starfs- manna sett í hatt og síðan dró hver upp eitt nafn og þurfti að sinna starfi viðkomanda frá kl. 9.10–10.10. Þannig dró Ásgeir Beinteinsson skólastjóri starf tónmenntakennara skólans upp úr hattinum og kenndi því tón- mennt í eina klukkustund. Sá sem dró skólastjórastarfið var svo Jonas Kaminskas skólaliði í Há- teigsskóla og stóð hann sig ekki síður vel í starfinu í þessa klukku- stund. Jonas er frá Litháen og er því fyrsti skólastjórinn í Reykja- vík sem er Lithái. Verkefnið þótti heppnast vel og nutu bæði nem- endur og starfsfólk þess að sinna nýjum hlutverkum í stutta stund og hristi þetta upp í skólalífinu. MynD aF VeF ReykjaVíkuRBoRgaR. Fjölgun um þúsund bíla Þrenging Hofsvallagötu í fyrra leiddi til þess að umferðarþungi jókst á öðrum götum í hverfinu. Þetta kom fram á fundi umhverf- is- og skipulagsráðs Reykjavíkur á miðvikudag. Fulltrúar Sjálfstæðis flokksins segja um- ferðartalningu á Hofsvallagötu sýna að umferð um aðrar götur í hverfinu hafi aukist sem nemur um allt að 1.000 bílum á sólar- hring. Þetta telja fulltrúarnir vera áhyggjuefni, því með því dragi úr umferðaröryggi gangandi vegfar- enda, sérstaklega í ljósi þess að á svæðinu eru tveir stórir skólar. Lögreglan mætt Handtók manninn og færði á lögreglustöð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.