Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Blaðsíða 48
48 Menning Sjónvarp Helgarblað 21.–24. mars 2014 Sjónvarpsdagskrá RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport H ryllingur skipar stóran sess meðal Íslendinga. Flestir kannast við ógnvekjandi þjóðsögur og margir af fær- ustu rithöfundum landsins hafa skrifað hryllingssögur í gegnum tíð- ina. Þrátt fyrir það hafa fáar hrylli- legar kvikmyndir verið framleidd- ar hér á landi. Þann 27. júní verður ráðin bót á því. Grafir og bein verður þá sýnd í kvikmyndahúsum lands- ins. Kvikmyndafyrirtækið Ogfilms framleiðir myndina og leikararnir Björn Hlynur Haraldsson og Nína Dögg Filippusdóttir eru í aðalhlut- verkum. Myndin fjallar um hjónin Gíslu og Sonju sem lifa góðu lífi þang- að til Dagbjört, dóttir þeirra, læt- ur lífið. Hjónin leggja síðar í leið- angur til þess að sækja unga stúlku og taka hana í fóstur. Perla, unga stúlkan, býr í afskekktu húsi þar sem dularfullir hlutir gerast. Þau dvelja í húsinu yfir helgi og á Gísli í miklum erfiðleikum með að vera þar. Gísli Örn Garðarsson og Ólaf- ía Hrönn Jónsdóttir fara einnig með misstór hlutverk í myndinni. Anton Sigurðsson leikstýrir. n ingosig@dv.is Björn Hlynur og Nína Dögg eru í aðalhlutverkum í íslenskri hryllingsmynd Íslensk hrollvekja í sumar Föstudagur 21. mars Stöð 2 Sport 2 Bíóstöðin Gullstöðin Stöð 3 ÍNN 15.40 Ástareldur e (Sturm der Liebe) 16.30 Ástareldur e (Sturm der Liebe) 17.20 Litli prinsinn (13:25) 17.43 Hið mikla Bé (13:20) 18.05 Nína Pataló (16:39) 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Eldað með Ebbu (3:8) 888 e 19.00 Fréttir 19.25 Veðurfréttir 19.30 Íþróttir 19.40 Njósnari (8:10) (Spy II) Bresk gamanþáttaröð þar sem fylgst er með Tim sem er njósnari hjá MI5 og togstreitu hans milli njósnastarfs og einkalífs. Meðal leikara eru Darren Boyd, Robert Lindsay og Mathew Baynton. 20.05 Útsvar (Reykjavík - Seltjarnarnes) Spurn- ingakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir og spurn- ingahöfundur og dómari er Stefán Pálsson. 21.10 Tólf í pakka 2 5,3 (Cheaper by the Dozen 2) Gamanmynd fyrir alla fjölskylduna með Steve Martin í aðalhlutverki. Stórfjölskyldan fer í frí og viðbúið er að það gangi ekki stórslysalaust fyrir sig. 22.45 Hamilton njósnari – Barnsránið (Agent Hamilton: Men inte om det gäller din dotter) Sænsk spennumynd um sérsveit- armanninn Carl Hamilton sem fær að reyna angistina á eigin skinni, þegar guðdóttur hans er rænt og enga hjálp virðist vera að fá frá sænsku leyniþjón- ustunni. Aðalhlutverk: Mikael Persbrandt og Seba Mubarak. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 00.15 Baaria Sannsöguleg ítölsk verðlaunamynd byggð á minningum leikstjórans Giuseppe Tornatore og fylgst er með lífi fólks í þorpinu Bagheria á Sikiley frá 1920. Aðalhlutverk: Francesco Scianna. 02.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 11:35 Evrópudeildin 17:00 Dominos deildin - Liðið mitt 17:35 Dominos deildin 19:05 Dominos deildin 19:55 La Liga Report 20:25 Meistaradeild Evrópu - fréttaþáttur 20:55 Evrópudeildarmörkin 21:50 NBA (Dr. J - The Doctor) 23:00 NBA 2013/2014 02:00 NBA 2013/2014 11:00 Premier League 2013/14 16:10 Premier League World 16:40 Messan 18:25 Premier League 2013/14 20:05 Match Pack 20:35 Enska úrvalsdeildin - upphitun 21:05 Ensku mörkin - neðri deild 21:35 Premier League 2013/14 00:55 Goals of the Season 11:10 Honey 13:00 My Cousin Vinny 15:00 Cheerful Weather for the Wedding 16:35 Honey 18:25 My Cousin Vinny 20:25 Cheerful Weather for the Wedding 22:00 A Good Day To Die Hard 23:40 13 01:10 Green Street Hooligans 2 02:45 A Good Day To Die Hard 17:25 Jamie's 30 Minute Meals (4:40) 17:55 Raising Hope (5:22) 18:20 The Neighbors (17:22) 18:40 Cougar town 4 (11:15) 19:00 H8R (9:9) 19:45 How To Make it in America (3:8) 20:15 1600 Penn (13:13 ) 20:35 American Idol (21:37) 21:15 Grimm (19:22) 22:00 Luck (8:9) 22:45 H8R (9:9) 23:25 How To Make it in America (3:8) 23:55 1600 Penn (13:13 ) 00:20 American Idol (21:37) 01:00 Grimm (19:22) 01:40 Luck (8:9) 17:50 Strákarnir 18:20 Friends (2:24) 18:45 Seinfeld (1:5) 19:10 Modern Family 19:35 Two and a Half Men (16:24) 20:00 Það var lagið 21:00 Game of Thrones (9:10) 21:55 Twenty Four (23:24) 22:40 It's Always Sunny In Philadelphia (3:13) 23:05 Footballers Wives (3:9) 23:55 The Practice (8:13) 00:40 Það var lagið 01:35 Game of Thrones (9:10) 02:30 Twenty Four (23:24) 03:15 It's Always Sunny In Philadelphia (3:13) 20:00 Hrafnaþing Heimastjórnin 21:00 Reykjavíkurrölt Randver og Rakel skoða borgina 21:30 Eldað með Holta Úlfar og Holtakræsingar 07:00 Barnatími Stöðvar 2 08:05 Malcolm In the Middle (2:22) 08:30 Ellen (165:170) 09:10 Bold and the Beautiful 09:30 Doctors (20:175) 10:15 Fairly Legal (2:13) 11:00 Celebrity Apprentice (7:11) 12:35 Nágrannar 13:00 Big Mommas: Like Father, Like Son 14:40 The Glee Project (6:12) 15:25 Ærlslagangur Kalla kanínu og félaga 15:45 Xiaolin Showdown 16:10 Waybuloo 16:30 Ellen (166:170) 17:10 Bold and the Beautiful (6324:6821) 17:32 Nágrannar 17:57 Simpson -fjölskyldan (5:21) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag 19:11 Veður 19:20 The Simpsons 19:45 Hlustendaverð- launin 2014 21:40 Arbitrage 6,7 Dramatísk spennumynd frá 2012 með Richard Gere, Susan Sarandon, Brit Marling og Tim Roth í aðalhlutverkum. Stjórnandi fjárfestinga- sjóðs í New York gerir örvæntingafulla tilraun til að selja fyrirtækið en skelfileg uppákoma og dómgreindarbrestur hans virðist ætla að verða honum að falli. 23:25 Charlie Wilson's War 7,1 Mögnuð mynd sem byggð er á yfirgengilegri sannri sögu um stærstu og best heppnuðu leyniaðgerð CIA. Þegar Sovétríkin gera innrás í Afganistan fær þingmað- urinn Charlie Wilson aðstoð leyniþjónustumanns til að leika á bandaríska þingið, CIA og fjölda erlendra ríkisstjórna til að aðstoða afganska uppreisnarmenn á 9. áratugnum. Með aðalhlutverk fara Philip Seymour Hoffman, Tom Hanks og Julia Roberts. 01:05 Me, Myself and Irene 6,5 Charlie Baileygates er lögreglumaður á Rhode Island. Að öllu jöfnu er hann samviskusamur fjöl- skyldufaðir en þegar hann gleymir að taka meðalið sitt eru vandræði á næsta leiti. Þá breytist Charlie í Hank Baileygates, sjálfselskan rudda með kynlíf á heil- anum. Og þegar Charlie og Hank falla báðir fyrir sömu konunni fer allt í háaloft. 03:00 City of Men 04:50 Big Mommas: Like Father, Like Son 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:25 Dr. Phil 09:05 Pepsi MAX tónlist 14:30 Dogs in the City (2:6) 15:20 Svali&Svavar (11:12) 16:00 The Biggest Loser - Ísland (9:11) 17:00 Minute To Win It 17:45 Dr. Phil 18:25 The Millers 6,1 (11:22) Bandarísk gamanþáttaröð um Nathan, nýfráskilinn sjónvarpsfréttamann sem lendir í því að móðir hans flytur inn til hans, honum til mikillar óhamingju. Aðalhlutverk er í höndum Will Arnett. Þegar dagbókin er annarsvegar, má enginn skoða hana, alveg sama þótt þú sért ekki lengur á táningsaldri. 18:50 America's Funniest Home Videos (23:44) 19:15 Family Guy (21:21) 19:40 Got to Dance (11:20) 20:30 The Voice (7:28) Þáttaröð sex hefur göngu sína vestan hafs í sömu viku og þættirnir verða sýndir á SkjáEinum. Adam Levine og Blake Shelton snúa aftur sem þjálfarar og með þeim í annað sinn verða þau Shakira og Usher. Carson Daly snýr aftur sem kynnir þáttanna. Mikil eftirvænting er fyrir þessari þáttaröð enda hefur það kvisast út að keppendur séu sterkari en nokkru sinni fyrr. 22:00 The Voice (8:28) 22:45 The Tonight Show 23:30 Friday Night Lights 8,7 (10:13) Vönduð þáttaröð um unglinga í smábæ í Texas. Þar snýst allt lífið um árangur fótboltaliðs skólans og það er mikið álag á ungum herðum. 00:10 The Good Wife (6:22) Það er þokkadísin Julianna Marguilies sem fer með aðalhlutverk í þáttunum sem hin geðþekka eigin- kona Alicia sem nú hefur ákveðið að yfirgefa sína gömlu lögfræðistofu og stofna nýja ásamt fyrrum samstarfsmanni sínum. 01:00 The Tonight Show 01:45 The Tonight Show 02:30 Beauty and the Beast (22:22) 03:10 Pepsi MAX tónlist Tvö einföld ráð frá Geenu Davis Skiptið út karlhetjum fyrir kvenhetjur G eena Davis skrifaði ný- lega grein um tvær einfald- ar leiðir til þess að jafna kynjamun í Hollywood. Geena skrifaði greinina sérstak- lega til framleiðenda barnaefn- is fyrir börn undir 11 ára aldri og foreldra. Einfaldleikinn er áhrifamikill. Geena byrjar á því að segja frá nokkrum aðalatriðum málsins. Fyrir hverja kvenpersónu sem birtist í barnaefni eru þrjár karl- persónur. Þá hafa strákar frekar línur en stúlkur í hlutverkum sín- um. Í hópsenum eru að meðaltali aðeins 17 prósent konur. Tvö ráð Geenu Davis beinast sérstaklega að þessu. Hún biður handritshöfunda einfaldlega að skipta út karlhetjum fyrir kven- hetjur. Af hverju getur lögreglu- þjónninn ekki verið kona, eða leigubílstjórinn? Eða aðalsögu- hetjan? Þá leggur Geena til að í hópsenum séu kynjahlutföllin jöfn. Hvort sem kvikmyndin er teiknimynd eða leikin mynd. Seinna ráð Geenu beinist að foreldrum og því hvers þeir eru megnugir að breyta. Hún biður þá að prófa að skipta út karlhetj- um fyrir kvenhetjur við kvöld- sögulesturinn og að minnsta kosti að ræða við barnið um kynjamun í bókmenntum. „Er það ekki kjánalegt að það er aðeins ein stúlka í þessari bók?“ bendir hún á að foreldrið geti spurt barnið og haldið svo áfram. „Hvað eru margar stelpur í bekknum þínum? Við verðum að hjálpa þessum höfundi. Kannski við ættum að skrifa honum/henni bréf þar sem við segjum honum hvað okkur finnst.“ n dv.is/blogg/skaklandid Stefán Bergsson skrifar Skáklandið E ins og alþjóð veit varð hinn ungi Magnús Carlsen heimsmeistari í skák á síð- asta ári. Titillinn varð hans eftir sigur á Indverjanum Anand á heimaslóðum Andands í borginni Chennai á Indlandi. An- and hafði fyrir einvígið nokkrum sinnum staðið af sér áskoranir kollega sinn í bestu röð. Magnús mun freista þess að verja titilinn síðar á árinu. Nú tefla átta af bestu skákmönnum heims um réttinn til að skora á hann. Tefla þeir tvöfalda um- ferð allir við alla, fjórtán skák- ir í allt. Áskorendamótið fer fram í Síberíu, í Khanty-Man- syisk nánar tiltekið. Sama stað og Ólympíumótið fór fram árið 2010, já og reyndar fleiri mót. Virðist sem mekka skákarinnar hafi færst ansi austarlega á síð- ustu árum. Eftir sex umferðir kann að koma á óvart hver hefur for- ystuna. Það voru nefnilega ansi margir búnir að spá því tími An- ands væri liðinn eftir tapið gegn Magnúsi en sá indverski hef- ur heldur betur bitið í skjaldar- rendur og er einn efstur! Hann er taplaus og hefur unnið fjórar skákir. Fyrirfram mátti búast við Kramnik og Aronian í baráttunni um toppsætið. Þeir eru það vissu- lega og eru steinsnar frá Anand. Rétt er að geta þess að hver um- ferð er í beinni útsendingu með lýsendum og hefur útsendingin vakið athygli víða um heim. Nálg- ast má fleiri upplýsingar á skak.is Um helgina fer fram Íslands- mót barnaskólasveita í skák í Rimaskóla. Sveit Álfhólsskóla frá Kópavogi hefur titil að verja en sveitin er einnig Norðurlanda- meistari barnaskólasveita. Um 40 sveitir eru skráðar til leiks sem er með bestu þátttöku frá upphafi og er enn til marks um aukið skák- starf innan grunnskóla landsins. Koma sveitir víða að og frá um það bil átta sveitarfélögum. Anand efstur Einfalt Geena Davis skrifaði nýlega grein um tvær ein- faldar leiðir til þess að jafna kynjamun í Hollywood.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.