Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Blaðsíða 33
Helgarblað 21.–24. mars 2014 Fólk Viðtal 33 segir Ragga sem var komin 13 vikur á leið þegar leikarnir voru haldnir. „Maður gerir eins vel og mað- ur getur og ég var með fjölda styrkt- araðila sem var að hjálpa og auðvit- að var leiðinlegt að ná ekki inn. Ég var samt ekkert að velta mér upp úr því of lengi, enda var annað frábært að gerast; við vorum að fara eignast barn. Eins leiðinlegt og það var að keppa ekki var þetta miklu betra. Ég var líka orðin mjög þreytt, hafði feng- ið lungnabólgu og fann að styrkurinn var ekki sá sami. Í síðustu keppninni, í Mónakó, var ég inni á klósetti gubbandi tíu mínút- um áður en ég átti að keppa. Þá hugs- aði ég með mér að þetta væri orðið fínt. Það var vissulega fúlt að missa af Ólympíuleikunum en ég jafnaði mig á því á nokkrum mínútum.“ Eitt stórmót í viðbót Ragga er aðeins farin að prófa sig aft- ur í sundinu og keppti í sinni fyrstu keppni um daginn. „Það er búið að vera aðeins erfiðara en ég hélt að koma sér aftur í form. Ekki út af æf- ingunum heldur vegna skipulags- ins. Það þarfnast skipulags að vera með lítið barn, í vinnu og ætla að æfa tvisvar á dag. Ég er orðin þokkaleg og fer í Hreyfingu á hverjum degi og hef fengið góð ráð frá Margréti Gnarr. Þetta gengur vel og planið er að keppa aftur á næstunni. Það blund- ar nefnilega í mér sú hugsun að klára eitt stórt mót í viðbót og hætta svo. Ég er bara með opinn huga og hef ekk- ert ákveðið. Ef ég dett í gírinn þá dett ég í gírinn.“ Ragga og Atli eru gift en þau höfðu aðeins verið saman í hálft ár þegar hún varð ófrísk. „Við vorum trúlofuð og farin að búa saman á innan við tveimur mánuðum. Við vissum strax að þetta væri málið. Maður bara veit það þegar maður veit það. Það hljóm- ar eins og gömul tugga en það er rétt.“ Auðveld fjarbúð Í viðtali við DV í mars 2012 sagði Ragga frá því að þau Atli stefndu saman til Kína. „Atli fór í skiptinám til Peking og planið var að við Breki kæmum með. Mengunin þarna er bara svo rosaleg og ég vildi ekki fara með Breka svona lítinn,“ segir hún en bætir við að fjarbúðin hafi verið lítið mál. „Auðvitað komu dagar sem maður hefði þegið aukahendur en ég er heppin með vini og fjölskyldu sem voru alltaf tilbúin að hjálpa. Að mínu mati er miklu minna mál að vera í fjarbúð en margir halda. Að fara til Kína var hans draumur og við höfðum frestað því um hálft ár af því að ég varð ófrísk. Margir hætta við að láta drauma sína rætast þegar börn- in koma en við ákváðum bara að kýla á þetta. Auðvitað fannst Atla erfitt að vera í burtu en þetta voru bara nokkrir mánuðir.“ Ólíkar systur Ragga er fædd og uppalin í Garðabæ. Móðir hennar er Sigríður Anna Guð- jónsdóttir, skólastjóri Ísaksskóla, en faðir hennar, Ragnar Marteinsson, starfar hjá fjölskyldufyrirtækinu M- design. Yngri bróðir Röggu, Guðjón er 21 árs, en systir hennar, Margrét er ári eldri en hún. Hún segir forréttindi að eiga systur á svipuðu reki og að þær hafi ávallt verið miklar vinkonur. „Við erum samt svo ólíkar. Hún er alltaf með allt á hreinu og það er alltaf hreint og fínt heima hjá henni. Svo- leiðis er það sjaldnast hjá mér. Ætli það sé ekki stærsti munurinn á okkur. Hún veit að ég hef þurft að borga mína leið með umfjöllun og styrkjum. Hún veit hvað það þýðir og styður mig í því. Hún veit líka að ég stefni á leiklistina og í því fagi þarf maður að trana sér fram. Þú lærir ekki bara leiklist og færð svo vinnu. Maður verður að koma sér á framfæri og það gerist ekki með því að hanga heima með dregið fyrir.“ Næg ást handa öllum Ragga og Atli búa þessa dagana í sama húsi og foreldrar hennar. „Við ætlum að leigja hjá þeim þangað til við förum út. Það er fínt enda er ég í mjög góðu sambandi við foreldra mína. Mamma og pabbi eru flottar fyrirmyndir. Þau byrjuðu saman í menntaskóla, hafa verið gift í rúm 30 ár og eru ennþá jafn ástfangin. Þau eru algjörar dúllur og voðalega mikið par, haldast í hendur og dansa saman og hafa gaman af því að ferðast saman og spila saman golf.“ Hún viðurkennir að líf hennar hafi tekið stakkaskiptum síðan allt hætti að snúast um sundið. „Ég ætlaði alltaf að hætta í kringum þennan tíma sem ég hætti og fara að huga að öðrum hlutum, eins og fjölskyldu og námi. Svo þetta fór allt á besta veg. Það er dásamlegt að vera gift. Mað- ur er aldrei einn heldur hluti af fjöl- skyldu og deilir ábyrgð og hamingju með einhverjum. Það er æðislegt,“ segir hún og viðurkennir að vera farin að huga að frekari barneignum. „Ég er orðin veik í stóra fjölskyldu. Það er svo gaman að vera mamma. Ég hef heyrt hjá vinkonum mínum sem eiga fleiri en eitt barn að ástin verði meiri með hverju barninu. Að það þurfi ekki að deila henni. Annars væri ég líka í vondum málum, sem annað barn foreldra minna. Og hvað þá bróðir minn,“ segir hún hlæjandi og bætir við: „Ég komst líka að því þegar Breki fæddist að ég elskaði Atla ekkert minna. Bara meira og meira, svo ég hef engar áhyggjur af því. Það virðist vera nóg til handa öllum.“ Óskarsverðlaunadraumar Hún segir móðurhlutverkið hafa róað sig. „Ég hef alltaf verið þolin- móð og er það enn frekar núna gagn- vart Breka og þegar eitthvað nýtt ger- ist hjá honum læri ég um leið á sjálfa mig. Annars er ég lítið breytt, er bara betri útgáfa af sjálfri mér. Ég er alveg á kafi í þessu hlutverki og er orðin týpan sem les allar innihaldslýsingar og spái í það hvað sé best fyrir hann, bæði í mat og leikföngum. Ég tek þetta mjög alvarlega. Ég ætlaði mér alltaf að verða mamma og elska þetta hlutverk. Að mínu mati er hann full- kominn og ég geri allt fyrir hann. Atli á líka átta ára dóttur, hana Sunnu Lind, og þegar hún kemur til okkar er yndislegt að hafa húsið fullt af börnum og leik. Mér finnst voða gaman að vera húsmóðir og elda og baka eitthvað hollt handa fjöl- skyldunni minni.“ Hún viðurkennir að eiga drauma um frægð og frama í Hollywood. „Ég get allavega ekki sagt að ég hafi aldrei hugsað um það en ég hugsa um ýmis legt annað líka. Auðvitað væri spennandi að skella sér í Hollywood og næla sér í hlutverk hjá Baltasar. Það væri algjör draumur. Ég á mér marga drauma og einn af þeim er að komast á Óskarsverð- launahátíðina. Draumurinn var að komast á Ólympíuleika. Það tókst. Maður á að leyfa sér að dreyma stórt. Mér hefur allavega fundist það virka vel. En maður verður líka að vinna í draumunum ef þeir eiga að rætast.“ n „Ég náði ekki tak- markinu og hef enga afsökun fyrir því „Ég viður- kenni að mér fannst ömurlegt að fara yfir 100 kílóin... Spennandi tímar framundan Ragga flytur til Bandaríkjanna í lok sumars til að læra leiklist. MyNd Sigtryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.