Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Blaðsíða 4
4 Fréttir Helgarblað 21.–24. mars 2014
www.kebabgrill.is • Lækjargötu 10 Reykjavík • Sími 571-8800
Opnunartími: Mán-Fim 11-23, fös og lau 11-06, sun 13-23
Brauðið
bakað á
staðnum
Smakkaðu besta
Kebab í heimi!
Jóhanna
tók bílinn
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrver-
andi forsætisráðherra, keypti
sjálf bílinn sem hún hafði til um-
ráða í forsætisráðuneytinu. Bíl-
inn keypti hún daginn áður en
þingkosningar fóru fram í apríl
í fyrra. Viðskiptablaðið greindi
frá þessu á fimmtudag. For-
sætisráðuneytið keypti bílinn
af félagsmálaráðuneytinu um
hálfu ári eftir að Jóhanna settist
í ráðherrastól fyrir 3.950 þúsund
krónur. Bifreiðin er af gerðinni
Honda CR-V og er árgerð 2007.
Bíll fauk
á hliðina
Nokkrar annir voru hjá Björgunar-
sveitinni Strákum á Siglufirði að-
faranótt fimmtudags og fram á
morgun. Veður á Siglufirði var
slæmt og meðal annars fauk bíll
á hliðina, skúrar fuku, stór hurð
á iðnaðarhúsnæði fauk upp og
brotnaði í mél. Þá fuku tunnur,
girðingar og fleira lauslegt. Á ell-
efta tímanum á fimmtudagskvöld
var svo tilkynnt að þakplötur væru
að losna af hesthúsi innarlega í
firðinum. Björgunarsveitin Hérað
á Egils stöðum var einnig kölluð út
aðfaranótt fimmtudags til að sækja
fastan bíl í Fagradal og Víkverji frá
Vík var kölluð út á fimmtudags-
kvöld til að aðstoða ökumann við
Dyrhólaey.
S
keggi Ásbjarnarson, kennari
í Laugarnesskóla, káfaði
á drengjum og beitti börn
bæði andlegu og líkamlegu
ofbeldi um árabil. Þónokkr-
ir hafa stigið fram og lýst ofbeldinu
sem þeir sættu í barnæsku. Þeirra á
meðal eru Björg Guðrún Gísladóttir,
sem gaf nýverið út minningabók
sína, Hljóðin í nóttinni, Páll Guð-
finnur Gústafsson, fyrrverandi nem-
andi í Laugarnesskóla, og Kjartan
Guðjónsson leikari. Margir hafa
einnig orðið til þess að stíga fram og
lýsa mannkostum Skeggja. Einkum
fyrrverandi nemendur hans sem
áttu honum margt að þakka. Meðal
þeirra sem hafa lýst góðum kostum
Skeggja án þess þó að draga fram-
burð skólafélaga frá gamalli tíð í efa
er Anna Kristjánsdóttir.
Minnist Skeggja með hlýju
„Hvað Skeggja snertir, þá reyndist
hann mér vel og aldrei sýndi hann
af sér neina óeðlilega hegðun í minn
garð og ég mun ávallt minnast hans
með hlýju fyrir góðmennsku hans
í minn garð, en um leið get ég ekki
svarað fyrir það að hann hafi hegðað
sér öðruvísi gagnvart öðrum börn-
um. Þannig ætla ég ekki að ganga út
og mótmæla ónefndum félaga mín-
um sem hefur aðra og verri reynslu af
Skeggja en ég hafði,“ sagði Anna sem
fékk hrós og hvatningu frá Skeggja.
Vonar að um einstaka
atburði sé að ræða
Þá hefur fræðslustjóri Reykjavíkur,
Ragnar Þorsteinsson, tjáð sig um
málefni skólans og sagðist hann
vona að um væri að ræða einstaka
atburði.
„Viðbrögð Reykjavíkurborgar
eru náttúrlega örugglega eins og
allra annarra að við bara hörmum
slíka atburði sem hafa gerst í gegn-
um þessa löngu farsælu skólasögu
Laugarnesskóla og lítum á það sem
svartan blett í þeirri faglegu og flottu
sögu. Og bara vonum svo sannarlega
að um sé að ræða einstaka atburði en
ekki eitthvað annað,“ sagði Ragnar
Þorsteinsson, sviðsstjóri skóla- og
frístundasviðs Reykjavíkurborgar.
Barnaníðingar venjulegt fólk
Björg Guðrún Gísladóttir sagðist í
viðtali við DV skilja afstöðu þeirra.
Barnaníðingar séu venjulegt fólk
sem eigi sér margar hliðar. „Hann
var listrænn og skapandi maður
og bjó yfir miklum hæfileikum og
var af mörgum talinn mjög góður
kennari og það er gott að margir eigi
um hann góðar minningar, að sjálf-
sögðu. Þetta snýst ekki um það held-
ur að við áttum okkur á því að þeir
sem fremja barnaníð, eru venjulegt
fólk sem á sér margar hliðar. Og það
er ekki síst þess vegna sem svona mál
verða svo tilfinningarík og flókin fyrir
okkur að skilja þegar þau koma upp.“
Þetta var grimmt
og óréttlátt kerfi
Í bókinni Brynja og Erlingur fyr-
ir opnum tjöldum, segja þau Brynja
Benediktsdóttir heitin og Erlingur
Gíslason leikarar og leikstjórar frá lífi
sínu. Brynja gekk í Laugarnesskóla
og var sett í svokallaðan besta bekk
því raðað var eftir læsi í þá daga.
Þeir kennarar sem kenndu úr-
valsbekkjunum voru í miklu áliti á
meðan þeir sem kenndu tossabekkj-
unum þóttu minna virði. Faðir
Brynju var einn þeirra. Og kenndi
tossabekkjunum.
„Þetta var grimmt og óréttlátt kerfi
sem olli hroka, illvígri metnaðargirni
og stéttaskiptingu strax á unga aldri,“
segir hún í ævisögu sinni og segist
hafa verið heppin að hafa ekki lokast
inni í sínum englabekk því nemend-
ur föður hennar hafi komið heim til
þeirra að leita ásjár hans.
Veitti föðurlausum
sérstaka athygli
Brynja lýsir metnaði Skeggja sem
hafi viljað skila afburðanemend-
um. Í bekk með henni voru meðal
annarra Ragnar Arnalds, sem seinna
varð ritstjóri frjálsrar þjóðar, Styrmir
Gunnarsson, sem varð ritstjóri
Morgunblaðsins, Magnús Jónsson,
sem var ritstjóri Þjóðviljans, Sveinn
R. Eyjólfsson, sem varð einn eigenda
Dagblaðsins og Jón Baldvin Hanni-
balsson.
Þau voru kölluð englabörnin hans
Skeggja og margir í bekknum voru
föðurlausir. Þeim föðurlausu veitti
Skeggi sérstaka athygli.
„Hann var þeim drengjum ákaf-
lega góður sem voru föðurlausir að
hans áliti. Sveinn R. Eyjólfsson hafði
misst föður sinn sex ára gamall og
Ragnar Arnalds var sonur fráskildra
foreldra. Skeggi leyfði þeim stundum
að sitja í kjöltu sinni í tímum og öf-
unduðumst við stelpurnar yfir því,“
segir Brynja frá.
Bauð börnum
heim í sérstakt próf
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi rit-
stjóri Morgunblaðsins og fyrrver-
andi bekkjarfélagi Brynju, minntist
Skeggja sérstaklega þegar hann féll
frá í minningargrein sem birt var í
Morgunblaðinu, 1981.
„Hann kom sér upp kerfi, sem
var í því fólgið, að nemendur fengu
sérstaka viðurkenningu fyrir að ná
ákveðnum árangri í hverri grein.
Þessi viðurkenning var fallega lit-
uð stjarna á stóru spjaldi. Það var
okkur mikið kappsmál að ná öllum
stjörnunum eftir veturinn. Ef erfið-
lega gekk að ná þessum árangri átti
Skeggi það til að bjóða þeim, sem
áttu við þann vanda að stríða, heim
til sín til þess að taka sérstakt próf í
þessum stjörnuleik og bauð upp á
appelsín og kex. Það þótti vegsemd
og virðingarauki að vera boðinn
heim til Skeggja.“ n
n Skeggi leyfði föðurlausum strákum að sitja í kjöltu sinni
Englabörnin
hans Skeggja
Kristjana Guðbrandsdóttir
kristjana@dv.is
Athygli Skeggja Sum börn
fengu meiri athygli en önnur.
Englabörnin í bekk Skeggja voru
sum föðurlaus og fengu ríkulega
athygli. Mynd KriStinn VilhelMSSon
Barnaníðingar eru venjulegt fólk
„Þetta snýst ekki um það heldur að við átt-
um okkur á því að þeir sem fremja barnaníð,
eru venjulegt fólk sem á sér margar hliðar.“
Anna Kristjánsdóttir „Hvað Skeggja
snertir, þá reyndist hann mér vel,“ segir
Anna Kristjánsdóttir. Mynd SiGtryGGur Ari
lærðu hjá Skeggja Skeggi kenndi bæði
Jóni Baldvini og Styrmi, sem minntist hans
með fögrum orðum í minningargrein 1981.
Brynja Benediktsdóttir Lýsir skelfilegri
stéttaskiptingu og því hvernig Skeggi nostr-
aði við föðurlausa drengi í „englabekknum“
sem hún var hluti af.
Varað við snjó-
flóðahættu
Lögreglustjórinn á Húsavík
hefur beðið vegfarendur að
gæta varúðar, einkum við
Ljósavatnsskarð og í Dals-
mynni. Á fimmtudag var talið
líklegt að hætta gæti skapast af
snjóflóðum úr fjöllum á þess-
um slóðum. Viðvörunin gildir
út föstudag, í dag.