Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Blaðsíða 22
22 Fréttir Erlent Helgarblað 21.–24. mars 2014
Einkaaðilum falið
að sía internetið
Umdeildar aðgerðir Davids Cameron gegn klámi
Jóhann Páll Jóhannsson
johannp@dv.is
A
ðgerðir bresku ríkisstjórn
arinnar til að vernda börn
og unglinga gegn klámi hafa
gefist illa og verið gagn
rýndar harðlega. Netsíurn
ar, sem fjarskiptafyrirtæki beita til
að hefta aðgang að efni sem þykir
óæskilegt, hafa meðal annars bitnað
á samtökum hinsegin fólks og stuðn
ingsnetum fyrir fórnarlömb kynferð
isofbeldis. „Það er einfaldlega ekki til
nein nákvæm aðferð til að raða vef
síðum niður í flokka eftir því hvort
þær eru góðar eða slæmar. Enginn
algóriþmi ræður við það,“ skrifar
Cory Doctorow, blaðamaður og bar
áttumaður fyrir netfrelsi, á vef Guar
dian.
Ritskoðunaroffors
Aðgerðum breskra stjórnvalda var
hrint í framkvæmd að fullu í janúar
á þessu ári. Eins og fjölmargir höfðu
spáð lokuðu netsíurnar á mun fleira
en klám og ofbeldisfullt efni, enda
er ómögulegt að tryggja að þær ein
skorðist við slíkt. Meðal annars ná
þær til kynfræðslu og fræðsluefnis til
aðstoðar klámfíklum.
„Eftir leynilegar samninga
viðræður við fjarskiptafyrirtæk
in hefur ríkisstjórnin komið upp
síum og ýmiss konar takmörkunum
af slíku offorsi að aðeins Kínverjar
slá því við. Internetinu er skipt í tvo
flokka: það sem er „ásættanlegt“ og
það sem er „óviðunandi“,“ skrifar
Martin Robbins, blaðamaður á New
Statesman.
Litið til Bretlands
Líkt og fram kemur í DV í dag undir
býr nú Hanna Birna Kristjánsdóttir
innanríkisráðherra róttækar aðgerð
ir til að verja börn og unglinga fyrir
klámi líkt og tíðkast í Bretlandi. Hefur
hún nú þegar fundað með fjarskipta
fyrirtækjum og hagsmunaaðilum
um málið. Í ávarpi sem fulltrúi ráðu
neytisins hélt á alþjóðlega netör
yggisdeginum var frumkvæði Breta í
baráttunni gegn klámi á internetinu
sérstaklega hampað.
Aðgerðirnar sem David Cameron,
forsætisráðherra Bretlands, hefur
hrint í framkvæmd byggja á því að
fjarskiptafyrirtækjum er gert að loka
sjálfkrafa fyrir aðgang að óæskilegu
efni hjá nýjum viðskiptavinum. Vilji
þeir skoða klám eða losna undan
netsíunni þurfa þeir að óska sérstak
lega eftir því. Fram kom í útvarpsvið
tali við Cameron á dögunum að héð
an í frá þyrftu heimilisfeður líklega
að eiga vandræðalegt samtal við eig
inkonur sínar ef þeir hygðust skoða
klám. Er þetta í takt við þá félagslegu
íhaldssemi sem flokkur Camerons er
þekktur fyrir.
Gríðarleg völd til einkageirans
Ýmsir aðilar hafa mótmælt að
gerðunum í Bretlandi, svo sem sam
tök sem berjast fyrir stafrænu frelsi
og hagsmunum barna, en jafnframt
femínistar og mannréttindasamtök.
„Það versta við klámsíuna er ekki það
að hún loki óvart fyrir gagnlegar upp
lýsingar, heldur sú staðreynd að hún
heftir aðgengi að upplýsingum yfir
höfuð,“ skrifar Laurie Penny, þekktur
pistlahöfundur í Guardian, og bætir
við: „Með veikum rökum hefur ríkis
stjórn undir forystu Íhaldsflokksins
gefið einkafyrir tækjum leyfi til að
ákveða hvaða vefsíður við megum
skoða og hverjar ekki. Þannig setur
ríkið fordæmi fyrir ritskoðun af áður
óþekktri stærðargráðu – og að sjálf
sögðu er henni allri útvistað til einka
geirans til að ríkisstjórnin verði ekki
sjálf dregin til ábyrgðar fyrir að ráðast
til atlögu gegn tjáningarfrelsinu.“ n
Umdeildar aðgerðir
David Cameron, for-
sætisráðherra Bretlands,
hefur verið gagnrýndur
harðlega vegna að-
gerðanna gegn klámi á
internetinu. MynD ReUteRs
Á klámbekk
Klámfíkn er ekkert grín.
Í lífshættu eftir orkudrykkjaþamb
Fjórtán ára norskur drengur þambaði fjóra lítra í tölvuleikjamaraþoni
F
jórtán ára norskur unglingur
var fluttur á sjúkrahús vegna
nýrnabilunar á dögunum eft
ir að hafa þambað fjóra lítra
af orkudrykkjum. Forsagan er sú
að drengurinn hafði verið að spila
tölvuleikinn Call of Duty ásamt
skólafélögum sínum, í svokölluðu
LANpartíi í skólanum. Drengurinn,
Henrik Eide Dahl, og skólafélagar
hans spiluðu leikinn í sextán klukku
stundir samfleytt og til að halda sér
vakandi drukku margir hverjir orku
drykki sem innihéldu mikið magn
koffíns.
„Skyndilega varð allt svart og það
leið yfir mig,“ segir Henrik í sam
tali við norska ríkisútvarpið, NRK.
Hann var fluttur á sjúkrahús til
Lillehammer þar sem ástand hans
versnaði. Nýrun gáfu sig og var hann
meðal annars tengdur við öndunar
vél um tíma. „Þegar ég vaknaði var
ég skíthræddur. Ég man að bræður
mínir sátu við sjúkrabeðinn og
grétu,“ segir hann. Eftir þrettán daga
á sjúkrahúsi var hann loksins út
skrifaður, en hann þarf enn að taka
lyf vegna of hás blóðþrýstings. „Þetta
hefur verið óhugnanleg reynsla. Ég
veit það núna að það er óskynsam
legt að drekka svona mikið af orku
drykkjum. Ég verð samt betri með
hverjum degi sem líður og mér er
farið að líða eðlilega aftur,“ segir
hann.
Anna Kathrine Duns, læknir sem
meðhöndlaði Henrik á sjúkrahús
inu í Lillehammer, segir að Henrik
hafi um tíma verið nær dauða en lífi.
Hún segir að ekki sé vitað nákvæm
lega hvers vegna ástand Henriks
varð jafn alvarlegt og það var. Hún
segist þó ekki vera í neinum vafa um
að orkudrykkirnir hafi átt sinn þátt
í því. Þó ofneysla koffíns geti verið
alvarleg geti orkudrykkir innihaldið
fleiri hættuleg efni. n
Call of Duty Drengirnir höfðu
spilað tölvuleikinn Call of Duty
samfleytt í sextán klukkustundir.
Fannst eftir
15 ára leit
Frægt verk eftir hollenska listmál
arann Rembrandt sem var stolið
af listasafni í Frakklandi árið 1999
er komið í leitirnar. Verkið, sem
metið er á hundruð milljóna,
fannst í borginni Nice í suður
hluta Frakklands. Tveir voru
handteknir í tengslum við rann
sókn málsins, en samkvæmt upp
lýsingum franskra fjölmiðla voru
mennirnir teknir höndum þegar
þeir reyndu að koma verkinu í
verð. Verkið, Barnið með sápu
kúluna, var metið á 20 milljón
ir franka þegar því var stolið, eða
614 milljónir króna. Rannsókn
málsins er á frumstigi.
Kamprad aftur
til Svíþjóðar
Sænski auðjöfurinn Ingvar
Kamprad, sem þekktastur er fyrir
að hafa stofnað IKEA, er fluttur
aftur til Svíþjóðar eftir að hafa
búið í 40 ár erlendis. Kamprad,
sem er orðinn 87 ára, flutti til
Danmerkur árið 1973, en þrem
ur árum síðar flutti hann til Sviss
þar sem hann hefur búið síðan.
Samkvæmt sænskum fjölmiðl
um ætlar Kamprad að eyða því
sem eftir er ævinnar með fjöl
skyldu sinni og vinum sem flest
ir búa í Svíþjóð. Kamprad missti
eiginkonu sína árið 2011 og segir
talsmaður hans að það hafi haft
áhrif á þá ákvörðun hans að flytja
aftur til Svíþjóðar. Þó að Kamprad
sé orðinn 87 ára er hann hvergi
nærri hættur að vinna. Mun hann
halda því áfram svo lengi sem
heilsan leyfir.
Sakfelldir fyrir
hópnauðgun
Dómstóll á Indlandi hefur sak
fellt fjóra menn fyrir að nauðga
fréttaljósmyndara í borginni
Mumbai á síðasta ári. Mennirnir
voru fundnir sekir um gróf brot,
en dómur yfir mönnunum verð
ur kveðinn upp í dag, föstudag.
Fórnarlamb mannanna er 22 ára
kona sem stödd var í yfirgefinni
verksmiðju þegar mennirnir réð
ust á hana. Með í för var félagi
konunnar, en árásarmennirnir
réðust á hann og börðu áður
en þeir nauðguðu konunni.
Mennirnir voru fimm talsins, en
einn mannanna er sagður vera
undir 18 ára aldri sem þýðir að
réttað verður yfir honum fyrir
unglingadómstól.