Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Blaðsíða 36
Helgarblað 21.–24. mars 201436 Lífsstíll Vanmetnir uppreisnarseggir Konur brjótast úr hversdeginum og gera uppreisn gegn stríðandi gildum á öllum tímum. Setja mark sitt á tímann. Við minnumst Jó- hönnu af Örk, Kleópötru, Elísabet- ar fyrstu, Eleanor Roosevelt og Evu Perón meðal annarra. Svo eru það hinar sem ögra gildum dægur- menningar, klæðaburði og siðum og venjum. Þær eru vanalega ekki taldar sem sérlega virðingarverðir uppreisnarseggir en eru það engu að síður og breyttu mörgu fyrir daglegt líf kvenna. DV tók saman lista yfir konur sem eru vanmetnir uppreisnarseggir. Burt með höftin Þú ert ekki í korseletti alla daga. Þakk- aðu Coco Chanel sem þreyttist ógurlega á heftandi klæðnaði fyrir konur síns tíma. Hún sló í gegn í upphafi nítjándu aldar þegar hún kynnti til sögunn- ar þægilegan og alþýðlegan fatnað og tengdi fatahönnun sína við bar- áttu verkalýðs og minnihlutahópa. Ögrandi frumkvöðull Josephine Ba- ker var ekki öll þar sem hún var séð. Hún er fyrsta konan af afrískum uppruna til að leika í Hollywood mynd, Zouzou. Þá var hún ögrandi í framkomu sinni á sviði og kom gjarnan fram hálfnakin og eitt sinn í pilsi gerðu úr banönum. Sagn- fræðingar slefa margir yfir dular- fullri sögu Josephine Baker sem hefur verið grunuð um njósnir og annað dularfullt athæfi. Harðkjarna og alveg sama Katharine Hep- burn var fræg fyrir orð sín: Ef þú hlýðir öllum reglum, þá missir þú af öllu fjörinu. Þetta mottó lýsti henni afskaplega vel, hún gaf skít í kvenleg rómantísk gildi gullaldar- ára Hollywood og klæddist jakka- fötum og var oft hornótt í skapi. Pönkprinsessan Er hægt að ímynda sér níunda ára- tuginn án Madonnu? Það er varla. Madonna hefur til dagsins í dag hrist ræki- lega upp í gildum um það hvernig stúlkur eiga að haga sér. Hún gaf gaf lítið fyrir prúðu stúlkuna og gaf allt í trylltan kynþokka og pólitík. Hildur Yeoman notar leyndardómsfulla fjölskyldusögu sem innblástur H ildur Yeoman er ein þeirra hæfileikaríku íslensku hönnuða sem tekur þátt í Hönnunarmars í ár. Sýning hennar kallast Yulia og er helguð langömmu hennar frá New Jersey sem stakk af frá fjölskyldu sinni með mótorhjólagengi í Ame- ríku á ungdómsárum sínum. Sýningin opin öllum Hildur heldur sýningu sína í Hafnarhúsinu 28. mars. Sýningin hefst klukkan níu um kvöldið og er opin öllum. Hún er haldin degi áður en Reykjavik Fashion Festival hefst í Hörpu. „Ég hef oft tekið þátt í Reykjavik Fashion Festival, en mig langaði bara að prófa að gera þetta öðruvísi í ár, Hafnarhúsið bauð okk- ur að sýna, svo það var alveg full- komið.“ Dulúð yfir fjölskyldusögunni Mikil leynd hvílir yfir sýningunni sem er sprottin úr leyndardóms- fullri ættarsögu Yeoman-fjöl- skyldunnar. „Það er margt á huldu í þessari fjölskyldu, ákveðin mystík hvílir yfir henni,“ segir Hildur sem á ættir að rekja til Bandaríkjanna en afi henn- ar, sonur Yuliu, kom til Íslands með hernum á sjöunda áratugnum. „Sýningin er í dekkri tónum en ég hef gert áður og efni hennar er leyndarmál. Það litla sem ég get sagt snýr að langömmu sem var húsmóðir áður en hún ákvað að slást í för með utangarðsmönnum á mótorhjólum,“ segir Hildur en um sýninguna hefur hún einnig áður sagt að hún fjalli í grunninn um frelsi einstaklingsins til að hafna borgaralegum lífsgildum. „Það er flottur hópur sem stend- ur að sýningunni með mér, íslenskir dansarar undir stjórn Sigríðar Soffíu Níelsdóttur og myndlistarmennirn- ir Daníel Karl og Helgi Már sjá um sviðsmyndina svo eitthvað sé nefnt. „Makeup-artistinn“ Ísak Freyr kem- ur sérstaklega frá London til að taka þátt í þessu með okkur. Þetta eru allt miklir snillingar og vinir mínir sem ég hef unnið með áður.“ Tekur einnig þátt í samstarfsverkefni Nóg er um að vera næstu daga hjá Hildi sem tekur einnig frekari þátt í Hönnunarmars og tekur þátt í samstarfsverkefninu Línur – sýn- ingu Hildar, Barkar Sigþórssonar og Ellenar Loftsdóttur. Sýningin verður opnuð í Hörpu laugar- daginn 29. mars klukkan níu. Á sýningunni er blandað saman tveimur tjáningarformum; teikn- ingu og ljósmyndun. n Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Þyrí Huld Hér má sjá einn dansaranna sem koma að verkinu, Þyrí Huld, í flíkum eftir Hildi. Falleg hönnun Öll umgjörð sýningarinnar er hin skemmtilegasta og forvitnilegasta. Að henni kemur fjöldi listamanna sem Hildur hefur áður unnið með. Frá fyrri sýningu Hildur hefur áður tekið þátt í RFF sýningar hennar þykja afbragðs skemmtun. Gestir á sýningu hennar í ár eiga líka von á góðu. Dekkra yfirbragð Á sýningu Hildar Yeoman mun gæta dekkra yfirbragðs en áður. Mikil leynd hvílir yfir sýningunni. Notar fjöl- skyldusöguna sem innblástur Leyndardómsfull fjölskyldusaga Hildar er rót sýn- ingarinnar Yulia. MYND SaGa SiG Evonia er hlaðin bæti- efnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Myndirnar hér til hliðar sýna hversu góðum árangri er hægt að ná með Evonia. Evonia www.birkiaska.isFyrir Eftir Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. Bætiefni ársins í Finnlandi 2012. Harington fyrir Choo G ame of Thrones- stjarnan Kit Harington hefur verið valinn andlit nýju herralínu breska fatahönnuðarins Jimmy Choo. Harington mun verða and- lit auglýsingaherferðar fyrir fyrsta herrailm Choo sem og skó- og töskulínu hönnuðarins. Þá verða sólgleraugu einnig hluti af hinni væntanlegu línu, en þau eru gerð í samstarfi við sólgleraugnaframleið- andann Carrera. „Kit er fullkomin ímynd Jimmy Choo-karlmannsins,“ segir Sandra Choi, yfirhönnuður merkisins um valið á Harington. „Hann hefur náttúrulega og heill- andi karlmennsku og áreynslulaust skyn á stíl. Svöl framkoma hans og ólgandi munúð gefa hugmynd um sannan breskan herramann.“ Harington er að sögn afar ánægð- ur með valið og sagði um þetta nýja samstarf á dögunum: „Ég var mjög spenntur að vera valinn andlit merkis sem er í svo miklum metum og að eiga hlut í því að ákvarða hver Jimmy Choo-karl- maðurinn er.“ Auglýsingarnar með Harington verða settar í loftið í september næst- komandi, en þá kemur herrailmur Jimmy Choo á markað. n horn@dv.is „Kit er fullkomin ímynd Jimmi Choo-karlmannsins“ Kit Harington Að sögn Choi er Harington hinn fullkomna ímynd Jimmy Choo-karl- mannsins. Langamma stakk af með mótorhjólagengi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.