Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Blaðsíða 10
Helgarblað 21.–24. mars 201410 Fréttir Ráðuneytið gat ekki rökstutt ákvörðunina Ráðuneytið bendir á skoðun ráðherrans á hæfi Hrafnhildar Ástu Þorvaldursdóttur M enntamálaráðuneytið getur ekki rökstutt ráðn- ingu Hrafnhildar Ástu Þorvaldsdóttur í starf framkvæmdastjóra Lána- sjóðs íslenskra námsmanna. Þetta kemur fram í bréfi til þess um- sækjanda um starfið sem metinn var hæfastur sem DV hefur undir höndum. Í bréfinu óskaði umsækj- andinn, Kristín Egilsdóttir, eftir rök- stuðningi fyrir því af hverju hún fékk ekki starfið. Í svari menntamálaráðuneytis- ins er ekki settur fram neinn rök- stuðningur fyrir þessari niðurstöðu. Þess í stað er bent á Illuga Gunnars- son og sagt að ákvörðunin hafi ver- ið hans: „Ráðuneytið tók viðtöl við þrjá umsækjendur sem stjórn Lána- sjóðs íslenskra námsmanna lagði til í umsögn sinni og tillögu og var það niðurstaða mennta- og menningarmála- ráðherra að Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir væri best til þess fallin að starfa sem framkvæmdastjóri Lána- sjóðs íslenskra námsmanna.“ Gjá milli ráðuneytis og ráðherra Bréfið til umsækjandans er undir- ritað af ráðuneytisstjóranum, Ástu Magnúsdóttur, og öðrum starfs- manni ráðuneytisins, Agnesi Guð- jónsdóttur. Orðalagið í bréfinu vekur mikla athygli en ljóst er að ráðu- neytið bendir alfarið á Illuga og segir ákvörðunina um að ráða Hrafnhildi Ástu hafi verið hans en ekki ráðu- neytisins. Þá er í bréfinu ekki veittur neinn rökstuðningur fyrir ráðn- ingunni, annar en sá að Illugi hafi metið það sem svo að Hrafnhildur Ásta væri „best til þess fallin“ að gegna starfinu. Líkt og ljóst má vera þá flokkast það ekki sem rökstuðningur að segja að einhverjum hafi bara fundist eitt- hvað, án þess þá að útskýra af hverju. Svar ráðuneytisins hefur því yfir sér þann blæ að vera „af því bara“-svar þar sem enginn rökstuðningur er gefinn fyrir ráðningunni annar en órökstutt mat Illuga Gunnarssonar. Ætlaði að leita réttar síns Líkt og DV greindi frá fyrir nokkrum vikum þá ætlaði Kristín Egilsdóttir að leita réttar síns út af ráðningunni á Hrafnhildi Ástu í starfið. Rök- stuðningur ráðuneytisins bendir til að slíkur málarekstur væri ekki illskiljanlegur í ljósi þess að engin haldbær rök virðast hafa legið á bak við ákvörðun ráðuneytisins og Illuga. Þá vekur einnig athygli að Ill- ugi ráðfærði sig við afar fáa í ráðu- neytinu þegar ráðningarferlið átti sér stað og tók sjálfur viðtöl við um- sækjendur ásamt aðstoðarmönn- um sínum. Ákvörðunin virðist því nánast alfarið hafa verið hans, líkt og lesa má út úr bréfi ráðuneytis- stjórans. Fyrir vikið er afar lítið til af gögnum um ráðninguna í ráðu- neytinu. Illugi fékk umsóknargögn- in inn á sitt borð frá stjórn LÍN og afgreiddi málið sjálfur án þess að styðjast við mat stjórnarinnar á því hver væri hæfasti umsækjandinn. Illugi Gunnarsson hefur ekki viljað ræða við blaðamann DV um ráðningu Hrafnhildar Ástu Þor- valdsdóttur þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir til þess að fá svör hans við spurningum um ráðninguna. DV hefur reynt að fá svör frá Illuga um ráðninguna síðan á mánudaginn í síðustu viku. Illugi hefur ekki haft samband við blaðamann DV þrátt fyrir þetta. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Var það niður- staða mennta- og menningarmálaráð- herra að Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir væri best til þess fallin. Frænka Davíðs Hrafnhildur Ásta er náfrænka Davíðs Oddssonar. Órökstutt mat Mat Illuga á ráðn- ingu Hrafnhildar Ástu Þorvaldsdóttur í starf framkvæmdastjóra LÍN er ekki rökstutt í bréfinu. MynD SIGtryGGur ArI Ber við minnisleysi og óléttu Keyptu borðgrind í IKEA að verðmæti 89.950 og greiddu 3.650 krónur S igurjón Jónsson og Arndís Arnardóttir mættu fyrir aðal- meðferð í Héraðsdómi Reykja- víkur á þriðjudag fyrir fjársvik. Nánar tiltekið fyrir þær sakir að hafa þann 7. október blekkt starfsmann við afgreiðslukassa í IKEA til að af- greiða borðgrind að verðmæti 89.950 gegn greiðslu 3.650. Það eru þau sök- uð um að hafa gert með því að koma fyrir eða nýta sér að strikamerki hliðareiningu, að verðmæti 3.650 kr. Bæði hafa þau neitað sök þrátt fyrir að greidd hafi verið sátt í einka- máli sem IKEA höfðaði. Sigurjón sagði fyrir dómi að hann hefði ekki viljað greiða sættir, en fað- ir hans hefði á endanum greitt upp- hæðina til þess að koma í veg fyrir dýrt dómsmál. Sigurjón og Arndís segjast hafa keypt borðgrindina í afmælisgjöf handa vini sínum. Þeim fannst ekki skjóta skökku við að svo stórt hús- gagn kostaði 3.650 krónur. Vininum fannst þó gjöfin helst til of rausnar- leg. En fram kom að hann vildi skila henni og aðeins viljað þiggja 8 þús- und króna gjafabréf. Konan fékk hins vegar 77 þúsund króna gjafabréf. Þótt verðmunurinn sé mikill, seg- ist Arndís ekki hafa áttað sig á hon- um og bar við minnisleysi og því að á þessum tíma hafi hún verið ólétt. Áður hafði hálfbróðir Sigurjóns, héraðsdómslögmaðurinn Snorri Vidal, og kærasta hans, Sigurbjörg Þorvaldsdóttir, játað greiðlega á sig sök. Þau voru dæmd til tveggja mánaða skilorðsbundinnar fangels- isrefsingar fyrir þjófnaðinn en þau stálu vörum kerfisbundið úr IKEA með því að færa á milli strikamerki á vörum og skila þeim. Brotin sem dæmt var fyrir áttu sér stað á tímabil- inu 1.–30. september 2012, og eru alls fimm talsins. n kristjana@dv.is Gjafabréfið 77.000 kr Konan fékk 77 þúsund króna gjafabréf fyrir borðgrind sem hún keypti á 3.650. Allir með iPad Nemendur í áttundu og níundu bekkjum grunnskóla Reykjanes- bæjar, fengu á fimmtudag af- henta iPad-spjaldtölvur frá Apple, til að nota við námið. Alls fengu 220 nemendur slíkar tölvur, en stefnt er að því að eft- ir þrjú ár verði allir nemendur í unglingadeildum grunnskól- anna í Reykjanesbæ komnir með spjaldtölvur. Með þessu verða breytingar á kennsluhátt- um, nemendur eiga að skila myndböndum og rafrænum ver- kefnum. Þá fá allir spjaldtölvu, óháð félagslegri stöðu. Á næstu þremur árum eiga allir nem- endur í unglingadeild að vera komnir með spjaldtölvur og allir kennarar skólanna. Tippari vann sjö milljónir Heppinn tippari er 7,2 millj- ónum króna ríkari eftir að hafa tippað á Miðvikudagsseðlinn hjá Íslenskri getspá. Hann keypti getraunaseðil með fimm leikjum tvítryggðum og átta leikjum með einu merki, eða alls 32 raðir sem kostuðu hann 576 krónur. Þegar úrslitin lágu fyrir í gærkvöldi kom í ljós að hann var með 13 leiki rétta. Sveik út vörur með stolnu korti Héraðsdómur Reykjavíkur hef- ur dæmt 26 ára konu í 30 daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir fjársvik. Konan var sakfelld fyr- ir að svíkja út vörur hjá Krón- unni, BYKO og Nettó þann 5. september síðastliðinn, sam- tals að verðmæti 43.203 krónur. Framvísaði konan í blekkingar- skyni og án heimildar greiðslu- korti annarrar manneskju sem hún hafði komist yfir. Konan neitaði sök, en kennsl voru borin á hana af myndum úr ör- yggismyndavélum. Konan á sér nokkurn brotaferil sem hófst árið 2006. Auk þess að sæta fangelsi í 30 daga var henni gert að greiða laun skipaðs verjanda síns, 100 þúsund krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.