Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Blaðsíða 16
16 Fréttir Helgarblað 21.–24. mars 2014 Sviðin jörð jörgenS n Viðskiptavinir saka hann um slæleg vinnubrögð n Sagður hafa reynt að selja fyrirtæki annars manns J örgen Már Guðnason, 45 ára, hefur orðið uppvís að því að leigja út íbúð á svörtum mark­ aði sem hann er ekki skráður eigandi að heldur fyrrverandi kærasta hans sem hefur fengið nálg­ unarbann á hann. Þá hefur Jörgen Már einnig látið til sín taka í park­ etslípun þar sem hann hefur starf­ að í nafni fyrirtækis sem er í eigu manns sem er alls ótengdur honum, er sagður hafa reynt að selja fyrir­ tækið og haft slæm áhrif á orðspor þess. Jörgen Már hefur einnig komið við sögu í ferðaþjónustunni þar sem hann hefur sagt hafa leyfi sem hann hefur ekki. DV ræddi við Jörgen sem ber af sér sakir og segist vera eigandi hússins sem hann leigir út. Hjá lögreglu hrannast upp mál gegn Jörgen Má og eru þau eins og fyrr segir af margvíslegum toga. Við­ mælendur DV bera honum ekki góða söguna og í vikunni voru tvær stúlkur í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem þær lýstu óförum sínum vegna hans, þótt ekki væri tekið fram hjá Stöð 2 að um Jörgen Má væri að ræða. Árið 2012 hlaut Jörgen hálfs árs dóm fyrir að berja fyrrverandi sam­ býliskonu sína ítrekað, og hefur önnur kona fengið nálgunarbann. Sú er fyrr­ verandi kærasta hans og eigandi hús­ næðis að Hrísateig 1 sem Jörgen leigir út. Kærður til lögreglu Málin á hendur Jörgen hrannast upp á borði lögreglunnar. Einn heim­ ildarmaður blaðsins, sem hefur kært hann fyrir líkamsárás, segir þau fjöl­ mörg. „Þeir eru með tugi mála á hann. Guð minn góður, þessi maður er alltaf að,“ segir hann. Um viðbrögð lögregluþjóna þegar hann kærði Jörgen segir heim­ ildarmaðurinn: „Þeir vissu allir hver hann var. „Er þetta Jörgen enn eina ferðina?“ spurðu þeir þegar ég kærði hann.“ Í samtali við DV gat lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ekki tjáð sig um ákveðin mál tengd Jörgen en sagði þó mýmörg mál á borði þeirra tengd Hrísateig 1. Notar nafn annars fyrirtækis Jörgen er ekki menntaður parket­ slípari en hefur þó tekið að sér parket­ slípun. Gerði hann það iðulega undir formerkjum parketslípunarfyrirtæk­ is sem þurfti að kæra hann til Neyt­ endastofu vegna þessa. Parketslíparinn ehf. var stofnað 2005 en Jörgen sótti um lénið park­ etsliparinn.is, og er enn með það. Hefur hann verið í rekstri undir þeim formerkjum að þykjast vera starfs­ maður Parketslíparans ehf., og kallar fyrirtækið sitt Parketslíparann þrátt fyrir að Neytendastofa hafi úrskurðað að hann megi það ekki. Hefur þetta valdið eiganda Parket­ slíparans ehf. mjög miklum óþægind­ um, enda hafi vinnubrögð Jörgens iðulega verið slæleg og segist hann iðulega fá hringingar frá óánægðum viðskiptavinum sem telji sig hafa verið í viðskiptum við hann. Halldór Sveinsson, eigandi Parketslíparans, sá ástæðu til þess að árétta á Face­ book­síðu Parketslíparans ehf. að Jörgen væri alls ekki á sínum vegum og varaði við viðskiptum við hann. „Það eru mjög margir sem að halda að þeir séu að eiga viðskipti við mig þegar þeir hafa samband við hann, og eru síðan mjög óánægð­ ir með mikið af því sem hann gerir,“ segir Halldór. Á vefsíðunni segist Jörgen vera með 15 ára reynslu, sem hann hefur ekki að sögn keppinauta hans. Seldi fyrirtæki sem hann á ekki Halldór segir að Jörgen hafi gengið svo langt að selja Parketslíparann. „Það var strákur í Þorlákshöfn sem taldi sig vera kaupa Parketslíparann ehf. Ég hef séð afsal sem á stóð Park­ etslíparinn ehf. Það segir sig sjálft að hann selur ekki fyrirtækið mitt,“ segir Halldór. „Fólk er svo andvaralaust gagnvart svona mönnum. Þetta er ekki íslenskur raunveruleiki að lenda í mönnum sem eru að villa sér heim­ ildir.“ Og Jörgen heldur áfram upp­ teknum hætti. Á þriðjudaginn aug­ lýsti hann til sölu 50 prósenta hlut í Parketslípun Reykjavíkur, fyrir eina og hálfa milljón. „Mjög góð laun fyrir duglega menn, vönduð heimasíða sem er ofarlega á leitarvefum,“ skrif­ aði Jörgen á bland.is. Á vefsíðu Parketslípunar Reykja­ víkur er hann búinn að afrita nánast orðrétt textann af parketsliparinn.is. Ógnandi skilaboð „Svona menn virðast komast alveg Hjálmar Friðriksson Símon Örn Reynisson hjalmar@dv.is / simon@dv.is T vær ungar konur, Pálína Ósk Ómarsdóttir og Ólöf Ýr Frið­ riksdóttir, ræddu við Stöð 2 á þriðjudag, í umfjöllun um svarta leigumarkaðinn, þar sem þær lýstu óförum sínum. Pálína segist hafa greitt 780 þús­ und fyrirfram og í leigu. „Svo þrem mánuðum síðar fer rafmagnið af húsinu og við finnum út að bank­ inn á íbúðina. Þannig að við lentum í djúpum skít,“ sagði Pálína. „Þetta var bara hræðilegt.“ „Ég er í áfalli“ Ólöf Ýr lenti hins vegar í því að henni var leigt herbergi sem var þegar í útleigu. Jörgen hafði áður leigt öðrum manni herbergið, sem verið hafði fjarverandi í tíu daga og kom aftur og þá var Ólöf Ýr í her­ berginu. Þegar haft var samband við Jörgen brást hann ókvæða við og vildi ekki leysa úr málinu. Úr varð að Ólöf flutti út. Jörgen Már viðurkennir að hafa leigt bæði Pálínu Ósk Ómarsdóttur og Ólöfu Ýri Friðriksdóttur herbergi í samtali við DV. Í tilviki Pálínu segir hann að hann hafi leigt sjálfur íbúðina sem Pálína Ósk var í af öðrum manni. „Hún vissi alveg af stöðu mála, að ég ætti ekki íbúðina,“ segir Jörgen Már. Hann segist hafa leigt Ólöfu Ýri íbúð í húsinu við Hrísateig. Síðar kom til áfloga á milli Jörg­ ens og mannsins sem var þegar að leigja herbergið sem Ólöf leigði. Umræddur maður, sem vill ekki láta nafns síns getið, hefur kært hann til lögreglunnar fyrir líkams­ árás. „Ég er í áfalli,“ segir hann. Þeim ber ekki saman um hvernig áflogin orsökuðust, en báðir hafa þeir kært atvikið og segjast báðir í rétti. „Svekktur út í sjálfan mig“ Maðurinn segist álasa sjálfum sér vegna málsins, enda hafi hann átt að sjá hvers konar mann Jörgen hefði að geyma. „Ég hef horft á hann henda út ungri stúlku og tveimur vinum hennar fyrir ekki neitt. Svo bar hann bara búslóðina hennar út á götu og lét hana sitja þar úti í rigningunni. Hann sagði mér að hún hefði ekki greitt neitt en svo komst ég að því síðar að pabbi stúlkunnar hafði greitt honum 130 þúsund krónur.“ „Þetta reyndist allt lygi, eins og allt sem að þessi maður hefur sagt. Þetta eru svo mörg atriði að ég nenni ekki einu sinni að telja þetta upp,“ segir maðurinn enn fremur. „Ég er svo svekktur út í sjálfan mig að hafa sagt já við öllu og ekki fattað þetta fyrr.“ „Við lentum í djúpum skít“ n Hlunnfarnar eftir leigu hjá Jörgen Fórnarlömb Pálína Ósk Ómarsdóttir og Ólöf Ýr Friðriksdóttir ræddu við Stöð 2 á þriðjudag um reynslu sína. ótrúlega langt með að klekkja á fólki og svíkja og pretta og skemma,“ segir Brynja Agnarsdóttir í samtali við DV. Henni og og eiginmanni henn­ ar, Guðfinni Newman, var að eigin sögn hótað ítrekað af Jörgen Má eftir að þau fengu hann til að pússa parket hjá sér árið 2011. Að þeirra sögn skemmdi hann parketið og vildu þau því ekki að hann kláraði verkið. Hún segir að fljótlega eftir það hafi þeim borist SMS­hótanir og segir Brynja að í kjölfarið hafi verið skorið á dekkin á bílum þeirra. „Það var pottþétt hann eða einhver á hans vegum, því hann var með ógnandi tilburði í okkar garð í Laugum. Sagði við manninn minn að hann ætlaði að drepa hann. Við sváfum náttúrlega ekki rólega,“ segir hún. Ekki með gilt leyfi Slóð Jörgens nær í dag auk leigu­ markaðar og parketslípunar til ferða­ þjónustu fyrir erlenda ferðamenn. Hann heldur úti síðunni iceland­to­ urs.is og þar kemur fram að hann sé löggiltur ferðaskipuleggjandi. Í sam­ tali DV við Ferðamálastofu kemur fram að ekki fyrirfinnist gilt leyfi af þessum toga á kennitölu Jörgens. Ferðamálastofa kannast við mál Jörgens og hefur honum verið sagt að fjarlægja umsögn um leyfið sem er á heimasíðu iceland­tours.com. Það leyfi er á nafni fyrrverandi eigin­ konu hans samkvæmt Ferðamála­ stofu og því er honum ekki heimilt að nota það. „Það segir sig sjálft að hann selur ekki fyrirtækið mitt Búslóðin í garðinum Á myndinni má sjá það sem virðist vera eftirstöðvar búslóðar við Hrísateig en viðmælendur blaðsins saka Jörgen um að henda út búslóðum leigjenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.