Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Blaðsíða 60
Helgarblað 21.–24. mars 20144 Páskaferðir Sigldu um síkin n Þrjár borgir til að heimsækja á vormánuðum n Nóg um að vera í þeim öllum Amsterdam n Í höfuðborg Hollands mætast ólíkir menn- ingarheimar í áhugaverðri útkomu. Fjölbreytn- in ræður ríkjum innan um falleg síki og sögu- leg söfn, sem gefa borginni rómantískan blæ. Skammt frá aðalverslunargötunni má finna safn sem er tileinkað listamálaranum Vincent van Gogh. Gaman er að setjast niður á eitt af fjöl- mörgum kaffihúsum borgarinnar og njóta staðar og stundar. Gerðu þetta Leigðu bát og sigldu um fornfræg síki borgarinn- ar í rólegheitum. Þannig upplifirðu borgina frá einstöku sjónarhorni þar sem þú getur fylgst með fjölbreyttu mannlífi og virt fyrir þér einstakar byggingar. Veðrið í apríl Meðalhiti er í kringum 12 gráður. Veðrið er ekki ósvipað íslensku sumri. Boston n Það er ekki að ástæðulausu að Boston er jafn vinsæl meðal Íslendinga og raun ber vitni. Hver og einn getur fundið eitthvað við sitt hæfi í borginni. Verslanirnar eru fjölmargar, tónlist- arhefðin er mikil og góðir veitingastaðir eru löngu orðnir eitt helsta kennimerki borgarinn- ar. Hafnaboltaáhugamenn geta skellt sér á völl- inn og horft á hið sögufræga lið Boston Red Sox leika. Gerðu þetta Heimsæktu Harvard-háskólann. Skólinn var stofnaður árið 1636 og er einn virtasti skóli sinn- ar tegundar í heiminum. Byggingarlistin þykir afbragð. Veðrið í apríl Veturnir í Boston geta verið kaldir, en vorið og sumarið er gott. Meðalhiti er 15 gráður. Glasgow n Stærsta borg Skotlands var heimsfræg á árum áður fyrir skipaiðnað. Í dag er hún þekkt sem mesta viðskiptaborg landsins og vinsæll áfanga- staður meðal ferðamanna. Menningin rís hátt í borginni og þar má finna fjölmörg söfn og leik- hús. Þar á meðal er Kelvingrove Art Gallery and Museum sem er eitt fjölsóttasta safn heimsins. Heimamenn taka á móti ferðamönnum með hlýju viðmóti. Gerðu þetta Knattspyrnustórveldin Celtic og Rangers eru staðsett í Glasgow og er afar góð stemning á leikjum liðanna. Tugþúsundir áhorfenda troð- fylla gríðarstóra leikvanga þeirra á hverjum leik og syngja sig hása. Veðrið í apríl Meðalhiti er átta gráður. Veðrið getur verið sveiflu- kennt á þessum tíma, en yfirleitt er það stillt. Rómuð snjóþyngsli og náttúrufegurð í Fljótum Skíðagöngumót fyrir alla fjölskylduna á skírdag F erðafélag Austur-Fljóta stendur fyrir skíðagöngumóti í Fljótum fyrir alla fjöl- skylduna, skírdag 17. apr- íl 2014. Fljótin eru vel í sveit sett með snjóalög. Í Fljótum er yf- irleitt nægur snjór sem býður upp á fjölbreyttar brautir nærri byggð. „ Skorað er á alla fjölskylduna, unga sem aldna að taka nú fram skíðin og taka þátt í þessu sérstaka móti í gömlu höfuðbóli skíðaíþróttarinn- ar,“ segir Björn Ásgrímsson, einn aðstandenda mótsins, en í Fljótun- um er hefð fyrir skíðagöngu, rómuð snjóþyngslin tryggja skíðafæri langt fram eftir vori. Nokkrar þekktar kempur eru frá svæðinu, þeirra á meðal Trausti Sveinsson frá Bjarnagili sem tók þátt í Ólympíuleikunum í Innsbruck í Austurríki árið 1976. Vagga skíða- íþróttarinnar var lengi vel í Fljótun- um og þar haldin stór skíðamót. Nú er útlit fyrir að hefðin verði endur- vakin. Gengnar verða stuttar vegalengdir í öllum flokkum barna, unglinga og full- orðinna. Keppt verður með hefðbund- inni aðferð. Aðstoð og ráðleggingar verða veittar varðandi smurningu og áburð. Keppt verður í eftirfarandi vegalengdum í öllum aldursflokkum: 3 km, 5 km, 10 km og 20 km. Mótsgjald er 2.000 krónur fyrir hvern þátttakanda 16 ára og eldri en 1.000 krónur fyrir þá yngri. Þátt- takendur fá fríar veitingar að keppni lokinni í félagsheimili Fljótamanna, Ketilsási. Gistimöguleikar eru á Bjarnagili í Fljótum og einnig á Siglu- firði. n kristjana@dv.is Vagga skíðaíþróttarinnar Vagga skíðaíþróttarinnar var lengi vel í Fljótunum og þar haldin stór skíðamót. Alvöru sjósund á Skaganum Fyrir þá allra hörðustu Langisandur á Akranesi var um árabil eitt best geymda útivistar- leyndarmál suðvesturhornsins en það hefur sem betur fer breyst á undangengnum árum. Þessi sandgyllta útivistarperla er fjöl- sótt yfir sumartímann en það vita kannski ekki allir að ströndin, sem svipar svo til erlendra sólar- stranda, er ekki síður vinsæl yfir vetrartímann. Það er fátt fegurra en góður göngutúr með fram sjávarsíðunni í sólarlaginu þegar dagarnir eru sem stystir. En þeir sem fara hvað fremstir í flokki þeirra sem nýta sér Langasand yfir vetrartímann eru sjósund- kappar. Aðstæður við Langasand í námunda við íþróttasvæði Akra- neskaupstaðar er eins og best verður á kosið og eru þaulreynd- ir sjósundkappar á því að þar séu aðstæður eins og þær gerast bestar til þessarar iðkunar. Sjó- sund nýtur enda sívaxandi vin- sælda í bænum og hefur myndast vaskur félagsskapur sjósundkappa, í Sjósund- félagi Akra- ness, í kring- um áhugamálið. Hittist hópurinn reglulega og skell- ir sér út í ískalt hafið eldsnemma morguns um helgar allan ársins hring. Fullyrða menn að ekki sé til betri leið til að byrja daginn. Slík er snilldin, umhverf- ið og aðstaðan segja þeir sem til þekkja að óhætt er að mæla með Langasandi fyrir alla áhuga- menn um sjósund. Fyrir fólk hvaðanæva að af landinu má gera sér lauflétta ferð á Akranesi yfir páskana og gera sér glaðan dag með fjölskyldunni hjá gest- risnum Skagamönnum. Eftir að menn hafa buslað í sjónum má ylja sér yfir kaffibolla og „me'þí“ á veitingahúsum bæjarins eða á Garðakaffi á safnasvæðinu á Akranesi. Má samnýta þá ferð til að kíkja á eitt stærsta steina- safn landsins í Steinaríki Íslands sem og kynna sér íþróttasöguna á Íþróttasafni Íslands. Allt undir einu þaki. Í hverjum mánuði eru svo að jafnaði nýjar listsýningar í Safnaskálanum. Þetta getur bjargað þér Fæstir búast við því að þurfa á aðstoð björgunarsveita að halda þegar þeir leggjast í ferða- lög, en slys eiga sér stað og þá er gott að vera við öllu búinn. Snjallsímaforritinu 112 Iceland er ætlað að auka öryggi ferða- fólks á Íslandi, bæði erlendra ferðamanna og innlendra. Með því geta ferðamenn bæði kall- að eftir aðstoð og skilið eftir sig slóð með mikilli nákvæmni, en upplýsingarnar geta skipt sköp- um þegar neyðarkall berst. For- ritið tengir sig inn á símasam- band og virkar því svo lengi sem símasamband er fyrir hendi.112 snjallsímaforritið er verðlaunað forrit og eru ferðamenn hvatt- ir til þess að sækja það áður en þeir leggja af stað. Þá eru Ís- lendingar sem vita af erlendum ferðamönnum sem hyggja á ferðalög hér á landi hvattir til að útskýra fyrir þeim gagnsemi for- ritsins og mikilvægi þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.