Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Blaðsíða 50
50 Menning Sjónvarp Helgarblað 21.–24. mars 2014 É g hef alltaf verið aðdáandi katta. Sem unglingur áttum við fjölskyldan fallegan, kol- bikasvartan norskan skógar- kött. Þegar ég flutti að heiman liðu svo ekki nema nokkrar vikur þang- að til að ég hafði fundið mér kett- ling til að flytja inn á heimilið. Kötturinn, hún Mía, er besta skinn og er afskaplega annt um hreinlæti í kassanum sínum. Ef ég stend mig ekki í að þrífa upp eftir hana hefnir hún sín og finnur einhverja af eig- um mínum og pissar á hana. Það er það sem gerðist fyrr í vikunni. Síðustu vikurnar hef ég reynt að taka mig á og hreyft mig meira en undanfarið. Ég var einu sinni nokk- uð liðtækur keppnisdansari en frá því að ég keppti síðast hefur lítið farið fyrir hreyfingu af minni hálfu og kílóin hlaðist upp af þeim sök- um. Þessu hef ég reynt að vinna bug á með daglegum hlaupum og léttum lyftingum í heilsurækt- arstöðinni í hverfinu. Á þriðju- dag hafði Mía hins vegar hefnt sín vegna sinnuleysis míns hvað varð- aði þrif á kassa hennar og pissað á vinstri hlaupaskóinn minn. Mikið vildi ég að ég hefði upp- götvað það áður en ég fór í ræktina þann daginn. Þetta kom hins vegar ekki í ljós fyrr en ég var á fjórtándu mínútu á hlaupabrettinu, að nálgast þriðja kílómetrann. Ég fór að velta fyrir mér hver í kringum mig væri svona ótrú- lega illa lyktandi. „Hver svitnar katt- arhlandi,“ hugsaði ég með mér, stöðv- aði brettið og færði mig. Þegar ég var byrjaður aftur að hlaupa fann ég aft- ur þessa hræðilegu lykt. „Æ, þetta er ekki hægt, hvers á ég að gjalda?“ hugsaði ég og var farinn að vorkenna sjálfum mér fyrir að þurfa að æfa með fólki sem greinilega á í einhverjum vandamálum með hreinlæti. Ég hætti á brettinu áður en ég hafði hlaupið vegalengdina sem ég hafði sett mér fyrir þann daginn og dreif mig þess í stað í tækin. Fnyk- urinn fylgdi mér samt hvert sem ég fór; frá tæki að tæki. Ég gafst á end- anum upp og fór bara að teygja og gera mig kláran til að yfirgefa svæð- ið. Byrjaði á að smella hægri fætin- um upp á handrið á teygjusvæð- inu, hallaði mér fram og teygði vel á aftan á lærinu á meðan ég hugs- aði aftur um hvað fólk þyrfti nú að passa að þrífa fötin sín vel á milli ræktarferða. Ég skipti svo um fót og byrjaði að teygja á þeim vinstri. Það var þá sem ég fattaði hver staðan í raun var; ég var ekki fórnar lamb heldur skussinn sem átti í vandræðum með hrein- lætið. Skömmustulega reyndi ég að sneiða fram hjá öllum hinum á teygjusvæðinu, lauma mér inn í klefa til að taka af mér helvítis skó- inn. Það eru mörg ár síðan mér hef- ur liðið jafn vandræðalega. Af þessu tilefni langar mig að nota tækifærið og biðja alla gesti World Class í Ögurhvarfi á milli 21– 22 á þriðjudag afsökunar. Vonandi fæ ég að koma aftur. Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Helgarpistill Sjónvarpsdagskrá RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport C olin Trevorrow, leikstjóri fjórðu myndarinnar um risaeðlurnar í Jurassic Park, var í ítarlegu við- tali við miðilinn IGN í vikunni. Colin heldur von bráðar til Hawaii þar sem stærsti hluti myndarinnar verður tekinn upp. „Það var afar erfitt að skrifa hand- ritið að myndinni,“ sagði Colin með- al annars. „Það eru til óteljandi leiðir til að segja sögu. Að finna réttu leiðina krefst mikillar þrautseigju.“ Jurassic World er nafn myndarinn- ar og er hún væntanleg í kvikmynda- hús á næsta ári. Myndin gerist 22 árum á eftir fyrstu Jurassic Park-myndinni. Einhverjum af upprunalegu persón- unum bregður fyrir í myndinni, en þó ekki öllum. Colin skýrði frá því að leikarinn Bradley Darryl Wong komi til með að leika doktor Henry Wu. „Ég get staðfest að það verður ein persóna úr fyrstu myndinni sem snýr aftur og það er doktor Wu,“ sagði Colin. Athygli vekur að ekki er búið að ráða leikara í aðalhlutverk. Viðræður hafa staðið yfir við Chris Patt eftir að ljóst var að Josh Brolin yrði ekki í aðal- hlutverki myndarinnar. n ingosig@dv.is „BD“ Wong verður í hlutverki doktors Wu Erfitt að skrifa handritið að Jurassic Park Sunnudagur 23. mars Stöð 2 Sport 2 Bíóstöðin Gullstöðin Stöð 3 ÍNN 07.00 Morgunstundin okkar 07.01 Smælki (23:26) 07.04 Háværa ljónið Urri (11:52) 07.14 Tillý og vinir (22:52) 07.25 Múmínálfarnir 07.35 Hopp og hí Sessamí 08.00 Ævintýri Berta og Árna 08.05 Sara og önd (25:40) 08.15 Kioka (1:52) 08.22 Kúlugúbbarnir (16:20) 08.45 Hrúturinn Hreinn (5:20) 08.52 Disneystundin (11:52) 08.53 Finnbogi og Felix (10:26) 09.15 Sígildar teiknimyndir 09.22 Herkúles (11:21) 09.45 Skúli skelfir (21:26) 09.55 Undraveröld Gúnda 10.08 Chaplin (37:52) 10.15 Melissa og Joey (2:15) 10.40 Minnisverð máltíð – And- ers Lund Madsen (1:7) 10.50 Fum og fát 11.00 Sunnudagsmorgunn 12.10 Grínistinn (3:4) 888 e 12.55 Heimur orðanna – Babel (1:5) (Fry ś Planet Word) e 13.55 Milli tveggja heima (From Time to Time) e 15.30 Skíðakappar á lyfjum (Uppdrag Granskining: Blodracet) e 16.30 Leiðin á HM í Brasilíu (3:16) e 17.00 Táknmálsfréttir 17.10 Fisk í dag 888 e 17.21 Stella og Steinn (5:10) 17.33 Friðþjófur forvitni (5:9) 17.56 Skrípin (3:52) 18.00 Stundin okkar 888 18.25 Innlit til arkitekta í útlöndum – Dorte Mandrup (3:3) (Arki- tektens hjem i udlandet) 19.00 Fréttir 19.20 Veðurfréttir 19.25 Íþróttir 19.40 Landinn 888 20.10 Brautryðjendur 888 (7:8) (Auður Eir Vilhjálmsdóttir) 20.40 Stundin (2:6) (The Hour II) Stundin er spennandi bresk verðlaunaþáttaröð sem gerist á sjónvarpstöð BBC árið 1956. 21.35 Afturgöngurnar 8,4 (6:8) (Les Revenants) Dulmagn- aðir spennuþættir sem hlutu alþjóðlegu Emmy-verðlaun- in sem besti leikni mynda- flokkurinn í nóvember á síðasta ári. Einstaklingar sem hafa verið taldir látnir til nokkurs tíma, fara að dúkka upp í litlu fjallaþorpi eins og ekkert hafi í skorist. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna. 22.35 Ást og frelsi 7,1 (The Lady) Óskarsverðlaunaleik- stjórinn Luc Besson leikstýrir sannsögulegri mynd um Aung San Suu Kyi og eigin- mann hennar rithöfundinn Mickael Aris, en Aung sat í stofufangelsi í hartnær 15 ár vegna aðkomu sinnar að lýðræðisbaráttu Burma. 00.45 Sunnudagsmorgunn e 01.55 Útvarpsfréttir 09:45 Evrópudeildin 11:25 Meistaradeildin í hestaíþróttum 2014 13:55 Meistaradeild Evrópu 17:15 Meistaradeildin - meistaramörk 18:00 Þýski handboltinn 19:20 La Liga Report 19:50 Spænski boltinn 2013-14 22:00 Dominos deildin 22:50 Evrópudeildin 00:30 Spænski boltinn 2013-14 08:20 Premier League 2013/14 (Hull - WBA) 10:00 Premier League 2013/14 (Chelsea - Arsenal) 11:40 - 00:40 Premier League 2013/14 10:35 The River Why 12:20 A League of Their Own 14:25 The Dilemma 16:15 The River Why 18:00 A League of Their Own 20:05 The Dilemma 22:00 Road to Perdition 23:55 The Change-up 01:45 The Dept 03:35 Road to Perdition 15:20 H8R (9:9) 16:00 Þriðjudagskvöld með Frikka Dór 16:30 Amazing Race (4:12) 17:15 Lying Game (1:10) 18:00 Men of a Certain Age (5:12) 18:40 The New Normal (18:22) 19:00 Bob's Burgers (7:23) 19:25 American Dad (10:18) 19:45 The Cleveland Show (8:22) 20:10 Unsupervised (10:13) 20:30 Brickleberry (10:10) 21:15 The League (4:13) 21:35 Deception (3:11) 22:20 The Glades (12:13) 23:00 The Vampire Diaries (6:22) 23:40 Bob's Burgers (7:23) 00:00 American Dad (10:18) 00:20 The Cleveland Show (8:22) 00:40 Unsupervised (10:13) 01:05 Brickleberry (10:10) 01:45 The League (4:13) 02:10 Deception (3:11) 18:05 Strákarnir 18:35 Friends (5:25) 19:00 Seinfeld (3:5) 19:25 Modern Family 19:50 Two and a Half Men (18:24) 20:15 Viltu vinna milljón?(22:30) 21:00 Game of Thrones (1:10) 21:55 Krøniken (20:22 ) 22:55 Ørnen (20:24) 23:50 Ally McBeal (21:23) 00:35 Viltu vinna milljón? 01:15 Game of Thrones (1:10) 16:00 Hrafnaþing 17:00 Stjórnarráðið 17:30 Skuggaráðuneytið 18:00 Árni Páll 18:30 Tölvur,tækni og kennsla 19:00 Fasteignaflóran 19:30 Á ferð og flugi 20:00 Hrafnaþing 21:00 Auðlindakistan 21:30 Suðurnesjamagasín 22:00 Hrafnaþing 23:00 Reykjavíkurrölt 23:30 Eldað með Holta 07:00 Barnatími Stöðvar 2 07:01 Strumparnir 07:25 Waybuloo 07:45 Ævintýraferðin 08:00 Algjör Sveppi 09:35 Ben 10 10:00 Tom and Jerry 10:05 Victorious 10:30 Nágrannar 10:50 Nágrannar 11:10 Nágrannar 11:30 Nágrannar 12:15 60 mínútur (24:52) 13:00 Mikael Torfason - mín skoðun 13:50 Spaugstofan 14:15 Heimsókn 14:40 Modern Family (3:24) 15:15 Um land allt 15:50 Léttir sprettir 16:20 Geggjaðar græjur 16:40 Ísland Got Talent 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (30:50) 19:10 Sjálfstætt fólk (27:30) 19:45 Ísland Got Talent 20:30 Mr. Selfridge (6:10) Önnur þáttaröðin auðmanninn Harry Selfridge, stofnanda stórverslunarinnar Selfridges og hún gerist á róstursömum tímum í Bretlandi þegar fyrri heims- styrjöldin setti lífið í Evrópu á annan endann. 21:15 The Following (9:15) Önnur þáttaröðin af þessum spennandi þáttum en síðasta þáttaröð endaði í mikilli óvissu um afdrif fjöldamorðingjans Carroll einnig hvað varðar sögu- hetjuna Ryan Hardy. Eitt er víst að nýtt illmenni verður kynnt til leiks í þessari þáttaröð en það er ekki þar með sagt að Joe Carroll hafi sungið sitt síðasta. Nýr sértrúarsöfnuður er að myndast og leiðtogi hóps- ins er jafnvel hættulegri en Carroll. 22:00 Shameless 8,7 (1:12) Bráðskemmtileg þáttaröð um skrautlega fjölskyldu. Fjölskyldufaðirinn er forfallinn alkóhólisti, mamman löngu flúin að heiman og uppátækjasamir krakkarnir sjá um sig sjálfir. 23:00 60 mínútur (25:52) 23:45 Mikael Torfason - mín skoðun 00:30 Daily Show: Global Edition 00:55 Nashville (11:22) 01:40 The Politician's Hus- band (1:3) 02:40 The Americans (2:13) 03:25 American Horror Story: Asylum (10:13) 04:10 Mad Men (12:13) 05:00 Mr. Selfridge (6:10) 05:45 Fréttir 06:00 Pepsi MAX tónlist 12:10 Dr. Phil 12:50 Dr. Phil 13:30 Dr. Phil 14:10 Once Upon a Time (11:22) 14:55 Made in Jersey (8:8) 15:40 7th Heaven (11:22) 16:20 Family Guy (21:21) 16:45 90210 (11:22) 17:25 Parenthood (11:15) 18:10 The Good Wife (6:22) 19:00 Friday Night Lights (10:13) 19:40 Judging Amy 6,9 (8:23) 20:25 Top Gear (2:6) 21:15 Law & Order (7:22) Spennandi þættir um störf lögreglu og saksóknara í New York borg. Kona finnst látin í almenningsgarði og beinagrindum hennar í skápnum virðist fjölga dag frá degi. 22:00 The Walking Dead 8,7 (12:16) Þættir sem hafa slegið öll fyrri áhorfsmet áskriftarstöðva í Banda- ríkjunum. Rick Grimes og félagar þurfa að glíma við uppvakninga utanfrá og svikara innanfrá í þessum hrollvekjandi þáttum sem eru alls ekki fyrir viðkvæma. 22:45 The Biggest Loser - Ísland (9:11) Stærsta framleiðsla sem SkjárEinn hefur ráðist í frá upphafi. Tólf einstaklingar sem glíma við yfirþyngd ætla nú að snúa við blaðinu og breyta um lífstíl sem felst í hollu mataræði og mikilli hreyfingu. Umsjón hefur Inga Lind Karlsdóttir 23:45 Elementary 8,0 (11:24) Sherlock Holmes og Dr. Watson leysa flókin sakamál í New York borg nútímans. Síðustu þáttaröð lauk með því að unnusta Sherlocks, Irine Adler var engin önnur en Moriarty prófessor. Fjárglæframaður er myrtur og svo virðist sem hann hafi gjaldþrot fjölda umbjóðenda sinna á samvisku sinni. 00:35 Scandal (10:22) 01:20 The Bridge (12:13) 02:00 The Walking Dead (12:16) 02:45 The Tonight Show 03:30 Pepsi MAX tónlist Heldur til Hawaii Colin Trevorrow var í ítarlegu viðtali við IGN. MyND 2013 JEFF VESPA Frozen halar inn einn milljarð dala Disney hefur náð fyrri hæðum þökk sé nýjustu afurð fyrirtækisins E ftir nokkur mögur ár hefur kvikmyndafyrirtækið Walt Disney náð fyrri hæðum. Þar ber helst að þakka teikni- myndinni Frozen sem kom í kvikmyndahús um síðustu jól, en henni hefur verið afar vel tekið og hefur þénað rúman einn milljarð Bandaríkjadala. Myndin hefur ver- ið sýnd um heim allan og var frum- sýnd í Japan fyrir nokkrum dögum. Japan var síðasti stóri markaðurinn sem myndin átti eftir að vera frum- sýnd á. Þá hefur lagið Let it Go, eftir hjón- in Robert Lopez og Kristen Ander- son-Lopez, notið mikilla vinsælda. Lagið vann til Óskarsverðlauna á þessu ári fyrir best frumsamda lagið í kvikmyndum. Það var í fyrsta skipti í 14 ár sem Disney vann þau verð- laun, en síðast vann það verðlaun- in fyrir lagið You'll Be In My Heart í teiknimyndinni Tarzan. Ef Frozen heldur áfram á sömu braut gæti myndin orðið tekju- hæsta teiknimynd allra tíma. Disn- ey-myndin Toy Story 3 situr í efsta sæti sem stendur. Kvikmyndafyrir- tækið keypti Pixar árið 2006 og réð helstu yfirmenn þess til starfa hjá sér. n „Hver svitnar kattarhlandi?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.