Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Blaðsíða 58
2 Páskaferðir Helgarblað 21.–24. mars 2014 P áskafjör er árleg hátíð á skíða- svæðinu í Oddskarði á Austur- landi um páskana. Brottfluttir Austfirðingar flykkjast heim til að renna sér á skíðum í austfirsku ölp- unum, en svæðið er eitt best geymda skíðaleyndarmál landsins. Í Odd- skarði eru þrjár lyftur og kostar dag- skort á helgidögum 1.000 krónur fyrir börn og 2.500 fyrir fullorðna. Best er að finna sér gistingu í þétt- býliskjörnunum nálægt svæðinu, Eskifirði og Neskaupstað. Þar eru meðal annars leigubústaðir og íbúða- hótel sem henta fjölskyldum. Þá eru menningarbærinn Seyðisfjörður og höfuðstaðurinn Egilsstaðir í seil- ingarfjarlægð. Dagskráin í Oddskarði um pásk- ana verður fjölbreytt. Skírdag- ur er tileinkaður snjóbrettum, með kvöldopnun, tónlist og stökkkeppni. Á laugardeginum er stórsvigskeppni fyrir 30 og ára eldri „fyrrum kepp- endur.“ Elsti þátttakandinn í fyrra var kominn á tíræðisaldur. Eftir keppnina er svo týrólakvöld uppi í fjallinu og flugeldasýning. Á páskadagsmorgun er svo páskeggjamót fyrir yngstu skíðagarpana og samhliða mót, með tveimur brautum, fyrir aðra. Snjór hefur verið með mesta móti í vetur fyrir austan og þarf að fara meira en 30 ár aftur í tímann til að finna jafn mikið magn af snjó í fjall- inu. Páskarnir verða því líklega ekki síðasta tækifærið til að renna sér á skíðum í Oddskarði í vor, en stefnt er á sumaropnun í fjallinu í maí og júní. n Hátíðin Páskafjör í austfirsku ölpunum Bjóða upp á fjölbreytta fjölskyldudagskrá Austfirsku alparnir Útsýnið er mikilfenglegt af skíðasvæðinu í Oddskarði. Jóðlað Týrólastemming og flugelda- sýning er meðal þess sem boðið er upp á í Oddskarði um páskana. Fegurðin á Bolafjalli Hvernig væri að skella sér til Bolungarvíkur. Fáheyrilega fal- legur staður sem býður upp á einn af mögnuðustu útsýnis- stöðum landsins ásamt einni elstu verstöð landsins. Við Bol- ungarvík trónir fjallið Traðar- hyrna sem verndar byggðarlagið fyrir hreinni norðanáttinni. Vest- an megin við Traðarhyrnuna er Bolafjall í 638 metra hæð en þar er ratsjárstöð sem varð til þess að opnaður var akvegur upp á fjallið, snarbrattur en ægifagur. Vegurinn er opinn bílaumferð í júlí og ágúst og geta ferðalangar því ekið upp á fjallið og notið rennisléttrar og hrjóstugrar há- sléttu þar sem er útsýni til allra átta. Er hægt að fyrir sér fagurt Ísafjarðardjúpið og Jökulfirðina. Sú saga hefur lengi gengið að á góðviðrisdögum sjáist alla leið til Grænlands. Þegar fyrrverandi bæjarstjóri Bolungarvíkur, Ólaf- ur Kristjánsson, var spurður út í þessa sögu sagði hann svo vera og bætti því við að á góðri nóttu, þá sjáist alla leið til tunglsins. Hvað er fleira hægt að gera í Bolungarvík? Jú, þar er til að mynda frábær golfvöllur sem er ræktaður á sandi í Syðridal og heitir að sjálfsögðu Syðri- dalsvöllur. Algjörlega einstak- ur og erlendir ferðamenn nán- ast dáleiddir þegar þeir fá að slá upp úr svörtum sandi í glomp- unum. Þá er musteri vatns og vellíðunar til staðar í íþrótta- miðstöðinni Árbæ þar sem er rennibraut, heitur pottur, nudd- pottur, vaðlaug, innilaug og besta sauna landsins að mati Dr. Gunna. Þeir sem eru fyr- ir hellaskoðun gætu lagt leið sína inn í surtarbrandsnámuna í Syðridal við Bolungarvík. Þar er hægt að skoða bergmyndun og einnig hægt að setja sig í spor þýska njósnarans sem er sagður hafa falið sig þar um miðbik 20. aldarinnar. Og var búið að fjalla um Morðingjamýri? Meira síðar. Stærsta skíðahelgi ársins P áskahelgin hefur lengi ver- ið einhver helsta skíðahelgi ársins. DV ræddi við Einar Bjarnason, rekstrarstjóra skíðasvæðisins í Bláfjöll- um, og spurði hann hvernig útlitið væri með skíðafæri á næstu vik- um. „Núna í augnablikinu er alveg fullkomið skítviðri, mjög hvasst og gríðarlega kalt, en um leið og birt- ir til þá opnum við á nýjan leik, enda alltaf klár í næsta góðviðri.“ Hann segir við því að búast að bestu skíðadagar ársins séu fram undan en páskahelgin verður dagana 17.– 21. apríl. Góður vetur Einar segir færið í vetur hafa verið meiriháttar. „Það er nægur snjór. Við erum búin að vera með frost nánast í allan vetur og það hefur varla komið neinn hlákukafli,“ segir hann og tekur fram að skíðasvæðið í Bláfjöllum hafi verið opið í fimmtíu daga það sem af er ári en það er tíu dögum meira en á sama tíma í fyrra. Hann segir allt útlit fyrir góða skíðahelgi um páskana. „Við verð- um með opið alla páskana frá klukkan tíu til fimm,“ segir hann og á þá við skírdag, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum. Þá sé líklegt að opnað verði fyrr dag- ana á undan páskunum enda frí í skólunum. Sextán lyftur Einar segir svæðið auðveldlega geta annað öllum þeim sem vilja nýta sér það. „Við erum með alls sextán lyftur hérna, þrjár stólalyftur og það sem við köllum töfrateppi sem er frábært fyrir byrjendur. Það er auð- vitað gríðarleg flutningsgeta í þess- um stólalyftum.“ Hann viðurkenn- ir þó að þegar fjölmennast sé geti myndast raðir en þær séu aldrei sérstaklega langar. Bláfjallasvæðið skiptist í þrjú svæði. „Aðalsvæðið er í Kóngs gilinu en þar eru tvær stólalyftur og nokkr- ar diskalyftur. Svo erum við með Suðursvæðið en þar er ein stólalyfta og einhverjar fimm diskalyftur,“ seg- ir Einar og tekur fram að flestir sæki í Kónginn enda séu þar lengstu, stærstu og breiðustu brekkurnar. „Það eru svona þessi tvö svæði sem eru notuð dagsdaglega.“ Dýrðardagar á fjöllum Einar segir páskahelgina oft vera bestu skíðahelgi ársins vegna veð- urfars enda sé oft orðið fremur hlýtt í veðri þótt nóg sé af snjó. „Á þess- um tíma eru þessi flottu og frábæru veður að koma. Maður fær oft mikla dýrðardaga í fjöllunum. Þannig að við hvetjum fólk bara til þess að gera sig klárt og njóta þeirr- ar frábæru aðstöðu sem við búum yfir hér.“ Það sé skondið til þess að hugsa að flestir hætti að mæta í brekkurn- ar eftir páska. „Eftir páska hætt- ir fólk að koma á skíði. Það er svo- lítið fyndið og þá skiptir engu hvort páskarnir eru 1. eða 31. apríl.“ Hann hvetur fólk til þess að nýta vorveðr- ið í skíða- og brettaiðkun ef færi le- yfir, sama hvort það sé fyrir eða eftir páskana. Einar segir lítið mál fyrir fólk að leigja sér skíða- eða snjóbrettabún- að eigi það slíkt ekki sjálft en það kostar 4.500 krónur að leigja skíða- eða snjóbrettapakka í heilan dag. Þá kostar dagspassi í fjallið 3.100 krónur. n jonbjarki@dv.is n Hvetur fólk til að koma í Bláfjöll um páskana n Útlit fyrir góða skíðahelgi og nægan snjó „Það er nægur snjór. Við erum búin að vera með frost nánast í allan vetur og það hefur varla komið neinn hlákukafli. Börnin skíða Fólk á öllum aldri mætir í Blá- fjöll, þar á meðal þau sem teljast til yngstu kynslóðarinnar en þar má finna frábært svæði fyrir byrjendur. Í loftinu Ungt snjóbrettafólk fjöl- mennir í brekkurnar á þessum árstíma. SEX FLUGLEGGIR MILLI ÁFANGASTAÐA INNANLANDS Flugfélag Íslands mælir með Flugfrelsi ef þú átt oft erindi út á land eða til borgarinnar. Nýttu þér frelsið til að fljúga innanlands á hagstæðari kjörum. FLUGFELAG.IS SEX FYRIR 68.100 Ekkert breytingarg jald Ekkert afbókunarg jald Takmarkað sætaframboð Hvert Flugfrelsi gildir fyrir einn farþega Bókanlegt í síma 570 3030 is le ns ka /s ia .is F LU 6 83 25 0 3’ 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.