Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Qupperneq 43

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Qupperneq 43
Helgarblað 21.–24. mars 2014 Sport 43 Ef þau halda uppteknum hætti Þetta gæti orðið lokaniðurstaðan ef stigasöfnun helst óbreytt n Manchester City 84 n Chelsea 84 n Arsenal 81 n Liverpool 81 Hér má sjá hvernig lokastaðan mun líta út ef liðin halda dampi. Hér er gert ráð fyrir að liðin haldi áfram að hala inn jafn mörgum stigum að meðaltali í leik og þau hafa gert til þessa - óháð því hverjir andstæðingarnir eru. Miðað við þetta ræðst lokaniðurstaðan á markatölu. ChElsEa vErður mEistari n mourinho og félagar eiga auðveldustu andstæðingana eftir n meistaradeildin gæti hins vegar komið í bakið á þeim n City hefur tapað fæstum stigum heimavelli í vetur. Leikirnir falla þess vegna í erfiða flokkinn. Ólík prógrömm Liverpool, Arsenal og Manchester City eiga svolítið ólík prógrömm eftir, þótt heildarniðurstaðan sé áþekk. Liverpool á engan auðveldan leik eftir, samkvæmt skilgreiningunni (reyndar er Sunderland á mörkun- um) en engan erfiðan heldur, jafn- vel þótt City og Chelsea eigi eftir að koma í heimsókn. Arsenal á eftir að fara á tvo afar erfiða útivelli (á Stamford Bridge og Goodison Park) en eiga tvo auð- velda leiki líka, gegn Swansea og West Brom heima. Aðrir leikir eru miðlungs erfiðir. Manchester City á fjóra auðvelda leiki eftir, samkvæmt formúlunni, en þrjá afar erfiða útileiki. Það getur því brugðið til beggja vona í þessari jöfn- ustu deildarkeppni í Evrópu þegar horft er til stóru deildanna. Álag á leikmönnum Chelsea? Chelsea á eins og áður segir auðveld- ustu leikina eftir, af toppliðunum fjórum. Vinni þeir Arsenal um helgina ryðja þeir stórri hindrun úr veginum. Þá eiga þeir bara eftir að mæta einum andstæðingi sem fær að meðaltali 1,4 stig úr leik. Það sem gerir stöðu Chelsea flókna, umfram hin liðin, er sú staðreynd að liðið er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar- innar. Jafnvel þótt liðið eigi fæsta leiki eftir munu úrslitaleikir í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar, og jafnvel aðrir tveir í undanúrslitum, vafalaust geta sett strik í reikninginn. Leiðin hjá lærisveinum Mourinhos er því ekki alveg bein og breið. n arsenal – 62 stig n spilaðir leikir: 29 n sigrar: 19 n Jafntefli: 5 n töp: 5 n titlar: 13 n síðast meistarar: 2004 Leikir sem eru eftir: fimm heimaleikir, fjórir útileikir Leikir gegn topp fimm: 2 Arsenal vann góðan sigur á grönnum sínum í Tottenham um helgina en verkefnið um helgina verður enn stærra þegar liðið heimsækir Chelsea. Ef liðið ætlar sér að eiga ein- hverja von um sigur í deildinni verður það að leggja Chelsea að velli. Eftir Chelsea-leikinn fær Arsenal Swansea (14. sæti) í heimsókn áður en Manchester City kemur í heimsókn þann 30. mars – annar leikur sem Arsenal verður að vinna. Eftir þann leik mætir liðið Everton á Goodison Park – bananahýði sem auðvelt er að renna á, ef svo má segja. Þægilegri leikir taka við eftir ferðina til Goodison; liðið mætir að vísu Wigan í undanúr- slitum bikarkeppninnar en síðustu fimm leikir Arsenal í deildinni eru gegn West Ham (12. sæti), Hull (13. sæti), Newcastle (9. sæti), West Brom (16. sæti) og Norwich (15. sæti). Ályktun: Arsenal verður að minnsta kosti að ná stigi gegn Chelsea um helgina. Heimaleikurinn gegn City er samt leikur sem verður að vinnast. Ef allt er eðlilegt ætti liðið að ná í 15 stig úr síðustu fimm heimaleikjum sínum en Newcastle og West Ham eru verðugir andstæðingar sem vel gætu strítt Arsenal. manchester City – 60 stig n spilaðir leikir: 27 n sigrar: 19 n Jafntefli: 3 n töp: 5 n titlar: 3 n síðast meistarar: 2012 Leikir sem eru eftir: sex heimaleikir, fimm útileikir Leikir gegn topp fimm: 2 Manchester City er í raun með þetta allt í hendi sér, ef liðið vinnur þá leiki sem það á eftir verður það meistari. City er án Sergio Aguero þessa dagana og á auk þess erfiða leiki eftir. Liðið er í sömu stöðu og Liverpool að því leyti að liðið getur einbeitt sér að úrvals- deildinni. Liðið mætir Fulham á heimavelli um helgina áður en það fer á Old Trafford og mætir Manchester United. Þar á eftir koma leikir gegn Arsenal á útivelli og Liverpool á útivelli hálfum mánuði síðar. Níu stig úr þessum leikjum er líklega til of mikils mælst, en hafa ber í huga að liðið má við því að tapa stigi eða stigum úr þessum leikjum. Eftir þessa erfiðu útileiki á liðið nokkuð þægilega leiki, að undanskildum útileik gegn Everton þar sem það einmitt tapaði á síðustu leiktíð. Síðustu tveir leikirnir eru heimaleikir gegn Aston Villa (10. sæti) og West Ham (12. sæti). Ályktun: Fjórir af fimm síðustu útileikjum City verða væntanlega mjög strembnir; á Old Trafford, Emirates, Anfield og Goodison Park. Ef liðið heldur áfram þeirri góðu spilamennsku sem einkennt hefur liðið lengst af ætti það að geta fengið allavega níu stig úr þessum leikjum, ef ekki meira. Þessir leikir munu skera úr um það hvort City verður meistari eða ekki. Chelsea Arsenal1,93 Palace 1,33 Stoke 0,47 Swansea 1,13 Sunderland 1 Liverpool 2,64 Norwich 0,53 Cardiff 1,26 1,29 liverpool Cardiff1,26 Sunderland 1 Tottenham 1,93 West Ham 1,29 Man City 1,71 Norwich 1,4 Chelsea 1,67 Palace 1,33 Newcastle 1,47 1,45 arsenal Chelsea2,73 Swansea 0,86 Man City 1,71 Everton 2,36 West Ham 0,87 Hull 1,27 Newcastle 1,47 West Brom 0,86 Norwich 1,4 1,50 man City Fulham0,73 Man Utd 1,5 Arsenal 2,36 South- ampaton 1,47 Liverpool 2,64 Sunderland 1 West Brom 0,86 Palace 1,33 Everton 2,36 Aston Villa 1,21 West Ham 0,87 1,48 Ú = Útivöllur h = Heimavöllur Auðveldur leikur *Andstæðingur fær 0–1 stig í leik að meðaltali Miðlungs leikur *Andstæðingur fær 1–2 stig í leik að meðaltali Erfiður leikur *Andstæðingur fær 2–3 stig í leik að meðaltali leikir sem toppliðin fjögur eiga eftir Meðaltal Taflan sýnir meðaltals stigafjölda andstæðinga liðanna fjögurra. Til dæmis er síðasti leikur City heimaleikur gegn West Ham. West Ham fær að jafnaði 0,87 stig út úr sínum útileikjum. Chelsea á eftir að mæta liðum sem fá að meðaltali 1,29 stig út úr sínum viðureignum, ýmist heima eða að heiman. h Ú Ú Ú Ú Ú Ú Ú Ú h h h h h h Ú h h h h h h h hÚ Ú Ú Ú Ú h h h h h Ú ÚÚ Muriel orðaður við Liverpool Þó að Liverpool sé í harðri titil- baráttu á Englandi virðist Brend- an Rodgers, stjóri liðsins, vera far- inn að leggja línurnar fyrir næsta tímabil. Breskir fjölmiðlar greindu frá því á fimmtudag að Rodgers væri að undirbúa 17 milljóna punda tilboð í kólumbíska fram- herjann Luis Muriel sem leikur með Udinese á Ítalíu. Muriel hefur skorað 15 mörk í 39 leikj- um fyrir Udinese. Þó að Daniel Sturridge og Luis Suarez séu besta framherjapar deildarinnar, er Rodgers sagður vilja fá verðugan leikmann til að fylla í skarðið ef annar hvor þeirra meiðist. Hazard vill fá Barca eða Real Belgíski galdramaðurinn Eden Hazard hjá Chelsea segir að óska- mótherji hans í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar sé annað- hvort Barcelona eða Real Madrid. Ástæðan er sú að Hazard vill vita hvar hann stendur miðað við þá allra bestu í knattspyrnuheimin- um, Cristiano Ronaldo og Lion- el Messi. Dregið verður í 8-liða úrslitin í dag, föstudag, en auk Chelsea, Real og Barca eru PSG, Manchester United, Borussia Dortmund, Bayern München og Atletico Madrid í pottinum. „Ég átta mig á því að að ég get keppt við Messi og Ronaldo á næstu árum, ef ég legg mig meira fram. Ég veit ekki hvort ég verði jafn góður og þeir. Það verður erfitt, en áskorun sem ég er reiðubúnn að taka.“ Reiknar með að halda áfram Tim Sherwood, knattspyrnu- stjóri Tottenham, segir að hann reikni ekki með öðru en að halda áfram með liðið á næsta tímabili. Sherwood tók við liðinu þegar Andre Villas-Boas var látinn fara, en óvissa hefur ríkt um fram- tíð Sherwoods í ljósi þess að spilamennska Tottenham hefur valdið vonbrigðum. „Þetta er ekki í mínum höndum, en ég reikna með að halda áfram,“ segir hann. Sherwood byrjaði vel hjá Tottenham og náði í 16 stig af 18 mögulegum úr fyrstu sex leikj- um sínum. Síðan þá hefur sigið á ógæfuhliðina og á Tottenham svo gott sem enga möguleika á sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.