Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Qupperneq 10
Helgarblað 23.–28. apríl 201410 Fréttir
M
ér finnst þetta bara svaka
legt,“ segir móðir átta ára
drengs sem sat uppi með
sextán þúsund króna skuld
hjá innheimtufyrirtækinu
Motus vegna bókar sem hann fékk
að láni á bókasafninu. DV greindi
frá því á dögunum að dæmi séu um
að innheimtufyrirtæki sendi fjárkröf
ur á ólögráða börn þrátt fyrir að það
sé skýrt brot á lögum. Margrét María
Sigurðardóttir, hjá skrifstofu umboðs
manns barna, sagði alltaf óheimilt
að beina innheimtu að börnum. Það
væri skýrt í lögræðislögum að börn
megi ekki stofna til skulda.
Móðir drengsins segist ekki skilja
hvernig innheimtufyrirtæki geti rukk
að barn sem er fætt árið 2005 enda
eigi ólögráða einstaklingar ekki að
geta stofnað til skulda samkvæmt lög
um. „Þetta er náttúrlega bara fárán
legt, ég meina, ég fylgi honum í skól
ann á morgnana og sæki hann aftur
seinni partinn, hann er bara átta ára,“
segir móðirin í samtali við DV. Dreng
urinn var í vettvangsferð á bókasafn
inu með skólafélögum sínum þegar
honum var meinað að fá bók að láni.
Hann var miður sín yfir því að geta
ekki valið sér bók eins og hinir krakk
arnir. Síðar kom í ljós að ástæðan var
stökkbreytt skuld á kennitölu hans
sem lá inni hjá Motus.
„Alveg fáránlegt“
Móðir drengsins taldi fyrst að um ein
hvern misskilning væri að ræða þar
sem hún hefði þegar greitt skuld sína
við bókasafnið. Hún hringdi í Motus
og bað starfsmann þar um að athuga
hvort þar lægi inni einhver skuld á
hennar nafni: „En þá er engin krafa
á mínu nafni og mér fannst þetta
voðalega skrítið allt saman. Ég sagði
henni að ég væri búin að gera upp
við bókasafnið.“
Þá spurði starfsmaðurinn hins
vegar hver kennitala stráksins væri.
Móðurinni var nokkuð brugðið við
þetta. „Mér fannst það náttúrlega
alveg fáránlegt. Ég gaf henni upp
kennitöluna hans og þá kom í ljós
að það var krafa á honum upp á ein
hverjar sextán þúsund krónur.“ Hún
segist hafa fundið sig knúna til þess
að greiða skuldina strax með sím
greiðslu. „Ég gerði það svo að næst
þegar hann færi með skólafélögun
um sínum á bókasafnið gæti hann
tekið bók.“
Fleiri börn rukkuð
Eins og DV greindi frá fyrr í mánuðin
um fékk Ólafur Þ. Ólafsson rukk
un frá Motus vegna meintra skulda
sem sonur hans, Ólafur Erick Ólafs
son Foelsche, átti að hafa stofnað til
þegar hann var fimmtán og sautján
ára. Ólafur gagnrýndi fyrirtæk
ið harkalega í samtali við DV. „Mér
finnst þetta bara ófyrirleitið, þeir vita
að þetta er lögbrot og eru einfaldlega
að fara gegn betri vitund.“
Hrafnkell Sigtryggsson, verk
efnastjóri hjá Motus, sagði hins vegar
að verklagsreglur hjá fyrirtækinu
væru skýrar. „Við sendum ekki inn
heimtubréf á ólögráða einstaklinga.
Í þeim tilfellum sem reikningar eru
gefnir út á ólögráða einstaklinga, en
það gera ýmsir aðilar, bæði einka
aðilar og opinberir, er forsvarsmanni
hins ólögráða sent bréfið vegna
hans. Séu dæmi um annað eru það
mistök.“
Ólafur ræddi við umboðsmann
barna í kjölfarið. Þar fékk hann þau
skilaboð að þetta væri ekki einsdæmi
en DV þekkir fleiri dæmi þess að
ólögráða einstaklingar séu rukkaðir
af innheimtufyrirtækjum. Hjá um
boðsmanni barna fengust þær upp
lýsingar að embættið hefði vissulega
fengið sambærilegar ábendingar. Þá
stefndi embættið á að senda almenna
ábendingu til allra innheimtufyrir
tækja til að minna á gildandi lög.
Móður misboðið
Móðir drengsins sem DV ræðir nú
við segist ekki hafa tilkynnt málið til
umboðsmanns barna. „Ég tek nú yf
irleitt ekki þátt í neinu svona,“ segir
konan sem vill ekki koma fram und
ir nafni. Staðreyndin sé hins vegar
sú að innheimtufyrirtækið hafi al
gjörlega misboðið henni. „Ég ætla
ekki einu sinni að lýsa því hvernig
mér leið,“ segir hún en tekur fram
að henni hafi blöskrað algerlega:
„Hann er fæddur árið 2005.“
Í 5. kafla lögræðislaga númer 71
frá árinu 1997 eru ákvæði er varða
fjárræði og meðferð fjármuna barna
og unglinga. Samkvæmt lögunum er
ófjárráða barni óheimilt að stofna til
skulda. Þá kemur fram í lögunum að
löggerningar ólögráða manns bindi
hann ekki og því sé einstaklingum
og lögaðilum með öllu óheimilt að
beina kröfu að barni til innheimtu
skulda heldur skuli beina innheimtu
hennar til forsjáraðila barnsins. Geri
fyrirtækið hins vegar samning við
ófjárráða einstakling, án samþykk
is forsjáraðila, tekur það þá áhættu
að fá ekki greiðslu samkvæmt samn
ingnum. n
Motus rukkaði
átta ára strák
Fékk ekki bók í vettvangsferð vegna krafna innheimtufyrirtækisins
Jón Bjarki Magnússon
jonbjarki@dv.is
Fékk ekki bók Átta
ára drengur þurfti frá að
hverfa þegar hann bað um
bók að láni á bókasafninu
vegna krafna á hendur
honum sem lágu inni hjá
innheimtufyrirtækinu
Motus. Mynd Sigtryggur Ari
„Þeir vita að
þetta er lögbrot
og eru einfaldlega að
fara gegn betri vitund.
Æstur og ógn-
aði lögreglu-
mönnum
Einn maður gisti fangageymsl
ur lögreglunnar á Akranesi sök
um ölvunar. Hafði lögregla ver
ið kölluð til að skemmtistað
þar sem maður væri æstur og
ógnandi í hegðun. Þegar lög
reglu bar að garði réðist mað
urinn að lögreglubifreiðinni og
lamdi hana utan og ógnaði svo
lögreglumönnunum sem höfðu
komið á vettvang. Var hann því
handtekinn og færður í fanga
klefa þar sem hann svaf úr sér
mestu vímuna.
Tveir ökumenn voru stöðv
aðir um helgina grunaðir um
akstur undir áhrifum fíkniefna.
Annar reyndist vera undir áhrif
um kannabisefna en hinn var
undir áhrifum kókaíns og am
fetamíns. Báðir voru þeir hand
teknir og sleppt að lokinni töku
blóðsýna og skýrslutökur.
Missti sig í
gleðinni
Ungur ökumaður missti sig ör
lítið í gleðinni, eins og það er orð
að í tilkynningu frá lögreglunni á
Akranesi, eftir að hafa fengið bíl
próf. Í tilkynningu lögreglu kem
ur fram að ökumaðurinn ungi
hafi tekið einn fagnaðarhring
á áhorfendasvæðinu á íþrótta
vellinum á Jaðarsbökkum á lítilli
jeppabifreið. Ekki urðu miklar
skemmdir af tiltækinu en öku
maðurinn má hins vegar búast
við að þurfa að bæta það tjón
sem hann olli.
Frakkastíg 10 | Sími 551 3160 | gullkistan@vortex.is | www.thjodbuningasilfur.is
Óskum öllum
landsmönnum
gleðilegs sumars