Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Qupperneq 16
Helgarblað 23.–28. apríl 201416 Fréttir Fullur vörubíll af rusli fjarlægður úr rjóðrinu Í byrjun apríl var fjarlægt úr rjóðri rétt við BSÍ gríðarlegt magn af heimilissorpi. „Þetta fyllti vöru­ bíl, þetta var það mikið, sex til átta rúmmetrar,“ segir Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi Reykja­ víkurborgar. Í rjóðrinu hafði heimilis­ laus kona haft aðsetur um nokkurt skeið en konan er haldin söfnunar­ áráttu sem felst í því að hún safnar heimilissorpi. Fengu ábendingar um ruslið DV fjallaði um konuna í rjóðrinu í ágúst á síðasta ári. Þá hafði hún haldið þar til í eitt til tvö ár og mik­ ið magn heimilissorps var á svæð­ inu. Það sást þó ekki frá götunni þar sem trén földu það. Þegar inn í rjóðrið var komið blasti þó við heil ruslaver­ öld, alls kyns litaðir plastpokar, fullir af heimilissorpi. Konan hafði einnig komið sér upp eins konar fleti þar sem hún svaf umkringd ruslinu. Þegar ruslið var tekið hinn 4. apr­ íl síðastliðinn var neðsti hluti trjánna einnig sagaður þannig að ekki er hægt að hafa skjól inni í rjóðrinu lengur. Konan er því ekki lengur þar. Jón Halldór segir að farið hafi verið í hreinsunina vegna þess að þeim hafi borist ábendingar um að það væri gríðarlegt magn af rusli á svæðinu. „Það höfðu borist ábendingar frá íbú­ um sem höfðu séð þetta rusl þarna,“ segir Jón Halldór. Hann segir starfs­ menn hverfisstöðvarinnar sem sáu um að hreinsa rjóðrið ekki hafa vitað af því að kona héldi til þarna. Klipptu til að komast að Hann segir þá hafa mætt snemma um morguninn og byrjað að hreinsa ruslið. Eftir því sem þeir hafi far­ ið lengra inn í rjóðrið hafi þeir orðið varir við konuna. „Þeir héldu að hún þyrfti kannski aðstoð og þess vegna hafði verkstjóri samband við lögreglu sem kom á staðinn,“ segir Jón Halldór. Hann segir konuna hafa sagt þeim að hún ætti þessa poka en þeir gert henni ljóst að þeir þyrftu að hreinsa þetta rusl. „Í kjölfarið kom lögregla og ræddi við konuna og þeir héldu hreinsuninni áfram. Þeir áttu ekki í frekari samskiptum við hana,“ segir Jón Halldór spurður út í hreinsun­ ina. Hann segir þá hafa skilið eftir það sem teldist til persónulegra eigna konunnar, svefnpoka og annað. Við hreinsunarstarfið klipptu starfsmenn hverfisstöðvarinnar einnig neðstu greinar trjánna í rjóðr­ inu og því er ekki lengur skjól þar. Jón Halldór segir það ekki hafa verið gert til þess að koma í veg fyrir að kon­ an héldi þar til heldur hafi þær verið klipptar til þess að koma ruslinu út úr rjóðrinu. „Til þess að geta athafnað sig þarna þurftu þeir að taka einhverjar greinar og ákváðu svo að snyrta þetta betur. Þeir þurftu að lyfta ruslinu upp á vörubíl með tæki,“ segir hann. Gert að flytja úr íbúð sinni Ekki er vitað hvar konan hefst við núna en líklega er hún einhvers stað­ ar á vergangi. Forsaga hennar er löng. Konan bjó áður í lítilli íbúð í miðbæ Reykja­ víkur. Árið 2011 var henni gert, með úrskurði frá Héraðsdómi Reykjavík­ ur, að selja sinn eignarhlut í húsinu en fyrir dómsúrskurðinn hafði henni verið meinað að búa í húsinu í nokk­ ur ár. Í tæplega þrjátíu ár safnaði hún heimilissorpi í íbúðina, inni á sameiginlegum gangi í húsinu og á lóð hússins. Eðli málsins samkvæmt fylgdi söfnuninni mikil ólykt sem og meindýr sem einnig fóru inn í hinar íbúð­ ir hússins. Þrátt fyrir ítrekuð tilmæli um að hún skyldi hætta að safna rusli varð konan ekki við þeim beiðn­ um. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, byggingarfulltrúi, borgarlæknir, land­ læknisembættið og aðrir opinberir aðilar höfðu þá þurft að hafa afskipti af konunni. Húsfélagið í húsinu hafði ítrekað skorað á hana að láta af söfn­ uninni og sinna eðlilegu viðhaldi, án árangurs. Því fór svo að henni var gert að selja sinn eignarhlut. Íbúðin var tæmd árið 2000, þá voru bornir út úr henni 170 rusla­ pokar en íbúðin var um 30 fermetrar. Eftir að ruslið hafði verið borið út kom í ljós að íbúðin var gjörsamlega ónýt, veggir og gólf gegnsósa og íbúð­ in óíbúðarhæf. Eftir það hélt konan þó áfram að bera rusl í íbúðina þótt hún mætti ekki búa þar. Skapaði sér sína eigin ruslaveröld Eftir að konan flutti úr íbúðinni fékk hún íbúð frá Félagsmálastofnun gegn því að hún yrði undir eftirliti. En hún stoppaði stutt þar við þar sem hún hélt áfram uppteknum hætti, safn­ aði rusli í íbúðina og var að lokum borin þaðan út. Síðan þá hafði hún að mestu hafst við í rjóðrinu þar sem hún fékk yfirleitt að vera í friði og hafði skapað sér þar sína eigin rusla­ veröld. Þar til að ruslið var hreinsað í burtu í byrjun vikunnar, enda á borg­ arlóð. Þegar DV ræddi við konuna síð­ asta sumar sagðist hún bara vilja fá að vera í friði. Hún hefði efni á að leigja sér íbúð en fengi ekki leigt meðal annars vegna fréttaflutnings af málum hennar, sem hún sagði stór­ lega ýktan. Hún sagði einnig að það væri óþarfi fyrir fólk að skipta sér af henni, því hún gæti séð um sig sjálf. Hún nýtir sér stundum úrræði borgarinnar fyrir heimilislaust fólk en mál hennar er ólíkt þeirra flestum þar sem hún er ekki í neyslu eins og flestir þeir sem eru heimilislausir. Smáhýsi kemur til greina Í fyrrnefndri umfjöllun sagði Þorleifur Gunnlaugsson varaborgarfulltrúi það ótækt að konan svæfi úti og vildi að hún fengi einstaklingsmiðað úrræði sem myndi henta henni. Hann taldi það skyldu borgarinnar að útvega henni húsaskjól og stakk upp á að hún fengi smáhýsi líkt og þau sem eru úti á Granda. „Það sem ég hef lagt til er að það verði sett upp færanlegt hús eins og er úti á Granda. Það yrði þá fylgst með því ef hún væri að safna og ruslið þá tekið inni á milli,“ sagði Þorleifur í fyrrnefndri umfjöllun. Fjögur hús eru úti á Granda en þau eru hugsuð sem búsetuúrræði fyrir heimilislausa sem glíma við fíknivandamál. Sigtryggur Jónsson, fram­ kvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða, segist ekki geta tjáð sig um mál einstaklinga en segir það vel geta komið til greina að konan fái smáhýsi. „Þessi smáhýsi eru ekki endilega bara ætluð fyrir fólk í neyslu og ég vil fá fleiri einingar. Þannig að það gæti komið til greina,“ segir hann en ítrekar að hann geti ekki tjáð sig um einstaka mál. n n Hafði safnað ótrúlegu magni af heimilissorpi n Söguðu neðstu greinarnar burt Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is „ Í kjölfarið kom lög- regla og ræddi við konuna og þeir héldu hreinsuninni áfram. Ekki skjól lengur Konan hefur ekki skjól í rjóðrinu lengur eftir að trjágreinarnar voru sagaðar burt og ruslið tekið. Rjóðrið Ruslið var hreinsað úr rjóðrinu og neðstu greinar trjánna sagaðar í burtu. Konan í rjóðrinu Þarna sést konan labba inn í rjóðrið þegar blaðamaður DV og ljósmyndari hittu hana þar í ágúst á síðasta ári. Allt í drasli Hreinsað var út úr íbúð sem konan bjó í árið 2000. Þá voru bornir út 170 svartir ruslapokar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.