Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 24
Helgarblað 23.–28. apríl 201424 Fréttir Erlent
Vilja fjölga sér
Í
ranir íhuga nú að herða lög um
fóstureyðingar á sama tíma
og lagt verður bann á að karl-
ar gangist undir ófrjósemis-
aðgerðir eins og sáðgangsrof.
Ástæðan er sú að íranska þjóðin
er að eldast hratt og eiga þessar
tvær aðgerðir að skila sér í aukn-
um mannfjölda þegar fram í sækir.
U-beygja
Um tuttugu ár eru síðan yfirvöld í
Íran hófu aðgerðir til að stemma
stigu við mannfjölgun í landinu.
Þá var brugðið á það ráð að niður-
greiða ófrjósemisaðgerðir hjá
körlum og dreifa smokkum frítt
til landsmanna. Nú stendur til að
taka u-beygju í þessum efnum.
Ayatollah Ali Khamenei, æðsti
klerkur Írans, hefur beitt sér fyrir
breytingum á stefnu Írana undan-
farin misseri. Á síðasta ári gagn-
rýndi hann stefnu landsins, sagði
hana „stælingu“ á stefnu vest-
rænna ríkja. Hinn 74 ára leiðtogi
hvatti um leið yfirvöld til að vinna
markvisst að því að yngja þjóðina
og tvöfalda fjölda landsmanna, úr
77 milljónum í 150 milljónir.
Áhrif Khamenei mikil
Íranska þingið, þar sem íhalds-
menn eru í miklum meirihluta,
samþykkti á dögunum að taka
bann við ófrjósemisaðgerðum til
efnislegrar meðferðar í þinginu.
Við sama tilefni var samþykkt að
taka til efnislegrar meðferðar að
refsa þeim sem „hvetja til fóstur-
eyðinga eða notkunar getnaðar-
varna“. Fars-fréttaveitan, sem
er að hluta ríkisrekin, sagði frá
því á dögunum að yfirgnæfandi
meirihluti þingmanna hefði sam-
þykkt að taka málin til umræðu.
Breska blaðið Guardian segir frá
því að vegna þess hve áhrifamikill
Khamenei er á meðal íhalds-
manna í þinginu séu yfirgnæfandi
líkur á að þessar breytingar verði
að lögum.
„Þjóð eldri borgara“
„Ef við höldum áfram á sömu
braut verðum við þjóð eldri borg-
ara í ekki svo fjarlægri framtíð,“
sagði Khamenei í október síðast-
liðnum og spurði: „Af hverju kjósa
sum hjón að eignast bara eitt eða
tvö börn? Af hverju forðast þau að
eignast börn? Ástæðuna þarf að
skoða,“ sagði hann.
Khamenei hefur áður látið
þessa skoðun sína í ljós, að Írön-
um þurfi að fjölga. Þannig hef-
ur hann hvatt yfirvöld til að byrja
á að hætta eða minnka niður-
greiðslu vegna ófrjósemisaðgerða.
Í forsetatíð Mahmouds Ahmedi-
nejad var hjónum jafnvel lofað frí-
um gullmyntum ef þau eignuðust
fleiri börn.
Áhyggjur af mæðradauða
Í samtali við Guardian segir
mannréttindafrömuðurinn Kami-
ar Alaei, sem nam meðal annars
við Harvard-háskóla og sat í fang-
elsi fyrir baráttu sína gegn út-
breiðslu HIV, að hann hafi áhyggj-
ur af þessari stefnubreytingu.
Segist Kamiar hafa áhyggjur af því
að konum sem látast við barns-
burð muni fjölga sem og óæski-
legum fæðingum. Hann segir að
samdráttur í fólksfjölgun megi
rekja til félagslegra, hagfræði-
legra og menningarlegra þátta,
en ekki beint til þeirrar stefnu-
breytingu sem varð fyrir tuttugu
árum. Hann bendir á að þrátt fyrir
orð Khamenei að þjóðin sé að eld-
ast séu Íran ung þjóð. Þannig séu
70 prósent af landsmönnum und-
ir 35 ára og um helmingurinn sé á
aldrinum 20 til 30 ára. n
Íranir vilja banna ófrjósemisaðgerðir karla og herða lög um fóstureyðingar
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is
„Ef við höldum
áfram á sömu
braut verðum við þjóð
eldri borgara í ekki svo
fjarlægri framtíð.
Vill fjölgun Ayatollah
Ali Khamenei, æðsti
klerkur Írana, vill að Írön-
um fjölgi úr 77 milljónum í
150 milljónir. Mynd rEUtErS
Ósammála Kamiar Alaei segist hafa áhyggjur af mæðradauða og ótímabærum fæðingum
verði breytingarnar að veruleika.
F
orstjóri og stofnandi vinsæl-
ustu samfélagsmiðlasíðu Rúss-
lands hefur verið hrakinn á brott
úr fyrirtækinu og er síðunni nú
stjórnað af bandamönnum Vladimírs
Pútíns, forseta Rússlands. Samfélags-
miðillinn VKontakte hefur gjarnan
verið kallaður „rússneska facebookið“
og er næstvinsælasti samfélagsmiðill-
inn í Evrópu á eftir Facebook.
„Í rússnesku samhengi var eitthvað
þessu líkt óhjákvæmilegt, en ég er
ánægður að við entumst í sjö og hálft
ár,“ segir Pavel Durov, fráfarandi for-
stjóri.
Stjórnvöld í Rússlandi hafa mikla
stjórn á sjónvarpi og prentmiðlum en
tjáningarfrelsi hefur hingað til ver-
ið meira á netinu. Það virðist nú vera
að breytast en eftir mótmælaherferðir
gegn Pútín árið 2011 hefur aðhald ver-
ið hert. Durov var þá beðinn af rúss-
neskum stjórnvöldum um að loka síð-
um á samfélagsmiðlinum sem væri
stjórnað af aðgerðasinnum. Hann
varð ekki við þeirri beiðni.
Eftir margra ára baráttu og póli-
tísk átök hefur Durov gefist upp á að
berjast fyrir frelsi notenda og vernd
persónuupplýsinga. Hann hefur selt
sinn síðasta hlut í rússneska samfé-
lagsmiðlinum.
Ríkasti maður Rússlands, Alisher
Usmanov, hefur nú völdin í fyrirtæk-
inu en hann er náinn bandamaður
Rússlandsforseta. Talið er að fyrirtæk-
ið verði nú ekki eins sjálfstætt, en árið
2011 rak óligarkinn Usmanov tvo yfir-
menn af dagblaði í sinni eigu fyrir að
birta myndir sem sagðar voru gegn
Pútín Rússlandsforseta. n
salka@dv.is
Tekur yfir samfélagsmiðla
Aðhald með netinu eykst í Rússlandi
Sjö ára alelda
úti á götu
Skoskur drengur látinn eftir að
hafa leikið sér með bensín
Sjö ára drengur sem fannst illa
brenndur á götum Aberdeen-
borgar í Skotlandi á föstudag er
látinn af völdum áverka sinna.
Preston Flores hljóp „alelda“
út á götu eftir að föt hans voru
þakin bensíni sem kviknaði í, en
lögreglan segir ekki neitt benda
til þess að einhver hafi viljandi
kveikt í honum.
„Hann var fjölskyldu sinni
allt. Hans verður sárt saknað
og hann verður ætíð elskað-
ur. Preston var sérstakur ungur
drengur og missirinn hefur rifið
fjölskyldu okkar í sundur,“ sagði
fjölskylda hans í yfirlýsingu.
Skelfingu lostnir sjónarvott-
ar lýstu því hvernig hann hljóp
alelda út á götu, en vegfarend-
ur reyndu að hjálpa með því að
hella vatni yfir hann.
Preston hafði verið að leik
með tveimur öðrum börnum,
en að sögn íbúa á svæðinu virt-
ist sem börnin væru að leita að
einhverju stuttu áður en harm-
leikurinn varð. „Ég sá eitt þeirra
með ílát, eins konar vatns-
brúsa,“ segir íbúinn við Daily
Mail. Nokkrum mínútum síðar
var drengurinn alelda.
„Brjálæðisleg
og rándýr“
Ítölsk yfirvöld komu þúsund
flóttamönnum til bjargar á
tveimur sólarhringum. Stjórn-
málamenn gagnrýna harð-
lega þann kostnað sem hlýst
af björgunaraðgerðunum, en
daglega er flóttafólki bjargað
úr sjónum við strendur Ítal-
íu. Mánaðarlegur kostnaður
af slíkum björgunaraðgerðum
eru níu milljónir evra, en um
er að ræða ítalskt björgunar-
átak, sem miðar að því að koma
sem flestum til bjargar sem
koma að ströndum Ítalíu og
forða þannig slysum. Hægri-
menn á Ítalíu segja kostnaðinn
ekki forsvaranlegan og segja að
björgunin sé bæði „brjálæðisleg
og rándýr“. Áður var algengt
að flóttafólk drukknaði þegar
það reyndi að komast á land,
en með björgunaraðgerðun-
um hefur verið hægt að bjarga
fjölmörgum einstaklingum sem
svo sækja um ríkisborgararétt
eða dvalarleyfi í Evrópu. Pavel durov Hrakinn frá völdum fyrir að hygla stjórnvöldum ekki nægilega.