Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Page 41

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Page 41
Helgarblað 23.–28. apríl 2014 Lífsstíll 41 S amkvæmt rannsóknum þarf að ganga 10.000 skref á dag, til að hafa áhrif að betri heilsu. Þetta kemur fram á vef doktor.is. Þetta hefst allt með einu skrefi, en þannig er hægt að byggja upp þrek, brenna hitaeiningum og hafa jákvæð áhrif á hjarta og æðakerfið. Göngur er hægt að stunda nán- ast hvar sem er og ætti því enginn afsökun að vera fyrir því að geta ekki stundað þær reglulega. Bara með því að leggja bifreiðinni í lengri fjarlægð frá ákvörðunar- stað en vanalega má byggja upp þol smátt og smátt. Ögraðu þér í hvert skipti sem þú ferðast í bifreið og leggðu aðeins lengra frá í næsta skipti. Allt þetta skiptir máli. Léttu þér lífið Einstaklingur gengur að meðaltali á milli 3000 til 4000 skref daglega. 1000 skref jafngilda um það bil 10 mínútna röskri göngu. Það er gott að fjárfesta í skrefamæli til þess að geta fylgst betur með hreyfingu sinni. Það kemur mörgum á óvart hversu mörg skref þeir ganga daglega þrátt fyrir að stunda ekki líkamsrækt eða göngur daglega. Þeir sem vilja létta sig þurfa að brenna um 600 hitaein- ingum umfram það sem borðað er á dag. 10.000 skref brenna að meðal- tali um 300–400 hitaeiningum. 600 fleiri hitaeiningum heldur en þeim sem borðaðar eru. Fyrsta skrefið Kyrrsetufólk sem hefur lítið sem ekkert hreyft sig í langan tíma ættu ekki að byrja á 10.000 skref- um á dag. Margt smátt gerir eitt stórt. Þeir sem glíma við heilsufars- vandamál ættu að ráðfæra sig við heimilislækni áður en breyting verður á hreyfingu og lífsstíl. Góðir skór eru nauðsynlegir fyrir göngur og ætti ekki að spara í þeim efnum, því jú fæturnir eru undirstaðan. Bakverki og fleiri óþægindi í liðum má forða með því að nota góða og vandaða gönguskó. Notaðu fríið Um helgar er tilvalið að nýta tím ann og hreyfa sig með fjöl- skyldunni. Farið í ratleik eða hjóla- túr með börnunum og síðan er gott að enda túrinn með stoppi á næsta kaffihúsi og fá sér heitt kakó til dæmis. Hver man ekki eftir par- ís, teygjó eða verpa eggjum? Bolti, krít og teygja er allt sem þarf til að búa til skemmtilega stund sem er holl og góð fyrir alla. Með því að hafa það fyrir reglu að hreyfa sig í klukkustund á dag má gera ráð fyr- ir að koma endurnærður úr því en ekki útbelgdur eftir kræsingar sem fylgja þessum tíma. n Einu skrefi nær að betri heilsu Íris Björk Jónsdóttir iris@dv.is n Hreyfðu þig með fjölskyldunni n Byggðu upp þrekið og brenndu hitaeiningum Gerðu eftirfarandi til að bæta skrefum inn í líf þitt: n Leggðu bílnum lengra frá eða gakktu lengri leiðina heim og úr vinnu. n Gakktu upp og niður stigana í stað þess að taka lyftuna. n Gakktu með börnunum í skólann eða leikskólann. n Farðu út í 10 mínútna röskan göngutúr í hádegishléinu annan hvern dag að minnta kosti. n Njóttu þess að fara í stutta göngu eftir kvölmat. Sumargjöfin fæst í Safnbúðinni Suðurgata 41 · 101 Reykjavík · sími 530 2200 · thjodminjasafn.is Opið alla daga vikunnar nema mánudaga kl. 11–17 Víkingaserkur 6.350 kr. Þórshamar–hálsmen 750 kr. Drykkjarhorn 3.250 kr. Hjálmur 3.495 kr. Skjöldur 3.990 kr. Teygjubyssa og tíu mjúkar kúlur 2.500 kr. Bogi og þrjár örvar 3.990 kr. Lásbogi og tvær örvar 5.500 kr. Hjálmur 3.995 kr. Atgeir 2.695 kr. Valkyrja, víkingur, ræningjadóttir eða ljónshjarta? Sverð 1.750 kr. Sverð í slíðri 2.995 kr. Fleiri stærðir af sverðum til. Víkingaserkur 6.500 kr. Sverð 2.750 kr. Skjöldur 2.500 kr. L íklega eru flestir komn- ir með nóg af ofáti eftir páskafríið og þrá ekkert heitar en að fá léttari mat. Nú er dag farið að lengja og tilvalið að taka aðeins til í mataræðinu. Hér er einföld og góð uppskrift að grænmetis- súpu sem fengin er af vef- síðunni hvaderimatinn. is. Grænmetissúpur eru einstaklega hentugar að því leytinu að það má gera alls kyns útgáfur af þeim. Hægt er að nota þessa uppskrift sem viðmið en skipta út grænmeti eða öðru hráefni eftir smekk. Innihald n ½ stk. blómkál (hrátt) n 3 stk. hvítlauksrif n 3 stk. grænmetiskraftur n 1000 ml vatn n 50 g tómatþykkni/tómatpúrra n 100 g niðursoðnir tómatar n 3 dl soðið pasta n 1 stk. hrár laukur n 8 stk. hráar kartöflur n 8 stk. soðnar gulrófur n 250 gr BRAUÐ, snittu (eftir smekk). Aðferð Mýkið laukinn upp úr olíu í pottinum. Bætið öllu grænmeti út í ásamt vatni og öllu öðru nema pastanu. Sjóðið í 20 mín. Bætið pastanu út í og sjóðið í 10 mín. í viðbót. Meðlæti: Brauð. Einföld og góð grænmetissúpa Léttur og góður matur eftir páskaeggjaátið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.