Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Page 64

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Page 64
Helgarblað 23.–28. apríl 2014 31. tölublað 104. árgangur Leiðbeinandi verð 659 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Hamborgara- deila í Hafnar firði! Willum aftur á völlinn n Willum Þór Þórsson, þing­ maður Framsóknarflokks­ ins, situr langt því frá auðum höndum. Eins og flestum fót­ boltaáhugamönnum er kunn­ ugt átti Willum flottan feril sem knattspyrnuþjálfari áður en hann var kjörinn á þing síðastliðið vor. Nú er Willum snúinn aftur á völlinn en hann hefur verið ráð­ inn aðstoðarþjálfari Breiðabliks við hlið Guðmundar Benedikts- sonar íþrótta­ fréttamanns sem verð­ ur aðalþjálf­ ari karla­ liðsins. Það verður nóg að gera hjá Willum næstu mánuðina. Guðni Már opnar sýningu n Útvarpsmanninum Guðna Má Henningssyni er greinilega margt til lista lagt. Nú er þessi geðþekki útvarpsmaður að undirbúa opnun myndlistarsýn­ ingar þar sem verk eftir hann og eiginkonu hans, Mariu Henn- ingsson, verða sýnd. Um er að ræða fyrstu málverkasýningu þeirra hjóna en Maria, sem ber ættarnafnið Lebedeva, er fædd í Rússlandi. Sýn­ ingin verð­ ur opnuð 30. apríl og stendur til 27. maí í Bókasafni Hvera­ gerðis. „Vel í holdum eins og pabbi sinn“ n Útvarpsmaðurinn og íþrótta­ lýsirinn Ríkharð Óskar Guðna- son, eða Rikki G. eins og hann er gjarnan kallaður, eignaðist stúlku aðfaranótt laugardags. „Hún er með þykkt dökkt hár eins og pabbi sinn, hún er með kartöflunef eins og pabbi sinn, hún er vel í holdum eins og pabbi sinn eða 17 merk­ ur,“ sagði Ríkharð á Facebook­síðu sinni. Ríkharð hefur getið sér góðs orðs að undanförnu fyrir lýsingar sínar á leikj­ um í ensku og spænsku úrvals­ deildinni á Stöð 2 Sport. – Bólgueyðandi og verkjastillandi Íbúfen® 400 mg, 30 stk og 400 mg, 50 stk H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - A ct av is 3 1 1 1 2 0 Göngum frá verknum Notkunarsvið: Íbúfen inniheldur íbúprófen sem er bólgueyðandi, verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Íbúfen tilheyrir okki lya sem kölluð eru NSAID lyf (bólgueyðandi lyf sem ekki eru sterar). Íbúfen er notað við vægum til meðal miklum verkjum eins og höfuðverk, mígreni, tannpínu, tíðaverkjum og hita. Ekki má taka Íbúfen: Þeir sem hafa ofnæmi fyrir íbúprófeni, öðrum skyldum lyum eða einhverju hjálparefnanna. Þeir sem fengið hafa ofnæmisviðbrögð eins og astma, nefrennsli, útbrot með kláða eða ef varir, andlit, tunga eða háls hafa bólgnað upp eftir að hafa tekið íbúprófen eða skyld lyf. Þeir sem þjáðst hafa af sárum eða blæðingum í maga eða smáþörmum (skeifugörn) í tengslum við fyrri notkun bólgueyðandi verkjalya, þjást núna af sárum eða blæðingum í maga eða smáþörmum (skeifugörn) eða hafa áður þjáðst af slíku, tvisvar eða oftar, með alvarleg lifrar-, nýrna-, eða hjartavandamál (kransæðasjúkdómar meðtaldir), þeir sem þjást af umtalsverðum vökvaskorti (vegna uppkasta, niðurgangs eða of lítillar vökvaneyslu), eru með einhverjar blæðingar (blæðingar í heila meðtaldar), eru með sjúkdóm af óþekktum uppruna sem leiðir til óeðlilegrar myndunar blóðfrumna. Sérstök varnaðarorð: Þeir sem eru með rauða úlfa (SLE) eða aðra sjálfsnæmissjúkdóma, arfgengan sjúkdóm sem hefur áhrif á blóðrauða, hemoglóbín (purpuraveiki), langvarandi bólgusjúkdóma í þörmum eins og bólgur í ristli með sárum (sáraristilbólgu), bólgur í meltingarvegi (Crohn´s) eða aðra maga- eða þarmasjúkdóma, truanir á blóðfrumnamyndun, vandamál tengd blóðstorknun, ofnæmi, ofnæmiskvef, astma, langvarandi bólgur í nefslímhúð, kinnbeinaholum, kokeitlum eða langvarandi teppusjúkdóma í öndunarvegi, blóðrásarkvilla í slagæðum handleggja og fóta, lifrar-, nýrna- eða hjartavandamál eða háan blóðþrýsting, nýkomnir úr meiriháttar skurðaðgerð ættu ekki að nota lyð. Meðganga/brjóstagjöf: Íbúprófen má ekki taka á síðustu 3 mánuðum meðgöngu. Aðeins ætti að nota Íbúfen á fyrstu 6 mánuðum meðgöngu í samráði við lækni og ef það er algerlega nauðsynlegt. Íbúprófen getur gert konum erðara með að verða þungaðar. Þessi áhrif ganga til baka þegar hætt er að taka lyð. Íbúprófen berst í brjóstamjólk í litlum mæli og brjóstagjöf þarf yrleitt ekki að hætta meðan á skammtíma meðferð stendur. Ef lengri tíma meðferð er áætluð, ætti að meta hvort hætta eigi brjóstagjöf. Aukaverkanir: Svartar, tjörukenndar hægðir eða blóðlituð uppköst (sár í meltingarvegi með blæðingum), brjóstsviði, kviðverkir, meltingartruanir, truanir í meltingarfærum s.s. niðurgangur, ógleði, uppköst, vindgangur og harðlí, sáramyndun í meltingarvegi með eða án rofs, þarmabólga og versnandi bólga í ristli og meltingarvegi (Crohn´s) og pokamyndun í digurgirni (rof eða stlar), smásæjar blæðingar frá þörmum sem geta leitt til blóðleysis, sára og bólgu í munni, höfuðverkur, sya, svimi, sundl, þreyta, æsingur, svefnleysi og viðkvæmni. Skammtastærðir: Fullorðnir og unglingar eldri en 12 ára (≥ 40 kg): 200-400 mg sem einn skammtur eða 3-4 sinnum á dag með 4-6 klst. millibili. Hámarks dagsskamm- tur er 1200 mg. Börn 6-9 ára (20-29 kg): 200 mg, 1-3 sinnum á dag á 4-6 klst. fresti eftir þörfum. Hámarks skammtur er 600 mg á dag. Börn 10-12 ára (30-40 kg): 200 mg, 1-4 sinnum á dag á 4-6 klst. fresti eftir þörfum. Hámarks skammtur er 800 mg á dag. Sjá nánar í fylgiseðli. Börn 12 ára og yngri eiga ekki að nota Íbúfen nema í samráði við lækni. Lyð er ekki ætlað börnum yngri en 6 ára. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lynu. Október 2013. É g var bara rændur í hábjörtu dagsljósi,“ segir Óskar Bergmann Tómasson um viðskipti sín við Burger­inn í Hafnarfirði fyrir páska. „Ég fer þarna í hádeginu og er að kaupa hamborgara,“ segir hann. Hon­ um fannst borgararnir þó dýrir, á 3.900 krónur samtals en fengið þau svör að hamborgarinn sem hann pantaði væri 120 grömm og vel útilátinn. Heima kom í ljós að próteinborgar­ inn var illa eldaður, kartöflur voru kaldar og grand borgarinn lítill. „Og ég hringi alveg brjálaður og segi að ég vilji bara fá endurgreitt. Þá byrjar hann að vera með stæla við mig, maðurinn í símanum. Ég sagðist vera á leiðinni til þeirra aftur með matinn. Og hann skellir á mig,“ segir Óskar. Þar segist hann hafa lýst óánægju sinni og beðið um endurgreiðslu. „Þá kemur hinn afgreiðslumaðurinn sem afgreiddi mig fyrst og er bara með stæla og rífur í pokann og segir: „Má ég sjá þetta, stælar í þér og þvílíkur kjaft­ ur á þér.“ Óskar brást hinn versti við og sagði: „Heyrðu, fyrirgefðu, ég er ekki með neinn kjaft, þú ert með fullan sal af fólki hérna. Ertu virkilega að öskra svona á mig fyrir framan viðskiptavini þína?“ Óskar kveðst hafa verið rekinn út, án matar og endurgreiðslu. Örn Arnarson, vaktstjóri á Burger­ inn, lýsir viðskiptunum með öðrum hætti. „Ég hef aldrei fengið í hús svona dónalegan mann. Hann var með allt á hornum sér, ég náði engu sambandi við hann. Hann kom og henti í okkur bökkunum og svo sagði hann: „Endur­ greiddu mér.“ Ég sagði: „Út og láttu ekki sjá þig hérna aftur,“ segir Örn sem þó bauðst til að endurgreiða matinn. „Eftir að hann henti í mig bakkanum ákvað ég að endurgreiða honum ekki. Þetta er svo mikill dónaskapur. Þegar menn haga sér svona er aldrei hægt að nota að kúnninn hafi alltaf rétt fyr­ ir sér.“ n „Svo mikill dónaskapur“ Illdeilur um hamborgara á Burger-inn í Hafnarfirði Vonbrigði Hamborgarinn reyndist ekki vera eins og Óskar vildi. Örn segir dónaskap kúnnans hafa verið ólíðandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.