Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Blaðsíða 16
Helgarblað 20.–23. júní 201416 Fréttir
Jörðin gleypti þau
M
annshvörf á Ísland hafa
löngum vakið mikla
athygli. Það er nánast
mánaðarlegt að björg-
unarsveitir eru kallaðar
út til að leita að týndum eða jafn-
vel slösuðum Íslendingum og ferða-
mönnum sem hafa lent í hrakning-
um á ferðum sínum um íslenska
náttúru. „Það er ekkert eitt sem
sameinar alla þá sem við leitum að,
nema þá að þeirra er saknað,” segir
Sigurður Ólafur Sigurðsson marg-
reyndur leitarmaður hjá Lands-
björg.
Í umfjöllun DV eru rifjuð upp
minnisstæð mál sem hreyfðu við
fólki. Í öll skiptin tók gríðarlegur
fjöldi fólks þátt í að leita að fólkinu,
oftar en ekki við erfiðar aðstæður og
mikla tímapressu, enda skiptir hver
klukkutími máli ef finna á fólk á lífi.
Sumir finnast aldrei og sum-
ir koma í leitirnar mörgum árum
seinna. Álagið á aðstandendur er
gríðarlegt, enda bíða þeir milli vonar
og ótta eftir fréttum af fólkinu sínu.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður, segir
lítið gert fyrir aðstandendur og telur
að breyta þurfi lagaumhverfi til þess
að hlúa betur að þeim sem eftir sitja.
„Hvert tilfelli er ólíkt“
Það er svolítið misjafnt eftir eðli at-
viksins. Fyrst byrjar yfirleitt rann-
sóknarvinna hjá lögreglunni, það
er ein leiðin ef lítið er vitað eða ekki
vitað hvenær viðkomandi sást síð-
ast. Ef það er einhver sem tilkynn-
ir og það er klárlega einhver sem
saknar viðkomandi, þá fer af stað
samstarf lögreglu og svæðisstjórnar
björgunarsveita. Það getur verið að
það byrji líka á rannsóknarvinnu, til
að komast að því hvar viðkomandi
sást síðast og þar fram eftir götun-
um. Hvert tilfelli er ólíkt, stundum
eru leitarhópar kallaðir til strax ef
síðasti viðverustaður er þekktur.“
Þetta segir Sigurður Ólafur Sigurðs-
son, sem er margreyndur leitar-
maður og mjög vel að sér í leitar-
fræðum. Alls hefur hann setið fjölda
námskeiða sem fjalla um leit og
björgun, auk þess að hafa tekið þátt
í fjölda æfinga og ráðstefnum. Hann
er jafnframt verktaki hjá Landsbjörg
og heldur námskeið þar sem hann
kennir leitartækni.
Gera hlé en hætta ekki strax
„Það er ekkert eitt sem sameinar
alla þá sem við leitum að, nema þá
að þeirra er saknað. Reglan er sú að
leitað er á meðan að við teljum að
hægt sé að finna viðkomandi. Alltaf
eru til einhver tilfelli sem við get-
um ekki útskýrt og finnum ekkert.
Fræðin taka á þessu með þeim hætti
að það er hægt að reikna út og skil-
greina hversu vel hefur verið leit-
að. Hægt er að ná líkindunum upp
í ákveðnar tölur og þegar þeim hef-
ur verið náð þá hættum við. Svo er
annað sem við göngum út frá líka,
yfirleitt er leit ekki hætt formlega
fyrr en mörgum árum seinna en hlé
gert á leitinni. Við höfum lent í því
að vísbendingar komi fram mörg-
um árum seinna og þá er gerð frek-
ari leit,“ segir Sigurður.
Leituðu ekki á skipulögðu
svæði
Leitarsvæði eru skipu-
lögð með ákveðnum
hætti og í leitinni að
Charles Agli Hirt,
sem fjallað er um hér í
þessari úttekt, var leitarsvæði
skipulagt eins og ávallt er gert. Lík-
amsleifar Charles fundust á svæði
sem var skipulagt til leitar, en aldrei
var farið þangað á meðan leit stóð.
Sigurður segir að þetta megi út-
skýra. „Það hefur gríðarlega mikið
breyst á þessum 20 árum sem
hafa liðið frá því að þessi leit
var skipulögð. Ástæða getur
verið til að leita ekki á svæð-
um sem hafa verið skipu-
lögð. Oft er gríðarlega stórt
svæði skipulagt til að eiga svæði
til að grípa til ef á þarf að halda, en
það er ekki þar með sagt að búið
sé að ákveða að leita á þeim öll-
um. Það er töluverð vinna að skipu-
leggja svona svæði og oft er það
skipulagt lengra en menn ætla sér
að nota. Til er ákveðin aðferð til að
flokka svo svæðin eftir því hversu
líkleg þau eru. Í þessu tilfelli get-
ur vel verið að það hafi aldrei stað-
ið til að leita á þessu svæði, að vís-
bendingar hafi ekki gefið tilefni til
þess,“ segir Sigurður.
Týndir skilgreindir í flokka
Þeir sem týnast eru skilgreindir í
ákveðna flokka, sem eru rúmlega 40
talsins, og leitin miðast við í hvaða
flokki viðkomandi er. „Við skipu-
leggjum leitina miðað við þann sem
við erum að leita að. Í öðru lagi mið-
að við þann flokk sem viðkomandi
er settur í, sem geta verið fleiri en
einn. Að lokum þarf að taka tillit til
þess að viðkomandi þarf ekki endi-
lega að hegða sér eins og tölfræðin
segir til um. Flokkunin fer eftir því
hvað viðkomandi var að gera; var
þetta veiðimaður, Alzheimer-sjúk-
lingur, fór hann í berjatínslu, var
þetta göngumaður eða klifrari?
Munurinn liggur í því að menn fara
mislangt, eru misvel búnir og lík-
legir til að gera mismunandi hluti,“
segir Sigurður. Upplýsingar um fólk
sem finnst eru síðan notaðar til að
skilgreina flokkana enn betur og til
aðlaga tölfræði.
Leitin á Svínafellsjökli minnis-
stæð
Blaðamaður spyr hvort það sé ein-
hver ákveðin leit sem er honum
minnisstæðari en aðrar og Sigurð-
ur á erfitt með að nefna einhverja
eina. „Það eru þessar aðgerðir sem
taka marga daga í röð. Leitin að
Þjóðverjunum sem við leituðum
að í Skaftafelli er mjög minnisstæð.
Enn er ekki búið að finna mennina
og leitarsvæðið er mjög hættulegt og
erfitt yfir-
ferðar. Hún er
mjög minnisstæð en
kannski ekkert endi-
lega mikið meira en
einhverjar aðrar. Þessar
lengri aðgerðir, þegar mað-
ur fer að klóra sér meira
í kollinum en venjulega,
verða minn- is-
stæðar því
þær standa
lengur yfir,“
segir Sig-
urður, en
einnig er
fjallað um
Þjóðverjana
í þessari út- tekt um
mannshvörf.
Eru í þessu til að ná árangri
Björgunarsveitarmenn fórna lífi
og limum í leit að fólki, nánast í
hverjum mánuði, og þegar leit
stóð yfir að Þjóðverjunum tveim-
ur á Svínafellsjökli slasaðist einn
þeirra. Hann þurfti að fá flutning
á sjúkrahús með þyrlu og þetta er
bara eitt dæmi um þá hættu sem
þeir leggja sig í. Hvernig líður þeim
þegar leit ber ekki árangur? „Okk-
ur finnst það auðvitað mjög slæmt.
Við náttúrlega erum í þessu til að
ná árangri eins og aðrir sem taka
að sér einhver verkefni. Helst vilj-
um við auðvitað finna fólk lifandi
og við góða heilsu. Það er neikvætt,
að sjálfsögðu, að finna fólk látið en
allra verst er að finna fólk alls ekki.
Þá finnst okkur við ekki vera að ná
árangri, ekki að ná að gera það sem
við höfum þjálfað okkur og undir-
búið okkur fyrir,“ segir Þorsteinn
Þorkelsson, björgunarsveitarmaður
og sagnfræðingur.
„Maður sér fólk breytast“
Aðstandendur þeirra týndu taka oft
þátt í leitum og Þorsteinn segir að
samskiptin við þá séu yfirleitt góð
og skilningsrík. „Björgunarsveitar-
n Týndir eru skilgreindir eftir ákveðnum flokkum n Reikna út líkur á að fólk finnist n Formlegri leit ekki hætt fyrr en búið er að finna viðkomandi
menn fá í öllum tilvikum upplýs-
ingar frá aðstandendum um bún-
að, getu og reynslu hins týnda. Við
viljum helst vera í einhverjum bein-
um samskiptum til að fá upplýs-
ingar beint til okkar en auðvitað
er lögreglan sem sér helst um það,
sem stjórnandi leitarinnar,“ seg-
ir Þorsteinn. Hann segir að óvissan
sé það erfiðasta fyrir aðstandendur.
„Þetta tekur mjög á fólk. Maður sér
fólk breytast, það verður mjög niður-
brotið og þetta tekur rosalega á. Al-
mennt séð þá skilur fólk það mjög
vel þegar við hættum leit, við skýr-
um okkar ástæður fyrir því mjög vel.
Fólk vill í einhverjum tilvikum leita
sjálft, en yfirleitt skilur fólk þetta þó
því finnist það ömurlegt. Auðvitað
eru einhver dæmi um að fólk verði
okkur reitt, en hitt er almenna reglan
og annað er algjör undantekning,“
segir Þorsteinn.
Viktor gufaði upp
„Ef við tölum um aðgerðir þar sem
maður var alveg ráðþrota þá kem-
ur upp í hugann leitin að Nathan
Mendelson. Það hefur ekki fund-
ist haus né sporður af honum en
það er ákveðin ástæða fyrir því líka.
Það voru komin snjóalög til fjalla og
kannski verður hægt að kanna staði
þegar líður á sumarið sem ekki var
hægt að fara á síðasat haust,“ segir
Þorsteinn. Einnig kemur upp í hug-
ann leitin að Viktori Hansen. Hann
hreinlega gufaði upp og það var
maður sem var augljóslega á fjall-
lendi, fer á bíl og skilur hann eftir
og hvarf. Hann hefur ekki fundist í
Bláfjöllum og síðan hafa menn bara
verið með getgátur um hvað hafi
orðið af honum,“ segir Þorsteinn. n
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
Rögnvaldur Már Helgason
astasigrun@dv.is / rognvaldur@dv.is
„Það er ekkert eitt
sem sameinar
alla þá sem við leitum
að, nema þá að þeirra er
saknað.
Charles Egill Hirt
á Snæfellsnesi
Matthías Þórarinsson
við Esjuna (Kjalarnes)
Nathan Foley-
Mendelssohn
við Landmannalaugar
Ásta Stefánsdóttir
og Pino Becerra Bolaños
við Fljótshlíð
Leitað að Ástu „Hægt er að ná
líkindunum upp í ákveðnar tölur og þegar
þeim hefur verið náð þá hættum við.“