Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Blaðsíða 40
Helgarblað 20.–23. júní 201440 Skrýtið  Heróín-hóstasaft Hóstasaft sem innihélt heróín var þróað af Bayer Laboratories árið 1898 – ári áður en aspirín kom á markað. Það sem meira er, hóstasaftið var markaðssett sérstaklega fyrir börn. Heróín varð ekki lyfseðilsskylt í Bandaríkjunum fyrr en árið 1914 en framleiðsla þess var svo bönnuð tíu árum síðar, árið 1924. Fljótlega eftir að heróínið fór á markað fór að bera á fíklum og það leiddi síðar til bannsins. Til að gæta allrar sanngirni eru deyfilyf líkt og morfín og oxycodone enn notuð í læknisfræðilegum tilgangi, þótt tæknilega séu þau einungis notuð af þeim sem þjást af miklum verkjum. Heróín átti að bæta heilsuna n Ótrúlegar aðferðir fólks á fyrri tímum til að bæta heilsuna n Geislavirkir drykkir og bandormar Í aldanna rás hefur mannkynið reynt ýmislegt til að komast hjá veikindum og auka möguleika sína á löngu og heilbrigðu lífi. Fram- farir í læknavísindum á undan- förnum áratugum hafa gert það að verkum að í dag erum við betur með- vituð um hvað er heilsusamlegt og hvað ekki. Það sem áður þótti sjálf- sagður hlutur af þeirri viðleitni þyk- ir í dag hættulegt, beinlínis lífshættu- legt. Business Insider tók á dögunum saman nokkrar ótrúlegar staðreyndir um þetta og prísa vafalaust margir sig sæla að vera uppi í dag. n Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is  Heilsa Í dag lætur fólk sér nægja að stunda hreyfingu og innbyrða hollan mat til að halda góðri heilsu. Það hefur ekki alltaf verið þannig.  Bandormar gegn offitu Snemma á 20. öldinni byrjaði fólk að sýkja sjálft sig af gjörhreinsuðum bandormum til að missa líkamsþyngd. Hugmyndin var sú að þar sem bandormar eru sníkjudýr myndu þeir nærast á mat sem fólk lét ofan í sig. Því myndi það í raun deila hitaeiningunum sem það innbyrti með ormunum. Gallinn er sá að bandormar geta valdið talsverðum usla í fólki; valdið miklum og sárum kviðverkjum, höfuðverk, ógleði, niðurgangi og/eða harðlífi. Þó að afar fáar heimildir séu til um að þetta hafi verið útbreitt eru til gögn, að sögn Business Insider, sem renna stoðum undir það að þetta hafi verið stundað í einhverjum mæli að minnsta kosti.  Tóbakstannkrem Tóbak var lengi talið allra meina bót. Heimildir eru til um það að á 16. öld hafi það verið reykt til yndisauka en einnig til heilsubótar. Þannig hafi það gagnast gegn höfuðverkjum, kvefi og þreytu. Þá eru einnig til heimildir um að það hafi verið notað sem deyfilyf. Á Indlandi var tóbak talið sérstaklega gott fyrir tennurnar og var meðal annars þróað sérstakt tóbakstannkrem sem síðar var að vísu bannað.  Geislavirkir drykkir Snemma á 20. öldinni taldi fólk að gott væri að komast í snertingu við geislavirk efni. Þannig voru til dæmis seldir geislavirkir eyrnalokkar og geislavirk teppi sem áttu að létta gigtveikum einstaklingum lífið. Geislavirkar snyrtivörur voru einnig seldar en þær áttu að berjast gegn öldrun. Geislavirkt vatn naut hins vegar mestra vinsælda og átti það að hafa ýmis bætandi áhrif á heilsuna. Iðnjöfurinn Eben Byers, sem þótti frábær golfari á sínum tíma, sagðist drekka þrjú glös af geislavirku vatni, Radithor, á degi hverjum. Það er skemmst frá því að segja að Byers lést árið 1932, 51 árs að aldri. Banamein hans var krabbamein.  Kvikasilfur gegn kynsjúkdómum Á 16. öld var kvikasilfur talið gagnast í baráttunni gegn sárasótt og var sjúklingum ráðlagt að nudda því á sýkt svæði. Þegar sú meðferð virtist einfaldlega gera sýkinguna verri voru sjúklingar settir í gufubað og látnir anda að sér efninu. Þetta var talið virka og sagði til að mynda læknir að nafni John Hunter að hann hefði læknað sig af sárasótt með fyrrgreindri meðferð. Engin staðfesting er þó til á því að þetta hafi virkað. Ef sjúkdómurinn er ekki meðhöndlaður leggst hann í dvala og líklegt má telja að það hafi gerst hjá Hunter. Þess má geta að þessi sami læknir lést úr hjartaáfalli árið 1793 eftir að hafa rifist heiftarlega við samstarfsmann sinn á St. George-sjúkrahúsinu í Skotlandi.  Blóðtaka Að láta taka úr sér blóð var læknismeðferð sem notuð var í þúsundir ára og var talið að hún væri allra meina bót. Þeir sem þjáðust af lungnabólgu, bakverkum, gigt, höfuðverkjum og þunglyndi nýttu sér þessa meðferð með misjöfnum árangri þó. Talið er að meðferðin hafi átt uppruna sinn að rekja til Egyptalands hins forna og var hún notuð þar til snemma á 20. öldinni. Upphaflega var talið að illir andar í mannslíkamanum orsökuðu sjúkdóma, en hægt væri að losna við þá með blóðtöku. Síðar var talið að blóðtaka gagnaðist þeim sem þjáðust af of háum blóðþrýstingi.  Snákaolía „Þetta er bara snáka- olía“ er stundum sagt um vörur sem eiga að búa yfir ótrúlegum eiginleikum, en þegar á hólminn er komið er ekki um neitt annað en svik að ræða. Snákaolía var meðal sem unnið var úr kínverskum vatnasnákum. Þessi tiltekna olía var talin góð – og er raunar enn þann dag í dag talin góð – gegn ýmsum kvillum. Þegar þúsundir kínverskra farandverkamanna fóru til Bandaríkjanna til að leggja járnbrautarteina töldu einhverjir að hægt væri að græða á hugmyndinni þar. Svikarar hófu sölu á snákaolíu úr skröltormum sem hafði ekki sömu verkun og kínverska snákaolían og gagnaðist raunar engum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.