Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Blaðsíða 42
Helgarblað 20.–23. júní 201442 Lífsstíll Ferskur blær á fjölmiðlamarkaði Hópur ungs fólks gefur út nýtt vefrit með áherslu á fólk V ið teljum okkur vera ferskur blær í fjölmiðlafárinu,“ segir Birna Ketilsdóttir Schram, rit- stjóri nýs vefmiðils að nafninu Blær. Þegar blaðamaður náði tali á Birnu var fyrsta útgáfa ritsins nýkom- in út en ritið kemur út annan hvern miðvikudag. „Aðallega erum við að tala um fólk. Útgangspunkturinn er alltaf fólk,“ segir Birna um efnistök ritsins. „Við erum líka að leggja áherslu á nýja kynslóð, þar sem hún hefur kannski ekki mikið verið í brennidepli. Við erum að fjalla um alls konar fólk sem er að gera allt milli himins og jarðar.“ Hópur ungs fólks stendur að vefritinu en þau hafa unnið að útgáf- unni síðan í byrjun árs. „Pælingin er að reyna að brúa bilið á milli vefrits og tímarits,“ segir Birna en ritið er ekki gefið út á pappír. Þau telja vefútgáfu nútímalegri aðferð. „Svo er það líka í takt við tímann. Það er allt að færa sig yfir á netið þannig að okkur fannst það mjög góð leið.“ „Það sem við erum að gera nýtt er líka það að við leggjum mikla áherslu á framsetningu og upplifun notenda.“ Blær leggur áherslu á gagnvirkni og reynir ritið ávallt að vera lifandi. Til þess eru m.a. notaðar hreyfimyndir, myndbönd og ljósmyndir sem leið- ir fólk áfram. „Við erum að nýta okk- ur netið til að gera þetta meira lifandi og nær okkur. Uppsetning og útlitið skiptir okkur rosalega miklu máli. Okkur finnst vanta meiri athygli á þessa hluti.“ Birna er bjartsýn á framtíð vefrits- ins. „Það er verið að tala um nýja og skemmtilega hluti. Þetta er svolítið nýtt, eitthvað sem enginn hefur séð áður. Við viljum halda okkur þannig og vera alltaf í stöðugri þróun.“ n salka@dv.is Starfsmenn Blæs Birna Ketilsdóttir Schram, Björk Brynjarsdóttir, Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir, Ragnhildur Ásta Valsdóttir, Júlía Runólfsdóttir og Hugi Hlynsson. Þ að sem Lindsay Kujawa, móðir frá Kaliforníu í Bandaríkjunum, hélt að yrði ósköp venjuleg- ur laugardagur í sólinni breyttist í martröð þegar sonur hennar var næstum drukknaður – og var nálægt því að deyja eftir á þótt allt virtist í lagi. Frændfólk hafði boðið fjöl- skyldu Lindsay í afmæli og vegna góðs veðurs var samkvæmið haldið í garðinum. Börnin nutu sín í sundlauginni sem var í garðinum á meðan að foreldrarnir spókuðu sig um á sundlaugarbakkanum í góða veðrinu. Sonur Lindsay, Ronin, var þó ekki í sundlauginni heldur sat við bakkann og gat móðir hans fylgst grannt með honum. Skyndi- lega var Robin þó horfinn. „Ég sneri mér einungis við í fimm sekúndur í mesta lagi,“ sagði Lindsay og hana greip ofsahræðsla. Hún fann hann þó fljótlega í einum enda sund- laugarinnar þar sem hann barð- ist fyrir lífi sínu og var við það að drukkna. „Ég togaði hann upp úr eins fljótt og ég gat,“ segir Lindsay en allt atvikið stóð ekki yfir nema í um 20 sekúndur að hennar sögn. Barnið virtist hafa sloppið fyrir horn. Hann leit út fyrir að vera heill á húfi og í þokkalegu ásigkomulagi þegar hann hafði róað sig niður, fyrir utan þó nokkra þreytu. Virtist óskaddaður Mæðginin yfirgáfu afmælið stuttu seinna en þegar heim var komið fór hegðun Robin að verða óvenju- leg ofan á þreytuna. Hann hóstaði mikið og kipptist til. Til öryggis hr- ingdi Lindsay í barnalækninn sinn og eftir að hafa lýst einkennunum fyrir lækninum var henni sagt að fara með barnið á bráðamóttöku hið snarasta. Hann gæti verið að upplifa eftirköst og einkenni svo- kallaðrar annars stigs drukknunar. „Hjúkrunarfræðingarnir á bráðamóttökunni tóku okkur strax til meðferðar og innan örfárra augnablika var læknir kominn,“ segir Lindsay um atburðarásina þegar á bráðamóttökuna var kom- ið. „Þeir mældu hitann í Ronin og hann var 39 gráður. Það þótti mér mjög furðulegt, því hann hafði ekki verið með hita yfir daginnn.“ Læknarnir flýttu Ronin í ým- iss konar röntgenmyndatökur og blóðprufur en þegar leið á var Ron- in mjög dofinn og hættur að sýna viðbrögð. Barnið var síðan flutt í skyndi á barnaspítala til þess að fá meðhöndlun frekari sérfræðinga en í sjúkrabílnum hóf súrefnisstig barnsins að lækka. Frá bráðamóttöku á barnaspítala Lindsay var agndofa meðan á öllu þessu stóð. Eftir meðhöndlun sér- fræðinganna á barnaspítalanum beið hún við hlið hans í von um að hann myndi vakna. „Læknirinn sagði mér að afleiðingar þess að drukkna næstum er algengara en fólk heldur. Oft bregðast foreldr- ar vitlaust við og leyfa börnun- um að fara að sofa, með þeim af- leiðingum að þau vakna stundum ekki aftur,“ sagði Lindsay en á með- an Ronin lá inni á spítalanum voru tveir aðrir litlir strákar í bráðainn- lögn vegna sömu einkenna annars stigs drukknunar. Ronin lifði þetta atvik af en móðir hans hefur komið fram og vakið athygli á þessu vegna þess hve lítil umræða er um annars stigs drukknun. „Fyrir laugardaginn hafði ég aldrei heyrt um annars stigs drukknun. Ef ég hefði þekkt til þess hefði ég gert hlutina öðruvísi. Ég hefði farið með hann á spítal- ann um leið og ég hefði séð að ekki væri allt með felldu.“ Lindsay vill að saga Ronin verði öðrum víti til varnaðar. Það er ekki úr vegi í ljósi sumartímans og sundlaugaferðanna sem oft fylgja þeim árstíma. Önnur tilvik Rannsóknir sýna fram á að fimm prósent þeirra sem komast ná- lægt því að drukkna upplifa ein- kenni annars stigs drukknunar og eru í hættu. Hægt er að bjarga fórn- arlömbum ef gripið er nægilega snemma inn í, en vegna þess hve erfitt er að bera kennsl á annars stigs drukknun eiga dauðsföll sér öðru hverju stað. Árið 2008 dó tíu ára strákur í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum í rúmi sínu klukkutíma eftir að hann hafði farið í sund í fyrsta skiptið. Það getur því verið stórhættulegt að vanmeta hættuna á annars stigs drukknun. n Drukknun barna möguleg í svefni n Ronin var í lífshættu þótt hann drukknaði ekki undir eins Salka Margrét Sigurðardóttir salka@dv.is Hvað er annars stigs drukknun? Annars stigs drukknun á sér stað þegar einstaklingur hefur komist nálægt því að drukkna, en deyr ekki samstundis. Afar erfitt er að bera kennsl á einkenni annars stigs drukknunar í fyrstu vegna þess að fórnarlambið virðist óskaddað fyrst þegar er komið upp úr vatninu. í sumum tilvikum gerist það hins vegar að nægilegt sundlaugar- eða saltvatn hef- ur komist ofan í lungun til þess að valda lækkun á súrefnisstigi í líkamanum eða skaða vegna aukaefna. Þetta getur leitt til þess að viðkomandi deyr allt að tveimur sólarhringum seinna. Ronin og Lindsay Lindsay segir sögu Ronin í von um vitundarvakningu gagnvart annars stigs drukknun. Ronin Einungis nokkura ára gamall í lífshættu „Læknirinn sagði mér að afleiðingar þess að drukkna næstum því er algengara en fólk heldur Fjölþjóðlegt á Klambratúni Sé fólk að leita sér að skemmti- legri hreyfingu er tilvalið að skella sér í körfubolta á Klambratúni. Á blíðviðrisdögum er undan- tekningarlaust allt iðandi af lífi á vellinum og allir fá að vera með. Þangað kemur fólk á öllum aldri og úr öllum áttum. Sérs- taka athygli vekur hve fjölþjóð- leg stemning myndast gjarnan á þessum stað og þar keppir fólk af alls konar þjóðernum gegn hvert öðru. Á Klambratúni má einnig finna prýðisgóðan strandblakvöll sem spilað er á allan liðlangan daginn. Þá er vinsælt að spila frisbígolf á Klambratúni. Það er tilgangs- laust að nota klósettábreiðu Rasskinnar koma í veg fyrir smitsjúkdóma – ekki pappír Mörgum er í nöp við almenn- ingsklósett og hafa brugðið á það ráð að setja einnota papp- írssetu yfir klósettsetuna, eða dreifa klósettpappír á hana, til þess að forðast beina snertingu og möguleika á að smitast af sjúkdómum. Rannsóknir sýna hins vegar að þetta sé tilgangs- laust og komi ekki í veg fyrir að fólk smitist af kynsjúkdómum eða öðru slíku. „Það er vegna þess að klósett geta almennt ekki verið smitberi slíkra sjúk- dóma, þú munt ekki smit- ast af neinu,“ segir dr. William Schnaffner sjúkdómasér- fræðingur. Líkaminn býr sjálfur til eigin varnarvegg til að koma í veg fyr- ir smit en það eru rasskinnarn- ar sem gegna þessu hlutverki á viðkomandi líkamssvæði. Rasskinnar eru til þess gerðar að koma í veg fyrir að sjúkdómar geti borist á viðkvæmari svæði, rasskinnarnar eru því eins kon- ar hindrun sem verndar þig frá smitsjúkdómum. Rannsóknir hafa þannig sýnt að klósett eru ekki dreifingar- aðili maga- og kynsjúkdóma eins og gjarnan var haldið fram á árum áður. Það að klæða kló- settsetuna með pappír ber því engan árangur, annan en þann að slá á klígju okkar gagnvart al- menningsklósettum. Skilvirkari lausn til þess að koma í veg fyrir sjúkdóma er að þvo sér alltaf um hendurnar eftir klósettferðir en það getur minnkað líkurnar á smitsjúk- dómum um allt að 50 prósent.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.