Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Blaðsíða 52
Helgarblað 20.–23. júní 201452 Menning Á að laga eitthvað sem ekki er bilað? U ndanfarið hafa áhorfendur lært að varast framhaldsmyndir og endurgerðir enda eru þær yf- irleitt hreinlega lélegar tilraun- ir til þess að græða meira á tryggum áhorfendum. Hvað þá með framhalds- mynd af endurgerð? 21 Jump Street hannaði ákveðna formúlu fyrir tvemur árum og tókst að slá í gegn með því að endurræsa gamla sjónvarpsþáttaröð í gjörbreyttum búning. Með því að taka þekktan grunn, fullorðið fólk sem þyk- ist vera í gagnfræðaskóla, og bæta við spennu og húmor varð til fínasta af- þreying. Fyrst að það virkaði einu sinni var ákveðið að leggja í sömu mynd aft- ur, með smávægilegum breytingum. 22 Jump Street endurtekur forvera sinn í þeirri von að fólk vilji í raun og veru bara horfa á það sama aftur. Þessi opinskáa endurtekning er það sem framhaldsmyndir ganga út á en 22 Jump Street er frábrugðin öðr- um að því leyti að hún er algjörlega meðvituð um það hvað hún er. Áhorf- endur eru reglulega minntir á það að hér sé á ferð framhaldsmynd og að hún eigi að vera eins og sú fyrsta. Leikararnir strjúka fjórða veggnum en brjóta hann þó aldrei og í hvert sinn sem samtölin verða eilítið „meta“ er eins og verið sé að blikka áhorfend- ur. Tilfinningin sem stemmir af því að skilja marglaga brandara myndarinn- ar er mjög ánægjuleg og líður áhorf- endum eins og þeir hafi unnið afrek og skilið ákveðinn einkahúmor. Jonah Hill og Channing Tatum virka vel sem lögreglutvíeyki og er samspil þeirra eitt og sér óborganlegt. Saga félaganna reikar á milli gáska og kærleiksríkra tengsla sem eru grát- brosleg í einlægni sinni. Þeir dansa á hómóerótískri húmorslínu án þess þó að gera grín að samkynhneigð sem slíkri. Á þeim nótum er samtímis gert grín að hómófóbískum athugasemd- um fyrri myndar og tekist á við hefð- bundin kynhlutverk í hasarmyndum af hnyttni. Taktur myndarinnar er ör og reynt er að halda á lofti hasar og gríni. Það gengur nokkuð vel upp en á tímabili missir myndin aðeins dampinn. Það stafar hugsanlega af til- raunamennskuni sem fólgin er í því að stokka upp í hefðinni í kringum hasargrínmyndir. 22 Jump Street er á heildina litið sönn framhaldsmynd með ágætis húmor og ágætan takt sem bjargar sér fyrir horn með því að vera sjálfsmeðvituð og blikka áhorf- endur reglulega. Myndinni tekst því að gera það sem öðrum framhalds- myndum mistekst og mætti jafnvel halda áfram í lengri kvikmyndaröð. n 22 Jump Street Jonah Hill og Channing Tatum ná vel saman í myndinni sem og þeirri fyrri. Sigríður Regína Sigurþórsdóttir Kvikmynd 22 Jump Street IMDb 8,1 RottenTomatoes 84% Metacritic 71 Leikstjórn: Phil Lort og Christopher Miller Aðalhlutverk: Jonah Hill og Channing Tatum Handrit: Michael Bacal, Oren Uziel og Rodney Rothman 112 mínútur Lára svefngengill Tónlistarkonan Lára Rúnars hef- ur sent frá sér lagið Svefngeng- ill. Landsmenn kannast með- al annars við Láru sem eina af áhöfn Húna II sem sigldi hringinn í kringum landið síðasta sum- ar. Svefngengill er fyrsta lagið af væntanlegri breiðskífu Láru Rúnars sem kemur út í haust. Platan er tekin upp í samstarfi við Stefán Örn Gunnlaugsson sem einnig gefur út undir nafn- inu Íkorni. Hljómsveit Láru skipa sem áður Arnar Þór Gíslason á trommur, Birkir Rafn Gíslason á gítar, Guðni Finnsson á bassa og Þorbjörn Sigurðsson á hljómborð. Auk þess spilar Rósa Guðrún Sveinsdóttir á blásturshljóðfæri og KÍTÓN-kórinn þenur raddböndin. Lára gaf út plötuna Moment árið 2012 bæði hér heima og í Banda- ríkjunum. Hægt er að hlusta á lagið á vefnum soundcloud.com undir „lararunars“. Salt í Cannes Auglýsingastofan Jónsson & Le’macks er tilnefnd til Cannes- verðlauna í hönnunarflokki fyr- ir umbúðir sem stofan hannaði fyrir Norðursalt. Hátíðin, Cannes Lions, er ein þekktasta auglýs- ingahátíð heims. Um 40 þúsund mismunandi aðilar og fyrirtæki sóttu um þátttöku að þessu sinni. Umbúðirnar sem um ræðir hafa áður unnið til verðlauna, svo sem í FIT-keppninni og á Lúðrinum. Hönnuðir umbúðanna eru Al- bert Muñoz, Sigurður Oddsson og Þorleifur Gunnar Gíslason hjá Jónsson & Le’macks, í sam- starfi við Jón Helga Hólmgeirs- son vöruhönnuð og teiknarann Mark Summers. Norðursalt kom á markað í október 2013 en utan Íslands er Norðursalt nú fáanlegt í verslunum í Berlín og er frekari sókn hafin á markaði í Þýska- landi, á Norðurlöndum, Ítalíu, í Japan og Bandaríkjunum. Byrjaður á næstu óperu É g get ekki sagt að ég hafi gert ráð fyrir því nokkru sinni að vinna til verðlauna á há- tíð sviðslista,“ segir Gunnar Þórðarson tónskáld en hann hlaut tvenn verðlaun á Grímuhá- tíðinni 16. júní. „Auðvitað er mað- ur hæstánægður með þetta. Það er alltaf ánægjulegt að fá viðurkenn- ingu sem þessa frá kollegum sín- um. Annars kom þetta skemmti- lega á óvart þar sem ég vissi ekki að óperan félli undir Grímuverðlaun- in. En þau ná í dag til allra sviðslista. Þannig að þetta kom skemmtilega á óvart.“ Gunnar hlaut verðlaun fyrir tón- list sína í óperunni Ragnheiði auk þess sem sýningin var valin sýn- ing ársins en Gunnar samdi verk- ið ásamt Friðriki Erlingssyni. „Það var sérstaklega ánægjulegt að Ragn- heiður hafi fengið verðlaun sem sýning ársins. Það var eiginlega skemmtilegra vegna allra þeirra sem tóku þátt í henni. Það voru svo margir sem lögðu sitt á vogarskál- arnar þannig að allir sem komu að þessu áttu þátt í þeim verðlaunum.“ Gunnar og Friðrik sitja ekki auð- um höndum þessa dagana því þeir eru þegar farnir að huga að frekara samstarfi. Ný frumsamin ópera er í farvatninu. Löng skref „Við Friðrik erum að leita að efni í aðra óperu,“ segir Gunnar. „Við lærðum svo mikið af Ragnheiði. Þannig að við erum að lesa okkur til þessa dagana og erum að leita að góðum efnivið til að vinna með.“ Gunnar treystir sér ekki til þess að gefa út hvenær nýtt verk eftir þá fé- laga muni líta dagsins ljós. „Þetta eru löng skref. Vinnan við verk sem þetta. Þetta tekur nokkur ár. Ef ég ætti að skjóta á eitthvað myndi ég segja þrjú ár kannski.“ Gunnar segir að fyrir fáeinum árum hafi hann ekki getað séð sjálf- an sig fyrir sér í óperuskrifum. „Ég var hreinlega ekki viss um að ég gæti klárað þetta. En ég gerði þetta til þess að ögra mér. Þetta var persónu- leg áskorun.“ Eins og smurð vél Gunnar segir að þrátt fyrir að ferlið hafi verið strembið hafi það gengið eins og vel smurð vél. „Allur þessi tími með Ragnheiði, bæði að semja verkið og uppsetningin gekk alveg ótrúlega vel. Það voru bara engin vandræði neins staðar. Þetta gekk upp á öllum póstum. Við höld- um að Ragnheiður hafi verið þarna með okkur,“ segir Gunnar léttur en verkið er byggt á sögunni um Ragn- heiði Brynjólfsdóttur, biskupsdóttur í Skálholti á 17. öld. Hún átti í ást- arsambandi við lærimeistara sinn, Daða Halldórsson, en faðir henn- ar, Brynjólfur biskup Sveinsson, for- dæmdi sambandið. Óperan Ragnheiður hefur ekki sungið sitt síðasta því hún verður sýnd á ný milli jóla og nýárs. „Síðan er stefnan að kynna verkið erlendis. Það verður örugglega þungur róður. En það gerir það enginn fyrir okkur.“ Auk þess að hljóta verðlaun fyr- ir tónlist og sem sýning ársins á Grímuverðlaununum var Elmar Gilbertsson valinn söngvari ársins en hann fer með hlutverk Daða Halldórssonar biskupssveins og ást- manns Ragnheiðar. Borgarlistarmaður Reykjavíkur Gunnar hefur ekki einungis hlot- ið viðurkenningar vegna sviðslista undanfarið því á þjóðhátíðardaginn var hann útnefndur borgarlistamað- ur Reykjavíkur árið 2014. Það var Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem útnefndi Gunnar en Einar Örn Benediktsson, fráfarandi formaður menningar- og ferðamálaráðs, gerði grein fyrir vali ráðsins í Höfða. Aðspurður segir Gunnar enga sérstaka dagskrá vera fyrir höndum í tengslum við útnefninguna. „Ég spurði sérstaklega að því. Hvort það n Gunnar Þórðarson hlaut tvenn Grímuverðlaun n Borgarlistamaður Reykjavíkur 2014 Ásgeir Jónsson asgeir@dv.is „Þetta eru löng skref. Vinnan við verk sem þetta Ragnheiður Í örmum Daða. Verkið verður sýnt að nýju milli jóla og nýárs en til stendur að kynna það utan landsteinanna. MynD GíSLI EGILL HRAfnSSon Gunnar Þórðarson Hlaut tvenn Grímu- verðlaun 16.júní og var valið Borgarlistamaður Reykjavíkur 17.júní. MynD SIGTRyGGuR ARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.