Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Blaðsíða 29
Umræða 29Helgarblað 20.–23. júní 2014 Fóturinn fór líka illa Þetta er löðrungurÞetta er vendipunktur Ámundi Grétar Jónsson fékk 19 kílóvolt í sig. - DV Árni Þór Sigurðsson segir hvalveiðar skemma fyrir Íslendingum. - DV Össur Skarphéðinsson um þá staðreynd að Íslandi var ekki boðið á hafráðstefnu. - DV Myndin Í hrauninu Þessir ferðamenn í hrauninu í Vestmannaeyjum birtust skyndilega, eins og álfar, en voru svo horfnir sjónum jafn harðan. DV SiGtryGGur Ari Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni „Stórfurðuleg „hátíðarræða“. Virðist aðallega vera vörn fyrir margumræddan Frímann frekar en nokkuð annað. Hvað er þetta með Grindvíkinga!?? Er Frímann aðalmaðurinn í bænum??! Maður, sem verja þarf með kjafti og klóm hvað svo sem hann gerir!!??“ Jón Kristjánsson tjáði sig um frétt um hátíðarræðu formanns bæjarráðs í Grindavík. „Að DV skuli samt vera eini fréttamiðillinn sem er það heiðarlegur að fjalla feimnislaust um hvað sem er segir allt sem segja þarf um spillinguna á hinum fjölmiðlunum.“ Hálfdán ingólfsson hefur eitt og annað við DV að athuga en er ánægður með fréttir af lekamálinu svokallaða. „Ekki þarf að velta lengi vöngum yfir því hvar þetta óþverramál væri statt í dag ef þeir Jóhann Páll Jóhannsson og Jón Bjarki Magnússon, blaðamenn DV, hefðu ekki fjallað um það frá upphafi með jafn afgerandi hætti og raun ber vitni. Það hefði lognast út af á fáeinum dögum. Minni á að þeir fengu blaðamannaverðlaun fyrir umfjöllun sína um hælisleitendur og þar með þetta lekamál.“ Guðrún Konný Pálmadóttir um fréttaflutning af lekamálinu. „Senda þá alla á sjó, á sitt hvort skipið og láta þá vinna fyrir skemmdunum. Ef það verður afgangur af laununum láta þá renna til góðgerða mála. Svona drengi vantar að láta reyna á sig og virkilega finna að sjómennska er ekkert grín.“ þar með þetta lekamál.“ Marta Sævarsdóttir vildi kenna ungum drengjum sem skemmdu búnað um borð í Sæbjörgu lexíu. „Mér verður alltaf hálf flökurt þegar ég les viðtöl við öfgatrúarmenn, sama hvaða skipulögðu þvingunarsamtökum/ trúarbrögðum þeir tilheyra.“ Haraldur Dean Nelson er ekki hrifinn af málflutningi Salmann Tamimi, hjá Félagi múslima. 27 16 28 30 13 ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Kjallari Úlfur í sænskri gæru N okkur umræða fer nú fram í samfélaginu um að fast- eignabóla sé í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu. Verð á fasteignum hefur rokið upp aftur eftir að hafa lækkað mikið í kjöl- far hrunsins 2008. Á sama tíma hefur leiguverð einnig hækkað umtalsvert. Ágæt umræða var um fasteigna- markaðinn í þættinum Eyjunni á Stöð 2 síðastliðinn sunnudag. Þar ræddu Ingibjörg Þórðardóttir, fasteignasali og formaður Félags fasteignasala, og Sölvi Blöndal, starfsmaður fast- eignafélags sem stýrt er af fyrirtækinu GAMMA, um þróunina á fasteigna- markaðnum. GAMMA hefur stundað það síð- astliðin tvö ár að kaupa upp íbúð- ir í stórum stíl í miðbænum, Vest- urbænum, Hlíðunum og víðar. Nú á GAMMA mörg hundruð íbúð- ir, kannski um 500 í heildina, og enn bætist við í hverjum mánuði. GAMMA leigir þessar íbúðir út og er verðið hátt enda er GAMMA einka- fyrirtæki sem rekið er í hagnaðarskyni fyrir eigendur þess og þá aðila sem hafa fjárfest í því. Allt gott og blessað með að menn vilji hagnast á frjálsum viðskiptum en þeir eiga þá bara að koma þannig klæddir til dyranna en ekki í annars konar og blíðlegra gervi og bera jafnvel fyrir sig almannahag. Framkvæmdastjóri GAMMA, Gísli Hauksson, hefur gefið það út að fyr- irtækið ætli sér að kaupa um 1.200 íbúðir í heildina. Þá er GAMMA byrj- að að kaupa upp lóðir sem fyrirtæk- ið ætlar að byggja leiguíbúðir á. Sölvi sagði í Eyjunni að fyrirtækið ætlaði að byggja 500 til 700 íbúðir á hverju ári. Ef GAMMA gerir þetta mun fyrirtæk- ið kannski eiga 5.000 íbúðir eftir fimm ár; 5.000 íbúðir sem fyrirtækið leigir út til fólks eins og mín og þín. GAMMA verður því eitt stærsta, ef ekki stærsta, einkarekna leigufélag á Íslandi. Umræðan um þessi mál í Eyj- unni, og víðar, hefur verið nokkuð villandi. Ástæðan er sú að GAMMA reynir alltaf að bera Skandinavíu og Ísland saman að þessu leyti. Þannig hefur Gísli Hauksson sagt að félagið vilji byggja upp „klassískt leigufélag að skandinavískri fyrirmynd“. Þetta er villandi vegna þess að leigufélag GAMMA getur aldrei orðið „klass- ískt leigufélag að skandinavískri fyr- irmynd“ vegna þess að lagaumhverf- ið um fasteignamarkaðinn á Íslandi býður ekki upp á það og mér er það til efs að GAMMA hafi nokkurn áhuga á því að reka slíkt fyrirtæki. Hér er Skandinavíufánanum veifað til að búa til traust hjá fólki. Þessi vill- andi málflutningur er líka þeim mun illskiljanlegri þar sem Sölvi Blöndal starfaði hjá Sænska seðlabankan- um og veit kannski Íslendinga best hvernig fasteignamarkaðurinn virkar í Svíþjóð, hversu búrókratískur hann er, hversu stíf lög og reglur gilda um hann og hversu réttur leigjenda er mikill í landinu. Í Svíþjóð hafa í áratugi starfað op- inber leigufélög í eigu ríkis og sveitar- félaga, sem ekki eru rekin í hagnað- arskyni, sem leigja út íbúðir til fólks (Almännnyttiga bostadsföretag). Í landinu eru líka einkarekin leigufélög sem leigja íbúðir til fólks í hagnaðar- skyni en sögulega er þetta fyrirkomu- lag opinbert kerfi. Stífar reglur gilda líka um einkareknu fasteignafélögin; þau geta ekki bara hækkað húsaleigu fólks upp úr öllu valdi ef þeim sýn- ist svo. Til að mynda eru þrjú stærstu fasteignafélög Svíþjóðar – Vasakron- an, Akademiska hus og Svenska Böstader – í grunninn opinber fyrir- tæki. Vasakronan er stærsta fyrirtæk- ið og var það ríkisrekið til 2008 þegar það var selt til einkaaðila, Akadem- iska hus er í eigu sænska ríkisins og Svenska Böstader er í eigu sveitarfé- lagsins Stokkhólms. Opinber leigufé- lög eiga um 900 þúsund íbúðir í Sví- þjóð – þeir sem búa í þeim þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að vera rúnir inn að skinni vegna þess að tilgangur- inn er ekki að hagnast á þeim. Þessi opinberu leigufyrirtæki voru stofnuð fyrir áratugum síðan, um og eftir seinna stríð eða jafnvel fyrr, og var tilgangurinn að hjálpa Svíum að koma þaki yfir höfuð sitt en ekki að búa til hagnað fyrir einkafjárfesta. Þeim hluta opinbera húsnæðiskerfis- ins sem snýst um leigurétt (hyresrätt) er miðstýrt af ríkisrekinni stofnun og getur fólk þurft að bíða í mörg ár eft- ir íbúðum sem það getur svo treyst að það borgi ekki of hátt verð fyrir þegar það loks fær íbúð. Um leigu á íbúð- um beint af einstaklingum sem eiga íbúðirnar sjálfir gilda svo aðrar reglur eftir lagabreytingar sem gengu í gegn í fyrra: Eigendurnir geta reynt að fá eins háa leigu og þeir telja geta fengist á markaðnum – þetta er í raun það sem GAMMA gerir líka og lái þeim hver sem vill þar sem hitt ríkisstýrða fyrirkomulagið er ekki til á Íslandi. Sænskur félagi minn um þrítugt fékk fyrir skömmu stúdentaíbúð til leigu í Stokkhólmi í gegnum þetta op- inbera kerfi og borgar fyrir hana verð sem kalla má kostnaðarverð. Hann hefur beðið í níu ár eftir opinberri leiguíbúð en fær þessa stúdentaíbúð tímabundið meðan hann lýkur námi en hann bíður svo áfram í leiguröð- inni. Þegar hann loks fær íbúð – ef hann fær íbúð – verður hún á kostn- aðarverði. Lagaumhverfið um þetta kerfi í Svíþjóð er því gamalt, það er áratuga reynsla af því í landinu, en Íslendingar hafa enga reynslu af sambærilegu kerfi – Búseti er undantekning sem stofnuð var á níunda áratugnum að sænskri fyrirmynd en umsvif þess félags eru ekki mikil og má segja að mistekist hafi að breiða út sænska leigukerfið til Íslands. Á Íslandi gild- ir yfirleitt bara lögmál frumskógar- ins á leigumarkaðnum: Sá sem býður hæsta verðið fyrir leiguíbúð fær hana. Í þessum skilningi er Ísland eins og villta vestrið í samanburði við Sví- þjóð og réttur leigjenda líka eftir því. Sami maður getur búið árum saman í leiguíbúð sem hann borgar alltof mikið fyrir án þess að búseta hans skapi honum nein réttindi. Þannig er það ekki í Svíþjóð heldur byggjast réttindi leigjandans á frjálsa mark- aðnum upp þeim mun lengur sem hann býr í íbúðinni en þessi réttindi snúa meðal annars að takmörkunum á hækkun leiguverðs. Ef GAMMA á að verða „klass- ískt leigufélag að skandinavískri fyr- irmynd“ þarf því að gjörbreyta hús- næðiskerfinu á Íslandi og laga það að því sænska, til dæmis til að tryggja réttindi leigutaka svo þeir ávinni sér einhver réttindi með áralangri bú- setu í leiguíbúðum. Slíkar breytingar kalla vitanlega á margs konar laga- breytingar sem ekki, og skiljanlega ekki, eru efst á forgangslistanum í samfélaginu. Ísland þarf eiginlega að verða að Svíþjóð nánast á einni nóttu. Ég er hins vegar ekki viss um að GAMMA hafi nokkurn áhuga á slík- um breytingum heldur vilja þeir að kerfið á Íslandi verði áfram eins og það er en að fyrirtækið geti hengt þennan skandinavíska stimpil á sig. Svo vilja þeir kaupa sem mest af íbúð- um á sem lægstu verði og leigja þær út á sem hæstu verði. Auðvitað ber þetta einkafyrirtæki hag leigjandans ekki fyrir brjósti; GAMMA hefur engar op- inberar skyldur gagnvart almenningi á Íslandi. Hagsmunir fyrirtækisins snúast um að búa til peninga á fast- eigna- og leigumarkaðnum. GAMMA verður því aldrei „klassískt leigufélag að skandinavískri fyrirmynd“. Ég verð að segja að mér finnst þessi villandi málflutningur vera nokkuð ógeðfelldur í þeim skilningi að hér virðist vera á ferðinni fégráð- ugur úlfur í sænskri sauðargæru. Á sænsku kallast svona málflutningur „skitsnack“ sem þýða má með orðinu „kjaftæði“ á íslensku. Opinberir að- ilar ættu að gæta sín á samstarfi við slíka einkaaðila enda eru hagsmunir almennings allt aðrir en hagsmunir GAMMA og er ekki að sjá hvernig þeir gætu farið saman. n Villandi samanburður Samanburðurinn á Íslandi og Skandinavíu í umræðunni um leigufélög er villandi. Í Svíþjóð er til dæmis áratuga- löng reynsla af leigufélögum sem rekin eru af ríki og sveitarfélögum eins og Stokkhólmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.