Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Blaðsíða 26
Helgarblað 20.–23. júní 201426 Fréttir Erlent Konfektkóngur settur á valdastól n Bardagar halda áfram í Úkraínu n Nýr forseti virðist breyta litlu Á meðan augu alheimsins beinast aðallega að Írak um þessar mundir vegna að- gerða ISIS-liða í landinu halda átökin í Úkraínu áfram með óbreyttum styrk. Úkra- ína var fréttamáltíð vetrarins, ef svo má segja, þar sem til gríðarlegra mótmæla kom í höfuðborginni Kiev. Þar mótmæltu stjórnar- andstæðingar ríkisstjórn forset- ans, Viktors Janúkóvits, á Maidan- torginu. Þeim mótmælum lauk með því að hann flúði til Rússlands þann 22. febrúar síðastliðinn. Hann naut stuðnings Moskvu og Vladimírs Pútíns og biðlaði til hans um að grípa inn í atburðarásina. Pútín gerði það með því að innlima Krímskaga hinn 21. mars á þessu ári. Krímskagi hafði verið hluti af sjálfstæðri Úkraínu frá árinu 1991, þegar gömlu Sovétríkin liðu undir lok, en leiðtogi þeirra frá 1953–1964, Nikita Krústsjov, sem sjálfur var frá Úkraínu, færði sovétlýðveldinu Krímskaga að gjöf árið 1954. Með aðgerðum sínum tók Pútín í raun Krímskaga til baka til Rússlands, þar sem hann telur að svæðið eigi að til- heyra Rússlandi. Þetta er í raun bakgrunnur átak- anna í Úkraínu í stuttu máli en at- burðarásin þar er gríðarlega flókin og inn í hana blandast sterkar þjóð- ernistilfinningar, barátta um völd, auðæfi og áhrif. Rússar vilja til Rússlands Fjölmargir Rússar búa í austurhluta Úkraínu og vilja sameinast Rúss- landi. Átökin sem brutust út fyrr í vor eru í grundvallaratriðum á milli stjórnvalda í Kiev, sem halla sér meira í áttina að Evrópu og aðskiln- aðarsinna, sem njóta bæði opinbers og óopinbers stuðnings Rússa. Fleiri hundruð manns, hermenn og óbreyttir borgarar, hafa fallið í Úkraínu síðan þau hófust í aust- urhluta landsins, þar sem aðskiln- aðarsinnar hafa hertekið borgir og stjórnarbyggingar. Síðan reynir úkraínski herinn að ná til baka því sem aðskilnaðarsinnar hafa tek- ið. Segja má að upphafið sé hinn 12. apríl þegar aðskilnaðarsinn- ar hertóku lögreglustöð í borginni Slovyansk. Það eru því tveir mánuð- ir síðan átökin hófust. Nýr forseti Forsetakosningar voru haldnar í Úkraínu í lok maí og þar sigraði auð- kýfingurinn Petro Porosjenko, sem er tæplega fimmtugur að aldri. Völd forseta Úkraínu eru umtalsverð og hann hefur til dæmis neitunarvald á ákvarðanir þingsins, rekur og mót- ar utanríkisstefnu landsins, er yfir- maður hersins og er í raun sá aðili sem á að passa upp á öryggi lands- Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Súkkulaði Porosjenko hagnaðist mikið á sælgætis- og konfektframleiðslu sinni. Erfitt verkefni konfektkóngsins Nýr forseti Úkraínu, Petro Porosjenko, á erfitt verkefni fyrir höndum, meðal annars að reyna að sameina úkraínsku þjóðina og leiða hana í gegnum átökin sem nú standa yfir. Íraski herinn spyrnir við fótum Íraski herinn og vígamenn úr röðum ISIS-samtakanna börð- ust á fimmtudag um völdin yfir einni stærstu olíuhreinsunar- stöð landsins. Sem kunnugt er hafa liðs- menn samtakanna það mark- mið að stofna íslamskt ríki í Írak og Austurlöndum nær. Samtökin hafa fært sig veru- lega upp á skaftið að undan- förnu og tekið hverja borgina á fætur annarri í norðurhluta landsins undir sitt vald. Íraski herinn virðist loksins vera far- inn að spyrna við fótum. Á fimmtudag greindi breska ríkisútvarpið, BBC, frá því að Barack Obama væri að íhuga beiðni frá ríkisstjórn Íraks um að loftárásum verði beitt á víga- menn ISIS. Liðsmenn samtakanna hófu áhlaup sitt á olíuhreinsistöð- ina á miðvikudag en hún er um 200 kílómetra norður af höfuð- borginni Bagdad. Verkamenn sem þar voru að störfum sögðu að vígamenn hefðu eyðilagt stöðina að hluta og hafi verið fljótir að ná valdi á henni. Að sögn BBC voru fjörutíu liðsmenn ISIS drepnir af íraska hernum á miðvikudag og að- faranótt fimmtudags og neitaði talsmaður hersins því að olíu- hreinsistöðin væri undir stjórn uppreisnarmanna. Barnaklám loksins bannað Efri deild japanska þingsins hef- ur loksins samþykkt frumvarp þess efnis að bann verði lagt við vörslu barnakláms. Þótt ótrú- legt megi virðast hefur varsla níðefnis af því tagi ekki ver- ið bönnuð í landinu. Geta þeir sem verða staðnir að vörslu á slíku efni nú átt á hættu að fara í allt að eins árs fangelsi, sam- kvæmt frumvarpinu. Þrátt fyrir þetta skref mun eitt ár líða þar til nýju lögin taka gildi. Að sögn Japan Times munu nýju lögin aðeins taka til raun- verulegra fórnarlamba níð- ingsskaps, en ekki til teiknaðra mynda sem njóta töluverðra vinsælda í Japan. Þetta þýðir að barnaklám verður enn lög- legt í slíkum myndum í Japan. Baráttumenn fyrir breytingum á lögunum lögðu einnig mikla áherslu á að banna slíkt níð- efni en fulltrúar teiknaða klám- iðnaðarins sögðu að með því yrði tjáningarfrelsinu settar of miklar skorður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.