Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Blaðsíða 33
Helgarblað 20.–23. júní 2014 Fólk Viðtal 33 Konan er stærsti lottóvinningurinn Stærsti lottóvinningurinn Eftir tvö og hálft ár hjá Ævari fór hann að læra prentiðnina. Fað- ir hans er prentari líka. „Undir niðri langaði mig alltaf að klára þetta. Ég var búinn að undirbúa mig undir Þjóðleikhússkólann en pabbi sagði við mig að ég yrði að klára prentið.“ Á árunum þegar hann var í Iðn- skólanum að læra prentið varð hann líka fyrir einni mestu gæfu lífs síns. Hann fór mikið á rúntinn til Hafnar- fjarðar með félögum sínum. Einn rúnturinn var betri en allir hinir til samans enda ansi örlaga- ríkur. „Þarna var mað- ur farinn að líta í kring- um sig á stelpurnar og svona. Þarna vinn ég stærsta lottóvinn- inginn, þegar ég hitti konuna mína,“ seg- ir hann ein- lægur. „Við buðum henni og vinkonu hennar far,“  segir hann og minnist þessar- ar fyrstu stundar sem hann sá eigin- konu sína, Elísabetu Sonju Harðar- dóttur. Hún steig upp í bílinn ásamt vinkonu sinni og það var ást við fyrstu sýn. Ást við fyrstu sýn „Við horfðumst í augu,“  segir hann og gerir örlítið hlé á máli sínu. „Þetta var svo skrýtið,“ segir hann og held- ur áfram: „Það kom einhver neisti. Ef hægt er að tala um ást við fyrstu sýn þá var það þarna. Þetta er stærsti lottóvinningurinn sem ég hef unnið í lífinu,“ segir hann með ástarglampa í augum. „Hún var eins og fegurðar- drottning og ég var mjög hissa að ég skyldi ná í hana,“ segir hann. „Enda sagði ég bara já, já, já þegar hún vildi flytja í Hafnarfjörð þaðan sem hún er,“ segir hann. Þau hjónin hafa haldist saman í nærri hálfa öld. „Við eigum 50 ára brúðkaups- afmæli árið 2017. Hún er búin að hanga með mér allan tímann og er búin að breyta mér alveg gífurlega mikið og kenna mér margt. Hún hef- ur kennt mér að fyrirgefa og virða allt sem gott er. Hún er bara alveg sérstök,“  segir hann með sérstakri áherslu. „Hún er minn besti vinur.“ Þegar þau Sonja og Magnús giftu sig fengu þau sérstakt leyfi frá for- setanum þar sem Sonja var ekki orðin 18 ára. Fljótlega varð hún ólétt og þau eignuðust elsta soninn, Hörð Magnússon, sem starfar sem íþróttafréttamaður en samtals eiga þau fjögur börn. Röð tilviljana Lífið var tekið við með öllu því sem fylgir og lítill tími fyrir leik- listina. Magnús vann í þrem- ur störfum til þess að sjá fyrir fjölskyldunni. Á Morgunblað- inu, Landakoti og verksmiðju í Hafnarfirði. Leiklistin varð því að bíða en blundaði þó alltaf enn í honum. Eftir tíu ár á Morgunblaðinu var það fyrir röð tilviljana að hann komst inn í leiklistina aftur. „Ég var kominn með konu og barn og bara kominn út í lífið. En alltaf blundaði í mér leikarinn, alltaf hreint,“ seg- ir hann. „Ég var alltaf ósáttur við að hafa aldrei farið alla leið í leiklistinni. Svo var ég fenginn yfir á Vísi frá Morgunblaðinu. Þorsteinn Pálsson og Ólafur Ragnarsson fengu mig yfir og mörgum fannst ég brjál- aður að vera að fara úr örygginu af Mogganum yfir á þennan fjöl- miðil sem þótti nú ekki fínn á þeim tíma,“  segir hann. Það varð hon- um engu að síður mikið gæfuspor. „Meðan ég var að vinna á Morgun- blaðinu gat ég eiginlega aldrei tek- ið að mér hlutverk vegna þess að ég var alltaf að vinna vaktavinnu. Síðan þegar ég fer á Vísi þá var Ólafur sjón- varpsmaður og hann kom mér inn í þátt í sjónvarpinu. Í þættinum var Ágúst Guðmundsson leikstjóri að spila og syngja á gítar. Við hittumst aðeins þarna í þættinum en síðan hitti ég hann aftur á árshátíð Blaða- mannafélagsins og segi þá við hann að ef hann sé að fara að gera bíó- mynd þá viti hann af mér. Síðan líða þrír til fjórir mánuðir og ég var bara búinn að gleyma þessu,“ segir hann. Þá kom hins vegar sím- tal og hinum megin á línunni var Ágúst. „Hann bauð mér hlutverk í stuttmynd sem hét Lítil þúfa og var svo sýnd í sjónvarpinu seinna meir. Það má segja að í þessu til- viki hafi Lítil þúfa velt þungu hlassi,“  segir hann og útskýr- ir hvernig tilviljanirnar héldu áfram að greiða leið hans inn í leiklistina á ný. Stóra tækifærið „Hrafn Gunnlaugsson sér myndina í sjónvarpinu og býður mér hlutverk í Óðali feðranna og svo líka hlutverk í Landi og sonum. Í Óðali feðranna er kona í einu að- alhlutverkanna og sú kona var formaður Leikfé- lags Kópavogs. Hún fer að tala við mig og spyr hvort mig langi ekki að leika eitthvað meira. Ég hélt það nú. Hún bauð mér hlut- verk í gamanleiknum Þorláki þreytta því það vantaði einhvern til að leika hann.“  Þar lék hann að- alhlutverk og segja má að þetta hafi ver- ið stóra tækifærið. „Þetta stykki gekk í tvö ár. Við lékum þetta 85 sinnum fyrir fullu húsi og þetta fékk því- líka dóma. Það voru heilu rúturnar að koma utan að landi til þess að sjá verkið. Þarna mætti segja að ég hafi virkilega sleg- ið í gegn,“ segir hann. Á einni sýningunni sat Ragnar Bjarnason söngvari og heillaðist af leik Magga. „Þar kemur önnur til- viljun. Raggi sat þarna með konunni sinni og sagði mér seinna að hann hefði sagt við hana þegar 15–20 mínútur voru búnar af sýningunni: „Þennan kósa verð ég að fá í Sumar- gleðina!“ segir Maggi og leikur Ragga með miklum tilþrifum og nær hon- um bara nokkuð vel. Hélt að væri verið að gabba hann Raggi stóð við stóru orðin og hringdi daginn eftir í Magga. „Ég fraus alveg í símann og hélt það væri einhver að gera grín í mér. Sumargleðina, common. Þarna voru menn eins og Raggi, Ómar og Bessi. Þetta hlaut að vera eitthvert grín. Þannig ég segi hikandi við hann að ég ætli að tala við konuna mína og sjá hvað hún segi. „Já, gerðu það,“ segir Raggi. Ég hringi þá í þig á eftir.“ Konan segir mér auðvitað að drífa í þessu því hún vissi mínar langanir í þessu. Síðan hringir hann aftur og þá vissi ég að það væri ekki verið að gabba mig og sagði auðvit- að strax já.“ Við tók mikið fjör en Sumargleðin ferðaðist um landið á sumrin til ársins 1986. Ásamt Magga voru þeir Hemmi Gunn, Raggi Bjarna, Þorge- ir Ástvaldsson, Bessi Bjarnason og Ómar Ragnarsson. Fyrsti fundurinn með þeim félögum var eftirminni- legur. „Við hittumst á Hótel Sögu og ég bara trúði þessu ekki. Þarna var ég allt í einu kominn.“ Við tók skemmtilegt tímabil. „Við vorum rosalega vinsælir. Hvert sem við komum var alltaf fullt – hvort sem það var fimmtudagur, föstu- dagur, laugardagur eða sunnudagur. Sums staðar var settur upp borði og kvenfélagið mætti með kökur. Þetta var alveg ótrúlega skemmtilegt,“ seg- ir hann. Syninum strítt vegna Bjössa bollu Í Sumargleðinni varð líka til þekktasta persóna Magga. Litli ljúflingurinn, Bjössi bolla. Fyrst hét hann reyndar Pétur prakkari og var óþekkur nemandi Hemma Gunn. Maggi tók upp atriði fyr- ir Stundina okkar þar sem Bjössi var skapaður í þeirri mynd sem hann er hvað þekktastur fyrir. „Hann varð rosalega vin- sæll bæði meðal barna og full- orðinna,“ segir hann. Sumir tóku því þó þannig að hann væri að gera grín að feitu fólki. „Ég man í eitt skipti vorum við að skemmta í Vestmannaeyj- um og þá kemur kona og slær mig utan undir. Ég spyr hvað sé eigin- lega að henni og þá segir hún við mig að ég eigi ekki að vera að gera grín að feitu fólki! Ég var ekkert að því, svona getur fólk verið skrýtið,“ segir hann. Sonur Magnúsar mátti líka finna fyrir því að vera son- ur mannsins sem lék Bjössa bollu. „Hörður var marka- kóngur hjá FH þrjú ár í röð og andstæðingar FH not- uðu það stundum á hann að hann væri feitur eins og Bjössi bolla. Hann var lagð- ur í hálfgert einelti út af þessu.“ Allir hálffullir og ruglaðir Það var mikið fjör í Sum- argleðinni. Hún gekk við gríðarlegar vinsældir í mörg sumur. Stundum var þó fjörið heldur til of mik- ið ef út í það er farið. „Raggi Bjarna setti á endanum vínbann á Sumargleðina. Ómar Ragnarsson hótaði að hætta ef við myndum halda þessu áfram enda var hann sá eini sem drakk ekki. Þetta var líka bara rugl, það var ekki hægt að bjóða fólki upp á þetta. Það var að borga sig inn á þetta dýr- um dómum og það voru all- ir hálffullir og ruglaðir nema Ómar. Sumir héldu reyndar alltaf að Ómar væri það af því hann var alltaf svo líflegur,“ segir hann hlæjandi. Óvænt aðalhlutverk Í kjölfar Sumargleðinnar komu fleiri tækifæri í leihúsinu og kvik- myndum. Maggi lék til að mynda borgarstjórann í Latabæ í 300 sýningum. Reyndar hefur hann leikið í fjölmörgum leikritum, myndum og sjónvarpsþáttum. Listinn er orðinn langur. Eftirminni- legustu hlutverkin eru að hans mati söngleikurinn Ást þar sem hann lék á móti Kristbjörgu Kjeld og Hvað „Hún var eins og fegurðar- drottn ing og ég var mjög hissa að ég skyldi ná í hana Stærsti lottóvinningurinn Maggi segir það vera sína mestu gæfu að hafa kynnst eiginkonu sinni, Sonju. Pétur Gautur Hér ungur að árum í Pétri Gaut. Mikil gleði Hér að bregða á leik með Ómari Ragnarssyni og Bessa Bjarnasyni. Á ferð og flugi Í miklu stuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.