Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Blaðsíða 21
Helgarblað 20.–23. júní 2014 Fréttir 21 n Siglingar á norðurslóðum skapa tækifæri n Misjafnar skoðanir um hagkvæmni gámaflutninga n Sérfræðingar segja mikla óvissu ríkja um siglingarnar inga telur hann skoða þurfi vel- forsendur fyrir annars konar um- skipunarhöfn á Íslandi. „Það eru flutningar sem lúta öðrum lögmál- um. Þar er yfirleitt verið að sigla frá A til B og mjög sjaldan um einhverja umskipun að ræða. Yfirleitt er einn eigandi sem á farminn og ekki sama pressa varðandi hagkvæmni, tímaramma og nýtingu. Þegar slík- um farmi er umskipað er það gert á markaðslegum forsendum en ekki vegna flutninga. Það er að segja í svokölluðum markaðshöfnum. Til dæmis er allt ál frá Íslandi flutt til Rotterdam og umskipað þar. Vegna þess að Rotterdam er markaðshöfn fyrir ál, en ekki vegna þess að sér- stök þörf er á umskipun. Umskip- un getur líka verið út af tæknileg- um ástæðum. Þar sem lestað er úr stóru skipi í mörg smærri eða öfugt. Til dæmis ef stórt skip kemst ekki inn á námasvæði eða farmur þyrfti að dreifast á mörg önnur svæði. Það má vel vera að slík þörf sé á slíkri umskipun vegna námavinnslu í Grænlandi eða vegna olíuvinnslu. Ég þekki það ekki.“ Kallar eftir umræðu „Það þarf bara að ræða þessi mál út frá staðreyndum og bera saman hluti sem eru samanburðarhæf- ir. Ég tel mun vænlegra til árangurs að einbeita sér að verkefnum sem raunveruleg forsenda er fyrir. Eins og til dæmis að veita þjónustu við þann iðnað sem er á Grænlandi og mun aukast á næstu áratugum. Ég hef ekki skoðað slík verkefni sér- staklega en þar veitir lega Íslands raunverulegt forskot. Páll segir einu ástæðuna fyrir því að hann taki þátt í umræðunni sé vegna þess að hann telji gámaflutn- inga óraunhæfan kost og hvetur til þess að raunhæfir möguleikar séu skoðaðir. „Auðvitað er fullt af fólki sem telur þetta góðan kost en ég hef ekki enn heyrt aðila sem starfar hjá vel reknu skipafélagi tala um þetta sem raunhæfan kost. Tvö stærstu kínversku gámaflutningafyrirtæk- in eru sennilega með eina lökustu afkomuna af fyrirtækjum af þessari stærðargráðu. Á að taka mark á þeim eða Maersk sem er með eina þá mestu?“ Annað sem Páll nefnir í grein sinni er að árið 2010 hafi verið gerð könnun á meðal 142 skipafélaga á norðurhveli. Þrjú af 38 gámaflutn- ingafyrirtækjum svöruðu „kannski“ þegar spurt var um áhuga á flutn- ingum á norðurslóðum. Alls 17 fé- lög í ýmsum rekstri voru jákvæð gagnvart flutningunum en þá er að mestu um að ræða stórflutninga. Samkvæmt Páli nema gáma- flutningar 16 prósent þess magns sem flutt er á sjó en skapi um helm- ing þeirra verðmæta sem verði til við sjóflutninga. Rannsóknir að hefjast í Finnafirði Hafsteinn Helgason er verk- efnastjóri yfir hugsanlegum hafnar- framkvæmdum í Finnafirði fyr- ir hönd Bremen Ports en fyrirtækið gerði fyrir skömmu samkomulag í Ráðherrabústaðnum við Langanes- byggð og Vopnafjarðarhrepp um rannsóknir á svæðinu. „Ef rann- sóknir á lífríki og umhverfi koma vel út þá er næsta verkefni að frumhanna höfn á staðnum Mörg tækifæri, Mikil óvissa Grænland Ísland Alaska Kanada Bretland Græna línan sýnir siglingar með- fram ströndum Alaska, Kanada og Grænlands. Bláa línan sýnir siglingar yfir miðjan pólinn sem eru ekki mögulegar núna. Fjólu- bláa og rauða línan sýna siglingar með ströndum Rússlands. Helstu siglinga- leiðir yfir norðurpól Rússland Pólleið Kanada/ Græn- landsleið Rúss- lands- leið Skandinavía Kína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.