Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Blaðsíða 44
Helgarblað 20.–23. júní 201444 Lífsstíll Gunnhildur tekst á við skæðan E-bólufaraldur n Læknar án landamæra vinna baki brotnu í Vestur-Afríku n Nýkomin frá Gíneu Þ að eru engin fordæmi fyrir því að svona faraldur hafi smitað jafn marga. Þetta hefur aldrei verið svona útbreitt áður,“ segir Gunn- hildur Árnadóttir sem nýkomin er frá Gíneu í Vestur-Afríku en þar hefur E-bólufaraldur geisað síð- an í febrúar. Þegar blaðamaður DV talaði við Gunnhildi var ekki llangt liðið frá því hún kom frá Gíneu þar sem hún starfaði á vegum samtak- anna Læknar án landamæra. Gunnhildur hefur starfað fyr- ir samtökin síðan 2012. Samtök- in eru sjálfstæð og hlutlaus og veita neyðaraðstoð óháð kyn- þætti, trúarbrögðum og pólitísk- um skoðunum. Þau vinna út frá því sjónarmiði að allir eigi rétt á læknishjálp. Samtökin hafa með- al annars unnið Friðarverðlaun Nóbels fyrir vinnu sína. Útbreiðsla til nærliggjandi landa Gunnhildur er kölluð út í verkefni eftir því hvar þörfin er hverju sinni og nú er það Vestur-Afríka þar sem neyðin er einna mest, vegna þess skæða E-bólufaraldurs sem kom- inn er upp á svæðinu. Hún staldr- ar ekki lengi við á Íslandi því sjúk- dómurinn hefur teygt anga sína til nærliggjandi landa, Sierra Leone og Líberíu. „Ég var í mánuð úti og nú er ég væntanlega á leiðinni aftur út í næstu viku til Sierra Lione í annan mánuð. Því faraldurinn er hvergi nærri hættur.“ Gunnhildur seg- ir að sjúkdómurinn sé einstaklega erfiður viður- eignar. „Þetta er einn skæðasti faraldur sem komið hefur upp. Það er svo erfitt að hafa stjórn á honum því fólk flytur á milli staða og það er erfitt að fræða fólk og koma skilaboðum til skila. Þetta hefur haldið áfram og smitast til nærliggjandi landa eins og Sierra Leo- ne og Líberíu.“ Gunnhildur segir að engin lækning sé til við sjúkdómnum en starfs- mennirnir sjá um ein- angrun sjúklinganna til að koma í veg fyrir útbreiðslu. Einnig gefa þau þeim stuðningsmeðferð sem getur hjálpað til við að yf- irvinna sjúkdóminn. Þetta er afar brýnt verkefni því dánartíðni þeirra sem hafa smitast er á bilinu 50–90 prósent en tíðnin er breytileg eftir því hversu fljótt fólk leitar sér að- stoðar. Meðhöndlun heilla fjölskyldna Gunnhildur vann á einangrunar- sjúkrahúsi í höfuðborg Guineu, Conakry. Dánartíðnin á því sjúkra- húsi var um 50 prósent á meðan að dánartíðni sjúkrahússins sem var innar í landinu var um 90 prósent. Sjúkdómurinn er því afar mann- skæður en hún er þakklát fyrir þá sem hafa náð bata. Henni er í því samhengi minnisstæð saga einnar fjölskyldu. „Við vorum búin að sinna mörg- um einstaklingum úr sömu fjöl- skyldunni. Við héldum veislu þegar síðasti sjúklingurinn úr henni útskrifaðist af okkar spít- ala en nokkrir úr hans fjölskyldu voru búnir að útskrifast læknaðir en einhverjir látið lífið. Hann var sá síðasti og var fjölskyldufaðirinn, höfuð fjölskyldunnar,“ segir Gunn- hildur en þegar veislan fyrir hann var haldin héldu þau að útbreiðsla sjúkdómsins væri að hægjast. Það reyndist þó ekki vera. „Það var svo ekki fyrr en viku eða tveim- ur eftir það að þau uppgötvuðu ný smit í öðrum hlutum landsins. Við kannski tókum aðeins of mikið for- skot á gleðina með því að fagna út- skrift síðasta sjúklingsins, því eftir hann er búið að bætast hressilega í hópinn.“ Hún lætur ekki deigan síga og er ánægð með þá vinnu sem nú þegar hefur náðst þótt erfitt verk sé fyrir höndum. „Það var alltaf mjög skemmtilegt að útskrifa fólk sem var læknað. Það var alveg stórkost- legt.“ Óhrædd Gunnhildur segir að brýnt sé að ná tökum á útbreiðslu sjúkdómsins en erfitt getur reynst að fá starfsfólk í verkefnin. „Vegna hárrar dánar- tíðni E-bólufaraldursins getur ver- ið erfitt að fá fólk til að fara í þessi verkefni.“ Gunnhildur lætur það þó ekki aftra sér. Sjúkdómurinn er ekki loftbor- inn, hann smitast einungis með snertingu við líkamsvessa en með viðeigandi viðbúnaði smitar hann ekki að hennar sögn. „Við erum í hálfgerðum geimbúningum. Við erum dekkuð frá toppi til táar.“ Hræðslan stöðvar því Gunnhildi ekki. Ástríða fyrir hjálparstörfum „Ég hef alltaf verið heilluð af hjálparstörfum. Það var mjög snemma sem að stefnan var tek- in á þannig störf. Ég vann við sjálf- boðaliðastörf í Malaví árið 2008 þegar ég var nýútskrifuð úr hjúkr- unarfræði. Eftir það langaði mig að læra meira um hvernig á að gera hlutina rétt.“ Það var drif- krafturinn sem fékk Gunnhildi til að fara í mastersnám í alþjóðalýð- heilsufræðum í Svíþjóð en eftir að því lauk fékk hún vinnu hjá Lækn- um án landamæra og er nú köll- uð út í tilfallandi verkefni. Á veg- um þeirra hefur hún meðal annars sinnt verkefnum í Suður-Súdan og Mið-Afríkulýðveldinu. Það er ljóst að Gunnhildur á erfitt verk fyrir höndum þegar hún heldur út til Sierra Leone. „Þetta er með mannskæðustu sjúkdóm- um sem finnast. Það er erfitt að hafa stjórn á þessu.“ n Salka Margrét Sigurðardóttir salka@dv.is Fátæktin er mikil Ástandið í íbúðahverfi í nágrenni við þar sem Gunnhildur dvaldi. Gunnhildur og dr. Ibrahim Bah Sam- starfsmaðurinn klæddur frá toppi til táar. Búningurinn Gunnhildur í „fullri múnderingu“. „Þetta er einn skæð- asti faraldur sem komið hefur upp Samstarfsmenn Gunnhildur segir að brýnt sé að ná tökum á útbreiðslu sjúkdómsins en erfitt getur reynst að fá starfsfólk í verkefnin. Einangrunardeildin Mikilvægt er að einangra sjúklinga með E-bólufar- aldurinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.