Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Blaðsíða 28
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéttASkot 512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AðAlnÚmeR RitStjóRn áSkRiFtARSími AUglýSingAR Sandkorn 28 Umræða Helgarblað 20.–23. júní 2014 Fólk er í toppformi Hún er fluggáfuðÞá var ég karlmaður Trausti rúinn ráðherra Ástu Stefánsdóttur er leitað við Bleiksárgjúfur. - DVKatrín Axelsdóttir Sandholt dáleiðari upplifði frönsku byltinguna í öðru lífi. - DV S tjórnmálamenn eru kjörnir til valda vegna þess að fólk treyst- ir þeim til góðra verka og það getur reynst þeim afdrifaríkt að glata trúverðugleika sínum. Það er erfitt að sjá hvernig þeir geta haldið ótrauðir áfram þegar traustið er horf- ið. Hanna Birna Kristjánsdóttir inn- anríkisráðherra lagði trúverðugleika sinn að veði í lekamálinu, þar sem viðkvæmum upplýsingum um hæl- isleitanda var lekið úr ráðuneytinu í fjölmiðla. Í stað þess að taka málið föstum tökum frá upphafi hefur hún frá fyrsta degi verið á hlaupum und- an ábyrgð sinni. Undanbrögð, flótti og jafnvel ótti hafa einkennt fram- göngu Hönnu Birnu í málinu. Það var vont að sjá hana fullyrða í ræðustól Alþingis að minnisblaðið sem lekið var sé „ekki sambærilegt við nein gögn í ráðuneytinu“, og að engin staðfesting sé fyrir því að gögn úr ráðuneytinu hafi komist í hend- ur fjölmiðla: „Við höfum einungis munnmæli um það,“ sagði hún. Enn verra var að sjá hana draga undirstofnanir innanríkisráðu- neytisins að málinu og bendla lög- fræðinga hælisleitenda og Rauða krossinn við lekann, þegar henni var fullljóst að þessir aðilar hefðu minn- isblaðið ekki undir höndum. Hún vissi það því minnisblaðið var tekið saman af lögfræðingi í ráðuneytinu, áframsent á ráðuneytisstjóra, ráð- herra og aðstoðarmenn hans. Minn- isblaðinu var síðan lekið til fjölmiðla, en áður hafði einni setningu verið bætt við það. Setningu sem innihélt ærumeiðandi rógburð um hælisleit- andann. Þegar í ljós kom að lögreglan hef- ur rökstuddan grun um að starfs- maður innanríkisráðuneytisins hafi lekið minnisblaðinu vildi Hanna Birna ekki gefa upp hver það væri. Undir eðlilegur kringumstæðum færi hin grunaða í tímabundið leyfi á meðan rannsókn málsins stend- ur yfir, þar sem brotið getur í versta falli varðað allt að þriggja ára fang- elsi. Eins má færa rök fyrir því að það hefði verið heppilegra ef Hanna Birna hefði sjálf vikið tímabundið þegar lögreglurannsókn hófst, þar sem hún ber ábyrgð á ráðneytinu og er um leið æðsta yfirvald lögreglunn- ar, en hún sat áfram í skjóli flokks- systkina sinna. Og þegar þingmenn kröfðust svara við því hvort það væri hún sjálf eða pólitískir aðstoðarmenn henn- ar sem liggja undir grun svaraði hún engu: „Ég veit ekki hvernig þetta mál er tilkomið. Ég veit ekki hversu oft ég á að segja það,“ sagði hún á Alþingi. Þá hafði samt komið fram að starfsmaður ráðuneytisins var í símasambandi við blaðamenn á 365 og Morgunblaðinu á meðan fréttirn- ar voru í vinnslu. Minnisblaðið var opnað í persónulegri tölvu hans og hann spurður hvort hann vildi vista breytingar sem gerðar höfðu ver- ið á skjalinu. Áður hafði verið greint frá því að aðstoðarmaður ráðherra, Þórey Vilhjálmsdóttir, var í síma- sambandi við blaðamenn á þessum miðlum á þessum tíma. Í stað þess að koma hreint fram og svara því hvort Þórey lægi undir grun neitaði ráðherra að svara. Þess í stað birti ráðuneytið yfir- lýsingu þar sem amast var út í sak- sóknara fyrir að setja samtöl starfs- manna ráðuneytisins í „sérkennilegt samhengi“. Það er í takt við annað. Ítrekað hefur verið reynt að gera þeim sem fjalla um málið upp annarlegar hvat- ir. Hanna Birna hefur sakað þing- menn um að „reyna ítrekað að gera sér mat úr málinu“, talað um pólitísk- an spuna, talsvart ljótan pólitískan leik, og „skammað“ þingmann fyrir að bera upp fyrirspurn á Alþingi. Þá hefur Þórey reynt að draga trú- verðugleika fréttaflutnings í efa með því að segja hann til þess fallinn að koma höggi á ráðherra. Ítrekað hafa Hanna Birna, að- stoðarmenn hennar og ráðuneyti neitað að ræða málið við fjölmiðla og jafnvel reynt að setja það sem skil- yrði fyrir viðtölum að ekki sé spurt um það. Jafnvel nú, tekst ráðherra ekki að axla ábyrgð á málinu. Víst er að enginn hefur verið fundinn sekur um refsivert athæfi. Enn á eftir að draga málið til lykta. Enda snýst málið ekki síður um viðbrögð ráðherra og heil- indi hans. Úr því sem komið er er ekkert sem bendir til þess að Hanna Birna muni axla ábyrgð á málinu ótilneydd. Því miður. Eftir stendur ráðherra, rúinn trausti og trúverðugleika. Illmögu- legt er að treysta ráðherra sem fer undan í flæmingi, fer með fleipur, reynir ómaklega að koma sök á aðra og tekur hugsanlega þátt í yfirhylm- ingu á refsiverðu athæfi. Það grefur ekki aðeins undan ráðherra held- ur einnig trúverðugleika ráðuneytis- ins og þeirra sem þar starfa, trausti til stjórnvalda og grunnstoðum lýð- ræðislegs samfélags, réttarríkinu og lýðræðinu sjálfu. n Pólitískur starfsmaður Lekamálið er komið í sögu- bækurnar sem eitt mesta póli- tíska klúður sem sést hefur á Íslandi í lengri tíma. Starfsmað- ur innanríkisráðuneytisins sem lak minnisblaðinu vildi minnka spennuna sem var á ráðuneytinu út af Tony Omos-málinu og lak því minnisblaðinu en bjó þess í stað til pólitíska katastrófu sem er komin langt með að binda endi á feril Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Af lestri dómskjala í málinu að dæma, og ályktunum út frá þeim, var það pólitískt skipaður starfs- maður sem lak minnisblaðinu því embættismenn í ráðuneyt- um skipta sér yfirleitt ekki af slíku. Þegar tekið er mið af þessu koma ekki lengur margir til greina. Óþreyja Ólafs Ragnars Ólafur Ragnar Grímsson forseti er sagður vilja fátt heitar en að funda með Barack Obama Bandaríkjafor- seta. Forsetarn- ir tveir hafa aldrei hist fyrir utan stuttan og óform- legan fund í sófa á flugvelli þegar öldungaþingmað- urinn Obama háði kosningabaráttu sína um árið. Ólafur á aðeins tvö ár eftir á valda- stóli og því fer tíminn að verða naumur. Ólíklegt er hins vegar að Obama vilji hitta Ólaf Ragnar á meðan Íslendingar halda óbreyttri stefnu í hvalveiðum. Ólafur Ragn- ar er því sagður viljugur til að beita sér gegn hvalveiðunum. Ágæt breyting Þáttur Björns Inga Hrafnssonar, Eyj- an, fer ágætlega af stað á sunnu- dögum á Stöð 2 og leysir hann hlutverk sitt sem þáttastjórnandi nokkuð vel. Björn Ingi er áheyrilegri sjónvarpsmaður en Mikael Torfa- son, yfirritstjóri 365, sem var ansi upptekinn af sjálfum sér í sín- um skammlífu sunnudagsþátt- um, Minni skoðun, sem slegnir voru af enda var áhorfið takmark- að. Skoðanir Björns Inga eru hins vegar ekki aðalatriðið í Eyjunni heldur umræðuefnin. Svo hefur Björn Ingi líka skúbbað í þáttun- um, til dæmis því að Már Guð- mundsson ætli að sækja um stöðu seðlabankastjóra. Breytingin hjá 365 virðist því hafa verið ágæt. Hefnd Jóns Steinars Breiðsíðan sem Jón Steinar Gunn- laugsson, fyrrum hæstaréttardóm- ari, sendi Benedikt Bogasyni, dóm- ara við sama rétt, vakti athygli á fimmtudaginn. Spurði Jón Steinar meðal annars að því hvort Bene- dikt hefði farið að lögum þegar hann veitti embætti sérstaks sak- sóknara heimild til að hlera síma Hreiðars Más Sigurðssonar árið 2010. Spurðu ýmsir sig hvort grein- ina mætti rekja til þess að Bene- dikt var einn þeirra sem kvað upp sektardóm í máli Baldurs Guðlaugs- sonar, aldarvinar Jóns Steinars, á sínum tíma en niðurstaðan hefur setið mjög í Jóni Steinari. Sigvaldi Jónsson segir grænmetisætum fjölga á Íslandi. - DV Framtíðin er furðuleg M ig dreymdi nýver- ið undarlegan draum sem vakti hjá mér ýmsar spurningar. Og það sem meira er, ég held að það liggi jafnvel nokkur svör í þessum spurningum. Mig dreymdi að stækkun Íslands til austurs og vesturs, með gliðnun flekaskilanna sem liggja frá norðri til suðurs, hefði farið svo rækilega úr böndunum, að í stað nokkurra sentímetra á ári, var um að ræða hundruð kílómetra. Og í draumi mínum varð þetta þess valdandi að eftir nokkra hríð hafði Ísland stækk- að svo gríðarlega, að önnur lönd sukku í sæ. Staðan var því skyndi- lega orðin sú, að einungis var um eitt land að ræða í veröldinni. Þetta gerði það að verkum, að einvörð- ungu var um eina þjóð að ræða. Að vísu taldi þjóðin rúma sjö milljarða. En engu að síður var hlutum þannig fyrir komið að einungis var um Ís- lendinga að ræða. Þessir landvinningar höfðu ekki kostað neitt vopnaskak og ekki minnist ég þess að hafa heyrt um mannfall í draumi mínum. En nú var sem sagt svo komið að íslensk stjórnvöld réðu því hvernig fólk háttaði trúmálum sínum, siðvenj- um og öðru slíku. Mér þótti ég standa við skrif- stofubyggingu þar sem fulltrúar báknsins afgreiddu umsóknir um frávik frá því sem þótti samkvæmt alíslenskum, þjóðlegum hefðum. Ég fékk ekki betur séð en allir sem þangað leituðu fengju synjun – einkum á þeim forsendum að allt þetta fólk, sem stokkið hafði upp á Ísland á meðan önnur lönd sukku í sjó, hafði hvorki náð að læra ís- lensku né hafði því auðnast að taka kristna trú. Auk þess hafði þetta fólk ekki náð að temja sér þjóðlega siði. Mér þótti sem ég stæði þarna við musteri möppudýranna og hugleiddi það hvað hefði áunnist með því að nú væri einungis um eitt, landamæralaust ríki að ræða. Og ég spurði mig að því hvort ver- ið gæti að einsleitni myndi á end- anum færa okkur öllum þá ham- ingju sem við leituðum. Ég fann svo vel hvernig ég og mitt fólk þráðum að vernda ótta okkar; vildum fyrir alla muni ekki leyfa fjölbreytninni að taka yfir. Við vildum friða ótt- ann, halda honum í sóttkví heimsk- unnar, leyfa óttanum að eiga sálir okkar – hér eftir sem hingað til. Auð- vitað er Ísland alltaf að stækka, um leið og það er alltaf að fjúka burt. Og auðvitað mun okkur Íslendingum takast að vernda óttann sem lítur út einsog fjöregg, en er í raun og veru fúlegg. n Sú hlýja býr í hjarta þér og hún er oft á kreiki, kærleiksrík sú kenndin er og kallast sveigjanleiki. Kristján Hreinsson Skáldið skrifar Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Leiðari „Innan- ríkisráð- herra lagði trú- verðugleika sinn að veði í lekamálinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.