Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Qupperneq 46
46 Lífsstíll Helgarblað 20.–23. júní 2014 É g hef alltaf haft mikinn áhuga á mat,“ segir kennarinn, ljós- myndarinn og matarbloggar- inn Helga Kvam sem heldur úti lífsstílsvefsíðunni allskon- ar.is. Býr til eigin tómatsósu Helga segir mataráhugann hafa kviknað þegar hún flutti að heiman. „Ég var ekki nema 16 ára þegar ég fór sjálf að búa. Þá átti maður ekki alltaf mikinn pening en varð að reyna að gera það besta úr því sem mað- ur átti. Heima var ég alin upp við hollan mat, hafragraut, heimabak- að brauð, fisk og grænmeti, og ég vildi halda því áfram. Ég kann ekki að borða rusl,“ segir hún hlæjandi og bætir við: „Stundum átti maður ekki nema einn lauk og einn súpu- tening og þá varð maður að hugsa hvað væri hægt að gera til að gera sem mest úr svo litlu.“ Undanfarið hefur Helga hugsað meira um gæði hráefnisins. „Það er farið að setja svo mikið rusl í matinn auk þess sem það er ódýrara að búa hann til frá grunni. Ég bý til dæmis alltaf til mína eigin tómatsósu. Svo finnst mér „beint frá býli“ mjög jákvæð þróun. Nú geturðu nánast vitað hvað dýrið hét sem þú ert að borða,“ segir Helga sem hef- ur fyrir vikið öðlast breiðari áhuga á mat og matargerð. „Ég vil sýna hrá- efninu virðingu. Fyrir mér er ekki nóg að setja bara pipar á kjötið og henda því inn í ofninn.“ Engin jarðarber í janúar Helga elskar að elda allt árið. „Ef maður kemst í gott hráefni er gaman að elda. Erfiðasti tíminn finnst mér vorin en þá getur orðið erfitt að fá al- mennilegt grænmeti og kartöflur auk þess sem oft er lítið til af kjöti og fisk. Þá getur reynst áskorun að búa til eitthvað gott úr því sem finnst í skáp- um eða er í boði í búðum. Ég reyni til dæmis að kaupa ekki grænmeti sem hefur ferðast hálfan hringinn í kringum hnöttinn. Mér finnst bara ekki passa að borða jarðarber í jan- úar; hef ekki lyst á því.“ Helga býr í sveitinni á Svalbarðsströnd ásamt fjölskyldu sinni. „Við búum hér í himnaríki á jörð. Allt sumarið erum við með fullt hús af gestum og að elda fyrir fólk er það skemmtilegasta sem ég geri. Sumarið fyrir mér byrj- ar samt ekki fyrr en ég fæ nýveiddan sjóbirting og get gert gömlu silunga- súpuna hennar ömmu. Þá er sumar- ið komið.“ n Sumarið hefst með silungasúpu n Helga Kvam elskar að elda allt árið n Heldur úti lífsstílsblogginu allskonar.is Silungasúpa „Stundum átti maður ekki nema einn lauk og einn súputening og þá varð maður að hugsa hvað væri hægt að gera til að gera sem mest úr svo litlu. Silungasúpa fyrir fjóra n 2ja punda bleikja n 1l vatn n 2 lárviðarlauf n 2 tsk. salt n 8 steinlausar sveskjur n 1 dl vatn n 2 msk. sykur n 1 msk. edik n salt og sykur n soðnar kartöflur Undirbúningur: 5 mínútur Eldunartími: 15 mínútur Aðferð: Byrjaðu á að skera bleikjuna í sneiðar, um 3–4 cm þverskorið er hæfilegt. Raðaðu í pott og settu vatnið út í, miðaðu við að vatnið fljóti rétt yfir fiskinn. Settu salt út í og lárviðarlauf og láttu sjóða í 8–10 mínútur, eða þar til fiskurinn er soðinn. Á meðan seturðu sveskjurnar heilar út í lítinn pott með smá vatni og sykri og lætur sjóða á meðan að fiskurinn sýður. Taktu fiskinn úr soðinu og færðu upp á disk. Síaðu soðið og settu í pott, bættu ediki eða sítrónusafa út í, sveskjunum og vatninu af þeim, smakkaðu til með salti og sykri. Þykktu soðið með hveitijafningi; settu 2 msk. af hveiti í glerkrukku og hálffylltu krukkuna með vatni, settu lokið á og hristu eins og kokteilbarþjónn! Þannig færðu kekkjalausan jafning. Helltu út í súpuna á meðan hún sýður og hrærðu vel á meðan. Súpan er sett í skálar, hver og einn verkar svo fisk og kartöflur ofan í sína skál. Múrsteinskjúlli n 1 stór kjúklingur n 1 msk. cayenne-pipar n 1 msk. chiliflögur n 1 msk. paprikuduft n 1 msk. oregano n 1 tsk. tabasco-sósa n 1 msk. szechuan-pipar n 1 msk. svartur pipar, nýmalaður n 1 msk. sjávarsalt n 3 msk. ólífuolía Undirbúningur: 20 mínútur Grill: 30 mínútur Aðferð: Byrjaðu á að klippa niður með hryggnum á kjúklingnum báðum megin og losa úr honum hryggsúluna. Nú geturðu opnað kjúklinginn og flatt hann út. Settu í stóra skál allt kryddið og olíuna og hrærðu vel saman, settu kjúklinginn í skálina og nuddaðu krydd- blöndunni vel inn í hann, nuddaðu undir skinnið á bringunni líka. Láttu standa í 10–15 mínútur til að kjötið taki vel í sig bragðið. Hitaðu grillið á meðan og vefðu múrsteinun- um/gangstéttarhellunni inn í álpappír. 2–3 lög ættu að duga vel. Hafðu grillið á meðal- hita og leggðu kjúklinginn á það með haminn niður. Settu nú steinana ofan á og þrýstu vel þannig að þeir sitji kyrrir. Steiktu kjúklinginn svona í 10 mínútur. Þú þarft að fylgjast vel með grillinu því að mikill safi getur runnið úr kjúklingnum og kviknað í honum. Snúðu nú kjúklingnum við á grillinu, settu steinana aftur ofan á, þrýstu vel niður. Grillaðu í 10 mínútur. Snúðu fuglinum einu sinni enn við, settu steinana ofan á og grillaðu í 10 mínútur í viðbót. Taktu kjúklinginn af og leyfðu kjötinu að hvíla í 5–10 mínútur. Þetta er mjög nauðsynlegt, ef þú skerð of snemma í kjötið missirðu allan safa úr því og situr uppi með þurran kjúkling. Helga mælir með því að drukkið sé með þessu vel kælt Frontera Chardonnay og haft sé fullt af fersku salati og bökuðum kartöflum með. Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Helga Kvam Helga hefur mikinn áhuga á mat og matargerð og heldur úti vefsvæðinu www.allskonar.is. Mynd Völundur JónSSon Sniðugt í sumarveisluna Það er tilvalið að halda skemmti- lega sumarveislu þegar sólin er hátt á lofti. Fjölmargt sniðugt er hægt að gera til þess að lífga veisluna við og hérna eru nokkr- ar hugmyndir að skreytingum og léttum veitingum. Myndirnar eru fengnar af síðunni Pinterest.com þar sem er að finna endalaust magn hugmynda fyrir sumar- veisluna. Melónupinnar Það er skemmtilegt og litríkt að skera niður melónu í bita og setja pinna í melónuna. Þannig eru komnir hollir og góðir melónup- innar. regnhlífakrans Regnhlífar eru til margs góðar. Gömlu góðu kokteilaregnhlíf- arnar geta nýst vel til skreytinga, meðal annars til þess að gera svona skrautlegan regnhlífa- krans. Blómaklakar Gerðu klakana sumarlega með því að setja blóm inn í þá. Settu vatn í klakabox og blóm ofan í vatnið. Frystu það síðan saman. Það gefur drykkjunum skemmti- legan blæ. Melónufata Það er margt skemmtilegt hægt að gera úr melónum. Skerðu strandarfötu úr melónunni. Skreyttu með berjum og skerðu krabba úr melónukjötinu. Eplabátar Epli eru kjörin til þess að nota sem sniðugar skálar í sumarveisl- una. Skerðu innvolsið úr eplinu og skerðu efsta hlutann út sem blóm. Fylltu svo með hverju því sem þig lystir að bjóða upp á.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.