Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Blaðsíða 14
Helgarblað 20.–23. júní 201414 Fréttir
O
lga Genova segir að það að
búa með hennar fyrrverandi
sambýlismanni, Jörgen Má
Guðnasyni, hafi verið eins
og búa ofan á eldfjalli; allt
gat verið í lagi og á næsta augnabliki
gat ofbeldið blossað upp.
Olga er rússnesk og kemur frá
borginni Omsk í Síberíu en hefur
dvalið á Íslandi meira og minna síð-
ustu níu ár. Hún talar prýðis íslensku
en kýs þó að ræða við DV í gegn-
um túlk svo ekkert misskiljist. Af fasi
hennar að dæma er hún hvergi nærri
buguð þrátt fyrir að hafa gengið í
gegnum margt í sambúð sinni með
Jörgen.
Hún hefur kært hann fyrir líkams-
árás, líflátshótun, eignaspjöll, hús-
brot, þjófnað og skjalafals. Hún hefur
auk þess tilkynnt um eftirför, hótanir
og ofsóknir sem og stefnt honum fyr-
ir meiðyrði. Barn þeirra tveggja er í
skjóli í Rússlandi hjá móður Olgu og
er grunur um að það hafi hlotið skaða
vegna líkamsárásar á meðgöngu sem
og harðræðis eftir fæðingu.
DV fjallaði um sviðna jörð Jörg-
ens í parketslípun, ferðaþjónustu og
á leigumarkaði fyrir hartnær tveimur
mánuðum. Ýmis gögn sem DV hef-
ur séð renna stoðum undir frásögn
Olgu; lögregluskýrsla, fjölmargar
skýrslur frá Barnaverndarstofu,
áverkavottorð frá Landspítalanum
og dómur um nálgunarbann sem
hún fékk gegn Jörgen sem var stað-
festur af Hæstarétti.
Olga ræddi fyrst við DV síðast-
liðinn mars, stuttu eftir umfjöllun um
Jörgen. Það var hins vegar ekki fyrr
en nýverið sem hún treysti sér til að
leyfa DV að segja sögu hennar vegna
ótta við fyrrverandi sambýlismann
sinn. Hefur hún komið fyrir eftirlits-
myndavélum á heimili sínu eftir að
hafa fengið múrstein inn um svefn-
herbergisglugga sinn um miðja nótt.
„Dæmigerð saga um
heimilisofbeldi“
„Hvar á að byrja? Þetta er svo löng
saga. Þetta er dæmigerð saga um
heimilisofbeldi fyrst og fremst. Ég
uppgötvaði það almennilega í fyrra,
í nóvember. Það sem ég vil segja frá,
og er mjög mikilvægt fyrir allar kon-
ur að vita, er hvað felst í heimilisof-
beldi. Maður veit aldrei hvenær það
byrjar,“ segir Olga.
Hún leitaði alls átta sinnum til
Kvennaathvarfsins meðan hún var
í sambúð með Jörgen. Hún seg-
ir að hann hafi beitt hana ofbeldi er
hún var komin fimm mánuði á leið
með barn þeirra. Í skýrslu frá Barna-
verndarstofu segir að hún hafi verið
með ýmsa áverka víðs vegar um lík-
ama er hún leitaði til bráðamóttöku
vegna hríðverkja.
Ofbeldið hluti af lífinu
„Eitt skipti þurfti ég að hlaupa út úr
íbúðinni berfætt, þá komin fimm
mánuði á leið.
Það var kona sem bjó við hliðina
á okkur sem keyrði mig þá upp á
Landspítalann því ég var með falskar
hríðir. Þessum manni er alveg sama
þótt kona sé ófrísk, það stoppar hann
ekkert í að beita ofbeldi.
Ástæðan fyrir ofbeldinu var alltaf
einhverjum öðrum að kenna, aldrei
honum að kenna. Hann afsakaði sig
alltaf með því að hinn aðilinn hafi
gert eitthvað á hans kostnað.
Þegar ofbeldið var framið voru
hurðirnar alltaf læstar. Þetta var ekki
eingöngu líkamlegt ofbeldi, eins að
ganga berserksgang og brjóta. Hann
tók skæri og klippti bestu fötin mín.
Hann sagði að það væri vegna stress
í vinnunni eða afbrýðisemi,“ segir
Olga.
Dæmdur fyrir ofbeldi
Jörgen var dæmdur í apríl árið 2012
fyrir ítrekað ofbeldi gegn fyrrver-
andi sambýliskonu sinni. Jörgen
barði hana ítrekað árið 2010. Ákær-
an á hendur honum vegna ofbeld-
isins var í þremur liðum og varðaði
þrjú tilfelli.
Fyrsta árásin átti sér stað laugar-
daginn 11. mars fyrir utan Thorvald-
sen. Þar sló hann hana í magann
með þeim afleiðingum að hún féll í
götuna. Önnur árásin átti sér stað 1.
maí 2010. Þá réðst hann á hana, sló
hana í andlitið og reif í hár hennar og
skellti henni í gólfið. Þriðja árásin átti
sér stað fyrir utan Kaffi Loka í mið-
bæ Reykjavíkur hinn 21. desember
2010, en þá sparkaði hann fast í rass
hennar og sló hana í andlitið. Við
það hlaut hún mar yfir nefhrygg og
spjaldhrygg og tognun í hálsi.
Fyrir brotin var hann dæmdur í
hálfs árs fangelsi, en þar af eru þrír
mánuðir bundnir skilorði til þriggja
ára. Hann hefur ekki hafið afplánun
vegna þessa dóms.
Er Jörgen var dæmdur fyrir lík-
amsárás gegn fyrrverandi sam-
býliskonu sinni var Olga ófrísk og
með honum í sambúð. Hún segist
ekki hafa haft hugmynd um hversu
alvarlegt þetta var. „Ég vissi í raun-
inni ekki hvað var að gerast,“ segir
Olga.
Ein á Íslandi
Olga segir að staða sín hafi ver-
ið enn erfiðari vegna þess að hún
hafði engan til að snúa sér til, hún
átti enga aðstandendur hér á landi
og á þessum tíma hafi íslenska
hennar ekki verið góð. „Hann batt
þannig um hnútana að alltaf þegar
eitthvað gerðist þá fylgdist hann
með mér tvo, þrjá daga á eftir. Ég
mátti ekki fara neitt og hann pass-
aði í hverja ég hringdi.
Hann hafði stjórn og hótaði mér
alltaf: „Ef þú ferð til barnaverndar
eða ef þú ferð til lögreglunnar þá
veistu að það getur gerst eitthvað
mikið verra.““
Barnavernd gekk í málið
Olga segir að barnavernd hafi far-
ið að fylgjast með þeim um svipað
leyti og hún þurfti að fara á bráða-
móttökuna ólétt. „Konan kvartar
undan verkjum í kvið í kjölfar of-
beldis sem og samdráttum, auk ótta
við að eitthvað ami að barninu,“
segir í skýrslu sem Barnavernd
Reykjavíkur barst frá Landspítalan-
um vegna þess máls. Í sömu skýrslu
kemur fram að læknir við Landspít-
alann hafi tilkynnt barnavernd um
ofbeldið „þar sem ógn þótti standa
að heilsu og lífi ófædds barns“. Í
þeirri tilkynningu segir „á henni
voru sýnilegir áverkar og hún aug-
ljóslega hrædd“.
„Það sem gerðist þegar barna-
vernd var komin í málið var að hon-
um var sagt að fara til fjölskyldusál-
fræðings. Ég frétti það síðar að hann
fór bara eitt, tvö skipti og kláraði
það aldrei. Hann laug að mér að
hann hefði farið og sagði alltaf að
niðurstaðan hjá sálfræðingnum
hafi verið að það væri eitthvað að
mér en ekki að honum.
n Olga Genova segir frá sambandi sínu við Jörgen Má Guðnason
n Hefur kært hann fyrir ofbeldi, líflátshótun og eignaspjöll
Á bráða-
móttöku
með áverka
á meðgöngu
„Ég
bjó
ofan á eld-
fjalli sem
gat gosið
skyndilega
Það er eitt þegar maður lem-
ur konu en það er annað þegar það
stoppar hann ekki þegar hún er með
barn í höndunum,“ segir Olga.
Reyndi að vera góð
Olga segir að hún hafi reynt að frið-
þægja Jörgen eftir fremsta mætti er
hún fann að stutt væri í reiðikast.
Hún þorði ekki að kæra hann. „Ég
bjó ofan á eldfjalli sem gat gosið
skyndilega. Stundum sá ég að það
var stutt í næsta gos.
Þá reyndi ég að vera góð og tala
við hann eins og barn, segja hon-
um það sem hann vildi heyra. Ég var
svo hrædd að ég þorði ekki að kæra
hann. Ég var með lítið barn á brjósti
og var alveg háð honum,“ skýrir hún.
Nýfarin að horfa í augu fólks
Olga segir að Jörgen hafi sagt sér að
loka Facebook-síðu sinni og hindrað
sig í að hitta vini sína á Íslandi. „Það
var ekki þannig að hann stöðvaði
mig líkamlega heldur var það frekar
þannig að ég þorði ekki að storka
honum því þá var líklegra að eitt-
hvað myndi gerast.
Ég gat ekki horft framan í ann-
að fólk, ef ég gerði það sagði hann
ógeðslega hluti um mig. Það er nú
fyrst síðustu mánuði sem ég er far-
Hjálmar Friðriksson
hjalmar@dv.is „Þessum
manni er
alveg sama þótt
kona sé ófrísk,
það stoppar hann
ekkert í að beita
ofbeldi
Kærður Olga hefur kært Jörgen Má fyrir lík-
amsárás, líflátshótun, eignaspjöll, húsbrot,
þjófnað og skjalafals.