Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Qupperneq 41

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Qupperneq 41
Helgarblað 20.–23. júní 2014 Skrýtið Sakamál 41 Morðinginn frá Mound City n Charles Ray komst upp með mörg morð n 16 fórnarlömb á 12 árum C harles Ray Hatcher, fæddur 16. júlí 1929, í Mound City í Missouri í Bandaríkjunum, var yngstur fjögurra barna Jesse og Lulu Hatcher. Jesse þótti sopinn góður, hafði glæpaferil og fangelsisvist á bakinu og var of- beldishneigður í ofanálag. Charles var tíðum strítt í skóla og vílaði ekki fyrir sér að svara með hnefunum. Brotaferill Charles hefst Árið 1947 fékk Charles tveggja ára skilorðsbundinn dóm fyrir bíl- þjófnað og ári síðar fékk hann tveggja ára dóm fyrir sams konar brot. Þaðan í frá var Charles meira eða minna á bak við lás og slá til 1963, en þá lauk hann afplánun dóms sem hann fékk fyrir tilraun til að nema á brott 16 ára blaðadreng, Steven Pellham. Í ágúst 1969 rændi Charles 12 ára dreng, William Freeman, í Antioch í Kaliforníu, og kyrkti hann með berum höndum í af- skekktu gili. Síðar í sama mánuði, 29. nánar tiltekið, hvarf sex ára drengur, Gil- bert Martinez, í San Fransisco. Sex ára vinkona Gilberts sagði að hann hefði farið með manni sem lofaði honum ís. Einhverju síðar gekk maður, sem var að viðra hund sinn, fram á Charles þar sem hann beitti drenginn hvort tveggja í senn bar- smíðum og kynferðislegu ofbeldi. Uppdiktuð nöfn Lögreglunni tókst að hafa hendur í hári Charles, sem sagðist heita Al- bert Ralph Price. Sem Albert Price var Charles ákærður fyrir mannrán og kynferð- islegt ofbeldi og var settur í geðmat. Í desember 1970 var Charles þvælt ítrekað á milli geðsjúkrahúss, þar sem hann var ýmist úrskurðaður sakhæfur eða ekki, og fangelsis. Það var ekki fyrr en í ágúst 1972 að ákveðið var að réttað skyldi yfir Charles og í apríl 1973 var hann dæmdur til að vera í fangelsi allt frá einu ári til lífstíðar og var hann sendur í miðlungs öryggisfangelsi í Vacaville. Skammgóður vermir Charles sætti geðrannsókn með reglulegu millibili og var litla breytingu að sjá allt til ágúst 1975 og ári síðar fékk hann jákvæðan vitnisburð hjá nefnd þeirri sem tók ákvörðun varðandi reynslulausn, sem Charles fékk í janúar 1977. Í september 1978 var Charles handtekinn í Omaha undir nafn- inu Richard Clark fyrir að beita 16 ára dreng kynferðislegu ofbeldi. Hann var sendur á geðdeild og sleppt í janúar 1979. Í maí sama ár var hann handtekinn eftir að hafa reynt að myrða sjö ára dreng. Charles var sendur á geðdeild, ákæra vegna málsins var felld nið- ur og honum sleppt í maí 1980. Tveimur mánuðum síðar var hann sendur á sömu geðdeild vegna enn einnar líkamsárásar en flúði þaðan í september. „Richard Clark“ tekinn aftur Hinn 9. október 1980 var Charles, undir nafni Richards Clark, hand- tekinn í Lincoln í Nebraska fyrir tilraun til að nauðga 17 ára dreng. Hann var sendur á geðdeild en sleppt 21 degi síðar. Um miðjan janúar 1981 var „Richard Clark“ handtekinn í Des Moines í Iowa eftir að hafa beitt hníf í slagsmálum. Hann dvaldi á hinum ýmsu geðdeildum en var sleppt í apríl. Fjöldi morða á samviskunni Undir lok júlí 1982 fann göngu- fólk illa farnar líkamsleifar 11 ára stúlku, Michelle Steele, sem hafði verið barin og kyrkt og skilin eftir við árbakka Missouri-fljóts. Daginn eftir var Charles hand- tekinn er hann reyndi að skrá sig inn á St. Joseph-sjúkrahúsið. Á meðan hann beið réttarhalda ját- aði hann á sig 16 morð, frá árinu 1969. Þar á meðal var morðið á fjögurra ára dreng, Eric Christgen, sem horfið hafði í maí 1978 í St. Joseph. Þekktur perri í bænum hafði hlotið dóm fyrir morðið á sínum tíma og sat í fangelsi allt þar til Charles viðurkenndi sekt sína. Við réttarhöldin fór Charles fram á dauðadóm yfir sér, en kviðdómur var ekki á því og fékk hann lífstíðardóm 3. desember 1984. Fjórum dögum síðar hengdi Charles Ray Hatcher sig í klefa sín- um í Missouri-fangelsinu. n „Við réttar- höldin fór Charles fram á dauðadóm yfir sér, en kviðdómur var ekki á því Charles Ray Hatcher Gekk undir mörgum nöfnum, þeirra á meðal Albert Ralph Price, Richard Lee Grady og Richard Clark. Morðingi líflátinn 63 ára fangi á dauðadeild í Flór- ída, John Ruthell Henry, var tekinn af lífi á miðvikudag fyr- ir morðið á eiginkonu sinni og stjúpsyni árið 1985. Henry stakk eiginkonu sína, Suzanne Henry, til bana áður en hann lagði til fimm ára sonar hennar með hnífnum nokkrum klukkustund- um síðar. Árið 1976 játaði Henry að hafa myrt aðra konu, Patriciu Roddy, og sat hann aðeins inni í sjö ár vegna morðsins. Hæsti- réttur synjaði beiðni lögmanna Henrys sem vildu að dómn- um yrði breytt í lífstíðarfangelsi. Sögðu þeir að Henry væri and- lega veikur. Nauðgaði stúlku og smitaði af HIV Þrjátíu og eins árs karlmaður í Dallas í Bandaríkjunum hef- ur verið dæmdur í 75 ára fang- elsi fyrir að nauðga fimmtán ára stúlku og smita hana um leið af HIV-vírusnum. Maðurinn, Matt- hew Louis Reese, játaði sök í mál- inu, að hafa nauðgað stúlkunni og hótað henni með banvænu vopnu til að fá vilja sínum fram- gengt. Saksóknarar fóru fram á 95 ára fangelsi yfir Reese og sögðu hann hafa vísvitandi smitað stúlkuna af vírusnum. Með byssu í bossanum Þrjátíu og tveggja ára maður skaut tveimur skotum að lög- reglumönnum skömmu eft- ir að hann var handtekinn vegna neyslu metamfetamíns á veitingastað McDonalds í Denver í Bandaríkjunum fyrir skemmstu. Atvikið átti sér stað þegar komið var með manninn á lög- reglustöð, en þá neitaði hann að stíga út úr bifreiðinni. Lög- reglumönnunum að óvörum dró maðurinn upp byssu og skaut að þeim, þrátt fyrir að hann væri í handjárnum. Hafði hann falið byssuna milli rasskinnanna. Ann- ar lögreglumannanna svaraði í sömu mynt og skaut manninn, Isaac Vigil, í kviðinn. Hann lifði árásina af. Málið þykir hið vandræðaleg- asta fyrir lögregluna enda fullyrtu lögregluþjónarnir sem handtóku hann að þeir hefðu leitað á Isaac í þrígang, en aðeins fundið hníf og krakkpípu. Isaac þessi hefur nú verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og ólöglegan vopna- burð. Má hann eiga von á því að dúsa lengi í fangelsi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.