Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Blaðsíða 19
Helgarblað 20.–23. júní 2014 Fréttir 19 Þ etta er landlægur andskoti hjá Innheimtustofnun, þeir taka ekkert mið af aðstæð- um fólks,“ segir maður sem óskar eftir að vera ekki nafn- greindur, í samtali við DV. Hann var úrskurðaður gjaldþrota í apríl árið 2012, en gjaldþrotalög sem sett voru árið 2010 segja til um að tveim- ur árum eftir gjaldþrot fyrnist allar skuldir, nema lánardrottinn höfði mál og fái fyrningarslit viðurkennd. Maðurinn segir að Innheimtustofn- un sveitarfélaga hafi nú, eftir þennan lögbundna tíma, reynt að gera kröfu um fjárnám vegna vangoldinna meðlagsgreiðslna. Fyrst hafi verið reynt að fá hann til að gangast á ný við skuld sem þó ætti að vera fyrnd. Gunnar Kristinn Þórðarson, stjórn- arformaður Samtaka meðlagsgreið- enda, segir mál mannsins vera fjarri lagi einstakt. Forstjóri stofnunarinn- ar segir að hvert mál sé skoðað fyr- ir sig. Reyndu að semja um skuld sem var fynd Að sögn mannsins hefur hann þurft að standa í stappi við Innheimtu- stofnun sveitarfélaga lengi. „Ég er nýbúinn að fara í gegnum gjald- þrot og því lauk öllu núna í apríl. Þá reyndu þeir að senda mér rukk- anir og sömuleiðis fékk ég skjal þar sem þeir segjast vera svo fínir að þeir ákváðu að fella niður hjá mér skuld- ir en eftirstöðvarnar eru þó þessar og þú verður að semja um þær. Ég hafði samband við skiptastjóra og hann sendi aftur gögn, sem hann var þó búinn að senda áður, til þeirra,“ út- skýrir maðurinn. Margbúið að senda gögn Þrætu mannsins við stofnunina var þó ekki lokið því fyrr í mánuðinum fékk hann stefnu um fjárnám. „Þá var ég búinn með fyrningartímann og allt átti að vera dautt og grafið. Fjár- námið var upp á alla upphæðina. Ég sendi þetta strax allt á lögmanninn og þá kom upp úr Innheimtustofn- un að þeir ætluðu að fara í það að afturkalla þessa fjárnámsbeiðni og fella niður kröfurnar. Þá þóttust þeir ekki hafa fengið nein gögn um gjald- þrotið, segja: „jú, við vorum að finna kröfuna í Lögbirtingablaðinu“, sem er bara kjaftæði. Spurningin er: ef ég hefði verið alveg grænn og bara far- ið til þeirra og samið um þessa skuld hefði ég þá með því verið að viður- kenna þessar skuldir aftur?“ spyr hann. Niðurfella ekki sjálfkrafa Innheimtustofnun sveitarfélaga lét gera mat hjá LEX lögmannstofu um lögmæti slíkra aðgerða fyr- ir rúmu ári. Í álitsgerð kemur fram að Innheimtustofnun sé „að líkind- um bundin af fyrningarreglu [...] um tveggja ára fyrningarfrest allra krafna“. Samkvæmt þeirri álitsgerð telur Innheimtustofnun að gjald- þrota einstaklingur þurfti að óska sérstaklega eftir niðurfellingu, líkt og mál mannsins ber vitni um. „Það sem þeir segja, sem lögfræðingar eru ósammála um, er að einstakling- ur verði að hafa frumkvæði af því að óska eftir niðurfellingu. Ef hann ger- ir það ekki þá halda þeir áfram þó að tvö ár séu liðin frá skiptalokum. Þetta eiga þeir að gera sjálfir sjálf- krafa. Meðlagsgreiðandi sem varð gjaldþrota þarf ekki að fara fram á það sérstaklega og skiptastjórar gera ráð fyrir því að þetta gerist sjálfkrafa líkt og með aðrar kröfur,“ segir Gunn- ar Kristinn Þórðarson, stjórnarfor- maður Samtaka meðlagsgreiðenda, í samtali við DV. Hvetur íhugun um gjaldþrotaskipti Segir hann mál mannsins ekki vera einstakt og hafi hann heyrt sambæri- legar sögur. Telur hann allar líkur á að ákvæðið í gjaldþrotalögunum frá árinu 2010 um tveggja ára fyrningar- tíma renni út um áramót. „Það verður tekið til endurskoðunar og að öllum líkindum fellt niður því að lánastofn- anir eru að þrýsta á það. Því hvetjum við alla meðlagsgreiðendur sem eru komnir í ósjálfbæra stöðu að íhuga þann möguleika mjög vel að gera sig gjaldþrota áður en þetta ákvæði renn- ur út,“ segir hann. Fleiri dæmi Sigurður Snædal Júlíusson, lögmað- ur hjá Íslögum, segist í samtali við DV þekkja tvö önnur dæmi um það að Innheimtustofnun sveitarfélaga hafi gert tilraun til að rukka skuldir eft- ir fyrningu. Í báðum tilvikum var um að ræða skjólstæðinga hans. „Það var raunverulega núna fyrst um áramótin sem fyrning gat komið til greina. Ég var að aðstoða mann þá sem vildi fá þetta fellt niður. Ég sendi nú bara bréf fyrir hans hönd og krafðist þess að þetta yrði fellt niður. Innheimtu- stofnun tók sér einhvern tíma til að skoða þetta og síðan var niðurstaðan sú að þetta var fellt niður,“ segir hann. Að hans sögn hafi ekki endilega verið óeðlilegt í fyrstu að nauðsynlegt væri að ganga eftir niðurfellingu þar sem um lagabreytingu væri að ræða. Vilja skoða hvert tilvik Í samtali við DV segir Jón Ingvar Páls- son, forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaga, að fjallað sé sérstak- lega um hvert mál á stjórnarfundum. Að hans sögn fari stofnunin eftir áliti LEX hvað fyrningartíma varðar. „Það er ekkert sem bannar einum né nein- um að greiða eitthvað sem eru, inn- an gæsalappa, fyrndar kröfur, það er ekkert í lögfræði sem bannar það. Við viljum bara skoða hvert tilvik fyrir sig og hvort það eru áfallandi meðlög eða jafnvel hvort kostnaður hafi fallið á þessu tveggja ára tímabili. Við get- um ekkert vitað hvað gerist á þessu tveggja ára tímabili og við vissum ekkert af lagasetningunni fyrr en hún kom,“ segir Jón Ingvar. n n Innheimtustofnun hugðist gera fjárnám hjá gjaldþrota manni n Dæmin nokkur Reyna að rukka fyrndar skuldir Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is „Ekkert sem bannar einum né neinum að greiða eitthvað sem eru, innan gæsalappa, fyrndar kröfur. Vissi ekki af lagasetningunni Jón Ingvar Pálsson, forstjóri Innheimtustofn- unar sveitarfélaga, segir að hvert einstakt tilvik sé skoðað fyrir sig. MyNd ARNi RuNARssoN stjórnarformaður sam- taka meðlagsgreiðenda Gunnar Kristinn Þórðarson hvetur þá sem skulda meðlag að íhuga að gera sig gjaldþrota áður en árið er liðið. MyNd sigtRygguR ARi„Þá þóttust þeir ekki hafa fengið nein gögn um gjaldþrotið Neyslugleði hjá landanum Raunvöxtur kortaveltu einstak- linga í maí síðastliðnum nam 7,5 prósentum frá sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram á vef Greiningar Íslandsbanka en þar segir að þetta sé hraðasti raun- vöxtur kortaveltu á milli ára síð- an í október 2011. Hefur korta- velta einstaklinga ekki verið meiri í maímánuði að raunvirði síðan fyrir hrun, og á það bæði við kortaveltu innanlands sem og erlendis. Kortavelta einstak- linga innanlands jókst um 6,2 prósent í maí að raungildi á milli ára. Á sama tímabili óx korta- velta einstaklinga erlendis um 19,1 prósent, en sá vöxtur er í takti við þá þróun sem verið hefur síðustu misserin þar sem ör vöxtur erlendra netverslana hefur spilað stóra rullu. Að sögn Íslandsbanka gætir þó einnig áhrifa af þeirri aukningu sem orðið hefur í utanlandsferðum á árinu, en samkvæmt tölum Ferðamálastofu þá hafa ekki jafn margir Íslendingar haldið utan á fyrstu fimm mánuðum ársins síðan fyrir hrun og nú í ár. Við þetta má bæta að aðrar vísbendingar um neyslu heim- ilanna eru á sama veg. Þannig hefur gríðarleg fjölgun orðið á nýskráningum bifreiða á árinu, og samkvæmt upplýsingum frá Bílgreinasambandinu þá var sala á nýjum bílum 51 prósenti meiri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra, en bifreiðakaup eru stór hluti þeirrar einkaneyslu sem ekki er greidd með greiðslukortum. Samtals hafa verið skráðir 4.412 fólksbílar á fyrstu fimm mánuðum ársins og er það 32 prósenta aukning frá fyrra ári. Þá nefnir Íslands- banki að einnig megi nefna að talsverður vöxtur hafi verið í allri tegund verslunar í maí síðast- liðnum samkvæmt þróun smá- söluvísitölu Rannsóknarsetur verslunarinnar. „Mamma, er eitthvað að?“ Konan sem vann tuttugu millj- ónir í lottói eftir útdrátt á laugar- dagskvöldið ætlar að leggja pen- ingana inn á banka til að reyna að ávaxta þá. Á mánudeginum rakst hún á miðann sem hún hafði keypt, bar saman tölurn- ar og gekk í rólegheitum inn í Hagkaup þar sem miðinn var keyptur. Dóttir hennar skaust inn í búð eftir vörum og þegar þær mæðgur hittust inni í verslun- inni spurði dóttirin: „Mamma, er eitthvað að?“ og fékk svarið: „Ég var að vinna tuttugu millj- ónir í Lottóinu!“ Konan segist einnig ætla að fara í stutta ferð til útlanda þegar líður á haustið því henni líði svo miklu betur í hitanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.