Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Blaðsíða 22
Helgarblað 20.–23. júní 201422 Fréttir „Rannsóknir eru að fara af stað á næstu vikum. Jarðvegs- og lífrík- isrannsóknir, öldu- og straummæl- ingar og fleiri þættir,“ segir Haf- steinn. „Það er auðvitað ekkert ákveðið í þessu enn þá. Ef rann- sóknir á lífríki og umhverfi koma vel út þá er næsta verkefni að frum- hanna höfn á staðnum. Ef menn síðan meta staðsetninguna sem fýsilegan kost til þess að byggja höfn er næsta skref að fara með fram- kvæmdina í umhverfismat.“ Haf- steinn segir að framkvæmdir gætu hafist í allra fyrsta lagi haustið 2018 ef allt gangi upp. Mjög líklega seinna en það. Hafsteinn segir hlut- verk Finnafjarðarhafn- ar ekki liggja fyrir svo snemma í ferlinu en miðað við áætlaða stærð hennar gæti hún sinnt allri hafnarstarfsemi sem hugsast getur á þessu svæði. Miklir og fjölbreyttir möguleikar „Ef vöru- flutningar hefj- ast um pól- svæðið með einum eða öðrum hætti gæti þessi höfn sinnt því. Hún gæti verið umskipunarhöfn fyrir bíla- flutninga, tekið við námuefni frá Grænlandi. Jafnvel til frekari vinnslu þar sem gríðarlegt landflæmi er í firðinum, tilbúið undir hvers konar iðnað. Höfnin gæti þjónustað skip við olíuleit og ef gas finnst á Dreka- svæðinu, eins og mörgum finnst lík- legra en olía, þá er stysta leið fyrir lögn í land á Langanesi. Finnafjörð- ur gæti því orðið gasvinnslusvæði einnig. Það eru ótal möguleikar auk þess sem höfnin gæti sinnt hlutverki öryggishafnar í Norðaustur-Atlants- hafi.“ Hafsteinn telur kosti Finnafjarðar einstaka, ekki bara á lands- vísu heldur víð- ar. „Þar er mik- ið flatlendi af malarhjöll- um sem er mjög hentugt byggingar- land, einir 1.700 hekt- arar. Síð- an gætu við- legukantar hafnarinnar verið einir sex kílómetrar. Auk þess sem mik- ið dýpi er á staðn- um. Það er ástæða fyrir því að fyrirtæki eins og Bremen Ports telur Finnafjörð álit- legasta staðinn til þess að sinna norð- urslóða- Þ að eru mörg stór vanda- mál við að flytja gáma yfir norðurskautið,“ seg- ir David Bull, breskur flutningahagfræðingur sem starfar fyrir ráðgjafarfyrirtækið Ocean Shipping Consultants. Hann segir að við bestu mögu- legu aðstæður sé um sparnað að ræða með því að sigla yfir norðurpólinn þrátt fyrir há gjöld Rússa. Hins vegar ríki mikil óvissa um siglingar á þessum slóðum, mörgum spurningum sé ósvarað og bestu mögulegu aðstæður séu aðeins fáa mánuði á ári. David hélt fyrirlestur á ráðstefnunni Arctic Shipp- ing í Helsinki í Finnlandi fyrr á árinu. Þar talaði hann um skipaumferð yfir norður- pólinn undanfarin ár, mögu- legan sparnað í magn- og gámaflutningum, gerð- ir skipa og annað sem snýr að norðursiglingum. „Meðal þess sem ég talaði um á ráðstefnunni var umferð um norðurpólinn. Hún hefur aukist hægar en menn reiknuðu með. Hún fór úr 40 skip- um fyrir tveimur árum í 70 skip í fyrra. Það er mun hægari vöxtur en búist var við og ís hefur ekki hop- að jafn hratt og gert var ráð fyrir. Reiknað var með að fjöldinn færi í 100, 300 og svo framvegis. Í fyrra fóru til samanburðar um 16.000 skip um Súesskurðinn.“ Suðlægari hafnir vænlegri Út frá mögulegum hindrunum og grynningum á leiðinni með ströndum Rússlands tók David dæmi um flutningaskip af Pana- max-staðli sem gæti borið um 80.000 tonn (DWT). Er þar um magn- eða „bulk“-flutninga að ræða. Samkvæmt útreikningum Davids var sparnaðurinn í kring- um 150.000 dollarar, eða um 17 milljónir króna. Samkvæmt út- reikningum Davids var sparnaður á gámaflutninga meiri, eða 580.000 dollarar miðað við 8.000 TEU-ein- inga skip. Það eru 66 milljónir króna, eða í kringum 80 dollara á TEU-einingu sem samsvarar 20 feta gámi. Þessir flutningar miðast við flutning frá svæðinu í kringum Japan og til Rotterdam. En helsta gagnrýni Páls Hermannsson- ar snýr einmitt að því að réttara væri að miða við suðlægari hafnir beggja megin leiðarinnar. Útreikningar Davids miðast við mögulega bestu aðstæður þegar ís er sem minnstur. „En til að geta rekið gámaflutninga með arðbær- um hætti þarf að vera hagkvæmni og áreiðanleiki til staðar. Því eru mörg vandamál sem þarf að leysa og óvíst hvort sé hægt að leysa. Sá stöðugleiki sem þarf næst lík- lega ekki á þessum slóðum í bráð. Annað sem þarf að hafa í huga er hvort varningurinn sem verið er að flytja þoli þann mikla kulda sem er á svæðinu í langan tíma. Það eru möguleikar en þetta eru langtíma hugleiðingar sem krefjast vand- aðra rannsókna og mikillar vinnu.“ Engin skemmtisigling Þá segir David að ekkert hafi ver- ið rætt um hverjir eigi að manna þau skip sem sigli á þessum slóð- um. „Hvaða áhafnir eiga að manna skipin? Skip frá Kína og Asíu eru að miklu leyti mönnuð af Kínverjum, Filippseying- um og öðrum þjóðum á svip- uðum slóðum. Það eru mik- il viðbrigði fyrir menn sem eru ekki vanir slíkum aðstæð- um að fara úr 30 stiga hita í -20 gráður. Þar sem er jafnvel myrkur allan sólarhringinn og ekki hægt að fara út á þil- far vegna kulda. Þetta verður engin skemmtisigling.“ David segir aðallega Kín- verja hafa áhuga á því að sigla þessa leið en stærstu skipafyr- irtæki Kínverja eru ekki þekkt fyrir hagkvæmni í rekstri líkt og til dæmis Maersk sem hafa afskrifað flutninga á þessum slóðum. „Fyrir Kínverja gæti verið um töluverða hagsmuni að ræða. Þeir vilja á einhverjum tímapunkti sigla utan landhelgi Rússlands og eru þegar byrjað- ir að smíða sína eigin ísbrjóta. Kínverjar horfa á þetta öðrum augum en út frá hinu hefðbundna viðskiptamódeli sem þekkt er á Vesturlöndum. Sem snýst um að hámarka hagnað. Framleiðsla er mikil í Kína og þeir eru að horfa til þess að stjórna allri keðjunni. Eiga vörurnar, flutningsfyrirtækin og ísbrjótana. Þeir líta á þetta sem heildarmynd. Þegar þú ert kominn yfir pólinn er stutt til bæði Ame- ríku og Evrópu í þessum skilningi.“ Skipin eru dýrari David segir að eigi siglingar á norðurslóðum að ganga upp verði það að ganga upp rekstrarlega. „Skipin sem þarf í þetta eru að minnsta kosti 30 prósent dýrari en fjárfesting sem þegar er mjög dýr. Þá er lítið vitað um olíukostnað þar sem okkar útreikningar byggð- ust á bestu mögulegum aðstæð- um. Væntanlega eykst olíukostn- aður þegar viðnám vegna íss eykst. Án þess að ég sé sérfræðingur í því. Það eru vissulega möguleikar til staðar en óvissan er einnig mik- il. Það þarf að stíga varlega til jarð- ar og kanna hlutina mjög vel.“ n asgeir@dv.is siglingum. Þessar stærstu hafnir í Evrópu eru byggðar upp á löng- um tíma innan um byggð. Það er einstakt að geta byggt höfn sem þessa án þess að þar sé þéttbýli sem verður fyrir raski.“ Ísinn hopar og hopar Spurður um gagnrýni Páls segir hann vissulega óvissu vera til staðar en möguleikarnir séu miklir. „Ég hef setið á mörgum ráðstefnum þar sem sérfræðingar hafa talað öðru máli. Þeim ber flestum saman um að þótt rekstrarkostnaður sé hærri sé leiðin svo mikið styttri að hagræðingin sé gríðarleg.“ Hafsteinn segir útlit fyrir að inn- an 30–40 ára verði siglingar þvert yfir pólinn raunhæfur kostur allt árið. Í grein sinni nefnir Páll 30–70 ár eftir því hvaða spá sé tekið mið af. „Núna er 70 prósent af ísnum sem er á svæðinu eins árs gamall. 30 prósent er þá tveggja ára eða meira. Þessi ís er á bilinu 30–160 sentímetra þykk- ur. Ísinn verður þynnri og þynnri og eftir 30–40 ár er því spáð að enginn ís á svæðinu verði meira en eins árs gamall. Þegar þetta gerist fara skipin í gegnum hafflötinn miðjan og geta verið af hvaða stærð sem er og þurfa ekki að greiða himinhá gjöld til að sigla með ströndum Rússlands. Hvar lenda þessi skip þá? Finna- firði.“ Hafsteinn segir að skip verði orðin það öflug þegar þarna komi við sögu að þau muni geta siglt í gegnum ís af þessu tagi allt árið. Gefur lítið fyrir gagnrýni Maersk Í grein sinni nefnir Páll að forstjóri Maersk, stærsta skipafélags heims, hafi afþakkað boð um að vera við- staddur ráðstefnu í Hörpu í október sem fjallar um málefni norðurslóða og siglingar. Skömmu síðar var hann í viðtali í Financial Times þar sem hann taldi flutninga um norð- urpólinn ekki samkeppnishæfa á næstu áratugum. Hafsteinn telur skýringuna á þessari afstöðu Maersk vera að fyr- irtækið hafi fjárfest gríðarlega mikið í kerfum við hafnir og skipum sem henti Súesleiðinni. Að auki eigi þeir hlut í Súesskurðinum og þeirra skip séu sérstaklega hönnuð fyrir þá sigl- ingaleið. Í viðtalinu við David Bull sem er hér til hliðar kom fram að sparnaður á TEU-einingu séu um 80 dollarar samkvæmt siglingum frá svæði nærri Japan til Rotterdam á besta tíma yfir sumarið. „Það kostar á bilinu 400–500 dollara að flytja 20 feta gám frá Kína til Evrópu. Við erum því að tala um gríðarlegan sparnað, kringum 20 prósent á gám sem er ekkert smá. Áfram ís á pólnum Steingrímur Jónsson, prófessor við Háskólann á Akureyri og doktor í hafeðlisfræði, segir ljóst að bráðnun íss sé að aukast á þessum slóðum. „Ætli það sé ekki frekar spurning um hvenær frekar en hvort hægt verði að sigla á þessum slóðum í auknum mæli.“ Steingrímur segist þó ekki hafa lagt neitt sérstakt mat á hvort það sé hagkvæmt eða betri kostur en aðrar siglingar. „Það verður samt aldrei alveg autt á þessum slóðum. Eða allavega ekki í fyrirsjáanlegri framtíð. Það verður alltaf ís á þessum slóðum að vetrar- lagi. En eftir einhvern tíma er mögu- legt að hægt verði að sigla yfir miðj- an pólinn einhvern tíma árs. Það er að segja seinnipart sumars þegar ís er í lágmarki. En það verður alltaf ís á þessum slóðum að vetri til.“ Þörf á frekari rannsóknum Samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja fyrir eru mikil tækifæri á norð- urslóðum en sennilega enn meiri óvissa. Leiða má að því líkur að þau kínversku flutningsfyrirtæki sem sýni norðurslóðasiglingum sérstak- an áhuga gera það ekki einungis vegna hagrænna sjónarmiða. Fyrir- tæki eins og Maersk og fleiri, líkt og fram kemur í könnuninni sem Páll Hermannsson vitnar í í grein sinni, telja ekki hagkvæmt að svo stöddu að stunda slíkar siglingar. Ís hefur hopað mikið á svæð- inu og mun að öllum líkindum gera áfram. Hins vegar hefur þróunin ekki verið eins hröð og búist var við. Líklegt er að hægt verði að sigla yfir miðjan pólinn eftir 30–70 ár þegar aðstæður eru sem allra bestar en ís verður á svæðinu að vetri til um ófyrirséða framtíð. Það er því mjög mörgum spurningum ósvarað og þörf á frekari rannsóknum. n Sparnaður en mikil óvissa David Bull flutningahagfræðingur og sérfræðingur um norðurslóðasiglingar Hafís að vetri og sumri Myndin með fjólubláa svæðinu sýnir hafís og norðurpólinn í mars 2012 þegar hann nær hámarki ár hvert. Myndin með græna litnum sýnir svo hafís um miðjan september 2012 þegar hann var í sögulegu lágmarki. „ Það verður samt aldrei alveg autt á þess- um slóðum David Bull Flutningahagfræðingur hjá ráðgjafar- fyrirtækinu Ocean Shipping Consultants. Hafsteinn Helgason Verkfræðingur hjá Eflu og ráðgjafi fyrir þýska fyrir- tækið Bremen Ports um framkvæmdir í Finnafirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.