Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Blaðsíða 60
Helgarblað 20.–23. júní 201460 Fólk Rihanna. Kjóll Rihönnu vakti mikla athygli, en hún er ekki sú fyrsta til að koma fram í gegnsæjum kjól. Mynd ReuteRs Frægar í gegnsæju n Rihanna ekki sú fyrsta sem sýnir allt í gegnum fötin Þ egar söngkonan Rihanna kom fram í gegnsæjum kjól á CFDA Fashion Awards fyrir nokkrum vikum stóð heims- byggðinni ekki á sama, en kjóllinn vakti vægast sagt mikla athygli. Ef nánar er að gáð má aftur á móti sjá að Rihanna er ekki sú eina sem komið hefur fram í gegnsæjum kjól, eða nöktum kjól eins og tegund- in er gjarnan kölluð. Sjáðu sögu gegnsæja kjólsins og hvaða stjörn- ur hafa verið ófeimnar við að sýna hold. n Iggy Azalea Hin 23 ára söngkona skart- aði gegnsæjum kjól á MTV Video Music Awards árið 2013. Miley Cyrus Miley er óhrædd við að koma fólki á óvart. Hér er hún á iHeartRadio Music Festival árið 2013. Melody thornton Pussycat Dolls- stjarnan á Elle's Women in Music Awards árið 2012. toni Braxton Tónlistarkonan Toni Braxton var heldur áberandi á Grammy-verðlaununum 2001. Rose McGowan Leikkonan mætti ófeimin á MTW Video Music Awards árið 1998. Lady Gaga Hún var heldur fáklædd í eftirpartýi eftir CFDA verðlaunahá- tíðina árið 2011. Kate Moss Gegnsær kjóll Kate Moss virtist veita henni mikla gleði í Elite-fyr- irsætusamkvæmi árið 1993. Við hlið Kate stendur Naomi Campell. Ráðist að húsi Swift Taylor Swift lenti í heldur leiðin- legu atviki á dögunum þar sem tveir menn og ein kona réðust að húsi hennar. Fólkið, sem allt er á tvítugsaldri, var ölvað en þau köstuðu bjórdósum í húsið og öskruðu blótsyrði á öryggis- verði. Einnig sýndi fólkið ör- yggisvörðunum miðjufingurinn. Þau voru handtekin og verða kærð fyrir atvikið. Ein af ákærðu, Tristan Kading, segir að þau hafi ekki meint neitt illt, þau hafi einungis verið ölvuð. Sem betur fer var Taylor ekki heima þegar atvikið átti sér stað og varð því ekki vör við þennan ósóma. Dóttir Obama í kaffisendingum Hin 15 ára Malia Obama, dótt- ir Baracks Obama Bandaríkja- forseta, veigrar sér ekki við að hlaupa eftir kaffi ef þarf. Það er einmitt hlutverk hennar þessa dagana en Malia starfar sem að- stoðarkona á setti við upptökur á nýjasta þætti Halle Berry, Extant. Hún fær enga sérmeðferð og er ópart send eftir kaffi og drykkjum fyrir leikara þáttanna. Hún hjálp- ar einnig til við að rýma götur fyr- ir leikhópinn. Malia er því eins og hver ann- ar unglingur þessa dagana, fyrir utan auðvitað að þurfa að hafa leyniþjónustu Bandaríkjanna sí- fellt á hælum sér. Nýjasta drottning Evrópu Letizia er nýjasta drottning Evrópu en eiginmaður hennar, prins Felipe, er nýkrýndur kon- ungur Spánar. Krýningarathöfn- in fór fram í Zarzuela-kastalanum rétt utan við Madrid. Gamli kóngurinn, Juan Carlos, sem er 76 ára, krýndi soninn í táknrænni athöfn fyrir nánustu fjölskyldu. Nýju konungshjónin eiga tvær dætur, Leonor átta ára og Sofiu sjö ára. Letizia kæddist brúðarkjól úr hönnun uppáhalds spænska hönnuðar síns, Felipe Varela, en valið þykir styðja þá von Spán- verja að hún muni halda áfram að styrkja spænska tískuheiminn þótt hún sé orðin drottning. Lil Wayne með tvær plötur í ár Kominn aftur á stjá og gott betur R apparinn Lil Wayne situr ekki aðgerðarlaus þessa dag- ana en hann ætlar að gefa út tvær nýjar plötur á þessu ári. Hann hafði áður tilkynnt út- gáfu plötunnar Tha Carter V en nú bætist í safnið, og það fljótlega. Hann segir að með þessu sé hann að vinna upp týnda tíma. „Þið getið hlakkað til þess að fá tvær plötur frá mér í ár vegna þess að ég hef ver- ið fjarlægur í dálítinn tíma,“ segir rapparinn. „Hreinskilnislega sagt er ástæð- an fyrir því að þetta varð að tveimur plötum sú að ég var að vinna að Tha Carter V en gat ekki hætt. Þannig það var annaðhvort það að Carter V samanstæði af 93 lögum eða finna aðra leið,“ segir rapparinn hlæjandi. „Tvær plötur á þessa ári og sjö á því næsta,“ bætti hann við í gríni. Lil Wayne er frá New Orleans í Bandaríkjunum en hann hefur verið rappari síðan hann var níu ára gamall. Hann hefur gefið út fjölda platna, ýmist með hljóm- sveitum eða einn. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.