Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Blaðsíða 10
10 Fréttir Helgarblað 20.–23. júní 2014 Þórey með réttarstöðu grunaðs manns n Aðstoðarkona Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra er starfsmaður B n Þórey er enn að störfum í ráðuneytinu en vill ekki tjá sig n Var tvívegis yfirheyrð við rannsóknina Þ órey Vilhjálmsdóttir, að- stoðarkona innanríkisráð- herra, er með réttarstöðu grunaðs manns í lekamál- inu. Samkvæmt heimild- um DV hefur lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu rökstuddan grun um að Þórey hafi dagana 19. og 20. nóvember í fyrra lekið trún- aðargögnum til fjölmiðla í þeim tilgangi að sverta mannorð hæl- isleitenda frá Nígeríu. Þórey hef- ur hafnað ásökunum um lekann, en vildi ekki tjá sig um málið á fimmtudag þegar DV gaf henni kost á því. Starfsmaður B Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavík- ur frá 6. júní er vísað til Þóreyjar sem starfsmanns B. Fram kemur að hún átti í símasamskiptum við starfsmann 365-miðla um svip- að leyti og hún vann með skjal um einkalíf hælisleitendanna í tölvu sinni eftir að hefðbundnum vinnutíma lauk. Þá er greint frá því að hún hafi átt í samskiptum við blaðamann á Morgunblaðinu aðeins klukkutíma áður en frétt um mál hælisleitendanna birtist á Mbl.is daginn eftir. Skipulögð höfðu verið mótmæli fyrir utan ráðuneytið um morguninn. Þóreyju hefur ekki verið vik- ið tímabundið frá störfum. Hún var við vinnu í ráðuneytinu þegar DV reyndi að hafa uppi á henni á fimmtudag. Gerðar voru alls sjö tilraunir til að hafa uppi á henni og hringt bæði í farsíma og ráðu- neytissíma án árangurs. Loks sá hún skilaboð sem henni voru send á Facebook en svaraði þeim ekki. Þórey er talsmaður ráðuneytisins DV óskaði eftir samtali við ein- hvern sem gæti svarað fyrir hönd ráðuneytisins, en var tjáð að Þórey gegndi sjálf því hlutverki á meðan upplýsingafulltrúi væri í sumarfríi. Því reyndist ómögulegt að fá við- brögð frá ráðuneytinu sjálfu, en á vef þess birtist tilkynning á mið- vikudag þar sem hnýtt er í málatil- búnað saksóknara lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá er gefið í skyn að símtöl Þóreyjar hafi snúist um önnur mál en hælisleitend- urna Tony Omos og Evelyn Glory Joseph. Breytingar á skjali Í dómi héraðsdóms kemur fram að samkvæmt greinargerð lögreglu hafi hinn grunaði, það er Þórey Vil- hjálmsdóttir, átt tveggja mínútna símtal við starfsmann Vísis hinn 19. nóvember kl. 18.40 og opnað minnisblað innanríkisráðuneytis- ins um Tony Omos í tölvunni sinni sex mínútum seinna. Þá hafi Þórey átt þrjú styttri símtöl við hann síð- ar sama kvöld og opnað skjalið aft- ur kl. 22.20. Einnig benda dóm- skjölin til þess að Þórey hafi gert breytingar á skjalinu. Þetta rennir stoðum undir fyrri fréttaflutning DV um að ærumeiðandi aðdrótt- unum hafi verið bætt við minnis- blaðið áður en það komst í hendur fjölmiðla. Morguninn eftir, kl. 9.46, átti Þórey samskipti við blaðamann á Morgunblaðinu en kl. 10.55 birtist frétt um hælisleitendurna á Mbl. is þar sem vísað var sérstaklega til minnisblaðs innanríkisráðu- neytisins. Í dómskjölunum kem- ur einnig fram að Þórey hafi eytt skjalinu úr tölvunni sinni. Misræmi í framburði Þórey var ein þeirra fjögurra sem fengu minnisblaðið um Tony Omos sent í tölvupósti frá skrif- stofustjóra í ráðuneytinu, en Hanna Birna Kristjánsdóttir ráð- herra, Gísli Freyr Valdórsson að- stoðarmaður og Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri fengu skjalið einnig sent. Þórey var tví- vegis yfirheyrð við rannsókn máls- ins. Í fyrra skiptið fullyrti hún að hún hefði einungis opnað um- ræddan tölvupóst, ekkert átt við skjalið og eytt því. Fram kemur í greinargerð sóknaraðila að B hafi gefið litlar skýringar á þessu mis- ræmi. „Þá hafi B ekki getað útskýrt hvers vegna þær tímasetningar, sem [...] hafi verið að vinna með skjalið, væru mjög í námunda við tímasetningar á símasamskiptum hans við [...] Vísis (18.40 og 22.43),“ segir í dómi héraðsdóms. Þar kemur enn fremur fram að í síðari yfirheyrslunni hafi lögregla fengið heimild til þess að skoða tölvupóst Þóreyjar á umræddu tímabili en ekkert marktækt hafi verið að sjá þar sem tengdist mál- inu. Hins vegar hafi mátt sjá í tölvu Þóreyjar ummerki um að hún hefði leitað þar að umræddu skjali. Lögregla spurði hana um þetta og lýsir svörunum á þessa leið í greinargerð: Hafnaði ásökunum „Aðspurður hvers vegna B hafi þurft að leita sérstaklega að skjal- Jóhann Páll Jóhannsson Jón Bjarki Magnússon johannp@dv.is / jonbjarki@dv.is Tölvunotkun Þóreyjar Vilhjálmsdóttur í rauntíma 19. nóvember: kl. 18.40: Þórey á rúmlega tveggja mínútna samtal við starfs- mann Vísis. kl. 18.46: Þórey opnar minnisblað innanríkisráðuneytisins um Tony Omos sem var vistað inni á tölvunni hennar. kl. 22.20: Þórey opnar minnisblaðið á nýjan leik. kl. 22.43: Þórey á í síðasta samtali sínu við starfsmann Vísis en þau voru alls fjögur þetta kvöld. kl. 22.50: Fréttablaðið er sent í prentun en forsíðufréttin fjallar um hælisleitandann Tony Omos. Hún ber fyrirsögnina „Grunaður um aðild að mansali“ og er byggð á persónuupplýsingum sem fengnar eru úr minnisblaði innanríkisráðuneytisins. 20. nóvember: kl. 9.46: Þórey á rúmlega tveggja mínútna símtal við starfsmann Morgunblaðsins. kl. 10.55: Mbl.is birtir frétt undir fyrirsögninni „Margt óljóst í máli hælisleitanda“ og segir upplýsingarnar komnar úr „óformlegu minnisblaði innanrík- isráðuneytisins.“ Grunuð um leka Þórey Vilhjálmsdóttir, pólitískur aðstoðar- maður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, er með réttarstöðu grunaðs manns. Mynd SiGtryGGur Ari Fórnarlömbin „Ég vissi ekki að ráðuneyti í Evrópu beittu sér með þessum hætti,“ sagði Tony Omos í viðtali við DV í fyrra. Þá höfðu þau Evelyn Glory Joseph fengið að kenna á trún- aðarbresti innanríkisráðuneytisins. Mynd SiGtryGGur Ari Í skýrslutöku hinn 10. maí fullyrti Þórey að hún hefði einungis opnað tölvupóstinn sinn, ekkert átt frekar við skjalið og síðan eytt því. Þessi útskýring stenst ekki skoðun enda leiddi rannsókn lögreglunnar í ljós að hún hefði vistað skjalið inni á tölvunni sinni. Þá bendir rannsókn lögreglunnar til þess að hún hafi breytt skjalinu því þegar því var lokað spurði tölvan „Do you want to sa- vechanges you made to [A]“. Þá mun Þórey ekki hafa getað útskýrt hvers vegna þær tímasetningar, sem hún hafi verið að vinna með skjalið, væru mjög í námunda við tímasetningar á símasamskiptum hennar við starfsmann Vísis. Í dómskjölunum kemur fram að Þórey hafi gert leit að skjalinu í tölvunni sinni. Spurð um það hvers vegna hún hafi þurft að leita sérstaklega að skjalinu þegar það var vistað á skjáborði tölvunnar svaraði hún því til að hún hefði viljað sjá hvort eitthvað væri inni á tölvunni hennar sem ekki ætti að vera þar. Skjalið var ekki inni á tölvu hennar þegar lögreglan skoðaði hana enda hafði Þórey þá þegar eytt því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.