Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Blaðsíða 50
Helgarblað 20.–23. júní 201450 Sport Mánudagur 23. júní B-riðill Holland – Chile kl. 16 „Ég held að Chile vinni þennan leik, 2-1. Þeir spila af það miklum krafti og ákafa að ég held það verði rosalega erfitt fyrir Hol- lendinga að stöðva þá. Þeir eru gríðarlega vel studdir og eru nánast eins og á heimavelli. Ég held að þeir tryggi sér sigur í riðlinum og þar með muni Hollendingar fá það erfiða hlutskipti að mæta Brasilíu í 16 liða úrslitum.“ B-riðill Ástralía – Spánn kl. 16 „Hálft ástralska liðið, Tim Cahill, verður í banni. Maður veit ekki alveg hvað Vicente del Bosque gerir í þessum leik, hvort hann stilli upp sama liði og hann hefur gert eða leyfi þeim sem setið hafa á bekknum á mótinu að spreyta sig. Þetta gæti verið síðasta tækifærið til að sjá Xavi og Andres Iniesta spila saman á miðjunni. Ástr- alir munu gefa sig alla í þetta en ég held að Spánverjar vinni Ástrala, sama hvaða liði þeir stilla upp. Eigum við ekki að segja að Cesc Fabregas fái tækifærið og skori þarna mark.“ A-riðill Kamerún – Brasilía kl. 20 „Ég held að Brassarnir vinni þetta örugglega, 3-0. Eins og ég sagði áðan er þetta ekki mót Afríkuþjóðanna. Samuel Eto'o verður líklega ekki með í þessum leik og Brassarnir vinna bara auðveldan sigur, þó þeir hafi ekkert heillað mig sérstaklega á mótinu. Það er lítið í gangi í sóknarleiknum fyrir utan Neymar og þeir eru ekki nógu beinskeyttir. Ég á eftir að sjá þá fara í gegnum Hollendinga í 16 liða úrslitum.“ Króatía – Mexíkó kl. 20 „Króatía verður að vinna ef þeir ætla sér að fara áfram. Þeir hafa spilað vel á mótinu og eru með mjög fínan mann- skap. Ég ætla að veðja á Króatíu af þeirri einföldu ástæðu að þeir eru með betri framherja. Mario Mandzukic og Ivica Olic eru miklir markaskorarar á meðan framherjar Mexíkó virðast ekki alveg hafa fundið sig nógu vel. Oribe Peralta skoraði bæði mörk Mexíkó í úrslitaleiknum þegar þeir urðu Ólympíumeistarar 2012 en hann hefur ekki alveg fundið sig á mótinu, ekki frekar en Chicharito. Mexíkó er að mörgu leyti með betra lið en ég held að Króatar vinni þarna 2-0 og fari í 16 liða úrslit.“ Óvænt úrslit og fullt af mörkum n Adolf Ingi spáir í leiki helgarinnar á HM n Spáir því að Aron skori og sendi Portúgal heim H eimsmeistarakeppnin í Brasilíu stendur sem hæst og eru línur farnar að skýr- ast í öllum riðlum keppn- innar. Heims meistarar Spánverja eru á heimleið eftir tap gegn Chile á mið vikudag og ljóst er að sömu örlög gætu beðið margra sterkra knattspyrnuþjóða á allra næstu dögum. Fjölmargir spennandi leikir fara fram um helgina. Keppni í A- og B-riðli klár- ast á mánudag en riðlakeppninni lýkur á fimmtudag í næstu viku. DV fékk Adolf Inga Erlingsson íþróttafréttamann til að spá í spilin fyrir leiki helgarinnar á HM. Hann á von á óvæntum úrslitum og fullt af mörkum. Svo spáir hann því að Aron Jóhannsson verði fyrsti Ís- lendingurinn til að skora mark í lokakeppni HM. n Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Föstudagur 20. júní D-riðill Ítalía – Kostaríka kl. 16 „Ég sé ekki annað en að Ítalir taki þennan leik örugglega. Kostaríka kom mjög á óvart með þessum sigri á Úrúgvæ en Ítalir eru það góðir að ég sé þá ekki fara að klúðra þessu – sérstaklega ekki eins og Andrea Pirlo hefur verið að spila. Ég held að Ítalir drífi í að klára sig inn í 16 liða úrslitin. Ég held að þetta ítalska lið fari að minnsta kosti í 8 liða úrslit. Ætli þessi leikur endi ekki 1-0 eða 2-0.“ E-riðill Sviss – Frakkland kl. 19 „Það er mjög erfitt að segja til um þennan leik. Frakkar byrjuðu mótið að vísu mjög vel en ég held dálítið upp á þetta svissneska lið og vona að þeir hafi losað sig við hrollinn, þeir voru ekkert mjög sannfærandi gegn Ekvador. Ég held að franska liðið búi yfir meiri gæðum og vinni þetta 2-1. Karim Benzema er í mjög góðu formi þessa dagana og miðjan er líka mjög sterk. Frakkar hafa oftar en ekki verið sínir mestu óvinir en núna virðist vera fínn andi í hópnum. Þeir fara nokkuð örugglega áfram úr þessum riðli.“ E-riðill Hondúras – Ekvador kl. 22 „Þetta eru ekki tvö af bestu liðum mótsins. Ekvador átti fínan leik gegn Sviss en það boðar ekki gott þegar Antonio Valencia er stærsta nafnið í hópnum. Hjá Hondúras er ástandið að vísu ekki mikið skárra. Eigum við ekki bara að setja 2-2 jafntefli á þennan leik og vona að menn spili sóknarleik og geri eitthvað til að skemmta áhorf- endum. Ég held að hvorugt liðið sé nógu gott til að vinna hitt.“ Laugardagur 21. júní F-riðill Argentína – Íran kl. 16 „Íran er líklega leiðinlegasta liðið í keppninni þótt Grikkir séu þarna. Argentína á að taka þennan leik svona 4-0. Sóknarlína eins og þeir eru með á að rífa lið eins og Íran í sig. Ég held að Argentínumenn fari í undanúrslit og þá er bara spurning hvað gerist þar. Þetta er eitt af þremur liðum sem ég tel líklegust til að vinna mótið. G-riðill Þýskaland – Gana kl. 19 „Þjóðverjar eiga að taka Gana mjög auðveldlega. Þetta er eitt massífasta liðið í keppninni og ég á von á að þeir vinni þennan leik 3-0 eða 4-0. Ætli Thomas Mueller haldi ekki áfram að skora. Ég hefði viljað sjá Miroslav Klose fá tækifæri gegn Portúgal til að hann næði þessu markameti en það gerðist ekki. Ég á von á að hann fái einhverjar mínútur gegn Gana. Ég held að það verði mjög erfitt að stöðva þýska liðið.“ F-riðill Nígería – Bosnía Hersegóvína kl. 22 „Ég held að Bosnía vinni 3-1. Þetta virðist ekki ætla að verða mót Afríkuríkjanna og þau virðast einfaldlega ekki vera nógu góð. Bosníumenn eru með hörkulið og þeir sýndu það gegn Argentínu. Þeir eru með frábæra sóknarlínu og ég á von á að Dzeko skori allavega eitt mark.“ Sunnudagur 22. júní H-riðill Belgía – Rússland kl. 16 „Belgar þurftu Marouane Fellaini til að bjarga sér gegn Alsír. Það er ekki gott. Rússarnir voru að vísu ekki góðir gegn Suður-Kóreu og ég á frekar von á að Belgar vinni þarna sigur. Það eru meiri gæði hjá Belgunum og ég á von á 2-1 sigri. Hazard á líklega eftir að skora eitt mark en svo vil ég náttúrlega sjá Adnan Januzaj koma þarna inn á. Mér finnst rússneska liðið ekki eins spennandi og það hefur stundum verið en það kemur kannski til af því að hver einasti maður spilar í rússneska boltanum sem maður sér aldrei.“ H-riðill Suður-Kórea – Alsír kl. 19 „Ég á von á að Suður-Kórea vinni þarna öruggan sigur, 3-0. Bæði lið eru með mjög duglega leikmenn en ég held að Suður-Kóreu- menn séu skrefi framar en Alsíringar.“ G-riðill Bandaríkin – Portúgal kl. 21 „Ég ætla að gerast svo djarfur að tippa á bandarískan sigur. Portúgalir eru laskaðir og búnir að missa tvo lykilmenn úr Real Madrid, kjarneðlisfræðinginn Pepe og Fabio Coentrao. Svo er Cristiano Ronaldo bara hálfur maður. Þannig að ég hef fulla trú á því að Bandaríkin vinni Portúgal 2-0 og að Aron Jóhannsson verði fyrsti Íslendingurinn til að skora mark á HM. Bandaríkjamenn eru bara flottari, með betri liðsheild og þeir fórna sér hver fyrir annan. Mér fannst Aron alls ekki standa sig illa gegn Gana. Hann átti mörg góð hlaup en liðsfé- lagarnir hefðu mátt finna hann betur.“ Skorar Aron? Adolf Ingi hefur trú á að Aron skori annað mark Bandaríkjanna í 2-0 sigri gegn Portúgal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.