Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Blaðsíða 37
Helgarblað 20.–23. júní 2014 Fólk Viðtal 37 ekki að horfa á þættina en hún hef- ur horft á mig keppa og ég veit að henni þykir gaman að eiga pabba sem er sterkastur. Það verður gaman að hitta hana í ágúst.“ Hann viðurkennir að það hafi verið áfall að komast að því svo ung- ur að hann væri að verða pabbi. „Það var ágætis sjokk en ég held að ég hafi tekið því ágætlega. Ég tók þessu bara eins og maður og hef alltaf ver- ið til staðar fyrir dóttur mína. Ég held allavega að ég hafi staðið mig ágætlega sem faðir. Lífið breyttist þegar hún fæddist. Það gjörbreytt- ist til hins betra. Ég varð að þroskast, allt í einu þurfti ég að taka ábyrgð á einhverjum öðrum en sjálfum mér. Theresa Líf hefur hjálpað mér mikið. Ég var bara týpískur unglingur áður en hún fæddist, hélt ég gæti allt og var eflaust með stæla og læti,“ seg- ir hann og viðurkennir að hann hafi ekki alltaf verið til fyrirmyndar sem unglingur. „Maður var bara svo vit- laus og ekki með neitt á hreinu, var mikið á djamminu og eflaust á ein- hverjum tímapunkti ekki á réttum stað en svo sneri maður blaðinu við.“ Annar í spilinu Hann segir sambandið við barnsmóðurina gott. „Við erum ágætis vinir í dag enda vorum við saman í þrjú ár þótt sambandið hafi líklega verið búið fyrr. Þegar Ther- esa Líf fæddist ákváðum við að þetta væri ekki að ganga og hún er núna kominn með annan kærasta og lítið barn,“ segir hann og viðurkennir að það hafi verið erfitt að sætta sig við að dóttirin væri komin með annan mann í sitt líf. „Ég get alveg viður- kennt að ég fann fyrir afbrýðisemi við tilhugsunina að það væri annar gæi að ala upp mitt barn en sem bet- ur fer er þetta frábær gæi sem hefur komið vel fram við þær báðar. Mað- ur getur ekki beðið um meira. En jú, þetta tók á í byrjun. Ég hef samt alltaf verið pabbi hennar, tekið mín- ar helgar og meira til. Hún veit alveg hver pabbi sinn er.“ Þyngstur 205 kg Goðsögnin Jón Páll Sigmarsson er mikil fyrirmynd í lífi Hafþórs Júlí- usar en Jón Páll varð fjórum sinn- um sterkasti maður í heimi. Sjálfur var Hafþór í öðru sæti á þessu ári og er staðráðinn í að sigra á því næsta og helst næstu fjögur ár héðan í frá. Til að ná slíkum árangri þarf aga og strangan lífsstíl en Hafþór er tilbú- inn í áskorunina. „Ég er mjög agað- ur og passa mig á því hvað ég borða, passa að ég fái nægan svefn og passa upp á æfingar. Ég set markmiðið hátt og veit að ég ber ábyrgð á þessu sjálfur. Ef ég geri þetta ekki rétt gerir enginn þetta fyrir mig. Líkaminn er eins og bíll – hann þarf eldsneyti og ef ég borða ekki rétt rýrna ég og það vil ég ekki. Ég hef þyngstur verið 205 kg árið 2012. Í mínu besta formi er ég 175–180 kg. Þegar ég var í körfubolt- anum var ég 105 kg. Það eru ekki margir í heim- inum sem hafa bætt á sig 70 kg vöðvamassa. Auðvitað eru til menn sem eru kannski 300 kg vegna offitu en það er ekki margir menn sem eru svona stórir og sterkir. Fyrir mig eru 170 kg líklega eins og fyrir aðra að vera aðeins of þungir. Mér líður vel í dag en ég viðurkenni að það var erfitt að vera 205 kg. Þá tók allt á, það var erfitt að labba og ég var síborð- andi – belgurinn var útþaninn. En eins og með annað þá vandist það. Í dag finnst mér þetta ekkert mál – eða jú, það getur stundum verið erfitt að borða svona mikið. Ég þarf að pína mig til að borða og borða oft á dag. Ég borða samt hollari fæðu en ég gerði þegar ég var að þyngja mig og ef mér tekst að halda mér við efnið held ég mér í þokkalegri þyngd.“ Fimm máltíðir á dag Hafþór Júlíus borðar vanalega fimm máltíðir á dag. „Þetta er vana- lega mikið það sama. Í morgun- mat er próteinsjeikur sem inniheld- ur kannski 150 g hafra, 1–2 banana, superfood-blöndu, bláber, spínat, kókosolíu, hnetusmjör og hágæða prótein. Svo fæ ég mér millimál og í hádegismat til dæm- is kjöt, sætar kartöflur, brún hrísgrjón, brokk- ólí og salat og vatn með. Stuttu seinna borða ég aftur eitthvað svipað og fer svo á æf- ingu um tvö, þrjú. Eftir æfingu hendi ég í mig próteini og kannski 100 g hafra með, hnet- usmjör og kókosolíu. Hálftíma seinna fæ ég mér kjúkling og svo aftur um kvöldið. Svo borða ég mikið af möndlum og hnet- um og drekk mikið af vatni. Annars er ég ekki alltaf duglegur að elda mér sjálfur og fer mikið á veitinga- staði sem bjóða upp á hollan mat,“ segir hann og bætir við að hann fái sér einnig eitthvað óhollara inni á milli. „Í mínu sporti þarf ekkert endi- lega að pæla svona mikið í matar- æðinu en ég vil gera það. Það er allt í lagi að vera feitur og sterkur en mig langar frekar að líta ágætlega út. Ég gæti fengið mér pitsu á hverjum degi ef ég vildi. Ég borða bara ekki mikið af brauði en fæ mér pitsu þegar mig langar í pitsu. Það er kannski svona einu sinni í viku. En svo ferðast ég mikið og þá er erfitt að halda matar- æðinu 100 prósent. Ég passa samt alltaf að taka með mér mat í ferða- lög,“ segir hann en bætir við að hann sé lítill nammigrís. „Ég kaupi mér sjaldan bland í poka eða snakk en mér finnst ís góður.“ Oftast látinn í friði Að sama skapi hefur Hafþór látið djammið að mestu vera. „Ef ég væri að djamma og drekka aðra hvora helgi eða einu sinni í mánuði myndi lítið verða úr árangri hjá mér. Ætli ég hafi ekki fengið mér í glas einu sinni á þessu ári. Ég sakna ekki djamms- ins. Djammlífið og það að vera þunnur er ekki spennandi tilhugs- un. Maður gerir bara eitthvað vit- laust þegar maður er svona vitlaus. Samt kíki ég alveg út með strákun- um en þá er ég oftast edrú,“ segir hann og viðurkennir aðspurður að hann fái athygli þegar hann skellir sér út. „Athyglin er meiri úti, en hér heima er ég oftast látinn í friði. En svo þegar fólk er komið í glas breyt- ist allt. Þá þykjast allir þekkja mig. Ég reyni bara að vera almennilegur en vissulega getur maður misst þol- inmæðina við suma. En ég vona að ég höndli þetta ágætlega. Maður er alltaf að reyna að vera almennilegur og leyfa þeim að fá mynd sem biðja um það.“ Elskar allar konur Hafþór Júlíus er aðeins 26 ára en hef- ur nú þegar náð langt í sínu sporti. Hann segist reyna að passa upp á að velgengnin stígi honum ekki til höfuðs. „Ég vona að ég hafi tækl- að þetta ágætlega og geri mitt besta til þess að vera hógvær. Maður þarf ekkert að breytast þótt einhverjir viti hver maður er. En líklega á maður sín tímabil og getur alveg gert grín og montað sig þótt það sé aðallega í góðra vina hópi. Þá fíflast ég og seg- ist vera bestur og sterkastur. En það fer minna fyrir því á meðal almenn- ings,“ segir hann og brosir. Hann vill lítið gera úr vinsæld- um sínum meðal kvenna en ef Face- book-síðan hans er skoðuð sést að hann nýtur augljóslega mikill- ar kvenhylli. Að sama skapi er erfitt að fá upp úr honum af hvernig konu hann heillast. „Ef hún er skemmtileg, góð og ekki í rugli þá skoða ég allt. Ef hún heillar mig, fílar mig og ég fíla hana þá er aldrei að vita. Annars er ég svo rólegur í þessum málum enda svo upptekinn. Ég er nánast aldrei heima og hef því lítið verið að spá í konur,“ segir hann en bætir við að hann setji engin útlitsleg skilyrði fyr- ir sig. „Ég elska allar konur; grann- ar, feitar, dökkhærðar, ljóshærðar. Mér finnst þær allar æðislegar. Ef ég hitti frábæra konu sem mig langar að eyða lífinu með væri það frábært en eins og staðan er í dag er ég alveg slakur í þeim málum. Mig langar þó í eðlilegt fjölskyldulíf einhvern tím- ann í framtíðinni.“ Fær útrás fyrir skapið Aðspurður segist hann eiga fá önn- ur áhugamál en sportið. „Það fer svo mikill tími í þetta svo mér finnst gott að verja afgangstíma með fjöl- skyldu og vinum og sér í lagi dóttur minni. Annars finnst mér gaman að spila frisbie-golf með vinunum og svo hef ég gaman af því að ferðast. Ég er þessi rólega týpa, finnst gott að slappa af á kvöldin eftir erfiðar æf- ingar. Ég er samt langt frá því að vera skaplaus þótt skapið hafi batnað með árunum. Ég var oft erfiður sem krakki og örugglega oft leiðinlegur við kennara og aðra. Maður var mik- ill strákur í sér og átti það til að lenda í slagsmálum. Í dag nota ég keppnir og æfingar til að fá útrás og býst við að þar sjái margir aðra hlið á mér; öskrandi að lyfta einhverju þungu. Ég verð að mæta reglulega á æfingar, annars hleðst spennan innra með mér og þá get ég orðið pirraður. En sem betur fer hef ég náð tökum á þessu. Annars væri örugglega búið að fjalla um það í fjölmiðlum.“ Stamið truflar ekki Fáir vita líklega að Hafþór Júlíus stamar en stamið hefur farið batnandi með árunum. „Stamið hefur far- ið í taugarnar á mér en ef ég er stressaður þá stama ég meira. Þetta hefur samt lagast mikið og í dag stama ég ekki mikið,“ segir hann og bætir aðspurður við að stamið hafi ekki haft áhrif á frammistöðu hans í Game of Thrones. „Eins ótrúlegt og það hljómar þá stama ég minna þegar ég tala ensku en íslensku. Mér var strítt á þessu í æsku en alls ekk- ert mikið, bara svona eins og öllum var strítt. Í dag er mér meira sama. Það kem- ur alveg fyrir að ég hiksta á orðum en þá finnst mér það bara allt í lagi. Ég fer ekkert inn í ein- hverja skel og græt þótt ég eigi það til að stama.“ Spurður um sitt stoltasta augna- blik nefnir hann þátttöku sína í Sterkasta manni í heimi. „Ég á mörg móment sem ég er stoltur af en ætli hápunkturinn sé ekki sami tíma- punktur og ég var svekktastur – þegar ég lenti í öðru sæti á Sterkasta manni í heimi. Þetta mót skiptir mig svo miklu máli; ég var svo grátlega nærri því að sigra. Það komu næst- um tár. Á sama tíma var ég mjög ánægður að lenda í öðru sæti. Ég hafði gefið allt í þetta, bæði líkama og sál en hefði viljað vinna. Þessi reynsla kveikti enn meiri eld í mér og sýnir hvað ég á mikið inni.“ Leiklistin heillar Hann telur sig enn eiga góð sex ár í íþróttinni en segir margt geta breyst á einu ári. „Oft er talað um 10–12 ár í þessu sporti en það er voðalega misjafnt. Gæinn sem vann sterkasta mann heims hefur keppt í 22 ár. Hann hefur þó ekki verið á toppn- um allan þann tíma. Maður veit ekk- ert hvernig þetta fer. Ég hef gam- an af aflraunum í dag en eftir sex ár langar mig kannski að einbeita mér að einhverju öðru. Kannski verð ég kominn á kaf í leiklist. Ég væri al- veg til í að skoða slíkt en ég hef enga aðra reynslu en af þessum þáttum og þar var ég ekkert að leika, bara slást. Það tækifæri kom alveg óvænt upp í hendurnar á mér en ég væri alveg til í að prófa meira þótt mað- ur væri örugglega fastur í hlutverki vonda gæjans þar sem maður er svo stór og öflugur,“ segir hann brosandi en Hafþór Júlíus hefur fengið tilboð um fleiri hlutverk í kjölfar Game of Thrones. „Það er margt á dagskrá og margt sem stendur til boða. Ég er bara svo upptekinn um þessar mundir og hef því þurft að afþakka sumt og annað verður að koma í ljós seinna. Það er til dæmis ekki ljóst hvort ég drep- ist eða lifi af í þáttunum. Þeir sem fylgjast með verða bara að horfa og sjá hvað gerist,“ segir hann brosandi og bætir við að nám komi einnig til greina. „Kannski maður læri eitt- hvað tengt mataræði og íþróttum. En fyrst stefni ég að því að verða sterk- asti maður heims. Ég er á toppn- um í dag. Ég er einn sterkasti mað- ur heims og ef ég helst meiðslalaus vinn ég þetta næst. Ég hef alla burði til þess. Næsta ár verður mitt.“ n „Ég er líka svo mikill pabba- og mömmustrákur, þótt ég sé stór og sterkur „En svo þegar fólk er komið í glas breytist allt. Þá þykjast allir þekkja mig Hraustur Hafþór Júlíus varð annar í keppninni Sterkasti maður heims á dögunum. Fjallið Hafþór Júlíus trúði því ekki í fyrstu að forsvarsmenn Game of Thrones væru að biðja hann að koma í prufur. M y n d S ig tr y g g u r A r i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.