Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Blaðsíða 27
Fréttir Erlent 27Helgarblað 20.–23. júní 2014 ins og íbúa þess í víðtækum skiln- ingi. Í innsetningarræðu sinni hinn 7. júní síðastliðinn sagði Porosjenko meðal annars: ,,Ég er orðinn forseti til þess að styrkja einingu Úkraínu og til þess að tryggja frið og öryggi í landinu. Ég veit að friður er það sem íbúar Úkraínu vilja. Yfirmaður ríkisins hefur ýmis tæki til þess að vernda föðurlandið og stuðla að friðsömu lífi íbúanna. Ég hef næg valdatæki og ég hef viljann. Ég vil ekki stríð, ég vil ekki hefnd.“ Hann tók einnig fram að lýð- ræði að evrópskri fyrirmynd væri hans leiðarljós og lofaði umbótum á stjórnkerfinu, en lagði einnig á það mikla áherslu að Úkraína ætti að vera eitt og óskipt ríki. Hann tók einnig sérstaklega fram að Krím- skaginn væri hluti af Úkraínu og hann telur því innlimun Rússlands algerlega ólöglega. Þetta hlýtur því að koma niður á samskiptum hans við Vladimír Pútín og Moskvu. Miklir bardagar og mannfall Þrátt fyrir kröftuga ræðu og styrkj- andi orð hafa bardagar haldið áfram í landinu og ef eitthvað er þá hefur ástandið versnað frekar en hitt. Til mjög alvarlegra bar- daga hefur komið á milli úkra- ínska hersins og aðskilnaðarsinna víðs vegar í austurhluta landsins og um síðustu helgi skutu aðskiln- aðarsinnar niður herflutninga- vél. Um 50 hermenn létu þar lífið. Nokkrum dögum fyrr skutu þeir niður herþyrlu og þar fórst einn vinsælasti herforingi úkraínska hersins ásamt tólf óbreyttum. En her Úkraínu hefur ekki bara orðið fyrir áföllum því hann náði hafnar- borginni Mariupol á sitt vald í síð- ustu viku. Hún liggur að Svarta- hafinu og Krímskaga, en er einnig rétt við landamæri Rússlands. Það er því í raun barist mjög nálægt landamærum landanna. Margt bendir til þess að að- skilnaðarsinnar hafi þróaðan vopnabúnað undir höndum, með- al annars eldflaugar til þess að nota gegn flugvélum og þyrlum. Þá bárust fyrir nokkrum dögum frétt- ir þess efnis að rússneskir skrið- drekar og bílar með eldflaugaskot- pöllum (BM-21 Grad) hefðu sést í Úkraínu. Reynist það rétt má líta á það sem ákveðin kaflaskipti í átök- unum. Sameinuðu þjóðirnar telja að tugir þúsunda manna séu á flótta í Úkraínu undan átökunum og engar friðarviðræður virðast eiga sér stað á milli deiluaðila. Konfektkóngur stjórnar Kiev Hinn nýi forseti Úkraínu, Petro Porosjenko, er sá fimmti í röðinni síðan landið fékk sjálfstæði frá Sovétríkjunum árið 1991. Hann hefur skapað sér mikinn auð með sælgætis- og konfektframleiðslu, en hann á stærsta framleiðanda slíks varnings í landinu, fyrirtæk- ið Roshen. Nafnið er dregið af hinu úkraínska eftirnafni forset- ans og hefur starfað síðan 1996. Porosjenko er metinn af Forbes á um 1,3 milljarða dollara. Hann studdi ,,appelsínugulu byltinguna“ í Úkraínu árið 2004 og varð utanríkisráðherra í stjórn hinnar skrautlegu Júlíu Tímó- sjénkó og þá starfaði hann einnig sem viðskiptaráðherra um tíma. Hans bíður hið erfiða verk- efni að glíma við þau þjóðernisá- tök sem nú geisa í landinu. Þá hafa Rússar einnig afnumið öll fyrri fríðindi Úkraínu á gasviðskiptum og heimta þeir núna fyrirfram- greiðslu frá Úkraínu fyrir allt gas. Þannig að gasið er enn eitt vopnið í þeim átökum og ljóst er að næstu vikur og mánuðir verða enginn dans á rósum hjá konfektkóngn- um í Kiev. n Endurleikur Róm og Spörtu H elsti leiðtogi aðskiln- aðarsinna er Rússi. Stríðsmaður og endur- leikur Rómverja á góð- um stundum. Hann heitir Igor Girkin, en einnig kallaður Strelkov, eða Skyttan, og er fæddur árið 1970 í Moskvu. Á góð- um stundum bregður hann sér í gervi Rómverja á dögum Júlíusar Sesars og í borginni Konstantínovka er stórt aug- lýsingaspjald af honum þar sem hann stillir sér upp eins og aðalpersóna kvikmyndar- innar 300. Í henni er sagt frá frægum bardaga lítils hóps hermanna frá Spörtu við ofurefli Persa árið 480 fyr- ir Krist. Igor er einn helsti leiðtogi aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu og stjórnar sveitum aðskiln- aðarsinna á Donbass-svæðinu, sem er eitt sterkasta vígi þeirra. Þar hefur verið lýst yfir sjálfstæðu lýðveldi og menn í raun slitið sig frá stjórnvöldum í Kiev. Talið er að Igor hafi bæði unnið fyrir leyniþjónustu Rússlands FSB (gamla KGB) og einnig leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. Hann er sagður hafa barist í Bosníu, væntanlega með Serbum, trú- bræðrum Rússa, gegn múslimum, í borgarastríðinu þar á árunum 1992–1995 og í átökunum í Téténíu (1994–2000). Evrópusambandið er með hann á bannlista og úkraínsk yfirvöld ásaka hann um hryðjuverk. Talið er að hann hafi menn héðan og þaðan á sínum snærum: ,,Herflokkar mínir innihalda að sjálfsögðu menn frá hinum ýmsu svæðum,“ sagði hann í samtali við rúss- neska dagblaðið Komsomolskaya Pravda. Hann telur að um einn þriðji sinna manna séu Úkraínumenn. Um hann er fjallað í grein í Huffington Post og þar segir hann að félagar sínir séu stríðshert- ir: ,,Margir mínir menn hafa verið í rússneska hernum og barist í Téténíu, Mið-Asíu, Írak, Júgóslavíu og jafnvel Sýrlandi,“ segir Igor, sem neitar því hins vegar að hafa fengið stuðning frá Rússum: ,,Við höfum ekki fengið eina kúlu frá Rússum,“ segir þessi goðsagna- kenndi stríðsmaður sem lætur mikið til sín taka í Úkraínu.„Ég er orðinn forseti til þess að styrkja ein- ingu Úkraínu Vígalegur Á þessari mynd er Igor klæddur upp sem rómverskur hermaður. Sagt er að hann hafi dálæti af því að ,,endurskapa“ alls kyns hlutverk sem tengjast hernaði. Rúmar fimmtíu milljónir á flótta Fjöldi flóttamanna ekki meiri síðan í síðari heimsstyrjöldinni V ið horfumst í augu við þann mikla kostnað sem hlýst af því að binda ekki endi á styrjaldir og að geta ekki komið í veg fyr- ir átök,“ sagði António Guterres, flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, í tilefni af nýrri skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna um þróun flóttamanna- straums á heimsvísu árið 2013 (e. Global Trends report). Þar kemur fram að fjöldi þeirra sem eru á flótta vegna átaka í heiminum er kominn yfir fimm- tíu milljónir í fyrsta skiptið síðan í síðari heimsstyrjöldinni. „Mann- úðarsamtök geta veitt aðstoð upp að vissu marki en brýnt er að finna pólitískar lausnir. Án pólitískra lausna munu þau skelfilegu átök og þjáningar sem endurspeglast í þessum tölum halda áfram,“ sagði Guterres enn fremur. Í skýrslunni er greint frá því að gögnin nái til þriggja hópa: flótta- manna, hælisleitenda og fólks á flótta innan eigin landamæra. Af þeim eru 16,7 milljónir skilgreind- ir sem flóttamenn, 33,3 milljónir á flótta innan eigin landamæra og 1,1 milljón hælisleitenda. Þess má geta að 137 hælisleitendur sóttu um hæli á Íslandi á fystu níu mánuðum ársins 2013 en það er árið sem skýr- slan nær til. Af þeim fengu níu hæli á meðan 128 var synjað um það eða 93,5 prósent. Sex milljóna aukning Skýrslan byggist á upplýsingum Flóttamannastofnunar, opinberra aðila og frjálsra félagasamtaka um allan heim. Þar kemur fram að fjöldi þeirra sem neyddir hafa ver- ið á flótta í árslok 2013 hafði náð 51,2 milljónum en það er aukning um sex milljónir frá árslokum 2012 þegar fjöldinn var 45,2 milljónir. Fram kemur að meginor- sök þessarar hækkunar sé flótta- mannastraumurinn vegna borg- arastyrjaldarinnar í Sýrlandi sem valdið hefur því að 2,5 milljónir manna eru flóttamenn og 6,5 millj- ónir eru á flótta innan landamæra Sýrlands. Önnur svæði þar sem fjöldi fólks hefur lagst á flótta eru einnig í Afríku, einkum í Mið-Afr- íkulýðveldinu og undir lok ársins 2013 í Suður-Súdan. Pakistan og Íran taka við flestum Flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna segir alþjóðasamfélagið þurfa að leysa innbyrðis ágreining og nefnir sérstaklega átökin í Suð- ur-Súdan, Sýrlandi, Mið-Afríku- lýðveldinu og víðar. Þá segir hann óhefðbundna styrktaraðila þurfa að fá aukið vægi og vinna samhliða hefðbundnum styrktaraðilum. Jafn margir séu á flótta vegna átaka í dag „og allir íbúar í miðlungsstórum löndum eins og Kólumbíu, Spáni, Suður-Afríku eða Suður-Kóreu“. Í skýrslunni er greint frá því að fjölmennustu hóparnir und- ir verndarvæng Flóttamannastofn- unar séu Afganar, Sýrlendingar og Sómalar sem telji samanlagt um helming allra flóttamanna heims- ins. Þau lönd sem tóku við flestum flóttamönnum eru Pakistan, Íran og Líbanon. Þá kemur fram að flótta- mannavandinn sé hvað mestur í Asíu og Kyrrahafinu þar sem yfir 3,5 milljónir flóttamanna eru, þar næst kemur Afríka sunnan Sahara með 2,9 milljónir flóttamanna og Mið- Austurlönd og Norður-Afríka með 2,6 milljónir flóttamanna. Ríkisfangslausir bætast við Fjöldi þeirra sem var á flótta innan eigin landamæra var sem fyrr seg- ir 33,3 milljónir manna. Í skýrsl- unni kemur fram að það hafi verið áskorun að hjálpa þessum hópi sem oft og tíðum er fastur innan átaka- svæða, þar sem erfitt er að koma að aðstoð og þar sem verndarákvæði alþjóðlegra laga hafa ekki verið virt. Þá er greint frá því að ríkisfangs- lausir standi utan við tölfræðina um þá 51,2 milljónir manna sem neyddir hafa verið til að flýja heim- ili sín. Erfitt reynist að henda reið- ur á nákvæman fjölda þeirra sem eru ríkisfangslausir meðal annars vegna þess að bæði Flótta- mannastofnunin og ríkisstjórnir eiga erfitt með að skrá þá sem eru ríkisfangs- og/eða skilríkjalaus- ir. Við þetta bætist að sum ríki taka ekki saman tölulegar upplýsingar um þá sem ekki eru ríkisborgarar í þeirra eigin ríki. Árið 2013 skráðu skrifstofur Flóttamannastofnunar um heim allan tæplega 3,5 milljónir ríkis- fangslausra manna sem þó eru talin vera aðeins þriðjungur þess fjölda sem er án ríkisfangs á heimsvísu. n Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is Fjöldi barna Fjöldi barna er á meðal þeirra rúmlega fimmtíu milljóna sem eru á flótta. Hér má sjá börn á flótta bíða eftir mat í flóttamannabúðum í Pakistan en það er eitt þeirra landa sem tekur á móti hvað flestum flóttamönnum. Fimmtíu milljónir Fjöldi þeirra sem eru á flótta vegna átaka í heiminum er kominn yfir fimmtíu milljónir í fyrsta skiptið síðan í síðari heimsstyrjöldinni. „Án pólitískra lausna munu þau skelfilegu átök og þjáningar sem endur- speglast í þessum tölum halda áfram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.