Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Qupperneq 30
Helgarblað 20.–23. júní 201430 Umræða Langaði hvort eð er ekki Umsjón: Henry Þór Baldursson Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni 1 „Hvernig heldurðu að það líti út þegar þú verð- ur gamall?“ Þeir sem vilja skreyta líkama sinn með húðflúri eru gjarnan spurðir þessarar spurningar. Lesið 36.522 2 Ók niður fimm ára dreng: „Skítur skeður, lífið heldur áfram“ 31 árs gamall Breti varð barni að bana með glæfraskap. Honum virtist slétt sama, eftir að hafa fengið fangelsisdóm. Lesið: 34.829 3 „Hún er fluggáfuð stelpa, ótrúlega góð“ Á hvítasunnudaginn síðasta fóru Pino Becerra Bolaños og íslensk sambýlis- kona hennar í göngutúr við Bleiksárgljúf- ur í Fljótshlíð. Lesið: 30.639 4 Hneig niður á Austur-velli Einn skátinn sem stóð heiðursvörð við Austurvöll hneig niður eftir að hafa staðið með fánastöng í um það bil klukkustund. Lesið: 27.419 5 „Mér finnst þetta hrikalegasta misnotkun mannsins“ Tugir milljarða dýra eru drepin á ári hverju til að fæða og klæða manninn. Aðbúnaður þeirra er í mörgum tilfellum slæmur, meðferð á þeim í lifanda lífi harðneskjuleg og dauðdaginn kvalafullur. Lesið: 26.206 Lekamálið = Watergate N úna hillir loksins und- ir niðurstöðu í lekamál- inu. Upplýsingar í kring- um atburðarásina þegar einhver starfsmaður inn- anríkisráðuneytisins lak trúnað- argögnum um borgarana, komu í ljós með óvæntum hætti á dögun- um. Það gerist vegna annars máls, þegar fréttastjóri mbl.is neitaði að gefa lögreglunni upplýsingar, sem fór fyrir dóm. Upplýsingarnar sem koma fram í þessum dómskjölum eru afhjúpandi og vonandi hillir undir lausn þessa skelfilega máls sem fyrst. Þetta mál hefur tekið mikið pláss í umræðunni frá því það hófst. Ég hef fylgst með því al- veg frá blábyrjun og ég man hvað ég var hissa og sár þegar fréttin um meint glæpa-tengsl Tony Omos birtust í Fréttablaðinu. Þá varð alveg ljóst að einhver í innanrík- isráðuneytinu var að leka trún- aðargögnum um borgarana. Og ekki bara eitthvert óvart út í loftið, heldur í stærstu fjölmiðla lands- ins. Þetta er eins alvarlegt og það verður. Talið í árum Við brotum af þessu tagi liggja þungar refsingar sem ekki eru tald- ar í mánuðum. Heldur árum. Þess- ar þungu refsingar vegna brota af þessari sort eru skiljanlegar vegna þess að trúnaður heils ráðuneyt- is er undir. Ráðuneytið höndl- ar með viðkvæmustu mál borgar- anna hverju sinni. Skilnaðarmál. Erfðamál. Lögreglumál. Lóðamál. Nálgunarbönn. Forræðissvipt- ingar og svo framvegis. Hugsum okkur nú aðeins hvernig innan- ríkisráðuneytið gæti starfað ef ekki ríkti trúnaður um allt það sem færi fram innan vébanda þess. Stað- an er einfaldlega sú að trúnað- ur er forsenda þess að ráðuneytið geti starfað. Án trúnaðar væri inn- anríkisráðuneytið einhver óvirk leiðindastofnun. Vegna þessa hef- ur verið mjög undarlegt að fylgj- ast með viðbrögðum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráð- herra í þessu máli. Í upphafi máls- ins sagði hún engan leka hafa átt sér stað úr innanríkisráðuneytinu og benti á að fjölmargar stofnanir hefðu aðgang að trúnaðargögnum um hælisleitendur. Þetta var hrak- ið sama dag og staðfestist við lög- reglurannsóknina. Þá kom í ljós að minnisblaðið var samið í inn- anríkisráðuneytinu sem viðbragð við fyrirhuguðum mótmælum, og aðeins átta einstaklingar höfðu aðgang að því. Þar á meðal var ráðherra og tveir aðstoðarmenn hennar. Hönnu Birnu var því alveg ljóst þegar hún benti á aðra sem mögulega lögbrjóta að hún var að fara með ósannindi. Hundskammaði þingmenn Þegar málið komst inn á borð Al- þingis (sem hefur eftirlitshlutverki að gegna gagnvart stofnunum rík- isins) og innanríkisráðherra var spurð út í lekamálið, fyrtist hún við og hundskammaði þingmenn fyrir að spyrja sig út í málið og varpaði annarlegu ljósi á hvers vegna sum- ir þingmenn höfðu séð minnis- blaðið. Miðað við alvarleika máls- ins og þá staðreynd að lög höfðu verið brotin og trúnaður innan- ríkisráðuneytisins var í uppnámi, hefði maður haldið að innanríkis- ráðherra myndi fagna öllum þeim staðreyndum sem gætu varpað ljósi á þetta skelfilega mál. Það gerði hún ekki heldur tók sér varðstöðu gegn öllum þeim sem vildu varpa ljósi á málið. Ráð- herra hefur meðal annars neitað að svara spurningum DV um þetta mál. Nokkuð sem er frekar vand- ræðalegt því blaðamenn DV fengu á dögunum blaðamannaverðlaun Íslands fyrir umfjöllun sína um lekamálið. En Hanna Birna hef- ur hoggið til fleiri en blaðamanna því í gær birtist undarleg yfirlýsing á vef innanríkisráðuneytisins þess efnis að lögreglan væri að setja í sérkennilegt samhengi ályktanir af persónulegum símtölum starfs- manna innanríkisráðuneytisins vegna rannsóknarinnar. Þetta er mjög undarlegt svo ekki sé tekið dýpra í árinni. Allt er undir Höfum aðeins í huga það sem er undir í þessu máli. Trúverðugleiki innanríkisráðuneytisins. Allt er undir, en Hanna Birna Kristjáns- dóttir hrekst úr einu horninu í annað í stöðugri vörn þegar hún ætti að fagna öllum þeim týr- um sem gætu varpað ljósi á lausn þessa máls. Þetta er ekki trúverð- ugt nema síður sé. Ég sé ekki fyr- ir mér fleiri hálmstrá fyrir ráðherra að halda í. Ég sé fyrir mér að leikar geti farið á annan veg en að Hanna Birna Kristjánsdóttir neyðist til að segja af sér embætti. Ef aðstoðar- maður hennar hefur með sannar- legum hætti lekið trúnaðarupplýs- ingum um borgarana í fjölmiðla í pólitískum tilgangi – eins og rök hníga að – er jafn augljóst að ráð- herra nýtur ekki trausts og verð- ur að segja af sér. Eftir því sem ég kemst næst ætlar aðstoðarmaður- inn ekki að verða „fall guy“ í þessu máli og mun taka ráðherra með sér í fallinu. Enda er það ósköp skilj- anlegt. Það er nöturlegt að þurfa að enda álitlegan pólitískan fer- il fyrir það eitt að fylgja skipunum yfirmanns síns. Þessu máli er ekki lokið en þegar það gerist verður það með braki og brestum og hafa varanleg áhrif á íslenska stjórn- sýslu. Lekamálið er Watergate. n „Ég sé ekki fyrir mér fleiri hálmstrá fyrir ráðherra að halda í. Mynd SigTryggUr Ari Teitur Atlason skrifar Af blogginu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.