Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2014, Blaðsíða 24
Helgarblað 20.–23. júní 201424 Fréttir Erlent N ý bresk rannsókn á vegum samtaka sem berjast fyr- ir umferðaröryggi, Brake, leiðir í ljós að stór hluti öku manna dottar undir stýri. Rannsóknin náði til eitt þús- und ökumanna og viðurkenndi nær helmingur karlmanna að hafa dott- að (e. micro-sleep) undir stýri. Hlut- fallið var 45 prósent samanborið við 22 prósent þegar konur áttu í hlut. Óhætt er að segja að niðurstaðan sé hrollvekjandi en BBC greinir frá þessu á vefsíðu sinni. Micro-sleep, sem mætti kalla ör- svefn, varir í fimm til tíu sekúnd- ur. Heilinn sofnar á meðan einstak- lingurinn reynir að vaka. Þetta gerist yfirleitt við aðstæður þar sem áreiti er einhæft, til dæmis akstur um lengri veg. Þegar höfuðið byrjar að síga hrekkur fólk vanalega upp af blundin- um, kippir til höfðinu, og rennur kalt vatn milli skinns og hörunds. Að kippa við höfðinu „Augnlokin þyngjast og þú hættir að vera meðvitaður um umhverfið,“ segir Jim Horne, stjórnandi Lough- borough University Sleep Research Centre, um einkennin. „Þú sofnar í nokkrar sekúndur og hrekkur síð- an upp, yfirleitt með kipp.“ Kippur- inn er yfirleitt það sem segir fólki að það hafi dottað, því heilinn man ekki eftir svona stuttum blundi. „Þú þarft að sofna í eina til tvær mínútur, að lágmarki, svo heilinn muni eftir því,“ segir Horne, sem hefur rann- sakað þreytu í heilan áratug. „Þegar örsvefn er annars vegar man maður varla hvort maður er að koma eða fara, þegar maður vaknar.“ Ungir ökumenn þreyttari Merkilegt nokk er þreytu um að kenna. Ef þú bregst ekki við ástandinu, til dæmis með því að sofna eða hreyfa þig, og ástandið er viðvarandi í einhvern tíma, get- ur það hæglega leitt til þess að fólk beinlínis sofni. Oftar gerist það þó að fólk hrekkur upp og upplif- ir adrenalín flæða um æðarnar. Við það vaknar það. Ökumenn eru sér- staklega útsettir fyrir örsvefni, sér- staklega þeir sem sitja lengi und- ir stýri að kvöldi til eða á nóttunni, þegar þeir eru alla jafna sofandi. Rannsóknir benda til þess að ungir ökumenn séu í meiri áhættuhópi en þeir sem eldri eru, þar sem svefn- þörf minnkar smám saman með aldrinum. Ungmenni eru einnig viðkvæmari fyrir því að missa úr svefn, sem getur haft áhrif á aksturs- hæfni þeirra. Svefn kemur ekki upp úr þurru BBC hefur eftir Department for Transport að liðlega 20 prósent um- ferðarslysa á þjóðvegum megi rekja til svefntengdra ástæðna. Horne segir að ökumenn hafi enga afsök- un. „Svefn sækir ekki að þér upp úr þurru. Þú getur ekki verið glað- vakandi eina stundina og sofandi þá næstu. Þú hefur alltaf tíma til að finna þegar svefn sækir að þér. Horne býr yfir ráðleggingum til þeirra sem verða syfjaðir undir stýri. Fólk á að leggja bílnum, inn- byrða um 150 milligrömm af koffíni (sem byrjar ekki að virka fyrr en eft- ir 20 mínútur), leggja sig í korter og taka svo fimm mínútur í að vakna. Þá ætti að vera óhætt að aka af stað aftur. n „Þú sofnar í nokkrar sekúndur og hrekkur síðan upp, yfirleitt með kipp. Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Annar hver maður dottar undir stýri n 20% bílslysa í Bretlandi má rekja til svefntengdra ástæðna n Engin afsökun Hættulegt Það getur verið banvænt að sofna undir stýri. Mynd SHUtterStock Ung kona beitt skelfilegu ofbeldi Var nýdæmdur fyrir svipuð brot þegar hann braut aftur af sér L ögregla var kölluð að íbúð í Kristiansand í Suður-Nor- egi hinn 12. apríl síðastliðinn þegar óp, grátur og öskur heyrðust frá íbúðinni. Lögreglu- menn sem svöruðu útkallinu fundu unga konu mjög illa haldna með mikla líkamlega áverka eftir ofbeldi sem hún hafði orðið fyrir á löngum tíma. Áverkarnir þöktu nánast allan líkama hennar. Þegar konan hafði fengið aðhlynningu og gat rætt við lögreglumenn kom í ljós að henni hafði verið haldið fanginni í íbúð- inni í þrjá daga þegar hún var flutt á neyðarmóttöku. Hún hafði verið barin ítrekað með bareflum, borð- fæti og járnröri auk þess sem mað- urinn hafði beitt hana kynferðis- legu ofbeldi. Ofbeldismaðurinn hafði einnig skotið á konuna með gasbyssu. Hann hélt exi að kon- unni og hótaði að beita henni ef hún greindi frá ofbeldinu eða léti í sér heyra. Það voru nágrannar sem kölluðu til lögregluna eftir að þeir heyrðu skelfileg óp frá konunni og brutu lögreglumenn sér leið inn í íbúðina. Ofbeldismaðurinn reyndist vera karlmaður á fertugsaldri. Hann og konan þekktust lítillega en maður- inn er margdæmdur ofbeldishrotti. Hann á að baki sér dóma fyrir sext- án hegningarlagabrot og hefur 24 sinnum verið sektaður. Sex af þeim sextán brotum snúa að ofbeldi og hótunum. Það sem veldur Norðmönnum mestum óhug er þó sú staðreynd að maðurinn var í september í fyrra dæmdur fyrir svipað ofbeldisverk, það er, frelsissviptingu ungrar konu sem var haldið fanginni á heimili sínu í nokkra daga. Maðurinn beitti konuna grimmilegu ofbeldi, vafði rafmagnssnúru um háls hennar og barði hana ítrekað með trékubbi. Maðurinn var ákærður og dæmd- ur fyrir ofbeldið en hafði ekki haf- ið afplánun þegar hann misþyrmdi seinni konunni. Hann hefur setið í gæsluvarð- haldi síðan og hefur nú verið ákærð- ur fyrir ofbeldið og má búast við að dómur í málinu falli fljótlega. Maðurinn segist saklaus af öll- um ákæruliðunum og segist aðeins hafa slegið konuna einu sinni með opnum lófa auk þess sem hann seg- ist hafa hert belti um háls hennar. n astasigrun@dv.is Grimmilegt ofbeldi Konurnar tvær hafa svipaða sögu að segja af samskiptum sínum við manninn. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi. Mynd SHUtterStock Tóku við 20 prósent flóttamanna Svíar tóku við 20 prósent allra þeirra flóttamanna sem leituðu á náðir ríkja Evrópusambandsins á síðasta ári. Þetta gerðist þrátt fyr- ir að íbúafjöldi Svía, 9,5 milljónir, nemi aðeins tveimur prósentum af heildaríbúafjölda ríkja Evrópu- sambandsins. Alls 46 prósent þeirra flóttamanna sem Svíar tóku við eru frá Sýrlandi. Næstfjöl- mennasti hópurinn var ríkisfangs- laus og þriðji fjölmennasti hópur- inn kom frá Afríkuríkinu Eritreu. Á eftir Svíum komu Þjóðverjar, en þeir tóku við 26.080 flóttamönn- um á síðasta ári og Frakkar tóku við 16.115 flóttamönnum. Loksins bjargað Björgunarsveitarmönnum tókst á fimmtudag að bjarga hinum 52 ára Johann Westhauser eftir að hann féll og slasaðist illa í dýpsta helli Þýskalands hinn 8. júní síð- astliðinn. Þurfti Westhauser að dúsa í hellinum í tæpa tólf daga. Björgunaraðgerðirnar voru mjög flóknar en alls tóku 728 manns þátt í þeim. Westhauser var í raun eins langt inni í hellin- um og mögulegt var, eða einum kílómetra frá hellismunanum. Að sögn breska ríkisútvarps- ins var Westhauser með meðvit- und þegar hann var dreginn upp á yfirborðið en óvíst er hversu alvarleg brjóst- og höfuðmeiðsli hans eru. Strax eftir björgun- ina var hann fluttur með þyrlu á sjúkrahús. Westhauser var í hópi leiðangursmanna sem fundu hellinn árið 1995.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.