Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Síða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Síða 47
Sport | 47Helgarblað 18.–20. febrúar 2011 Cafe Catalina n Hamraborg 11 n 200 Kópavogur n Sími: 554 2166 n www.catalina.is Um helgina leikur Hljómsveitin sín AllAr veitingAr í boði n BBQ svínarif, hamborgarar, steikarsamlokur n Hádegismatur m/súpu og kaffi n Hópamatseðlar fyrir veislur, smáréttaborð og fleira Snyrtilegur klæðnaður áskilinn boltinn AlltAf í beinni góukAffi - KonUdagsKaffi sunnudaginn 20. febrúar kl. 15:00 - 17:00. allir velkomnir! átrúnaðargoði sínu Romario. Hann var aðeins eitt tímabil hjá Barcelona en það tímabil lifir enn í minningu stuðningsmanna liðsins þrátt fyrir að það hafi ekki hampað spænska meistaratitlinum. Ronaldo skoraði hvorki meira né minna en 47 mörk í 49 leikjum en á tímabilinu varð lið- ið meistari meistaranna, spænskur bikarmeistari og hampaði sigri í Evr- ópukeppni bikarhafa. Englendingur- inn Sir Bobby Robson stýrði Barce- lona þetta tímabil en þegar hann var spurður út í Ronaldo eftir fræg- an leik gegn Valencia þar sem Brass- inn skoraði eftirminnilega þrennu fórnaði Robson höndum og svaraði: „Hvað get ég sagt? Þið sáuð þenn- an leik. Ekki er ég að kenna honum þetta. Það getur enginn kennt þetta. Vá. Það eina sem ég get gert er að benda öllum á þá óhugnanlegu stað- reynd að hann er aðeins 21 árs. Hann á bara eftir að verða betri.“ Ronaldo var keyptur fyrir met- fé til Barcelona en eftir þetta ótrú- lega ár þar sprengdi Inter skalann og gerði hann að dýrasta manni heims sumarið 1997. Ronaldo var hjá Inter í fimm ár en vann aðeins einn titil, Evrópukeppni félagsliða árið 1998. Meiðsli settu stórt strik í reikninginn hjá Ronaldo þegar hann dvaldi hjá Inter en hann spilaði aðeins 99 leiki. Skoraði þó auðvitað nóg af mörkum, ein 59 stykki. „Undrið“ varð til Ronaldo fór á kostum á HM 1998 en þurfti þó að sætta sig við tap í úrslita- leiknum gegn Frakklandi. Eftir erfið ár hjá Inter kom hann sér í stand fyr- ir Heimsmeistarakeppnina í Japan og Suður-Kóreu árið 2002 þar sem Brasilía varð heimsmeistari í fimmta skiptið. Ronaldo var markahæsti leikmaður keppninnar og skoraði meðal annars bæði mörkin í úr- slitaleiknum gegn Þýskalandi. Eft- ir keppnina var hann keyptur fyrir metfé til Real Madrid og síðar á árinu fékk hann nafnbótina besti knatt- spyrnumaður heims í þriðja skiptið. Það var um það leyti sem viðurnefn- ið „Il Fenomeno“ eða „Undrið“ fór að festast við kappann. Um leið og Ronaldo skrifaði und- ir við Real Madrid voru öll met slegin í treyjusölu. Það var einfaldlega sleg- ist um Ronaldo-treyjurnar. Hann gat ekki spilað sinn fyrsta leik fyrr en í október en í öllum leikjum fram að því hrópuðu stuðningsmenn Real nafn hans. Hann olli engum von- brigðum og skoraði tvö mörk í fyrsta leik sínum. Stuðningsmenn Real vissu að þarna væri kominn sérstak- ur leikmaður og stóðu upp og klöpp- uðu fyrir honum. Real varð meistari á fyrsta ári með Ronaldo en árið eft- ir var liðið á góðri leið með að vinna þrennuna. Ronaldo hafði skorað þrennu gegn Manchester United í Evrópukeppninni og allt lék í lyndi þar til hann meiddist enn og aftur undir lok tímabilsins 2004. Um leið og Ronaldo var frá hrundi leikur Real. Liðið var slegið út úr Meistara- deildinni, tapaði úrslitaleik spænska bikarsins og missti Spánartitilinn úr höndum sér til Valencia. Eins og alltaf skilaði Ronaldo sínum mörk- um. Hann skoraði 104 sinnum í 177 leikjum og vann nokkra bikara. Eftir komu Ruuds van Nistelrooy fór Ron- aldo að sitja meira og meira á tré- verkinu vegna meiðsla og líkamlegs forms. Á endanum var hann seldur til AC Milan. Síðustu árin Hjá AC Milan var hann aldrei í formi en skoraði þó í öðrum hverjum leik. Hann meiddist enn og aftur og gafst upp eftir eitt ár og ákvað að snúa aft- ur til heimalandsins, þó ekki nema 32 ára. Meiðslin tóku sinn toll og fóru að birtast af Ronaldo mynd- ir þar sem hann var hreinlega orð- inn feitur. Hann komst líka í kast við lögin þegar þrír kynskiptingar ásök- uðu hann um ofbeldi gegn sér eftir að hann fór með þá upp á herbergi. Hélt Ronaldo að þarna væri um kon- ur að ræða en annað kom á daginn þegar þeir ætluðu að fara að gamna sér. Ronaldo kom sér í stand og allt ætlaði um koll að keyra þegar hann spilaði fyrsta leikinn fyrir Corinth- ians. Hann var tekinn í viðtal úti á miðjum velli rétt áður en leikurinn hófst og þegar hann skoraði fyrsta markið þurfti að gera fimm mínútna hlé á leiknum svo hægt væri að taka við hann fleiri viðtöl. Með Corinth- ians varð Ronaldo bikarmeistari og héraðsmeistari. Hann gafst svo upp vegna meiðsla og ofþreytu á Valent- ínusardaginn 14. febrúar og tilkynnti að hann væri hættur. Kannski við hæfi þar sem ástarsamband knatt- spyrnuheimsins og Ronaldos mun lifa að eilífu. Hættur er einn sá besti sem spilað hefur leikinn. „Meiðsli settu stórt strik í reikninginn hjá Ronaldo þegar hann dvaldi hjá Inter en hann spilaði aðeins 99 leiki. Búið spil Ronaldo tilkynnti öllum heiminum að hann væri hættur 14. febrúar. Stærsta stundin Ronaldo varð heims- meistari með Brasilíu 2002 og er markahæsti leikmaður í sögu HM. Mikið meiddur Ef og hefði? Hvað hefði gerst ef Ronaldo hefði alltaf verið heill? Byrjunin á meginlandinu Ronaldo með hinum goðsagnakennda Luc Nilis þegar hann spilaði með PSV í Hollandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.