Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 12
12 Fréttir 2.–4. mars 2012 Helgarblað É g er mjög þakklát. Þetta var mjög erfiður tími en í dag er ég þakklát fyrir hvern dag sem ég lifi. Það er ekki hægt neitt ann- að,“ segir Matthildur Hrönn Matthíasdóttir, 27 ára kona, sem í tvígang hefur fengið grædda í sig lifur. Matthildur er á meðal þeirra Íslendinga sem farið hafa í líffæra- ígræðslu en á hverju ári er talið að um það bil tíu einstaklingar hér á landi þarfnist líffæraígræðslu. Þann 6. mars næstkomandi fer fram opið málþing um líffæraígræðslur, Líf- færi fyrir lífið, en málþingið verð- ur haldið á Grand Hótel. Nánar er fjallað um málþingið annars staðar á síðunni. Matthildur væri ef til vill ekki á lífi í dag ef ekki hefði verið fyr- ir tvær lifrarígræðslur sem hún gekkst undir árin 2007 og 2008. Í dag er hún heilsuhraust og stefnir á Heimsleika líffæraþega sem fara fram í Suður-Afríku árið 2013. Send út samdægurs Matthildur veiktist heiftarlega þann 2. október 2007, þegar hún var 23 ára. Líkami hennar varð gulleit- ur og ákvað hún að fara rakleiðis á Landspítalann til að fá greiningu. „Þar vaknaði strax grunur um Wil- son’s-sjúkdóm sem er genatengd- ur sjúkdómur sem leggst á lifrina. Samdægurs ákváðu læknarnir að senda mig á Ríkisspítalann í Kaupa- mannahöfn,“ segir Matthildur og fóru foreldrar hennar, sem búsett- ir eru í Neskaupstað, upp í næstu flugvél til Reykjavíkur og fylgdu henni til Danmerkur. Sjálf var Matt- hildur búsett í Reykjavík þar sem hún stundaði nám í uppeldis- og kennslufræðum. Þegar Matthildur kom til Dan- merkur var hún lögð inn á spítal- ann og send í rannsóknir. Þá var hún tengd við ýmis tæki og tól sem höfðu því hlutverki að gegna að bjarga lifrinni til að hún þyrfti ekki á lifrarígræðslu að halda. „Það gekk hins vegar ekki upp. Þá var ég sett á forgangslista um nýja lifur og ég fékk þá fyrstu sem kom,“ segir Matthildur en hún þurfti einungis að bíða í nokkra daga eftir nýju lifrinni. Hafnaði nýju lifrinni Eftir ígræðsluna leið Matthildi vel í nokkra daga. Skömmu síðar kom hins vegar upp annað vandamál og í ljós kom að Matthildur átti langa leið fyrir höndum í átt að bata. Gall- ið fór ekki í þá átt sem það átti að fara og var hún því send í gallvegs- aðgerð. „Eftir þá aðgerð fór heilsan aðeins að koma en ég kastaði öllu upp sem ég lét ofan í mig,“ segir Matthildur sem nokkrum dögum síðar fékk aðrar slæmar fréttir. Lík- aminn hafði hafnað nýju lifrinni. „Hún passaði einfaldlega ekki. Hún var of stór og feit. Ég fór þá aftur á biðlista eftir nýrri lifur og það tók um tvær vikur því læknarnir vildu að þetta yrði alveg pottþétt í þetta skiptið. Eftir seinni lifrarígræðsluna fór guli liturinn en ég hélt áfram að kasta upp. Það var eitthvað meira sem var í gangi. Ég fór í röntgen- rannsóknir og gallvegurinn var skoðaður aftur. Þá kom í ljós að það var ekki nógu vel tengt þarna niðri og þá þurfti ég að fara í aðra gall- vegsaðgerð,“ segir Matthildur. Þeg- ar þarna var komið sögu fór allt að ganga betur og tók líkaminn við nýju lifrinni og gallvegsaðgerðin bar tilætlaðan árangur. Hún þurfti að dvelja á sjúkrahúsinu í hálft ár þar sem hún var inni á spítalanum allan Æ tlað samþykki felur í sér að löggjafinn geri ráð fyrir að látinn einstaklingur sé sjálf- krafa líffæragjafi nema hann eða ættingjar fyrir hans hönd hafi látið í ljós vilja til hins gagnstæða. Í dag er gert ráð fyrir svokölluðu upplýstu samþykki sem felur í sér að viðkomandi sé ekki talinn vilja gefa líffæri nema hann hafi skráð sig,“ segir Guðmundur Löve, fram- kvæmdastjóri SÍBS og talsmaður hópsins Annað líf sem stendur að málþingi um líffæragjafir sem haldið verður á Grand Hótel þann 6. mars næstkomandi. SÍBS og Annað líf hafa undanfarin misseri barist fyrir lagabreytingu á sviði líffæragjafar. Eins og Guð- mundur segir gera lög í dag ráð fyrir því að látnir ein- staklingar gefi ekki líffæri nema þeir hafi sérstaklega látið í ljós vilja sinn til þess. Með lagabreytingunni yrði látinn einstaklingur sjálfkrafa líffæragjafi nema hann hafi látið í ljós vilja til hins gagnstæða. Neiti aðstand- endur líffæragjöf við lát einstaklings yrði þó tekið tillit til þeirrar óskar. Fulltrúar SÍBS héldu fund með fulltrúum þing- flokka í velferðarnefnd síðasta haust þar sem til- lagan var kynnt. Vel var tekið í tillöguna og varð hún til þess að átján þingmenn úr öllum flokkum fluttu þingsályktunartillögu um að velferðarráðherra yrði falið að semja frumvarp sem geri ráð fyrir „ætluðu samþykki“ við líffæragjafir í stað „ætlaðrar neitunar“. „Ástæða þess að við tókum þetta upp sem baráttumál er sú að samkvæmt bæði íslenskum og erlendum könnunum eru 80 til 90 prósent manna aðspurð hlynnt því að gefa úr sér líffæri eftir sinn dag. Reyndin er hins vegar sú að á Íslandi er um það bil 40 prósenta neitun þegar á hólminn er komið af hálfu aðstandenda. Þarna er stórt bil sem við teljum að geti orsakast af ýmsu,“ segir Guðmundur og nefnir í því samhengi erfiða ákvarðanatöku aðstandenda fyrir hönd einhvers sem er látinn og hins vegar almenn óvissa og skortur á fræðslu hjá almenningi. „Væri hér við lýði ætlað samþykki þá kynni það að auðvelda fólki þessa ákvarðanatöku. Að minnka þetta bil gæti bjargað fjórum til fimm mannslífum á ári,“ segir Guðmundur. Á ráðstefnunni sem haldin verður 6. mars næst- komandi verður meðal annars fjallað um lagaum- hverfið á Íslandi og líffæraígræðslur almennt. „Við fáum til okkar tvo Norðmenn, annar þeirra er yfir- læknir líffæraígræðslunnar á háskólasjúkrahúsinu í Osló og hinn er sjálfur líffæraþegi sem hefur bæði fengið hjarta, lungu og lifur,“ segir Guðmundur en auk þeirra mun Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækn- inga á Landspítalanum, halda erindi. „Þetta verður snörp og málefnaleg umræða um málið.“ Hægt að bjarga lífi fjölmargra n Gekkst tvisvar undir lifrarígræðslu n Ætlar að keppa í hlaupi á Heimsleikum líffæraþega Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Þakklát fyrir hvern dag „Ég missti allan kraft og þurfti að byggja upp þolið aftur n Berjast fyrir lögleiðingu á ætluðu samþykki Herbert dæmdur í Hæstarétti: „Núna er ég gjaldþrota“ „Er ég ekki endanlega laus núna? Núna er ég gjaldþrota þannig að málið er bara dautt,“ segir Herbert Guðmundsson tónlistarmaður. Hæstiréttur Íslands hefur dæmt Herbert til greiðslu á tæplega 6 milljónum króna vegna deilna hans við húsfélagið Prestabakka 11–21. Deilurnar hafa staðið yfir um langt skeið og velkst um í dómskerfinu. Núna er málinu hins vegar loksins lokið og sér Herbert ekki fram á annað en gjaldþrot. Húsfélagið vann sigur á Her- berti fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur í fyrra og var þá Herberti og fyrrverandi eiginkonu hans gert að greiða húsfélaginu rúmar 3,6 milljónir króna og 1,5 milljónir í málskostnað. Hæstiréttur staðfesti þennan úrskurð og bætti við 500 þúsunda króna málskostnaði fyrir Hæstarétti. Ofan á þetta reiknast svo dráttarvextir og sér Herbert fram á að verða krafinn um tæp- lega átta milljónir króna. Málið hefur ítrekað farið fyrir dóm sem fyrr segir en það á rætur sínar að rekja til viðgerða sem Herbert og Svala Guðbjörg Jó- hannesdóttir réðust í á heimili sínu fyrir nokkrum árum. Við- gerðirnar, meðal annars á þaki síns eignarhluta, greiddu þau fyrir úr eigin vasa en síðar var ákveðið að ráðast í sambærilegar viðgerðir á hinum eignarhlutum fjöleignar- hússins og þess krafist að hjónin tækju þátt í kostnaði vegna þeirra. Leita að vitnum Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu leitar vitna að atviki er varð á Skothúsvegi við Tjarnargötu í Reykjavík föstudagskvöld- ið 24. febrúar klukkan 22.20. Þar var reynt að þvinga stúlku, sem var fótgangandi á vestur- leið, inn í hvítan sendibíl sem var staðsettur á gangstétt við götuna. Stúlkan, sem hefur lagt fram kæru vegna málsins, segir að 3–4 konur hafi átt leið hjá þegar þetta gerðist og við það hafi komið styggð að þeim sem ætlaði að svipta hana frelsi og færa í bílinn, eins og áður sagði. Talið er að konurnar hafi verið á dökkleitum smábíl en lögreglan biður þær að gefa sig fram. Aðrir sem kunna að geta varpað ljósi á málið eru sömuleiðis beðnir að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000 eða senda upp- lýsingar í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is. Skarphéðinn fær bætur Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Skarphéðni Berg Steinarssyni, fyrrverandi stjórnar- formanni FL Group, 300 þúsund krónur. Ástæðan er sú að eignir Skarphéðins voru kyrrsett- ar í tengslum við rannsókn á meintum brotum FL Group á lögum um virðisaukaskatt. Áður hafði hér- aðsdómur sýknað ríkið af kröfum Skarphéðins. Skarphéðinn, sem nú er for- stjóri Iceland Express, fór fram á að fá 750 þúsund krónur greiddar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.