Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 34
34 2.–4. mars 2012 Helgarblað 20U m s j ó n : K o l b e i n n Þ o r s t e i n s s o n k o l b e i n n @ d v . i s Á rin 1884 og 1885 lagðist óþekktur raðmorðingi á kon- ur í Austin í Texas. Morð- inginn fékk viðurnefnið Þernutortímandinn, Servant Girl Annhiliator, og í New York Times 26. desember 1885 sagði að „morð- in væru framin af einhverjum slæg- um brjálæðingi, sem væri heltekinn af því að myrða konur“. Samkvæmt Texas Monthly voru sjö konur myrtar, þar af fimm svart- ar og tvær hvítar, og einn svartur karlmaður var einnig myrtur. Að auki særðust sex konur og tveir karl- menn alvarlega. Ráðist var á öll fórnarlömbin innan dyra þar sem þau sváfu svefni hinna réttlátu. Fimm kvennanna voru síðan dregnar meðvitundar- lausar út fyrir þar sem gengið var endanlega frá þeim. Morðinginn afskræmdi þrjár kvennanna illilega utan dyra. Samkvæmt Texas Monthly var líkum allra fórnarlambanna stillt eins upp og inn í eyru sex kvennanna hafði verið stungið odd- hvössum hlut. Morðhrinunni lauk með morð- unum á tveimur hvítu konunum, Eulu Phillips og Susan Hancock. Susan var ráðinn bani þann 24. des- ember 1985. Um fjögur hundruð karlmenn voru handteknir í tengslum við rannsóknina en háttsettir ráða- menni neituðu að trúa að einn maður eða einn hópur manna gæti staðið að baki ódæðunum. Einn hinna handteknu, James Phillips, var sakfelldur fyrir morð á eigin- konu sinni, Eulu Phillips, en sá dómur var síðar ógiltur. Raðmorðin eru talin dæmi um raðmorðingja vestan Atlantsála þremur árum áður en Kobbi kviðr- ista, Jack the Ripper, lét á sér kræla í Whitechapel-hverfinu í Lundúnum. Rithöfundurinn Shirley Harrison leiðir að því líkur í bók sinni Jack the Ripper: The American Connection að Þernutortímandinn og Kobbi kviðrista hafi verið einn og sami maðurinn. Reyndar er raunin sú að margir hafa verið nefndir til sögunnar sem Kobbi kviðrista. Lögregluyfirvöld í Lundúnum yfirheyrðu fjölda amer- ískra kúreka sem þar drápu niður fæti, þar á meðal, samkvæmt rithöf- undum Jack the Ripper, A-Z, Buck nokkurn Taylor, sem var frægur fyrir að leika Vísunda-Bill í vestrasýning- um. Buck fæddist í Fredricksburg í Texas, suðvestur af Austin. Hvað sem þessum vangavelt- um líður þá er enn þann dag í dag hvorki vitað hver Kobbi kviðrista var né Þernutortímandinn. Morðunum linnti eftir að fjölgað var í lögregluliðinu, verðlaunum var heitið fyrir upplýsingar sem leitt gætu til handtöku morðingjans og óbreyttir borgarar settu á laggirnar grenndarvörslu sem gekk um götur borgarinnar um nætur. Dagblöð þess tíma töldu nokkuð víst að morðinginn, eða morðingj- arnir, hefðu yfirgefið svæðið því yfir- völd eignuðu Þernutortímandanum ekki fleiri morð. Þernu­ morðin Kobbi kviðrista í Bandaríkjunum? Sakamál B lanche Kiser fæddist 17. febrúar 1933 í Norður-Karó- línu í Bandaríkjunum. Fað- ir hennar var áfengissjúkur baptistaprestur sem síðar neyddi dóttur sína út í vændi til að afla fjár til að greiða veðmálaskuld- ir. Því var kannski ekki að undra að Blanche var þekkt fyrir að sveiflast á milli tilvitnana í heilaga ritningu og blautlegra athugasemda í einni og sömu setningunni. Árið 1952 giftist hún James N. Taylor og eignuðust þau tvö börn; hið fyrra 1953 og hið síðara 1959. Árið 1954 fékk hún vinnu sem gjaldkeri hjá Kroger-verslanakeðj- unni og árið 1959 var hún gerð að að- algjaldkera en hærra gátu konur ekki vænst að komast innan keðjunnar. Blanche hóf leynilegt ástarsam- band við framkvæmdastjóra versl- unarinnar, Raymond Reid, árið 1962 og þegar eiginmaður hennar lést árið 1971 gerðu þau samband sitt opin- bert. En árin liðu og 1985 voru komnir brestir í samband þeirra og talið að þá þegar hafi Blanche verið búin að stofna til sambands við Kevin Den- ton, svæðisstjóra Kroger-keðjunnar á þeim slóðum, en það samband end- aði með ósköpum. Blanche höfð- aði mál á hendur Denton og Kroger vegna kynferðislegs áreitis 1985. Ke- vin Denton neyddist til að segja starfi sínu lausu en Kroger-keðjan samdi um sátt utan dómstóla tveimur árum síðar og fékk Blanche 275.000 Bandaríkjadali í bætur. Sama ár sakaði Blanche einnig óþekktan „pervert“ um að hafa í tví- gang borið eld að heimili hennar. Ekki við eina fjölina felld Á páskadag 1985 hitti Blanche séra Dwight Moore, nýjan prest sameinuðu Kristskirkjunnar í Alamance í Norður- Karólínu. Dwight Moore var fráskilinn og hann og Blanche áttu það til að fá sér snæðing saman. Á þeim tíma var Blanche enn í sambandi við Raymond Reid en árið 1986 fékk hann slæman áblástur og var lagður inn á sjúkrahús í apríl það ár. Í október var hann illa haldinn af því sem læknar töldu vera Guillain-Barré-heilkennið og viku af október var Raymond liðið lík. Blanche og séra Moore hittust æ oftar og opinberlega og hugðust ganga í það heilaga 1987, en Blanche fékk brjóstakrabbamein og brúðkaupinu var frestað til nóvember 1988. Þá gerðu vart við sig tvö dularfull mein hjá Dwight sem þurfti að gangast undir tvær skurðaðgerðir. Í apríl 1989 gengu Blanche og Dwight í hjónaband og eyddu hveiti- brauðsdögunum á New Jersey. Þegar þau komu heim 26. apríl 1989, hneig Dwight niður eftir að hafa borðað köku. Í tvo daga leið hann vítiskvalir og var þá lagður inn á spítala. Eftir fjölda rannsókna var ákveðið að framkvæma eiturefnaskimun sem leiddi í ljós að í líkama Dwight var 20 sinnum meira magn af arseniki en taldist banvænn skammtur. Fyrir einhverja slembi- lukku lifði Dwight af en missti að miklu leyti tilfinningu í höndum og fótum. Lík grafin upp Að sjálfsögðu var haft samband við yfirvöld og í kjölfarið voru lík fyrr- verandi eiginmanns Blanche, kær- asta, föður og tengdamóður graf- in upp. Rannsókn leiddi í ljós óvenjulega mikið magn arseniks í líkamsleifunum. Einnig kom í ljós að gerð hafði verið eiturefnarannsókn á Raymond Reid en vegna mannlegra mistaka fóru niðurstöður úr rann- sókninni ekki rétta leið og týndust í kerfinu. Fyrir vikið fékk Raymond sennilega síðasta banvæna skammt- inn af arseniki þar sem hann lá á sjúkrabeði sínum. Sjónir yfirvalda beindust að Blanche, ekki síst vegna þess að hún hafði reynt að fá Dwight til að gera hana að rétthafa eftirlaunaréttinda hans. Einnig kom í ljós að hún hafði sagt ósatt um þá upphæð sem hún hafði fengið úr dánarbúi Raymonds. Ekki var það til að styrkja málstað Blanche að hún var í sambandi við Raymond og Dwight á sama tíma. Sú skýring Blanche að bæði Dwight og Raymond hefðu tekið ars- enik af sjálfsdáðum sökum þung- lyndis þótti ekki trúverðug og 18. júlí, 1989, var Blanche handtekin og kærð fyrir morðið á Raymond Reid. Kom með mat á sjúkrahúsið Saksóknarar ákváðu að kæra Blanche frekar fyrir morðið á Ray- mond en að kæra hana fyrir morðtil- raun á Dwight því þeir töldu að þeir gætu fært sönnur á að hún hefði fært Raymond mat á sjúkrahúsið. Staðreyndin var sú að læknar höfðu snemma séð merki arseni- keitrunar hjá Dwight en átt erfitt með að henda reiður á hver væri að eitra fyrir honum. Hvað Raymond varð- aði þvertók Blanche fyrir að hafa fært honum mat en saksóknarar leiddu fram fimmtíu vitni sem báru að hafa séð hið gagnstæða og því nokkuð ljóst að Blanche var vargur í véum þar sem hún þóttist koma færandi hendi, elskulegum eiginmanni sín- um á sjúkrabeðinn. Flest sönnunargögn ákæruvalds- ins gegn Blanche voru komin frá lög- fræðingum fjölskyldu Raymonds og þau voru svo sannfærandi að ákæru- valdið átti ekki í erfiðleikum með að færa sönnur á sekt Blanche. Þann 18. janúar, 1991, var Blanche sak- felld fyrir morðið á Raymond Reid og dæmd til dauða með banvænni sprautu. Í yfir tuttugu ár hefur Blanche tekist að forðast manninn með ljá- inn fyrir tilstilli áfrýjanakerfisins. Hún hefur ávallt haldið fram sak- leysi sínu. „Eftir fjölda rann- sókna var ákveð- ið að framkvæma eitur- efnaskimun sem leiddi í ljós að í líkama Dwight var 20 sinnum meira magn af arseniki en tald- ist banvænn skammtur. ára að aldri var Christa Gail Pike yngsta konan sem dæmd hefur verið til dauða í Bandaríkjunum. Christa var dæmd til dauða 30. mars 1996 fyrir morð sem hún framdi í ársbyrjun 1995. Þá barði hún til bana Coleen Slemmer, stúlku sem hún var afbrýðisöm út í, og geymdi til minja brot úr höfuðkúpu hennar. Árið 2001 mátti litlu muna að Christa, í félagi við aðra konu, sendi samfanga sinn, Patriciu Jones, yfir móðuna miklu og fyrir vikið var hún sakfelld fyrir morðtilraun 12. ágúst 2004. n Blanche Kiser var neydd í vændi af föður sínum prestinum Ekki öll þar sem hún var séð Fyrrverandi eiginmaður Blanche var á meðal þeirra sem dóu úr eitrun. Blanche Kiser Hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu, en bíður nú aftöku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.