Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 13
Fréttir 13Helgarblað 2.–4. mars 2012
n Gekkst tvisvar undir lifrarígræðslu n Ætlar að keppa í hlaupi á Heimsleikum líffæraþega
tímann. Foreldrar hennar stóðu
þó dyggilega við bakið á henni og
dvöldu á sjúkrahúshóteli steinsnar
frá Ríkisspítalanum. „Fjölskyldan
mín var ómetanleg þegar ég var
þarna úti og systur mínar voru dug-
legar að koma í heimsókn til okkar.
Allur Neskaupstaður stóð líka við
bakið á okkur.“
Staðan var tvísýn
Aðspurð hvort einhvern tímann
hefði verið tvísýnt um hvort hún
myndi lifa af segir Matthildur að svo
hafi verið. „Já, það var það í byrjun.
Áður en ég fékk lifrina. Mér var sem
betur fer ekki sagt það fyrr en ég
kom heim. Annars hefði ég örugg-
lega bara gefist upp og það hefði
endað illa,“ segir Matthildur. Nú eru
liðin fjögur ár frá lifrarígræðslunni
og er óhætt að segja að Matthildi
séu allir vegir færir.
„Mér hefur liðið rosalega vel.
Það tók við erfiður tími eftir þetta,
ég missti allan kraft og þurfti að
byggja upp þolið aftur. Ég fór í
sjúkraþjálfun sem hefur hjálpað
mér mikið. Það hafa komið upp ein-
hver smávægileg vandamál, gall-
steinar til dæmis, en það er eitthvað
sem manni finnst ekkert mál eftir
þessa reynslu.“
Þar sem um genatengdan sjúk-
dóm er að ræða voru systur Matt-
hildar skoðaðar í kjölfarið. Í ljós
kom að hálfsystir hennar er einnig
með þetta Wilson’s-gen en þar sem
hún er arfberi mun hún sleppa við
sjúkdóminn. „Hennar börn verða
hins vegar skoðuð og þegar ég eign-
ast börn verða þau skoðuð líka. Það
verður fylgst vel með því.“
Útskrifaðist um liðna helgi
Matthildur naut góðs af því að hafa
stundað íþróttir áður en hún veikt-
ist. Hún stundaði blak með Þrótti
Neskaupstað áður en hún flutti suð-
ur til að fara í háskólanám og þegar
hún flutti suður stundaði hún rækt-
ina. Hún hefur þó glímt við eymsli
í baki og segist ekki treysta sér til
að fara í blakið aftur. Hún hafi hins
vegar getað stundað líkamsrækt
án nokkurra vandræða og stefnir
á Heimsleika líffæraþega sem fara
fram á næsta ári.
Á Heimsleikunum er til dæm-
is sund og hlaup og ég hafði látið
mér detta í hug að keppa í sundinu.
Ég ætla allavega að taka hlaupin,
það eru 1.500 metra og 3.000 metra
hlaup, og svo eru spretthlaup líka
sem ég ætla að taka.“
Matthildur er þegar farin að búa
sig undir leikana og er með hlau-
paprógramm sem sjúkraþjálfari
hennar útbjó fyrir hana. „Ég er ekki
komin upp í 1.500 metrana ennþá
en það verður léttilega komið árið
2013. Þá verður maður komin með
ágætan tíma. Það er að minnsta
kosti markmiðið.“
Eftir að Matthildur kom heim frá
Danmörku fór hún aftur í skóla til
að læra þroskaþjálfunarfræði. Hún
kláraði námið um jólin og útskrif-
aðist um síðustu helgi. Hún starfar
nú í skammtímavistun fyrir fatlaða
og stefnir á nám í talmeinafræðum
í framtíðinni. n
Þakklát fyrir hvern dag
Þakklát Matthildur Hrönn Matthíasdóttir hefur tvisvar gengist undir lifrarígræðslu,
2007 og 2008. Hún hefur náð góðum bata og ætlar að keppa í hlaupi á Heimsleikum líf-
færaþega sem fram fara í Suður-Afríku á næsta ári. mynd Sigtryggur ari
V
ið höfum lagt áherslu á það
að selja heildareignina og
þessi stigahús hvert fyrir sig.
Láta reyna á það fyrst,“ segir
Karl Steingrímsson, kennd-
ur við verslunina Pelsinn, um söluna
á nýbyggingunni við Tryggvagötu 18 í
Reykjavík. Karl er stjórnarmaður í fé-
laginu T18 ehf. sem á eignina og held-
ur utan um söluna á henni.
Félagið keypti eignina út úr þrota-
búi Eignamiðjunnar ehf. í lok des-
ember í fyrra. Að sögn Karls átti fé-
lagið hagstæðasta tilboðið í eignina.
Eignamiðjan ehf., sem tekið var til
gjaldþrotaskipta í byrjun síðasta árs,
var áður í eigu Karls og skuldaði 1.600
milljónir króna í lok árs 2009.
Karl segir töluverða eftirspurn eftir
eigninni í heilu lagi, sem og hverju og
einu stigahúsi. Um er að ræða fjögur
stigahús sem hvert um sig hefur sér
lyftu. Í auglýsingu fyrir eignina er tek-
ið fram að hún sé tilvalin fyrir hótel-
eða þjónustuíbúðir. Aðspurður segir
hann þá hugmynd að gera hótelíbúð-
ir úr hluta eignarinnar hafa verið viðr-
aða.
Karl segir íbúðirnar því ekki hafa
verið til sýnis fyrir almenning „nema
kannski einum og einum aðila inn á
milli.“ Ef salan á heildareigninni geng-
ur ekki eftir á næstu dögum þá ætl-
ar félagið að snúa sér að því að selja
hana í smærri einingum. En það er
„plan b“ eins og Karl orðar það. „Við
erum með lista af fólki sem hefur
áhuga á að kaupa stakar eignir. Við
höfum tekið á móti áhugasömum og
skrifað þá niður.“
Aðspurður um verðið á stökum
eignum vill Karl lítið tjá sig um það.
„En þetta er verðlagt kannski aðeins
ofar en gengur og gerist. Þetta eru full-
búnar íbúðir og mjög vandaðar.“
Nýbyggingin að Tryggvagötu 18
hefur staðið auð frá því verktakafyrir-
tækið Ístak lauk við byggingu henn-
ar fyrir Eignamiðjuna ehf. árið 2008.
Mikill góðærisbragur er á íbúðunum
sem eru innréttaðar að fullu og bún-
ar hinum glæsilegstu tólum og tækj-
um. Á heimasíðu T18 er tekið fram að
meðal samstarfsaðila félagsins sé fyr-
irtækið Bang & Olufsen sem er þekkt
fyrir hágæðaraftæki af ýmsu tagi.
solrun@dv.is
n „Plan b“ að selja tryggvagötu 18 í smærri einingum
Selur lúxuseignir
Lúxusíbúðir Karl Stein-
grímsson, kenndur við versl-
unina Pelsinn, heldur utan um
söluna á Tryggvagötu 18.
Gylfaflöt 5 I 112 Reykjavík I Sími 533 1600 I aseta@aseta.is
Aseta styður
við íshokkí
íþróttina
Gylfaflöt 5 I 112 Reykjavík I Sími 533 1600 I aseta@aseta.is
Aseta styður
við íshokkí
íþróttina
Gylfaflöt 5 I 112 Reykjavík I Sími 533 1600 I aseta@aseta.is
Aseta styður
við íshokkí
íþróttina
Gylfaflöt 5 I 112 Reykjavík I Sími 533 1600 I aseta@aseta.is
Aseta styður
við íshokkí
íþróttina