Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 29
 þættinum Ísland í bítið. Fylgst var með útlitsbreytingum Ruthar í nokkra mánuði og tók hún miklum breytingum á þeim tíma. „Þetta var ekki mikið af aðgerðum, bara mest blóð, sviti og tár, sem sagt mikið púl. Þetta var á þeim tíma þegar þátt- urinn Extreme Makeover var alveg rosalega vinsæll. Mér fannst þetta alltaf vera látið hljóma í umræðunni eins og ég hefði bara verið í andlits- strekkingum, magastrekkingum og öllum pakkanum en það var ekki þannig. Það voru til dæmis háværar sögur um að ég hefði látið breyta nef- inu á mér, það hefði mér aldrei dott- ið til hugar. Ég er skíthrædd við allt svona. Ég myndi aldrei láta breyta mínu gríska nefi, ég er lítil kona með stórt nef og er stolt af því,“ segir hún hlæjandi. „Ég var að æfa á fullu undir harðri en skemmtilegri stjórn þjálf- arans Eyglóar Arnarsdóttur sem var þá hjá Hress í Hafnarfirði. Við vorum í sex mánuði að æfa af fullum krafti og ég komst í svakalega gott form. Ég var ósjaldan látin hlaupa frá Hafnar- firði til Reykjavíkur og þetta var mjög skemmtilegur tími. Þetta gekk eigin- lega meira út á að sýna fólki fram á að maður þyrfti ekki að fara í nein- ar „extreme“ aðgerðir endilega. Það er svo margt sem maður getur gert sjálfur á heilbrigðan hátt. Þetta sner- ist um að breyta lífsstílnum, borða hollt og svo var tekið í gegn húð og hár og allt slíkt. Þú ferð ekkert bara í eina lýtaaðgerð og ert fullkominn, maður fær ekkert útlitið í jólagjöf,“ segir hún skellihlæjandi. Skildu í sátt Mikið var slúðrað um Ruth eftir út- litsbreytinguna en hún segist hafa reynt að láta það ekki á sig fá. „Ég ýtti því bara svolítið frá mér. Það var náttúrulega þreytandi þegar Séð og heyrt var að koma með einhverjar til- búnar yfirlýsingar um að „Guð hefði sent mig í lýtaaðgerð“. Algóður Guð hafði lítið með það að gera,“ segir Ruth og hlær við. „Það er öllu snúið sem maður segir. Þetta kom auðvi- tað ekki skemmtilega út fyrir mig og mína að taka svo stórt og heimsku- lega til orða en þetta voru ekki mín orð og það vita þeir sem mig þekkja sem betur fer.“ Stuttu eftir útlitsbreytinguna slitnaði upp úr hjónabandi Ruthar og Fannars, eiginmanns hennar. „Við skildum í sátt en það var bara þannig að við höfðum vaxið í sund- ur. Við vorum alltaf að vinna hvort á sínum tímanum og hittumst eigin- lega aldrei. Hann var bakari og vann á nóttunni og oft fram á næsta dag. Hann var svo í fríi aðra hverja helgi en ég var að syngja allar helgar. Svo var hann sofandi á daginn þegar ég var heima. Það kom svo að því að við sáum bara að þetta var búið.“ Eins og áður sagði fór hún þá út og kom aftur heim til Íslands ófrísk að Kieu. Ofsótt af nágrönnum Ruth segist ekki hafa staðið neitt sér- staklega vel fjárhagslega eftir skiln- aðinn. „Þegar ég kom heim þurfti ég að búa einhvers staðar en þar sem ég hafði ekki mikið á milli hand- anna leitaði ég til Félagsbústaða. Það gekk nokkuð hratt fyrir sig og seinna komst ég að því af hverju það var. Það var víst ekki eftirsóknarvert að búa þar sem ég fékk úthlutað íbúð.“ Ruth fékk íbúð á Kleppsveg- inum í Reykjavík og þar upplifði hún að eigin sögn „algjört helvíti“. Hún segir að nokkrir nágrannanna hafi ofsótt hana og ekki látið hana í friði. „Ég vissi bara ekki að það væri til svokallað „gettó“ á Íslandi en það var þarna. Það voru tvær konur sem bjuggu í stigaganginum og þær ásamt fólki þeim tengdu gerðu allt til þess að gera mér lífið leitt. Þetta var alveg hræðilegt og eitthvað sem ég hefði aldrei getað trúað að ég ætti eftir að lenda í, ég vissi ekki að svona gæti gerst. Hvað þá á Íslandi og ég myndi ekki óska neinum að lenda í svona löguðu,“ segir Ruth al- varleg og það er augljóst að það tek- ur á hana að rifja upp þennan tíma. „Mér finnst alveg hryllilega erfitt að rifja þetta upp því að þessi tími var hræðilegur. Þetta voru bara ofsóknir og það var aldrei friður. Ég var stöð- ugt hrædd enda ófrísk þegar ég flutti inn og kannski enn viðkvæmari fyr- ir vikið og svo með nýfætt barn eftir að hún fæddist,“ segir hún. Að sögn Ruthar var það aðallega önnur kon- an sem stóð fyrir ofsóknunum en hin nágrannakonan blandaðist inn í það líka. Sú kona hafði víst verið flutt margoft milli félagsíbúða vegna þess að henni samdi ekki við nágrannana og var það víst ekkert leyndarmál hjá þeim sem til hennar þekktu. Þetta var aðallega þessi eina kona sem hlaut að vera mikið beisk út í lífið og tók það út í svona hryllingi.“ Hótað lífláti Ofsóknirnar lýstu sér á ýmsan hátt. „Það var stöðugt lamið í gólfið með sleggju til þess að reyna að halda fyrir mér og litlu vöku, hurðin hjá mér var útklínd í einhverju sem líkt- ist blóði, það var sett logandi sígar- etta í póstkassann hjá mér og stolið úr honum. Þetta var allt bara alveg hræðilegt og hreinlega eins og í ein- hverri bíómynd. Þetta var stöðugt áreiti. Meðan ég gekk enn með dótt- ur mína undir belti stóð ég meira að segja þessar konur að því að reyna að ná af mér myndum og seinna viðurkenndi önnur þessara kvenna að til hefði staðið að reyna að selja blöðunum myndirnar og fá pening þar sem ég vildi ekki fara í viðtöl á þessum tíma. Mér þótti forvitnin mikil og vildi ekki hleypa þeim inn á mig,“ segir hún. Ruth segist þó endanlega hafa fengið nóg af ofsóknunum þegar maður annarrar konunnar hótaði að myrða hana og nýfætt barn hennar. „Hann hringdi dyrabjöllunni hjá mér og ég vildi ekki opna. Þá hótaði hann með lágum rómi að myrða mig og nýfætt barnið og hafði uppi hrotta- leg orð um það. Ég var eðlilega mjög skelkuð. Tveimur dögum síðar varð þessi sami maður öðrum manni að bana í Vesturbænum,“ segir hún al- varleg. „Þá gat ég ekki verið í íbúðinni lengur. Ég reyndi allt til þess að fá nýja íbúð hjá Félagsbústöðum og í gegnum félagsráðgjafa en það var ekki hlustað á mig. Ég gat ekki skilað íbúðinni meðan ég beið því þá hefði ég fyrirgert rétti mínum á íbúða- skiptum sem gengur fyrr fyrir sig en að flytja út því geri maður það þá þarf að ganga í gegnum allan ferilinn aft- ur, sækja um og fara neðst á biðlista aftur. Ég vildi ekki hætta á það því einhvers staðar þurfti ég að búa.“ Vinir hjálpuðu henni í gegnum þetta Ruth segist hafa fengið fregnir af því seinna að hún væri ekki sú eina sem hefði lent illa í nágrönnunum. „Þetta var þekktur stigagangur og ég veit að til dæmis fólkið sem bjó á efstu hæðinni flúði líka. Þar sem ástandið þarna var þekkt þá finnst mér svolít- ið skrýtið að mér skyldi vera úthlutað íbúð þarna, verandi ófrísk og í þess- ari stöðu,“ segir hún. Með hjálp góðra vina tókst henni að komast í gegnum þetta. „Þetta var mun ógnvænlegra en ég held að fólk geri sér grein fyrir. Sem betur fer átti ég góða vini að. Vinkona mín, Inga Sæland, hjálpaði mér og barninu og tók okkur heim til sín meðan við biðum eftir annarri íbúð. Soffía Jóns- dóttir sem hefur verið mér sem móð- ir á Íslandi síðan ég var tvítug hjálp- aði mér líka mikið á þessum tíma. Hún vann sem stuðningsfulltrúi hjá Félagsþjónustunni og aðstoðaði mig fyrst þegar ég var ung og einstæð með Sæbjörgu mína. Við erum rosa- lega tengdar við Soffía og ég veit ekki hvað ég hefði gert án hennar. Hún Fékk morðhótun Frá morðingja Viðtal 29Helgarblað 2.–4. mars 2012 Vildi hreinsa mannorðið Það var Ruth mikilvægt að mannorð hennar yrði hreinsað áður en hún færi frá Íslandi. mynd KriStina COCHi „Þetta voru bara ofsóknir og það var aldrei friður „Þú ferð ekkert bara í eina lýta­ aðgerð og ert fullkominn, maður fær ekkert útlitið í jólagjöf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.