Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 22
Sandkorn U m þessi mánaðamót fá þús­ undir skuldara banka og fjár­ málafyrirtækja kröfur um að greiða af skuldabréfum sem sterkar vísbendingar eru uppi um að séu ólögleg. Hæstiréttur Íslands felldi dóm í þá veru. Og í stað þess að bregðast við og semja við skuldara er keyrt áfram af fullri hörku og við­ skiptavinirnir miskunnarlaust rukk­ aðir. Samlíkingu við þessa framgöngu er helst að finna í samtökum undir­ heima sem einhliða verðleggja krónur og innheimta síðan með ofbeldi. Þingmaðurinn Lilja Mósesdóttir og hluti stjórnarandstöðunnar hefur látið sig miklu varða málefni skuldara í landinu. Hún lýsir ástandinu þannig að stutt sé í að sjóði upp úr nú þegar fólk upplifir að sáralítill munur er á bönkunum og ótíndum handrukkur­ um. Stofnanir sem eiga að vera reknar með sanngirni og heiðarleika að leið­ arljósi beita fantabrögðum og verð­ leggja skuldir viðskiptavina einhliða og láta sig í engu varða rétt eða rangt. Svívirðan er sýnileg öllum þeim sem vilja á annað borð opna augu sín fyrir því að óskráðar siðareglur fjármála­ stofnana eru þær sömu og hjá sam­ tökum sem starfa neðanjarðar. Ríkisstjórn og Alþingi virðast vera ráðalaus. Löggjafinn aðhefst ekkert þótt Hæstiréttur landsins hafi sent út skýr skilaboð um ólögmæti gengis­ lánanna. Í stað þess að bregðast strax við er sama ömurlega aðgerðaleys­ ið ríkjandi. Allt er látið reka á reið­ anum í von um að það fenni í sporin og fólkið láti svíðingana vaða yfir sig á skítugum skónum. Öflug og góð ríkis­ stjórn hefði einfaldlega beitt sér fyrir því að löggjafinn kæmi með þá lausn sem dygði. Vandinn er hins vegar sá að ríkisstjórnin er máttvana og Al­ þingi fyrir löngu heillum horfið. Hags­ munir hrægammasjóða og annarra bankaeigenda eru í öndvegi, sem fyrr. Fólkið finnur sig svikið. Skjaldborgin reis aldrei. Og þegar æðsti dómstóll landsins fellir þann úrskurð að ólögleg okurlán séu í umferð og innheimtu, þá ríkir þögnin. Það táknar það eitt að helstu ráðamenn Íslands eru sam­ þykkir því ofbeldi sem á sér stað. Það er alls ekki víst að Lilja Móses dóttir hafi rétt fyrir sér hvað það varðar að nú sjóði upp úr. Kannski er fólk gengið inn í píslar­ vættið og lætur ofbeldisöflin kom­ ast upp með lögleysuna. Það ætti þó að vera skylda hvers einasta manns að berjast með öllum lög­ mætum aðferðum gegn því sem er að gerast. Almenningur verður að refsa þessu liði sem rukkar skuldir með sama hugarfari og harðsvírað­ ir glæpamenn. Og það þarf líka að refsa þeim sem láta lögleysuna og fantaskapinn viðgangast. Gestur og yfirheyrslan Sigurður G. Guðjónsson hæsta­ réttarlögmaður birti á mið­ vikudag brot úr skýrslu sem Gunnar Ander- sen, fyrrver­ andi forstjóri FME, gaf hjá ríkislög­ reglustjóra í lok árs 2008. Skýrslutakan var í máli ákæruvaldsins gegn Hauki Haraldssyni, fyrrverandi starfsmanni Landsbankans, sem ákærður var fyrir fjárdrátt í aðdraganda hrunsins. Að­ eins tveir aðilar hafa aðgang að skýrslutökunni yfir Gunn­ ari, ákæruvaldið og Haukur og lögmaður hans, Gestur Jóns- son. Svo skemmtilega vill til að Sigurður og Gestur eiga það sameiginlegt að hafa unnið fyrir Jón Ásgeir Jóhannesson auk þess sem þeir hafa gætt hagsmuna margra þekktustu bankamannanna við rann­ sóknina á hruninu. Velta menn því nú fyrir sér hvort hagsmunir umbjóðenda Gests og Sigurðar gætu því ekki hafa farið saman í máli Gunnars. Árásir úr ólíkum áttum Mál Gunnars Andersen er áhugavert fyrir margra hluta sakir. Einn vinkill á málinu er sú staðreynd að atlagan gegn Gunnari virðist hafa komið úr tveimur áttum. Annars vegar frá útrásar­ mönnum sem eru til rann­ sóknar og leigumenn­ um þeirra og hins vegar frá stjórn­ málamönnum, aðallega vinstri­grænum. Steingrímur J. Sigfússon, efnahags­ og við­ skiptaráðherra, hefur orðið uppvís að því að vera tvísaga um vitneskju sína um brott­ rekstur Gunnars auk þess sem hann hefði getað komið í veg fyrir uppsögn hans. Hagsmunir sakborninga í hrunsmálum og einhverra stjórnmálamanna á vinstri vængnum virðast því hafa farið saman í brottrekstri Gunnars. Davíð fyrir dóm Það áhugaverðasta við lands­ dómsmálið gegn Geir H. Haarde snýst ekki um hann sjálfan heldur um væntanlegan vitn­ isburð þeirra fjölmörgu sem gefa munu skýrslu fyrir dómi. Ólíklegt verður að teljast að Geir verði sakfelldur í málinu þar sem sönnunarfærslan fyr­ ir mögulegum lögbrotum hans er snúin. Eftir stendur hins vegar að menn eins og Davíð Oddsson, Björgvin G. Sig- urðsson, Árni Mathiesen, Baldur Guðlaugsson og Lárus Welding munu gefa skýrslu fyrir lands­ dómi um atriði sem snerta hrunið. Þessar skýrslutökur munu örugglega verða upp­ lýsandi um hrunið: Loksins fáum við opinberar skýrslu­ tökur þar sem lykilmenn í hruninu verða spurðir spjör­ unum úr fyrir opnum tjöldum. Þetta er minn leikvöllur Ég vil vinna alla leiki Leikarinn Kári Viðarsson rekur leikhús í frystihúsi. – DV Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari í fótbolta, þolir ekki að tapa. – ksi.is Okurlánin innheimt Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is „Kannski er fólk gengið inn í píslarvættið A ndi laganna (1748) eftir Montesquieu lagði grunninn að þeirri stjórnskipunarfræði, sem fyrsta stjórnarskrá Banda­ ríkjanna hvílir á. Bandaríkjaþing stað­ festi fyrstu stjórnarskrá landsins 1781, fimm árum eftir sjálfstæðisyfirlýs­ inguna 1776. Þessi fyrsta stjórnarskrá var samin og staðfest í miðju frelsis­ stríði Bandaríkjamanna gegn Bretum. Hún reyndist ekki vel að stríðinu loknu, en þá brauzt sums staðar út ófriður innan lands, og einstök ríki settu lög, sem þóttu ógna eignarrétti og efnahagslegum stöðugleika. Stjórnlagaþingið 1787 Þetta varð til þess, að Bandaríkja­ þing stofnaði til sérstaks stjórnlaga­ þings, sem skyldi leggja til breytingar á stjórnarskránni. Tólf ríki af 13 til­ nefndu 55 fulltrúa til setu á þinginu, sem kom saman í Fíladelfíu 25. maí 1787 og lauk störfum tæplega fjór­ um mánuðum síðar, 17. september. Frægasti stjórnlagaþingsfulltrúinn var George Washington, oddviti sendi­ nefndarinnar frá Virginíu, sem var þá fjölmennasta ríki landsins. Hann var fyrrverandi hershöfðingi og þjóðhetja að loknum frækilegum sigri í frelsis­ stríðinu. Stjórnlagaþingið hélt fundi sína á bak við luktar dyr. Það ákvað að fara fram úr lagalegu umboði sínu til að breyta gildandi stjórnarskrá og samdi heldur og samþykkti nýja stjórnarskrá með undirskrift 39 fulltrúa. Þrettán fulltrúar voru farnir af þinginu fyrir þinglok, og þrír neituðu að skrifa undir. Lífleg umræða Nú upphófst líflegasta stjórnmála­ umræða, sem sögur fara af í Banda­ ríkjunum. Allir Bandaríkjamenn, var sagt, eða nær allir, lásu frumvarpið, og það var rætt í þaula. Dagblöðin, sem voru nálega 100 að tölu, birtu mikið efni um frumvarpið, auk þess sem fylgismenn frumvarpsins og andstæð­ ingar þess gáfu út bæklinga. Deilurnar um frumvarpið snerust einkum um verkaskiptingu alríkis­ stjórnarinnar og einstakra ríkja. And­ stæðingar frumvarpsins töldu, að al­ ríkisstjórninni væru færð of mikil völd á kostnað ríkjanna. Þeir töldu mann­ réttindaákvæði vanta í frumvarpið (e. Bill of Rights), ákvæði, sem þeir hugð­ ust nota einnig til að tryggja ríkjunum meiri rétt gagnvart alríkisstjórn inni. Stuðningsmenn frumvarpsins töldu, að alríkisstjórnin þyrfti að hafa næg völd til að varðveita einingu Banda­ ríkjanna. Þetta var landamæradeila: hvar átti að draga mörkin milli þessara tveggja sjónarmiða? Hvorug fylkingin var fyllilega ánægð með frumvarp­ ið, engum þótti það vera fullkomið. Mörgum stuðningsmönnum þess þótti misráðið, að fjöldi öldunga­ deildarmanna skyldi ákveðinn hinn sami í öllum ríkjum óháð fólksfjölda. Þetta var tilslökun af hálfu meirihlut­ ans gagnvart minnihlutanum. Stuðn­ ingsmenn frumvarpsins voru kallaðir sambandssinnar (e. federalists), og andstæðingarnir voru fylkissinnar (e. anti­federalists). Hvað gerði þingið við frumvarpið? Bandaríkjaþing ákvað að senda frum­ varpið athugasemdalaust til sam­ þykktar eða synjunar í ríkjunum 13. Stjórnlagaþingið hafði kveðið á um, að samþykkt níu ríkja dygði til að lög­ festa frumvarpið, svo að það tæki gildi sem ný stjórnarskrá Bandaríkjanna. Sumir töldu, að þingið þyrfti fyrst sjálft að samþykkja frumvarpið, en þeirri skoðun var hafnað. Stjórnlagaþing­ ið – með skipuðum fulltrúum, ekki kjörnum – hafði samið frumvarpið, og Bandaríkjaþing taldi það ekki vera í sínum verkahring að fjalla efnislega um frumvarpið, hvað þá breyta því, það gætu ríkin ein gert. Sumir töldu, að með því að taka ekki efnislega af­ stöðu til frumvarpsins væri þingið að lýsa samþykki sínu, þar eð þögn væri sama og samþykki. Aðrir litu svo á, að með því að samþykkja ekki frumvarp­ ið væri þingið í reyndinni að lýsa and­ stöðu sinni. Í höfn eftir níu mánuði Ríkin 13 fólu ýmist lögþingum sínum að fjalla um frumvarpið eða sér­ stökum þingum, þar sem sérkjörnir fulltrúar sátu ásamt þingmönnum. Delaware reið á vaðið með einróma samþykkt frumvarpsins 7. desem­ ber 1787. Næst kom Pennsylvanía 12. desember, þar sem 46 fulltrúar studdu frumvarpið gegn 23 mótat­ kvæðum. New Jersey og Georgía samþykktu frumvarpið einróma 18. og 31. desember. Connecticut sam­ þykkti frumvarpið í byrjun janúar 1788 með 128 atkvæðum gegn 40. Mjótt varð á munum í Massachusetts í byrjun febrúar, þar sem frumvarp­ ið var samþykkt með 187 atkvæðum gegn 168. Nú höfðu sex ríki samþykkt frumvarpið. Í apríllok samþykkti Ma­ ryland frumvarpið með 63 atkvæðum gegn 11 og Suður­Karólína í maílok með 149 atkvæðum gegn 73. Nú vant­ aði eitt ríki enn. Í júnílok samþykkti New Hampshire frumvarpið með 57 atkvæðum gegn 47. Frumvarpið var í höfn níu mánuðum eftir að stjórn­ lagaþingið skilaði því af sér til Banda­ ríkjaþings. Fáeinum dögum síðar samþykkti Virginía, fjölmennasta rík­ ið, frumvarpið með naumum meiri hluta, eða 89 atkvæðum gegn 79. Í júlílok samþykkti New York frum­ varpið með 30 atkvæðum gegn 27. Norður­Karólína hafnaði frumvarp­ inu skömmu síðar með 184 atkvæð­ um gegn 83, en það breytti engu. Rhode Island, þrettánda ríkið, sam­ þykkti frumvarpið í maí 1790 með 43 atkvæðum gegn 32, þótt frumvarpinu hefði verið hafnað með 2.708 atkvæð­ um gegn 237 í almennri atkvæða­ greiðslu í ríkinu. Þetta var enginn dans á rósum, en hann endaði vel. Þegar hjólin snúast „Þrettán fulltrúar voru farnir af þinginu fyrir þinglok, og þrír neituðu að skrifa undir. Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 22 2.–4. mars 2012 Helgarblað Kjallari Þorvaldur Gylfason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.