Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Blaðsíða 23
Dómstóll götunnar Þessi pistill var öll- um til skammar ...svo eru líka til heyrnarhlífar Málfarsbloggarinn Eiður Guðnason þolir ekki Hollywood-pistlana á Rás 2. – eidur.isTónlistarmaðurinn Krummi ærir stundum nágranna sína. – DV Farsi forsetans „Ekki sérlega. Ég hefði frekar viljað að málið færi fyrir sann- leiksnefnd eða eitthvað slíkt.“ Björgólfur Ólafsson 50 ára rithöfundur „Já, ég held það. Þeir þurfa að gera eitthvað í þessu máli.“ Allan James 48 ára og atvinnulaus „Já, auðvitað“ Ýmir Grönvold 17 ára sundlaugarvörður „Nei, ég er ekki ánægður. Ég hefði viljað stoppa þetta eða sjá alla þá sem voru þarna ákærða.“ Jón Ingi Jónsson 50 ára sölumaður „Mér er alveg sama.“ Kjartan Elíasson 28 ára nemi Ertu sáttur við að landsdómsmálið haldi áfram? Að læra að lesa R eyndar er falin auglýsing í þeim pistli sem hér er að hefjast. En slíkt ódæði ætti nú ekki að hrella þá þjóð sem sér í sínum stærsta stjórnmálaflokki formann sem hefur kostað samfélagið tugi milljarða með svikum og prettum, fyrrverandi for- mann sem hefur það eitt að leiðarljósi að festa gjafakvótann í sessi og fána- bera sem dæmdur er, fyrstur Íslend- inga, fyrir innherjasvik. Þjóð sem er ólæs á samtíð sína og kýs yfir sig fólk sem hugsar fyrst um sinn eigin hag og svo um hag þjóðar, er þjóð sem ekki kann að lesa. Og fyrst ég er farinn að tala um lestur, er víst best að ég geri lesendum þann greiða að koma mér að efni pist- ilsins. En þannig er, að ég sendi frá mér ljóðabók fyrir síðustu jól. Hún hlaut lof vina minna á fasbókinni og náði at- hygli margra, jafnvel þótt ég gæfi mér lítinn tíma í sölumennskuna. En bókin sú arna hefur að geyma stutt ljóð, rím- uð og stuðluð, sem fjalla öll um dygðir og góð gildi; hún er safn heilræðaljóða. Og það dásamlega gerðist, áhugasamar konur höfðu við mig samband – flest- ar kennarar – og vildu meina að bók þessa mætti brúka til kennslu í allavega þremur fögum, þ.e.a.s. lestri, bragfræði og lífsleikni. Áhuginn vatt þannig upp á sig að ég hafði samband við Náms- gagnastofnun og athugaði áhugann þar á bæ. Og í ljós kom að þar var vel tekið í erindi mitt og hugmyndin að slíkri til- raun sögð hin ágætasta. En sá böggull fylgdi því skammrifi að ekki eru til pen- ingar til að ýta slíkri tilraun af stað. Nú er ég ekki að gera kröfu um eitt eða neitt (ekki frekar en venjulega). En ég spyr mig að því hvort ein af ríkustu þjóðum veraldar verði ekki að hafa efni á að kenna þegnum sínum að lesa. Ég er ekki að tala um að stjórnmálalegt læsi verði hér stundað af visku, sann- girni, háttvísi, gæsku og siðfágun (svo örfá góð gildi séu nefnd), heldur er ég að tala um að kenna börnum að lesa. Ef það kostar peninga þá verður að redda klinki. Við getum ekki bara sagt að buddan sé tóm og af þeim sökum sé ekki unnt að kenna ungum piltum lestur. Stjórnvöld og þjóðin öll (já, þjóð- in sem er ólæs á loforð stjórnmála- manna), fólkið í landinu á heimtingu á því að börnum sé kennt að þekkja staf- ina og séu helst fluglæs á fyrstu árum í grunnskóla. Ég þakka áhugasömum kennur- um og ýmsu öðru fagfólki sem sinn- ir menntun barna af einstökum þrótti og vill öllum góðum gildum sinna við það starf. Ég þakka Námsgagnastofn- un fyrir að taka erindi mínu vel og sýna mér, þannig að þær þróttmiklu konur sem segja að LJÓÐIN UM VEGINN sé áhugaverð leið í lestrarkennslu. En ég verð að hvetja okkur hin til að skoða það hvort ekki sé kominn tími til að bókmenntaþjóðin kenni börnum sín- um lestur. Reynsla kennir ríkri þjóð sem ræktar lúsablesa að ekki duga öll þau ljóð sem enginn fær að lesa. Þ jóðin fylgdist agndofa með hannaðri atburðarás Ólafs Ragnars fullkomnast í stofunni á Bessastöðum í gær. Fyrst sagði Ólafur á nýársdag að hann væri að hætta, en gerði það með þeim hætti að erfitt var að skilja það öðru vísi en svo að ef hann fengi sterk við- brögð gegn þeirri ákvörðun þá myndi hann endurskoða hana. Hann er sem sagt hugsanlega hættur við að hætta. Og eftir einhverja umhugsun mun for- setinn upplýsa hvort hann sé hættur við að hætta við að hætta við að hætta. Viðbrögðin voru hins vegar lítil- fjörleg. Þegar spurt var í skoðana- könnun hvort fólk gæti hugsað sér að kjósa hann, kom í ljós að ekki nema helmingur þjóðarinnar gat hugsað sér það. Næsti partur í hinni hönnuðu atburðarás var þá að fá gamla vini sína eins og Baldur Óskarsson, úr Alþýðu- bandalaginu sáluga, og dáðadrenginn frá Brúnastöðum, Guðna Ágústsson, til að safna áskorunum á sig. Þeim til aðstoðar voru Ragnar Arnalds og Jón Valur Jensson, sem einkum hefur getið sér orð fyrir baráttu sína gegn fóstureyðingum. Svo lét Ólafur sig hverfa af sviðinu og fór til suðurskautsins á meðan þeir áttu að safna 40 þúsund áskor- unum. Svo óheppilega tókst til, að ekki tókst að safna nema tæplega 30 þúsund gildum áskorunum. Þá voru Baldur og Guðni sendir af stað og söfnunin var framlengd. Með harð- fylgi tókst að nudda áskorunum yfir 30 þúsund. Það varð Ólafi tilefni til að stíga villtan fjölmiðladans á Bessa- stöðum, og tilkynna að nú tæki hann sér viku til að ákveða hvort hann segði ekki já. Um leið hóf hann að selja sig grimmt sem frambjóðanda með því margtyggja að þjóðin myndi ekki þurfa að borga sér laun, því eftir- launin sem hann hefði ella fengið væru svo há, að hann væri í raun að vinna frítt yrði hann forseti. Það yrði því mikill sparnaður í að hafa hann áfram. Síðan síendurtók forsetinn að hann væri eiginlega neyddur til að íhuga sterklega hvort ekki væri rétt að hann byði sig aftur fram því það hefðu svo fáir frambjóðendur gefið sig fram – eftir að hann hafði sjálfur stuggað öllum frá með því að neita að staðfesta að hann væri að hætta. Kunnugir sem standa mjög nærri Bessastöðum segja að þessi örvænt- ingarfulla spilamennska stafi af því að á ferðalögum sínum erlendis þar sem forsetinn hitti mjög hátt setta forystumenn alþjóðastofnana og ætlaði að tryggja sér háan form- legan prófíl í tengslum við alþjóðleg störf hafi honum að óvörum birst sú staðreynd að eftirspurn eftir honum utan Álftaness er snöggtum minni en hann hafði sjálfur gert ráð fyrir. Þess vegna mun hann hafa brugðið á það ráð að kreista út enn fleiri áskoranir, nudda þeim upp í 40 þúsund og segj- ast tilneyddur að beygja sig undir óskoraðan vilja þjóðarinnar og verða forseti enn ein löng fjögur ár. Þannig hefur farsinn á Bessastöðum breyst í hálfgerða tragikómedíu. Rigning og regnbogi Það var óneitanlega fallegt á Suðurnesjunum fyrir skömmu þegar ljósmyndari átti þar leið um og kom auga á þennan glæsilega regnboga. Mynd EyþóR ÁRnasonMyndin Svarthöfði Umræða 23Helgarblað 2.–4. mars 2012 Skáldið skrifar Kristján Hreinsson 1 Femínisti birtir svartan lista Hildur Lilliendahl tók saman ummæli karla sem fara ófögrum orðum um konur á netinu. 2 „Kannski varð ég svolítið afbrýðisöm og undrandi“ Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, um bréf sem hann sendi til ungrar frænku Bryndísar. 3 Baki snúið í Jón BaldvinOrðrómur um meint brot Jóns Baldvins gerði það að verkum að Jón fékk slæma útreið í prófkjöri Samfylkingar árið 2009. 4 „Sonur minn gerði mikil mistök“ Faðir níu ára drengs sem kom með byssu í skólann.Skot hljóp úr byssunni í bekkjarsystur drengsins. 5 Lýsir losta á Facebook-síðuCatalina Mikue Ncogo er komin aftur á kreik. 6 Kennir Ingibjörgu Sólrúnu um aðför að Jóni Baldvini Glúmur Baldvinsson, sonur Jóns Baldvins, segir að umfjöllun um bréfaskriftir föður síns sé sett fram með aðstoð Ingibjargar Sólrúnar. 7 Blaðamaður í slagsmálum við ljósmóður á fæðingardeild Vildi gefa nýfæddu barni sínu ferskt loft. Ljósmæður tóku illa í það. Mest lesið á DV.is Ég er ekki mikill afmælisdrengur Pétur Mikael Guðmundsson fæddist á hlaupársdegi 1988. – DV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.